Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 B 7 DAGLEGT LÍF SUSAN Wilson, Ásta Harðardóttir og Lovísa Stefánsdóttir. SJÁLFBOÐALIÐASTARF á veg- um Rauða kross íslands getur verið gefandi, en eðli málsins vegna er það einnig afar kreíj- andi. Störfin geta verið ýmiss konar og í þau sækir fólk úr öll- um áttum. En hver sem störfin eru og hvaðan sem fólkið kemur, hvort það er fagfólk á sviðinu eða áhugamenn, er víst að nám- skeið í sálrænni skyndihjálp kem- ur því að notum. Susan Wilson leggur stund á nám í félagsfræði við Háskóla fs- iands. Sjáifboðastarf hennar felst í fangaheimsóknum og svo er hún í skyndihjálparhóp í ung- mennahreyfingu samtakanna. „Mér finnst þetta mjög fróðlegt. Þarna fær maður góðar ábend- ingar sem að nýtast manni í sjálf- boðastarfínu. Eg fer alltaf tvisvar í mánuði upp á Litla- Hraun og heimsæki þar sama manninn. Við sem erum í fanga- heimsóknunum megum bara hitta einn í einu. Þennan tiltekna mann hef ég heimsótt í rúmt ár en samtals hef ég heimsótt þrjá. Þetta er mjög spennandi og áhugavert verkefni. Það er gam- an eða geta lagt eitthvað af mörkum. Auk þess er þetta áhugavert fyrir mig vegna þess að ég er að spá í að fara í af- brotafræði í framtíðinni.“ Ollum er hollt að líta sér nær Lovísa Stefánsdóttir starfar hjá Hans Petersen og er sjálf- boðaliði í Rauðakrosshúsinu, en þar er rekið athvarf fyrir börn og unglinga. Lovísa svarar í síma, aðstoðar þá sem eru á vakt og tekur til mat fyrir gesti. „Þetta getur tekið á en fer eftir því hve vandamálið er stórt. Við sjálfboðaliðarnir ræðum saman og höldum alltaf fundi mánaðar- lega með leiðbeinanda til að tala um það sem okkur finnst erfitt. Mér líst mjög vel á þessi nám- skeið, þau eru mjög gagnleg. Þau hjálpa manni að ýmsu leyti, til dæmis að læra að svara rétt þeg- ar fólk hringir inn með vanda- mál. Námskeiðin hafa mætt mín- um væntingum og munu eflaust hjálpa mér að hjálpa öðimm í framtíðinni." Að kljást við líffið Ásta Harðardóttir starfar sem sjúkraliði og skúrar auk þess í banka. Hún er líka þriggja barna móðir. „Ég er sjálfboðaliði niðri í Rauðakrosshúsi, í unglingahús- inu, og bauðst þess vegna að sækja þetta námskeið. Ég held að það sé hverjum manni hollt að skoða sinn gang og líta sér nær. Við mætum öll áföllum í Iifinu sem við þurfum að kljást við, annars fylgja þau okkur. Ég hef auðvitað kynnst ýmsu sem sjúkraliði. Það er mjög gott fyrir mig að mæta á svona námskeið, bæði vegna starfsins og vegna sjálfboðavinnunnar. Mér sýnist þetta vera passlegt fyrir alla, fyrir óbreytta sem fag- fólk. Ég hvet fólk til að fara á svona námskeið. Þetta getur hjálpað þér í þínu daglega lífí, því maður mætir alls staðar við- brögðum fólks og oft eru þau svo óskiljanleg. Að hugsa um þessa hluti hjálpar manni kannski að skilja betur að það getur verið eitthvað undirliggjandi sem am- ar að en ekki persónuleg óvild. Fólk er bara að kljást við lífið.“ þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem Rauði krossinn og Geðhjálp starfa saman.“ Hún var ánægð með námskeiðið. „Það opnast svo margt fyrir manni, t.d. hvernig maður á að bregðast við gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ekki síst minnir þetta mann á hvað við samborgararnir þurfum að vera vakandi hver fyrir öðrum, að það séu ekki bara fagaðilar sem við get- um leitað til. Við lendum öll í ein- hverju, við getum öll miðlað ein- hverju. Mér er svo mikils virði að fólk viti af þessari línu. Það eru svo margir sem hafa þörf fyrir að létta á hjarta sínu.“ Allir leggi sitt af mörkum Leiðbeinandi námskeiðsins sem undirritaður heimsótti var Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur. Hún hefur margháttaða reynslu af því að hlúa að fólki, hefur t.d. unnið í átta ár á gjörgæsludeild Landspítalans, eitt og hálft ár á geðdeild og við unglingageðdeild við Dalbraut. Hún starfar núna á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur við fræðslu og forvamir fyrir hjúkrunarfræðinga þar. Margrét var á námskeiði í vor til þess að verða leiðbeinandi í sál- rænni skyndihjálp og var nú með sinn fyrsta hóp. „Mér finnst þau standa sig vel. Þetta er auðvitað fólk með reynslu. Verkefnin sem lögð eru fyrir námskeiðinu geta ver- ið mjög erfið en þau hafa innsýn í sálræna skyndihjálp. Ég held raun- ar að allir hafi það í sér að geta stutt samborgara sína.“ Margrét telur að þótt vitneskja hafi aukist sé viss ástæða til að hafa áhyggjur af afskiptaleysi fólks á þessu sviði. „Eftir alla þessa góðu umræðu um andlega líðan og áfallahjálp sem hefur verið í samfé- laginu undanfarin ár þá hefur það, að því er virðist, jafnframt gerst að borgararnir hafa ýtt því frá sér að sinna sínu fólki sjálft eins og það hefur alltaf gert. Fagfólk hefur áhyggjur af því að fólk treysti sér ekki lengur til að sinna hvert öðru af ótta við að gera mistök og þess vegna horfir það til sérfræðinga og fagaðila. Þeir sem eru að vinna að áfalla- hjálp í dag leggja mikla áherslu á að hvetja þá sem eru í nánasta um- hveríi þess sem verður fyrir áfalli að leggja sitt af mörkum því þeir eru best til þess fallnir. Og það er þessi sálræna skyndihjálp. En síðan ef illa gengur er mikilvægt að leita til fagaðila. Námskeið í sálrænni skyndihjálp er ekki meðferð.“ Fyrirkomulag og markmið NÁMSKEIÐ í sálrænni skyndihjálp er byggt upp á fyrir- lestrum, umræðum og hópvinnu. Markmið þess er að fræða almenning um: • muninn á stóráfalli og áfalli • áhrif áfalls á einstaklinginn • eðlileg viðbrögð einstaklinga við óeðlilegum aðstæðum • áhrif streitu á einstaklinginn • ýmsar tegundir af lífskreppum • hvernig við getum best veitt mannlegan stuðning • áhrif áfalla á börn • hvemig við getum best veitt börnum stuðning í kjölfar áfalls • sorgarferlið • sorg barna NYTT FRA SVISS! Ekta augnhára- og augnbrúnalitur með c-vítamíni. Allt í einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábærlega. . Útsölustaðir: Líbia Mjódd, Dísella Hafnarfiröi. Háaleitis-. J apótek, Grafatvogsapófek, Apótekiö Smiöjuvegi, ; Egilsstaöaapótek, Apótekiö Hvolsvelli, Apótekið Hellu, 1 löunnar apótek, Isatjarðarapótek, Borgarnesapótek, i Regnhlítabúöin, Apótekið Suðurströnd, Apótekið löufelli, | Apótekiö Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Hötn, Akureyrarapótek, Hraunbergsapótek. Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808. Íl SvvisS'O-Par^ Dreiling: •| KROSSHAMAR, simi 588 8808 •»—»' .■m.T §wl|§-0-Par Kílóm af án fyrirhafnar Arma Þóra Pálsdóttir Verslunarmaður: „Síðan ég byrjaði að taka NATEN hef ég lést um 12 kíló á einu ári án nokkurrar fyrirhafnar! Eg hef meira úthald og meiri orku og langur vinnudagur minn er núna miklu léttari. NATEN léttir líf mitt og ég er öll hressari.” ioo% hreint lífrænt náttúruefni °g Þá þarfnast engra annarra vítamína eða fæðubótarefna! NATEN -ernógl Útsölustaðin Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akureyri og Rei/kjavík, Apótekin, verslanir KÁ, Kaupfélögin, Urð Raufarhöfn, Hornabær Homafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945 Karín Herzog • vinna gegn öldrunareinkcnnum • enduruppbyggja liúðina • vinna á appelsínuhúö og slili • vinna á unglingabólum • viöhalda ferskleika húðarhmar • Þœr eru ferskir vindar í umhirðu húðar * SOLUSTAÐIR: World Class — Reykjavík og Akureyri Sigurboginn — Laugavegi Verslunin Sautján — Laugavegi Clara — Kringlunni Sandra — Smáratorgi Snyrtihöllin — Garðatorgi Neglur og fegurð — Eiðistorgi Breiðholtsapótek — Mjódd Grafarvogsapótek — Hverafold Háaleitisapótek — Háaleitisbraut Holtsapótek — Glæsibæ Hraunbergsapótek — Breiðholti Hringbrautarapótek — Hringbraut Ingólfsapótek — Kringlunni Laugavegsapótek — Laugavegi Snyrti- og nuddstofan Paradís Englakroppar — Stórhöfða 17 Sól og sæla — Fjarðargötu 11 Þitt mál — Heilsustúdíó — Garðatorgi Akranesapótek — Akranesi Borgarnesapótek — Borgarnesi Hveragerðisapótek — Hveragerði Keflavíkurapótek — Keflavík Sauðárkróksapótek — Sauðárkróki Selfossapótek — Kjarnanum — Selfossi Heilsustúdíó yöxtur — Ólafsvík Betri línur — Vestmannaeyjum Dreifing: Solvin, box 9184,129 Reykjavík, sími 899 2947

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.