Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1998, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA Sjötta markið i roð hjá Arnari ARNAR Guunlaugsson heldur uppteknum hætti hjá Bolton og um helgina skoraði hann annað mark Bolton í 2:2 jafntefli á Oakwell, gegn heimamönnum í Barnsley. Var þetta sjötta mark Arnars í röð fyrir Bolton en alls hefur hann gert átta mörk fyrir félagið í deildarkeppninni auk eins í deildarbikarnum. Var Arn- ar talinn vera besti leikmaður Bolton í leiknum og af honum hafi vörn Barnsley staðið stöðug ógn. Jafnteflið nægði Bolton til þess að halda sér í þriðja sætinu, einu stigi á eftir Sunderland sem er í öðru sæti og fjórum stigum á eftir Huddersfield sem er efst með 24 stig, en Bolton á reyndar leik til góða. Sunderland gerði markalaust jafntefli við Bradford á sama tíma og Huddersfield vann Oxford, 2:0. Arnar skoraði fyrra mark Bolton á 21. mínútu og lagði síð- an upp annað markið sem Dan- inn Michael Johansen gerði á 42. mínútu. Leikmenn Barnsley náðu að jafna metin fimm mínútum fyrir leikslok eftir að hafa brotið ísinn á 9. mínútu. „Boltonliðið er það besta sem við höfum mætt á þessari leiktíð," sagði John Hendrie, knattspyrnustjóri Barnsley, í leikslok. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson ARNAR Gunnlaugsson í baráttu við Lilian Thuram í landsleik íslands og Frakklands. Genk verðleggur Þórð á hálfan milljarð króna í góðri samn- ingsað- slöðu Þórður Guðjónsson knatt- spyrnumaður hefur staðið sig frábærlega með liði sínu Genk að undanförnu og sagði forseti félags- ins að hann og framherjarnir Oulare og Strupar væru verðlagðir á hálfan milljarð króna. „Eg held að félagið vilji með þessum yfirlýs- ingum fæla önnur lið frá því að kaupa okkur. Genk hefur lagt mikla áherslu á að ég skrifi undir nýjan samning til ársins 2003. Pað hefur þegar gert mér tilboð, en ég hef aftur svarað því með gagntil- boði. Ég á fund með forráðamönn- um félagsins aftur annað kvöld (í kvöld) um samninginn,“ sagði Þórður í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þórður, sem verður 25 ára síðar í mánuðinum, á eftir rúmlega eitt ár af samningi sínum, en segir klásúlu í samningnum um að hann geti far- ið eftir þetta tímabil óski hann þess. Hann sér alfarið sjálfur um samninga og hefur því ekki um- boðsmann eins og margir hafa. „Ég kem til með að pína félagið eins og ég get enda ástæða til þar sem það verðleggur mig svona hátt. Ég er því í góðri aðstöðu til að semja og það er um að gera að nýta sér það. Þeir eru hræddir um að ég semji við annað lið og ég hef í sjálfu sér heimild tii þess. Ég gæti þess vegna skrifað undir hjá öðru félagi á morgun.“ Hann segir að nokkur lið hafi sýnt sér áhuga, en vildi ekki nefna þau á nafn. „Það er ekki tímabært á þessu stigi að segja frá því, en þau eru m.a. frá Þýskalandi, Hollandi og Englandi. Éf ég næ ekki hagstæðum samningum við Genk hef ég ekki áhuga á að fara til annars liðs í Belgíu. Ég færi þá eitthvað annað,“ sagði Þórður. Hann segist ekki hafa ráðið sér umboðsmann, taldi það ekki þjóna tilgangi. „Umboðsmenn eru oft að rugla í leikmönnum og þeir ráða þá oftast litlu sjálfir um það hvert þeir fara. Það er betra að fá þetta beint í æð, án milliliða." Þórður kemur til Islands á morgun til móts við landsliðið sem fer til Armeníu á föstudag. Ríkharður lykilmaður í uppbyggingu Vikings Ríkharður Daðason átti stórleik er lið hans Viking sigraði Moss á heimavelli 5:2 í norsku úrvals- ■■■■■ deildinni í knatt- Einar spyrnu um helgina. Guðmundsson Ríkharður skoraði skrifar með skalla strax á frá Noregi annarri mín. og var allt í öUu í öflugum sókanarleik Viking-liðsins. Brynjar Gunnarson lék sinn fyrsta leik í langan tíma, en hann kom inn á í hálfleik hjá Moss. Brynjar gerði sér lítið fyrir og skoraði með skalla eftir hom- spymu og skömmu síðar var hann aftur í sviðsljósinu er hann braut á fyrrum félaga sínum úr KR - Rík- harði Daðasyni - innan vítateigs. Viking skoraði síðan úr vítaspyrn- unni og vann auðveldan sigur 5:2 og tryggði sér þar með sæti í Evr- ópukeppni á næsta ári. Viking hef- ur miklar áætlanir um að gera fé- lagið að stórveldi og styrkja liðið enn frekar næsta ár og er Ríkharð- ur Daðason lykilmaður í uppbygg- ingu liðsins. Helgi Siguðsson gerði tvö mörk fyrir Stabæk er liðið sigraði Lil- lestöm 3:2. Fyima markið gerði hann af stuttu færi en það síðara með glæsilegum skalla. Heiðar Helguson kom inn á sem varamað- ur og skoraði fyrra mark Lil- leström eftir fallega sendingu Rún- ars Kiástinssonar. Skömmu fyrir leikslok var Heiðar óheppinn að tryggja ekki Lilleström jafntefli, en gott skot hans fór rétt framhjá. Arnar Viðarsson lék allan tímann hjá Lilleström. Gunnlaugur Jónsson lék allan tímann fyrir Kongsvinger er liðið tapaði 1:0 fyrir Strömsgodset og er liðið komið í bullandi fallhættu. Tryggvi Guðmundsson var tek- inn útaf í hálfleik hjá Ti-omsö er lið- ið tapaði 2:5 fyrir Molde. Enginn af íslendingunum hjá Brann lék með liðinu er Brann sigraði Sogndal 4:0 og þar með er Sogndal endanlega fallið í 1. deild. Onnur úrslit urðu að Rosenborg vann Válerengen 1:0 og Haugesund vann Bodö/Glimt 5:4. Rosenborg heldur þar með 5 stiga forustu í deildinni og hefur unnið þrjá topp- leiki í deildinni og gert jafntefli við Junvetus í meistaradeild Evrópu á síðustu tveimur vikum. Sigurliði Dundee Utd. ekki breytt SIGURÐUR Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, lék ekki með Dundee United þegar liðið vann Aber- deen 1:0 í skosku úrvalsdeild- inni ura heigina. „Það var einfaldlega ekki pláss fyrir mig í iiðnu og það kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið, en liann er loks búinn að ná sér af meiðslum sem hafa angrað hann sfðan um miðjan ágúst. „Liðinu hefur ekki gengið vel undanfarna mánuði en svo vannst mikilvægur leikur og því var eðlilegt að sama lið léki næsta Ieik. Menn breyta yfir- leitt ekki sigurliði." Sigurður kemur til landsins í dag vegna landsleikjanna við Armeníu ytra á laugardag og Rússland heima á miðvikudag í' næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.