Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Undanfarin misseri hefur orðið „áfalla- hjálp“ heyrst æ oftar í tengslum við slysfarir og önnur áföll. Nú standa fyrir dyrum námskeið fyrir almenn- ing í „sálrænni skyndi- hjálp“. Geir Svansson sótti eitt slíkt námskeið ------------------------- ^ á vegum Islandsdeildar Rauða krossins og ræddi við aðstandendur og þátttakendur. ÞAÐ ERU gömul sannindi og ný að slys og veikindi hafa ekki bara í för með sér líkamleg einkenni: Andlegt álag sem fylgir því að lenda í alvarlegum áfóllum er » verulegt og getur dregið dilk á eftir sér ef ekkert er að gert. En það er ekki bara sá sem lendir í slysinu eða veikist sem er í hættu; sá sem miss- ir ástvin, verður vitni að hörmulegu slysi, eða óförum samborgara verð- ur líka íyrir álagi sem getur hæg- lega orðið að sálrænni kreppu. Petta gildir einnig um þá fagaðila, björgunarliða, starfsfólk á spítulum og fleiri, sem hlúa að slösuðum eða bágstöddum. Rauði kross Islands hefur um langt árabil boðið upp á skyndi- hjálpamámskeið sem lúta einkum að hinum líkamlega þætti, hvemig stöðva eigi blæðingar, hagræða slösuðum, o.s.frv. Nú í haust verður v almenningi í fyrsta sinn boðið upp á svokölluð sálræn skyndihjálpar- námskeið en með sálrænni skyndi- hjálp er átt við „þá aðstoð sem veitt er t.d. eftir slys og hefur það mark- mið að fyrirbyggja langvinn MARGRÉT Blöndal hjúkrunarfræðingur, leiðbeinandi á námskeiði í sálrænni skyndihjálp. hjá þeim sem verður fyrir áfalli", svo vitnað sé í bækling um sálræna skyndihjálp sem Rauði krossinn gefur út. Virkir sjálfboðaliðar Morgunblaðið/Ásdís ASDIS Ingólfsdóttir fyrir utan Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Nokkur aðdragandi er að þessum opnu námskeiðum: f vor vom haldin sérstök námskeið fyrir væntanlega leiðbeinendur á námskeiðum í sál- rænni skyndihjálp og í lok síðasta mánaðar vora haldin tvö námskeið í sama dúr og áætlað er að bjóða al- menningi upp á. Síðarnefndu nám- skeiðin voru haldin sérstaklega fyr- ir „virka sjálfboðaliða" á vegum Rauða krossins. Að sögn Ásdísar Ingólfsdóttur í Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeild- ar Rauða kross íslands starfa sjálf- boðaliðar m.a. við Vinalínuna, þeir heimsækja fanga, vinna ýmis störf í Rauðakrosshúsinu, á sjúkrahúsum og sjúkrahótelinu, svara í fjöl- skyldulínu Geðhjálpar og Rauða krossins, eða starfa í ungmenna- hreyfíngunni. „Þessum virku sjálfboðaliðum var ÞUNGUM áföllum getur fylgt andleg kreppa ef ekkert er að gert. Sálræn skyndihjálp felst einkum í umhyggju og virkri hlustun. boðið á þetta námskeið en svo er verið að fara í gang með námskeið um allt land í öðram deildum. Til dæmis hér í Reykjavík fyrir Kvennadeildina sem er mjög stór hópur. Þetta er svona byrjunin. Áhuginn er geysilegur og á þessi tvö námskeið sem haldin era núna áður en almennu námskeiðin fara í gang hafa mætt um fimmtíu manns. Að auki hefur Ungmennadeildin, URKÍ, haldið námskeið fyrir sína liðsmenn. Það er því óhætt að segja að þetta fari af stað af miklum krafti.“ Skyndihjálparaðilar, ekki sérfræðingar Ásdís segir að krafa um nám- skeiðahaldið sé orðin sterk og að mannskæðar hamfarir undanfar- inna ára hafi gert fólki ljósa þörfina á þeim. „Fólk hefur áttað sig á því að það sjálft, sjálfboðaliðarnir og fólk sem hefur þurft að fara á vett- vang og taka á móti syrgjandi fólki, þarf á styrkingu og hjálp að halda. Það er ekki nóg að kunna að stöðva blæðingu. Námskeiðin gera fólk að- eins betur í stakk búið til að styðja aðra og takast á við áföll. Við verð- um ekki sérfræðingar heldur skyndihjálparaðilar sem brúa bilið þangað til fagleg hjálp berst. Námskeiðin eru sumpai-t við- brögð við svokallaðri tískubylgju áfallahjálpar sem getur orðið til þess að venjulegt fólk vanmeti sjálft sig og segi sem svo: Ég kann enga áfallahjálp. Þetta getur orðið til þess að fólk verði óvirkt. Átta tíma námskeið getur kannski fært fólki heim sanninn um að það kunni heilmargt fyrir sér. Tilgangurinn er því að virkja fólk. Hjálpa því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, auðvit- að er það markmiðið. Við eram ekk- ert að reyna að ýta undir þessa tískubylgju heldur í raun og veru að bregðast við þörf og framkomnum beiðnum," segir Ásdís að lokum. Til að víkka sjóndeildarhringinn Margir sjálfboðaliðanna á nám- skeiðinu starfa við símaráðgjöf hjá Rauða krossinum. Vegna nafn- leyndar gátu tveir viðmælanda hér að neðan ekki komið fram undir nafni. Karlmaður sem rætt var við starfar nú við Vinalínu Rauða krossins sem hefur verið starfrækt frá 1992. „Við svörum í símann frá átta til ellefu á hverju kvöldi, allan ársins hring. Það hringja svona frá tveimur, þremur upp í tíu á kvöldi og við erum tvö á vakt hverju sinni.“ Það getur kostað átök að ræða við fólk sem á í miklum vanda og sjálfboðaliðamir verða að gæta að sjálfum sér. „Við höldum hand- leiðslufundi tvisvar í mánuði eftir vaktimar. Sálfræðingar era við- staddir fundina en þar förum við yf- ir símtölin, hvernig hefur gengið, hvað betur megi fara og þess hátt- ar. Námskeiðin (í sálrænni skyndi- hjálp) eru afar nauðsynleg því þau víkka sjóndeildarhring manns. Sumir sem hringja inn eru í mikilli nauð og þá er mikilvægt að vera skjótur að greina aðstæður hverju sinni og vísa þeim til réttra aðila. Það er okkar hlutverk, við segjum þeim ekki hvernig þeir eigi að bregðast við að öðru leyti. En kannski getum við fengið þá til að staldra við og sjá hvað betur megi fara. Þannig að þeir geti komist út úr þessum vandamálum sínum og fari ekki inn í sig eða grípi til ein- hverra óyndisúrræða.“ Við getum öll miðlað einhverju Húsmóðir og matreiðslukona á leikskóla starfar sem sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins og Geðhjálp- ar við hjálparlínu fyrir aðstandend- ur geðfatlaðra. „Við erum hópur sem hefur reynslu og eram þarna að miðla henni, sitjum við símann og reynum að hlusta. Maður hefur sjálfur staðið í þeim sporum að þurfa að tala við einhvern. Við von- um að þetta eigi eftir að skila sér. Línan byrjaði fyrir ári, hinn 10. október, á alþjóðadegi geðfatlaðra. Þannig að við eram nýgræðingar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.