Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 ■ HELLISBÚINN BJARNI HEFUR ORÐIÐ UM ANNA/2 ■ ÖÐRUM HJÁLPAÐ AÐ HJÁLPA ■ GULRÓTIN - GRÆNMETIÐ MEÐ MESTU I Of vinsælir til þess I að vera í tísku? EFTIR að hafa baðað sig í áratug sviðsljósinu hefur æfingaskónum nú ver- ið kastað út í ystu myrkur eftir því sem tískusérfræðingar segja. Frá því að vera nokkurs konar sameiningartákn þeirra sem skapa tískuna eru æfingaskór nú í augum þeirra sömu orðnir hámark þess hall- ærislega. Sérblað Sunday Times, Style segir ástæðuna fyrir því að æfingaskórnir séu þannig komnir út í kuldann, þá að allir noti þá. Peir séu leið smáborgarans til þess að plata sig inn í tískuheiminn; sjáið hér er ég í „réttu“ æfingaskónum. Skórnir voru orðnir hin auðvelda og fyrirsjáanlega leið fólks til þess að stytta sér leið inn í tískuheiminn, sem hefur það einkenni helst að vera mjög gagnrýninn á hverj- um er hleypt alla leið inn. Frá því að vera neðanjarðartískufyrirbæri unga fólksins og breiðast þaðan út til „rétta“ tískuliðs- ins, urðu æfíngaskórnir almenn verslunarvara. Þeir sem voru ófærir um að skilja flókinn hugs- unarháttinn að baki, gátu auðveldlegá stælt frumherjana og afleiðingin varð sú sem allir alvöru tískuspekningar hræðast. Allir litu eins út, jafnt hátískufólkið sem smáborgar- amir. Eftir það gat leiðin aðeins legið niður á við. Style segir Nike þegar hafa orðið fyrir 16% sölusamdrætti í æfingaskóm á heims- vísu. Blaðið hefur líka eftir sérfræðingum að vinsældir æfingaskónna hafi haft - og muni hafa - áhrif á næstu kynslóðir skófatnaðar þar sem margir þekktustu tískuhönnuðumir leiti enn í smiðju hugmyndafræðinnar að baki þeim. Þá eru menn almennt á því að æfingaskórnir muni eiga sér uppreisn æru. Til þess þui-fi þeir hins veg- ar að hverfa úr hinu almenna sviðsljósi til þess að verða aftur eftirsóknarverðir í augum götugengj- anna sem svo miklu ráða um tískusveiflurnar. * SAMSKIPTI KYNJ- SÉR SJÁLFIR/6 MÖGULEIKANA/8B pegill, spegill herm þú hver . . . SJÁLFSMYND fólks, kvenna jafnt sem karla, er margbrotið fyrirbæri en þó virðist margt benda til þess að ytra at- gervi vegi þar sífellt þyngra. I Daglegu lífí í dag og næstu tvær vik- ur eru þessi mál skoðuð með sérstöku tilliti til íslenskra kvenna. f blaðinu í dag er stiklað á breytilegum fegurðarviðmið- um og fjallað um viðleitni kvenna til þess að bæta sífellt útlit sitt eða breyta því. Meðal annars er rætt við sjónvarpsfréttakonu sem lýsir löngum stundum í förðunar- stólnum fyrir út- sendingar. „Það eru forréttindi að fá að punta sig,“ segir önnur ung kona en sú þriðja segir leik- gleðina þurfa að vera í fyrir- rúmi. Fallegt útlit megi ekki vera krafa. Þá er gluggað í gömul ævintýri þar sem fegurð og velgengni kvenna haldast óneit- anlega oft í hendur. Opið virka daga: kl. 10:00 -18:00 laugardaga: kl. 11:00 - 16:00* Sími 581 2233 Svefnherbergis- húsgðgn VAUGHAN : 1 Éti$y'i Amerfsku heilsudýnurnar Svefnsófar Islenskar frá Þýskalandi svanadilnssængur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.