Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 8

Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA DAVID Ginola faðmar Sol Campbell, fyrirliða Tottenham, eftir að Sol var búinn að skora sigurmark gegn Derby. Aston Villa með vænlegt forskot Tottenham náði dýrmætum sigri á útivelli gegn Derby Gullit vill peninga til leikmanna- kaupa NÝRÁÐINN knattspyrnu- stjóri Newcastle, Ruud Guliit, hefur óskað eftir því að hann fái aðgang að auknum peningum til þess að styrkja lið sitt. Þetta sagði hann í framhaldi af 3:0 ósigri Newcastle fyrir Arsenal á Highbury á sunnudaginn. í liðinni viku féll Newcastle úr leik í Evrópukeppni félagsliða fyrir Partizan frá Belgrad og segir Gullit að hann verði að styrkja lið sitt til þess að möguleiki sé á að hann geti bætt árangur þess. Þrátt fyrir þetta hef- ur Gullit úr Qölmennasta leikmannahópi að spila sem knattspyrnustjóri hef- ur þar í landi, alls 54 Ieik- menn. Þegar hann tók við Newcastle liðinu sagðist hann ætla að byggja liðið á yngri leikmönnum og þeim sem fyrir eru hjá því en hefur greinilega lagt þau áform til hliðar. „Ef við eigum að fylgja eftir liðum eins og Chelsea, Liverpool, Manchester United og Arsenal verð ég að kaupa sterka leikmenn. Það er hins vegar stjórnar- innar að taka akvörðun um aukin útgjöld. Núverandi staða er hins vegar óþol- andi og stjórninni er kunn- ugt um það. Við verðum að gera eitthvað,“ sagði Gullit. Newcastle leikur ekki í deildinni fyrr en eftir tvær vikur þar sem hlé verður á deildarkeppninni f Englandi um næstu helgi vegpna landsleikja. Rangers aftur á toppinn JÓÐVERJTNN Jörg Alberts var hetja Glasgow Rangers, sem komst aftur í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar um helgina með l:0-sigri á botnliði Dundee. Mark Þjóðverjans kom skömmu fyrir leikslok, en fram að því höfðu liðs- menn Dundee varist af miklum þrótti og vonbrigði þeirra voru gíf- urleg í leikslok. Sigurinn var þó fyllilega verðskuldaður og eftir lok venjulegs leiktíma lét Alberts verja frá sér vítaspyrnu. Kilmamock reyndist ekki búa yf- ir sömu lukku og stórlið Rangers, þvi þrátt fyrir ákafar sóknartil- raunir tókst leikmönnum liðsins ekki að finna gat á sterkri vöm Dunfermline og úrslitin urðu því markalaust jafntefli. Fyrir vikið missti Kilmarnock efsta sætið til Rangers, sem nú hafa átján stig að loknum níu umferðum í deildinni. Á sama tíma létu Sigurður Jóns- son og félagar í Dundee United ekki happ úr hendi sleppa og komust úr mestri fallhættu með naumum sigri á Aberdeen, 1:0. Gary McSwegan gerði eina mark leiksins á 22. mínútu, en Sigurður - lék ekki með liði Dundee - er meiddur. Meistaramir í Celtic virðast einnig vera að ná sér á strik og á laugardag bám þeir sigurorð af Motherwell, 1:2 á útivelli. Meistar- amir vom mun sterkari aðilinn í leiknum og komust í 0:2 áður en heimamenn minnkuðu muninn örfáum sekúndum fyrir leikslok. ASTON Villa frá Birmingham virðist ekkert ætla að gefa eft- ir í toppbaráttu ensku knatt- spyrnunnar. Villa lagði Coventry á laugardag og hefur því vænlegt forskot á næstu lið. Manchester United tókst að vinna örlagadísirnar á sitt band og náði öruggum sigri á Dell-leikvanginum í Sout- hampton og hefur útlitið hjá heimamönnum sjaldan verið eins dökkt. Tottenham náði dýrmætum sigri á útivelli gegn Derby en i tveimur toppleikjum sunnudagsins burstuðu meist- arar Arsenal Newcastle og Liverpool og Chelsea skildu jöfn á Anfield Road, þar sem Jamie Redknapp jafnaði fyrir Liverpool skömmu fyrir ieiks- lok. Aston Villa situr enn eitt á toppi úrvalsdeildarinnar eftir l:2-sig- ur á Coventry á útivelli og að þessu sinni kom það í hlut miðvallarleik- mannsins Ians Taylors að sjá um markaskorun. Bæði mörk Taylors komu í fyrri hálfleik, en í þeim seinni minnkaði Norðmaðurinn Trond Egil Soltvedt muninn fyrir heimamenn. Lengra komust þeir ekki gegn vel skipulögðu liði Villa, sem geislar af sjálfstrausti þessi misserin. Á sama tíma tókst Tottenham að halda hreinu aldrei þessu vant og vinna góðan sigur á útivelli gegn Derby, 0:1. Þetta var síðasti leikur liðsins undir stjórn Davids Pleats, sem nú mun aftur snúa sér að stjómunarstörfum fyrir liðið, en í stúkunni sat nýi stjórinn, George Graham. Hann hefur löngum verið þekktur fyrir snjallan varnarleik og árangursríkan og er ekki ólíklegt að sumir hafi séð fingraför hans á leik- skipulagi Tottenham-liðsins í leikn- um. Aftasta vömin þótti eldtraust með miðverðina Colin Calderwood og Sol Campbell sem bestu menn og kom það í hlut þess síðarnefnda að gera eina mark leiksins. í þann tíð er Graham ríkti á Highbury með Arsenal fékk hann þann stimpil á sig að vera „konungur" l:0-sigranna og gera nú margir því skóna að hið sama verði upp á teningnum með Tottenham. Derby tapaði þar með öðmm leik sínum í röð, en er þó áfram í hópi efstu liða. Bergkamp hrökk í gang Liverpool tók á móti stjömuher Chelsea á sunnudag og enn sem fyrr hafði Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, gert umtalsverðar breyt- ingar á liði sínu frá síðasta leik. Italski framherjinn Pierluigi Casiraghi kom gestunum yfir snemma leiks og lengi vel leit út fyrir aðeins annan sigur Lundúna- liðsins á Liverpool á 38 ámm. Vörn Chelsea virtist í litlum vandræðum með þá Robbie Fowler og Michael Owen í framlínu heimamanna, en glæsileg aukaspyma Jamies Red- knapps undir lokin tryggði jafn- teflið. Hætt er þó við að Vialli muni telja hinn hollenska markvörð sinn, Ed de Goey, ábyrgan fyrir jöfnun- armarkinu, enda virtist hann illa staðsettur er skotið reið af. Hinn sunnudagsleikurinn fór fram á Highbury, heimavelli Arsenal og þar vom Ruud Gullit og lærisveinar í Newcastle í heimsókn. Newcastle hefur verið á sigurgöngu undanfarið, en hún endaði snarlega í leiknum þar sem leikmenn meistaranna höfðu tögl og hagldir frá upphafi. Hollend- ingurinn Dennis Bergkamp, sem hafði ekki skorað mark í tíu síðustu leikjum, komst loks á blað, gerði fyrsta mark leiksins, lagði svo upp annað markið fyrir franska táning- inn Nicolas Anelka og gerði síðan þriðja marldð úr vítaspymu. Aukin- heldur misnotaði hann urmul góðra tækifæra og lét markvörðinn Shay Given svo veija frá sér víti undir lok- in. Sigur meistaranna frá Lundúnum var þó aldrei í hættu og Newcastle sá aldrei til sólar - m.a. var hinum gríska varnarmanni þeirra, Nikos Dabizas, vildð af leikvelli fyrii- að fella Marc Overmars innan teigs. Óstöðugleiki West Ham Greinilegt er að óstöðugleiki hrjáir lið West Ham. Liðið leikur oft skemmtilega knattspvrnu, en þess á milli dettur allur botn úr leik þess og stjórinn Harry Redknapp hefur sagst ætla að vinna bug á þessu. Á laugardag sótti West Ham lið Blackburn heim á Ewood Park og mátti sætta sig við stórtap, 0:3. Heimamenn fóru á kostum í leikn- um og Garry Flitcroft gerði tvö mörk, hvort í sínum hálfleiknum. Callum Davidson skoraði þriðja markið um miðjan seinni hálfleik. Leeds beið lægri hlut á heima- velli gegn Leicester. Heimamenn hafa enn ekki ráðið stjóra í stað Ge- orges Grahams og einn þeirra, sem nefndir hafa verið til sögunnar sem líklegur arftaki, er Martin O’Neill, stjóri Leicester. Hans menn voru sterkari í leiknum og miðherjinn Emile Heskey fór illa með gnótt góðra færa, áður en gamli marka- hrókurinn Tony Cottee gerði eina mark leiksins fyrir gestina fjórtán mínútum fyrir leikslok. Middlesbrough klífur óðíluga upp töfluna og vann 4:0-stórsigur á Sheffield Wednesday á laugardag. Daninn Mikkel Beck skoraði tvíveg- is og Kólumbíumaðurinn Hamilton Ricard og Paul Gascoigne gerðu sitt maridð hvor í leik þar sem heima- menn höfðu algjöra yfirburði. Þetta var fyrsti sigur Middlesbrough á heimavelli á þessari leiktíð og mark dagsins átti Gascoigne úr fallegri aukaspymu undir lokin. Andy Hinchcliffe var vísað af velli einni mínútu fyrir leikslok fyrir að brjóta á Beck, sem var við það að komast einn í gegn. United í fullu fjöri Dell, heimavöllur Southampton, hefur löngum þótt vígi hið mesta og einkum hefur Manchester United gengið illa þar á umliðnum árum. Breyting varð þó á því um helgina, enda United í fullu fjöri og heima- menn í Southampton að sama skapi í miklu mótlæti, einir í botnsæti deildarinnar. Lyktir leiksins urðu 0:3-sigur gestanna frá Manchester og skerpti mikið framlínuna að Andy Cole tók sæti Teddys Sher- ingham. Cole lagði upp fyrsta markið fyrir Dwight Yorke, skoraði svo annað markið sjálfur eftir lag- legan einleik Svíans Jespers Blomquist og þriðja markið gerði svo varamaðurinn Jordi Cryuff und- ir lokin. Staða Southampton er nú orðin afar slæm, liðið virðist ná illa saman og hefur aðeins eitt stig að loloium fyrstu átta umferðunum. I öðrum leikjum umferðarinnar bar helst til tíðinda, að Duncan Ferguson gerði sigurmark Everton í l:2-sigri liðsins á Wimbledon. Andy Roberts hafði komið Wimbledon yfir í leiknum en Danny Cadamarteri jafnað metin skömmu fyrir leikhlé. Þá unnu nýliðar Charlton 0:l-sigur á Nottingham Forest á heimavelli Forest og kom í hlut Eddies Youds að skora eina mark leiksins, strax á 5. mínútu. ■ Úrslit/BIO ■ Staðan / B10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.