Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF KONAN, ÚTLITIfÍ OG KRÖFURNJ^R KONA FER Á STJÁ KONA fer á stjá. Þvær sér upp úr andlitssápu og ber á sig dagkrem ef hún er tímabundin. Ef ekki, finnur hún til fflapenslabana, bóluhyljara og lýsingarkrem fyrir hárin á efri vörinni. Hugsar um að fara í rafmagnsháreyðingu. Nær í plokkara til að reyta illgresi úr augnabrúnum, augnháralit til þess að dekkja þær. Þar næst sækir hún undirkrem og andlitsfarða, púður yfir allt saman og kinnalit. Beitir ydduðum augnblýanti, tímir ekki að fá sér húðflúraðar línur undir augun. Enga stund að setja nokkra liti af augnskugga og maskara sem lengir augnhár- in. Þá þarf varla augnhárabrettara. Setur upp eyrnalokka og men um sléttan hálsinn, nýkominn úr strekkingu. Festir rúllur í hárið, mundar blásara og hárlakk og hrósar happi yfir heillit og strípum. Makar ar „í sjónmáli" en karlar, eftir því sem kvennafræöin kenna. Og það er ekki einungis að þær verði fyrir karl- legu glápi heldur eru konur afar gagmýnar hver á útlit annarrar, hvoi-t sem það er vegna áhrifa frá sjónarhorni karlmanna eða ekki. I öllu falli virðist sem konum finnist allir alltaf vera að horfa á sig og haldi sér af þeim sökum til. Þær nota orð- færi eins og „að setja upp andlitið" sem gefur hugboð um að sett sé upp nýtt andlit, gi'íma máluð yfir hina réttu ásjónu. Fegurðin er eilíft keppi- kefli, oft á kostnað hins eðlilega. Viðhorf til þessarar áráttu eru af ýmsum toga. Sumum konum finnst þær beinlínis beittar útlitskúgun á meðan aðrar segjast kjósa sér þetta sjálfar. „Það eru forréttindi að fá að punta sig,“ sagði ung kona við blaða- mann, hæstánægð með kvenlegt frelsi tii fegurðariðkunar og dýrkun- ar. „Ég á heilan fjársjóð inni í skáp sem eru falleg föt og nota mismun- andi snyrtivörur eftir því í hvernig skapi ég er. Mér fyndist ekkert fjör að vera karlmaður, þeir hafa miklu færri útfærslumöguleika - fátt annað en skeggrakstur og jakkaföt," sagði hún og önnur ung kona tók í sama streng. „Svo lengi sem leikgleðin er í fyrirrúmi finnst mér þetta í lagi,“ sagði hún en kvað gagnrýni sína vakna um leið og fallegt útlit væri orðið að kröfu. Sú þriðja sagði að sér liði sjálfri vel ef hún liti vel út en öfgarnar væru á næsta leiti þegar konur tækju að halda sér til ein- göngu fyrir aðra. Sjúkt þykir fallegt Þótt flestir segist sammála um að líkamleg fegurð snúist um útgeislun fremur en útlit virðast fegurðarstaðl- ar lífseig fyrirbæri. Þykkar varir, stór augu, slétt húð, sítt hár, há kinnbein og grannt mitti hafa til skamms tíma þótt eftirsóknarverð útlitseinkenni eins og fegurðardrottningar allra landa bera vitni um. Fyrirsætm- tískuframleiðenda standa þeim síst að baki en þar ber meira á útstæðum mjaðmabeinum, benim herðablöðum og innföllnum kinnum. Einkenni sjúk- leika og sveltis eru hafin upp og jafn- vel ýkt með hvítum farða og dökkri augnmálningu. Sjúkt þykir fallegt. Fegurðarstaðlar taka eins og kunnugt er breytingum í tímans rás. Hallgerður langbrók var „kvenna fríðust sýnum og mikil vexti“ eins og segirj Njálu en í Raunakvæði Stef- áns Ólafssonar frá miðri 17. öld er baugalínan „fríð, fótsmá, fagurhent og þýð“. Hörund þeirrar sömu konu er bjart „eins og mjöllin hrein“ og sama gilti um Helgu hina fógru í Gunnlaugs sögu Ormstungu sem státaði af haukfránum augum undir I umbúðaveröld sam- tímans tekur ein krafa flestum öðrum fram. Krafan um að líta vel út. Falleg áferð og aðlað- andi ásýnd virðast ómetanlegir kostir - nánast mannkostir, eins undarlega og það kann að hljóma. I frjálslegri samantekt Sigurbjargar Þrastar- dóttur gengst Venus undir brjóstastækkun, Móna Lísa fær ekki klappstýrustarf og kona felur gúrkumaska fjöregg sitt. LENGI hefur verið vitað að umbúðir samsvara ekki alltaf innihaldi. Sitt er hvað sýnd og reynd og oft leynist flagð undir fögru skinni eða perla í hrjúfri skel. Samt er sífellt meiri áhersla lögð á útlit allra skapaðra hluta og engu lík- ara en fennt hafi yfir framangreinda speki. Fegurð telst nánast til mann- kosta og allt virðist fengið með réttri ásýnd. Ómáluð heima - dragfín á dansleik Kannski hefur útlit alltaf skipt máli en á okkar tímum virðist þrýst- ingurinn sterkari og augljósari en nokkru sinni fyrr. Hér nægir að nefna nokkur dæmi: - glansandi tímarit uppfull af snyrti- vörulýsingum og myndum af iýta- lausum andlitum - kvikmyndir og sjónvarpsþætti þar sem aðalpersónumar vakna með ný- lagt hár og óhreyfða málningu - fegurðarsamkeppni þar sem meint fegurð er dæmd af' sjálfskipuðum „sér- fræðingum" -auglýsingar sem státa af ofurfal- legu fólki, hvort sem varan er sími eða súkkulaði - dægur- lagatexta EFTIRPRENTUN hins fræga málverks Botticellis, Fæðing Venusar, túlkar goðsöguna um upphaf guðdómlegrar fegurðar á jörðinni. Þar er þokkagyðjan langleit, hálslöng og axlasíð sem þótti fallegt en þykir víst ekki Iengur. Orrustan við s sem fjálglega lýsa fögrum gyðjum og fullkomnum draumaprinsum. Þetta eru þau ytri öfl sem orka á hinn almenna borgara. Hann lifir við stöðugan samanburð við staðlað út- lit, við fegurðarmat samfélagsins, sem vitanlega hefur áhrif á sjálfs- mynd hans og hegðun. Þrýstingurinn er hins vegar ekki síður merkjanlegur á þrengra sviði, vettvangi einkalífsins. í vinahópum, á líkamsræktarstöðvum, á vinnu- stöðum og á förnum vegi er ekki að- eins rætt um útlit náungans heldur horft og það er vitneskjan um að vera í sjónmáli sem gerir fólk ofur- meðvitað um útlit sitt. Og eftir því sem fleiri horfa, því meiri ástæða er til þess að halda sér til. I það minnsta er það viðtekið mynstur að kona sem er ómáluð heima við snarar á sig varalit ef hún á von á heimsókn. Þurfi hún að skreppa út í bakarí bregður hún að auki kambi í hárið. Fari hún í veislu er enn meira lagt í ytri búning og fjölmennur dans- leikur kallar á fullan skrúða og fórðun. Forréttindi að fá að punta sig Konur eru af sögulegum og samfélagslegum ástæðum mun oft- FEGURÐ froðu í toppinn. Með rúllurnar í hárinu í sækir hún naglalakk. Fyrst undirlakk, þá lit og loks naglaherði á gervineglurnar. Áður er samt best að fjarlægja fótleggjahárin með vaxi. Bregða MATARÆÐ! I naglaklippum á táneglurnar og lakka þær líka. Festa á sig ökklabandið. Stelur rakfroðu frá eiginmanninum og bregður rakvél undir handarkrikana. Finnur svitaeyði fyrir viðkvæma húð. Gleymir ekki ilmkreminu á allan skrokkinn og ilmvatni bakvið eyrun. Setur upp hárið með kömbum og spennum. Kyssir spegilmyndina með varablýanti og glossi. Fer út. Síðar þarf hún á hreinsimjólk að halda, augnhreinsikremi og andlitsvatni. Leggur gúrkumaska á andlitið og bíður. Fjarlægir dauðar húðfrumur með djúphreinsimaska. Næst er það hrukkugel gegn erkifjandanum, þá rakakrem og að síðustu næturkrem. Sofnar. Dreymir hvítari tennur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.