Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 B 5 DAGLEGT LÍF Ævintýraleg fegurð og frami kvenna SPEGILL, spegill, herni þú hver, hér á landi fegurst er! Ákall úr gömlu ævintýri endurómar óneitanlega í nútíniasamfélög- um þar sem ytri fegurð er æðsta takmark og eilíft viðmið. Og fleiri skurðpunkta má flnna ef vel er að gáð. Mitti, hár og megrun f nefndu ævintýri er það vonda stjúpan sem spyr spegilinn frétta og fyllist vonsku og öfund þegar svarið reynist Mjallhvít. Stjúpan reynir með öllum ráðum að koma Mjallhvíti fyrir kattarnef og athyglisvert er að lnín liöfðar til hégóma ungu stúlkunnar þegar hún reynir að ráða lienni bana. Hún selur lienni mittislinda sem hún reyrir svo fast að stúlkan missir andann, freistar hennar með kambi sem á að fegra hár hennar og gefur henni loks epli sem Mjallhvít nartar f eins og ung- lingsstúlka í megrun. Eplið er eitrað og Mjallhvít fellur í dá. Kannski má heimfæra þessar tilraunir stjúpunnar upp á nútímahugarfar, kannski er það að murka líftóruna úr leiðitömum stúlkum sem trúa því að grannt mitti, fal- legt hár og fitusnauð fæða færi þeim lífs- fyllingu. Vonandi verða þær ekki eitrinu að bráð. Lánlausar stúlkur f yfirstærðum Tískuheimurinn í dag minnir ekki síður á söguna af Öskubusku sem var nett og fal- leg og þar með tilvalin prinsessa. Systur hennar tvær reyndu að komast í skó henn- ar og eygðu ineð því möguleika á ríkidæmi, hamingju og samneyti við eftirsóttan prins en fótstærðin aftraði þeim (þótt þær reyndu í örvæntingu að höggva af hæl og tá - þvinga líkama sína til réttrar lögunar). Vissulega snýst boðskapur ævintýrsins uin að frami fáist ekki með fláttskap, en það vekur athygli að likamleg „yfii-stærð“ Teikning/Baltasar EFTIR að Litla Ijót þvoði sér úr töfra- lindinni skartaði hún „stórum, fallegum augum“ og „dásamlegu andliti“ eins og segir í sögunni. Þar sem fegurð og frami fylgjast að í ævintýrum elti lukkan stúlkuna til söguloka. er notuð til þess að hnykkja á röngu inn- ræti. Með dálitilli einföldun mætti segja: hin granna Öskubuska er góð, stórgerðar systur liennar eru vondar - í það minnsta lánlausar. En hver var það sem vék í raun frá norminu? Kannski voru systurnar með- almanneskjur á hæð en Öskubuska óvenju grönn, álíka grönn og gínurnar í fataversl- unum nútímans skrýddar flíkum sem með- almanneskjan - lánleysið uppmálað - pass- ar alls ekki í. Litla Ijót og hamingjan Áfram mætti liaida að tína til ævintýri þar sem útlitið er konum allt. Litla ljót er prýðilegt dæini, óhainingjusama litla indjánastelpan sem var svo óftTð að engimi gaf henni ganm nema göinul skjaldbaka. Hún rambaði liins vegar á fegurðarlind af því tagi sem allar konur dreymir um og tók stakkaskiptum. Skaut systium sinum ref fyrir rass með fúllkominm iísýnd og var auk þess eina persónan sem lifði til söguloka. Velgengni og fegurð hatdast grunsam- lega oft í hendur í ævintýium enda eru út- litskröfur til kvenna ekki nýjar af nálinni. Karlar virðast hins vegar undanþegnir þessum þrýstingi og nægir að nefna Hans klaufa og dátann í ævintýrinu um Eldfær- in. Báðir komust til metorða með orð- heppni og kænsku, enginn fékkst um útlit þeirra eða ásýnd. Morgunblaðið/Halldór FRÁ keppninni Ungfrú Island 1998. Fegurðarsamkeppni er haldin ár- lega í öllum landshlutum fyrir fullu húsi áhugasamra áhorfenda, rétt eins og í fleiri löndum nær og fjær. Naktar konur eru í raun sérstakt rannsóknarefni í listasögunni og sýna hvemig hugmyndir um fagurt sköpu- lag hafa þróast. I Edensmálverki Al- breehts Dúrer frá árinu 1504 er Eva lendamikil, smábrjósta, nefstór og kiTngluleit, ímynd hinnar náttúru- legu konu. Höggmynd Ber- tels Thorvaldsen af Venusi sýnir svipaða líkams- lögun nema hvað barmurinn er þrýstnari og aðrar útlínur sömuleiðis. Hárið hefur einnig verið fest í hnút, and- litið er skarpara og lengra á milli augna. Ónnui- og enn frægari Venusarmynd er málverk Bott- icellis, Fæðing Venusar, sem túlkar goðsöguna um upphaf guð- dómlegrar fegurðar á jörðinni. ORÐFÆRI á borð við „að setja upp andlit- ið“ gefur hugboð um að sett sé upp annað andlit, gríma máluð yfir hina réttu ásjónu. ljósu enni: „Brámáni skein brúna/brims af ljósum hirnni..." Sól- brúnka hefur sem sagt ekki alltaf þótt bæta útlit kvenna. Myndlist er ekki síðm- upplýsandi en bókmenntir um viðhorf til ytri feg- urðar. Fjöldi málverka frá fyrri tíð sýnir varaþunnar og breiðleitar kon- ur á borð við Mónu Lísu sem þóttu álitlegir kvenkostir, að ekki sé minnst á þær holdugu konur sem festar vora naktar á striga í öllu sínu náttúrulega veldi. Slíkar konur væru líklega með semingi festar á filmu í dag og fengju varla störf sem fyrirsætur. Jafnvel ekki heldur sem þulur, flugfreyjur, klappstýrur, afgreiðslustúlkur eða leikkonur í hetju- og ástarsögum. Venus er langleit og mjaðmabreið Þótt bygging myndarinnar þyki vissu- lega fullkomin er þokkagyðjan sjálf langleit, hálslöng, axlasíð og perulaga í vextinum. Þannig birtist fegurðin ár- ið 1480 en í dag hljóma framangreind lýsingarorð eins og skammaryrði. Kona má nefnilega ekki lengur sýna þann vöxt sem náttúran leggur henni til heldur verður hún að styrkja, lita, soga, nudda, farða og grenna til þess að vera gegn þegn. Hvort upptökin eru kröfuharka, minnimáttarkennd, hvort tveggja eða hvorugt, skiptir varla máli leng- ur. Neistinn er orðinn að báli sem torvelt er að slökkva og eldtungurn- ar svíða sjálfsmyndir allra sem hætta sér nærri. Þetta er bálköstur hégómans. „ Morgunblaðið/Ásdís EG hef alltaf spáð lítið í útlit og verið fremur áhugalaus um tísku,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir fréttakona. Þegar hárgreiðslan vekur meira umtal en fréttin ÉG held ég liafi alltaf verið talin frekai- lummuleg - hef aldrei spáð í útlit og verið fremur áiiugalaus um tísku,“ segir Bryuhildur Olafsdóttir, fréttakona á Stöð 2. Er hún hóf störf í sjónvarpi grunaði hana ekki livílíka breytingu á útlitskröfum það hefði í för með sér, en hún vann áður á dagblaði og í útvarpi. „Ég var tekin í gegn fyrir fyrstu útsend- ingu og í raun var mér snarbreytt með andlitsmálningu og hár- greiðslu. Vinir og vandamenn rifust heima hjá sér um hvort þetta væri ég á skjánum eða ekki og meira að segja mamma þekkti mig ekki!“ rifjar Brynhildur upp og skellihlær. Hún var að sögn afar óánægð með þessar kvaðir í upphafí en átt- aði sig svo smám samaii á því að þær stöfuðu ekki eingöngu af sterkum Ijósum í myndverinu „heldur skiptir útlit máli varðandi trúverðugleika fréttanna þótt það inegi vissulega ekki trufia frétta- flutninginn eða draga athygli frá því sem verið er að segja“. Get ekki andað með andlitsfarða „Ég hefði aldrei triíað því hversu mikið fólk spáir í ásýnd þeirra sem birtast í sjónvarpi,“ segir Brynhildur. „Fólk myndar sér skoðun út frá útliti og hár- greiðslu, talar um skyrtur, klipp- ingu og kinnalit án þess jafnvel að gefa því gaum hvernig viðkom- andi sinnir starfi sínu. Það fór voðalega í taugarnar á mér í upp- liafi að fæstir virtust hlusta á það sem ég var að segja á meðan allir tóku eftir því hvernig ég var greidd,“ segir hún og hristir höf- uðið brosandi. „Aftur á móti hefur mér stund- um þótt þægilegt að vera önnur manneskja á skjánum. Þar er ég uppstríluð og settleg en ómáluð og frjálslega klædd hversdags þannig að fólk þekkir mig ekki alltaf úti á götu sem fréttakonuna á Stöð 2,“ segir Brynhildur og viðurkennir að það fyrsta sem hún geri eftir útsendingu sé að „rífa framan úr sér málninguna" eins og hún orðar það. „Mér finnst ég ekki geta and- að undir þykku lagi af andlits- farða. Fólk er oft voðalega hissa á mér og spyr hvers vegna ég „noti þetta ekki“ fyrst búið sé að punta mig á annað borð!“ Strákarnir mæta korter í... Förðun og hárgreiðsla fyrir út- sendingu taka allt upp í hálfa aðra klukkustund sem skiljanlega rænir ti'ma frá öðrum verkum. „Ég er allan daginn að vinna fréttir en þá daga sem ég les þær líka missi ég talsverðan tíma í fréttavinnsl- unni.“ Virka daga eru fyrstu sjón- varpsfréttir lesnar klukkan sex og lesarar mæta í fórðun enn fyrr. „Um helgar mætum við konurnar svo í sminkstólinn klukkan sex til þess að lesa fréttayfirlit klukkan sjö en köriunum dugar að mæta rúmlega korter í sjö,“ bætir hún við og í orðunum felst óneitanlega dálítil ábending um mismun á að- stöðu kynjanna. „Strákarnir eni rétt aðeins farðaðir og hárið lag- fært á ineðan konurnar eru farð- aðar frá grunni, augun máluð af nákvæmni, hárið blásið - oft frá því það er blautt - og jafnvel sett- ar rúllur,“ segir Brynhildur, hryll- ir sig næstum og hlær. Með tíman- um hefur henni þó lærst að vera samvinnuþýðari um útlit sitt og hefur tekið tilsögn frá sminkunum á Stöð 2. Konur eru konum verstar „Já, ég verð að viðurkenna að ég er að mýkjast í þessu,“ segir hún glettnislega. „Annaðhvort er ég smám saman að uppgötva kon- una í sjálfri mér eða hreinlega að láta undan þrýstingi. Annars held ég að það séu dálítið við konur sjálfar sem höldum uppi mestu pressunni á eigið útlit,“ segir hún og tekur fram að það hafi verið eigin ákvörðun að klippa hár sitt í vor eftir nokkra mánuði með sett- lega hálfsídd á skjánum. „Ég vil helst alltaf vera að breyta um hár- greiðslu og líður best með stutt hár. Stundum finnst mér óþægi- legt að mega ekki breyta eins ört og ég vil,“ játar hún og útskýrir að ekki tjói að mæta rauðhærður einn daginn og snoðaður þann næsta. Sjónvarpsskjárinn kalli á ákveðinn stöðugleika, ætli fréttastofa sér að vera tekin alvarlega. „Hins vegar hef ég síðasta árið keypt meira af fótum en saman- lagt i' lífi mínu fram að því, ýmsa dragtaijakka og fleiri flíkur sem ég nota svo að vísu ekki dags dag- lega,“ upplýsir Brynhildur. „Ég er ennþá ég sjálf og dreg varla upp varalit nema til hátíðarbrigða."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.