Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 B B byrðis og samvinnu kvenna segir hann birtast í margvíslegum myndum. „Ef karlar eru sam- an í hópi og eitthvað þarf að gera, sem öllum finnst fremur leiðinlegt, keppast þeir við af- saka sig í bak og fyrir til að koma sér undan verkinu, sem þá fellur jafnan í hlut þess sem hefur óframbærilegustu afsökunina. Hann tapar. Við svipaðar aðstæður vilja konur ólm- ar verða sjálfboðaliðar og enda yfírleitt með að hjálpast allar að.“ Tilfinningarnar og kringumstæðurnar Líkt og hellisbúinn segist Bjarni Haukur eiga erfitt með að tala um tilfinningar. Hann hefur ekkert á móti því að konur tjái sig um sínar eins og þeirra er háttur, en finnst miður þegai' þær agnúast út í karla fyrir þumbara- skap. „Tilfinningar finnst okkur kynlegt fyr- irbæri, enda höfum við alltaf verið að veiða. Allt í einu ætlast konur til að við útskýrum þetta fyrirbæri, sem ku hrærast innra með okkur öllum. Vandinn er að karlar vita sjaldnast hvernig tilfinningar þeir hafa og þykja ömurlegir þegar þeir forðast að hætta sér út á hálar brautir í umræðunni,“ segir Bjarni Haukur, sem finnst einkennileg árátta sumra kvenna að vilja endilega ræða um tilfinningar þegar karlarn- ir eru búnir að koma sér þægi- lega íyrir fyrir framan sjón- varpið. Annar ósiður kvenna, sem Bjarna Hauk er fyrirmunað að skilja, tengist líka sjónvarpi og veður uppi á bestu bæjum. Dæmið segir hann geta verið á þessa leið: Þau eru að horfa á myndband þegar hún allt í einu stekkur upp til þess að setja í vélina. Hann spyr hvort hann eigi að setja á bið. Nei, nei svarar hún. Kemur kannski ekki aftur fyrr en eftir fimm mínútur og byi-jar að horfa. Spyr ekki einu sinni hvað hafi gerst fyrr en myndin er að verða búin. „Af hverju er hann að drepa þenn- an?“ spyr hún alveg hissa og hann verður náttúrlega að setja á bið og rekja söguþráð- inn. „Afskaplega þreytandi," segir Bjami Haukur mæðu- lega og virðist hafa upplifað áþekkar aðstæður. Tugþrautin og húmorinn I gervi hellisbúans lifir Bjarni Haukur sig inn í hlut- verk misskilins og ráðvillts eiginmanns, sem hann er viss um að á marga sína líka. „Ég er bara leikari og enginn sér- fræðingur um farsæl sam- skipti kynjanna - enda ungur maður og ókvæntur, en býst við að málamiðlanir og gagnkvæm tillitssemi gefist best ásamt væn- um skammti af húmor. Hvoru kyninu um sig er þankagangur og háttalag hins oft allsend- is óskiljanlegt. Þrátt fyrir síðari tíma fyrir- bæri eins og jafnréttisbaráttu, sálfræðinga, alnetið, R-listann, ofurkonur og áfallahjálp hafa grunneðlishvatir karla og kvenna ekk- ert breyst. Ekki verður aftur snúið þótt ým- islegt í umhverfinu sé nánast afbrigðilegt miðað við mismunandi eðli karla og kvenna,“ segir Bjarni Haukur, sem þó vill ekki í standa í sömu sporum og hellisbúinn forðum daga. Hellisbúann segir hann fyrst og fremst gamanleikrit þar sem góðlátlegt grín er gert að muninum á eðli karla og kvenna og mark- miðið að fá fólk til að hlæja. „Þetta er ekki ádeiluverk um mismunun, réttindi og þess háttar. Ef til vill er hellisbúinn dulbúinn hjónabandsráðgjafi því hann er sagður koma fólki til að líta í eigin barm og sjá að minnsta kosti ýmsar skoplegar hliðar á eilífðar tug- þrautinni hjónabandinu." Bjarni Haukur telur líklegt að sjálfur eigi hann einhvern tíma eftir að keppa í þeirri þraut og efalítið standa sig með mikilli prýði, enda segist hann hafa lært mikið um sam- skipti kynjanna af hellisbúanum Bjarna. BJARNI Haukur er vel upp alinn og hlynntur jafnrétti á öllum sviðum KOBTA BODA KRINGLUNNI Sími 568 91 22 liHma>íða: inljmlís,win fdia.úv'ini*varnggvl 13 auping E-vítamín eflir varnir líkamans eilsuhúsið Skólavörftustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Þaö er skynsamlegt að kaupa Ford Fiesta. Þess vegna kaupa konur hann. Útlit bíls skiptir konur máli en þær vita að það er lítils virði efannað vantar. Og það vantar ekkert í Ford Fiesta því hann sameinar kraft, þægindi ogfínt verð. Konur láta ekki aðra segja sér hvaða bíl þær eigi að kaupa heldur kanna málið sjálfar. Pess vegna hafa fleiri konur en karlar keypt Ford Fiesta. Timantið What Car, 1998, kemst að kjama málsins: „Besti smábíll ársins! Nú verða gæði smábíla miðuð við yfirburði Ford Fiesta. 1 Þrenns konar tilboð! Komdu strax og kannaðu málið. Ford Fiesta -jyrir konur sem vilja komast áfram Staðalbúnaður meðal annars: Vökvastýri, samlæsing, upphituð framrúða, 16 ventla, 1,25 lítra vél, rafdrifnir og upphitaðir speglar. Verð (á götuna): 3ja dyra kr. 1.098 þúsund, 5 dyra kr. 1.158 þúsund. Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5, Akureyri sími 462 2700 Bíley Búðareyri 33, Reyðarfirði sími 474 1453 Betri bílasalan Hrísmýri 2a, Selfossi sími 482 3100 Bílasala Keflavíkur Hafnargötu 90, Keflavík sími 421 4444 Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum sími 481 3141 BRIMB0RG FAXAFENI 8 • SfMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.