Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF - Hver er uppskeran hjá ykkur í meðalári? „I meðalári ræktum við 25-30 tonn af gulrótum.“ - Eru Islendingar miklir gulrót- arneytendur? „Gulrótarneysla hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin. Það er miklu hægara að selja gul- rætur núna en var fyrir nokkrum árum. Fólk er að breyta um matar- æði og sækir í bætiefnaríka fæðu. Gulræturnar eru ríkar af A-vítamíni og karótíni." - Hvernig dreifið þið uppsker- unni ykkar? „Við seljum eingöngu í Sölufélag garðyrkjumanna sem dreifir fyrir okkur. Það er nánast engin heima- sala hérna lengur.“ Besta gulrótarkaka í heimi _____________2 bollar sykur____________ 1 'A bolli kornolía 1 bolli heilhveiti 1 bolli hveiti _____________2 msk. lyftiduft__________ 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 msk. kanill 4 stór egg 3 bollar, flysjaðar og raspaðar gulrætur 1 bolli smótt saxaðar valhnetur sem hefur verið velt upp úr u.þ.b. 1 tsk. af hveiti V2 bolli smótt saxaðar apríkósur sem hefur verið velt upp úr u.þ.b. 1 tsk. hveiti Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið u.þ.b. 25 cm jólakökuform að innan með olíunni. Þeytið mjög vel saman sykur og olíu. Blandið saman í skál, hveiti, heilhveiti, lyftidufti, matar- sóda og kanil. Bætið helmingi þurr- efnanna varlega út í olíu/sykur blönduna og hrærið í 2-3 mínútur. Afganginum af þurrefnunum er bætt út í til skiptis við eggin, einu í einu. Hrærið vel eftir hvert egg. Bætið gulrótunum, valhnetunum og apríkósunum út í. Hellið í form og bakið í miðjum ofni í 1 klst og 10 mínútur. Takið síðan kökuna út og kælið áð- ur en appelsínuglassúr er hellt yfír hana. Appelsínuglassúr 1 bolli sykur _________'A bolli kartöflumjöl____ 1 bolli af ferskum appelsínusafa 1 tsk. af ferskum sítrónusafa _________2 msk. ósaltað smjör_____ 2 msk fínt rifinn appelsínubörkur '/4 tsk. salt Hitið í litlum potti sykur, kartöflu- mjöl, appelsínusafa og sítrónusafa. Þegar blandan er orðin slétt og mjúk, er hitinn lækkaður og bætt út í smjöri, rifnum berki og salti. Hald- ið áfram að hita og hrærið stöðugt í blöndunni með sleif í þrjár mínútur, eða þar til hún er orðin að kremi. Kælið áður en hellt er yfir kökuna. Nykomiö! Gardínuefni-prentuð báðum megin, 6 nýir litir, verð kr. 1.550 Tvíofin áklæðaefni, IoktóbertilboðH Ef þú kemur í lit og klippingu færðu strípulokka með (sparnaður kr. 2000). L I Hárgreiðslustofan I | - . 1 balon Kitz Nóatúni 17, sími 551 8400 Grænmetið með ijölbreyttustu möguleikana HELOSAN Gulrótin er sú græn- metistegund sem býður ' upp á hvað fjöl- breyttasta matreiðslu- möguleika og á sér orð- ið hlutfallslega langa ræktunarhefð hér á landi. Súsanna Svavarsdóttir heim- sótti garðyrkjubændur á Flúðum til að fræðast um ræktunaraðferðir - og meðferð þessa bæti- efnaríka grænmetis. ^ ÞAÐ ER ótrúlegt hvaða möguleikar búa í þessu góm- sæta grænmeti sem á sér næstum eins langa sögu hér ■SI landi og kartaflan. Svo langa fln að mann hálfundrar að gulrótin skuli ekki vera sjálf- Sfl sprottin. Það má stýfa hana o úr hnefa, raspa niður í salat, , sjóða hana, nota hana í pott- rétti - og síðast en ekki síst, baka úr henni. Á Flúðum búa þau nokkuð merki- legu búi hjónin Jóhannes Helgason og Kristín Karlsdóttir. Þau rækta gulrætur, spergilkál, kínakál og blaðlauk - eins og er. „Við höfum verið í garðræktinni í fjörutíu ár, frá því að við stofnuðum þessa garð- yrkjustöð," segja þau og það kemur í ljós að þau hafa ræktað hvítkál og rófur, tómata og gúrkur og kartöfl- ur. „Það er fátt sem við höfum ekki prófað að rækta, en síðustu árin höf- um við fækkað grænmetistegundum og sett gróðurhúsin undir trjárækt- ina.“ - Trjáræktina? „Já, við höfum alltaf verið með trjárækt; tré, runna og garðplöntur - allt frá fyrstu tíð. Við erum þátt- takendur í átaki, sem heitir Suður- landsskógar. Þetta er sameiginlegt átak, bændaskógrækt og það eru nokkrir tugir bænda sem taka þátt í því. Það var byrjað að planta í vor. Við erum með aspir og víði og eigum að skila 100.000 öspum og 50.000 víðiplöntum næsta vor. En gulrætur ræktum við ein- göngu í upphituðum görðum. Við sá- um þeim um miðjan apríl, en þá er jarðvegurinn ennþá svo kaldur að við hitum garðana upp með plaströr- Mýkjandi, græðandi smyrsl á þurra húð, húðsprungur, rispur og smáskeinur. Frábær og drjúgur handáburður gegn ofþurrki. HELOSAN fótasmyrslið vinnur gegn siggi, húðsprungum og fótraka. Fæst í apótekum og verslunum RKÍ á sjúkrahúsunum. Dreifing: Símar 567 6280 og 897 0646. henta í púða, dúka, áklæði og margt fleira, verð kr. 1.770 gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 Morgunblaðið/Súsanna Svavarsdóttir HJÓNIN Kristín Karlsdóttir og Jóhannes Helgason rækta 25-30 tonn af gulrótum á meðalári. um sem eru grafin nið- ur í moldina. Með því að vera með undirhita og breiða síðan akrýldúk yfir, fáum við oft fyrstu uppskeru seinni partinn í júlí. Gul- ræturnar eru lengi að vaxa. Gulrótarræktun hér á Is- landi er varla trygg í öllum árum nema með svona kúnstum; upphitun jarðvegs og yfirbreiðslu. Hitinn á moldinnni getur komist upp í tuttugu stig en aðalatriðið er að við hleypum hita mjög snemma á jarð- veginn, um áramótin - til að halda garðinm klakalausum. En það tekur tíma að ná þessum hita. Um sumarið tökum við svo hitann af, vegna þess að gulræturnar verða ekki eins fal- legar í laginu ef hitinn er of mikill.“ - Gulrætur eru sem sagt æði við- kvæmar á meðan á rætuninni stend- ur. En hvernig geymast þær, eftir að þær hafa verið teknar upp úr moldinni? „Það er æskilegast að geyma þær við hitastig sem er næst núllinu. Þær geymast um fjóra mánuði við þau skilyrði. Og það er best að geyma þær í ísskápnum í pokanum sem þær eru keyptar í, en ekki endi- lega í gi-ænmetisskúffunni.“ Morgunblaðið/ GULRÆTUR er líka hægt að nota til skrauts, m.a. með því að búa til úr þeim rósir. - En hvers vegna breiðið þið yfir þær á meðan á ræktuninni stendur? „Vegna þess að trúlega er hitinn í jarðveginum milli 15-20 gráður. Svo stýrir Guð lofthitanum. En dúkurinn getur hækkað jarðvegshitann um nokkrar gráður. Með dúknum miss- um við minna af undirhitanum upp og svo safnar hann hita í sig frá sól- arljósinu.“ Þarf að bera skordýraeitur á gulrætur og vökva þær? „Gulrætur höfum við ekki þurft að vökva. Við erum á miklu rigningarsvæði hér. En það er ekki hægt að stýra rækt- uninni á gulrótum eins og þegar ræktað er inni. Hvað skor- dýraeitur varðar, þá höfum þá sérstöðu hér á Islandi að það hefur ekki tekist að flytja inn neinar plág- ur fyrir gulrótina þannig að við þurfum ekki að nota nein eiturefni. Erlendis er til svokölluð gulrótar- fluga sem gerir mikinn usla. Lirfa flugunnar nagar gulrótina. En hún er alveg óþekkt hér á landi. Ég gæti best trúað að hún lifði ekki af veðráttuna hér.“ - Og þið takið upp í júlí. Við byrjum að taka upp seinni partinn í júlí og tökum upp fram í október. Og vegna þess hversu vel þær geymast, erum við oft að selja gulrætur alveg út febrúar." Ekki eruð þið að pilla þetta upp úr moldinni með höndunum? „Ekki lengur. Gulræturnar eru teknar upp með vélum. Við byrjuð- um á því fyrir fimm árum. Það létti vinnuna ótrúlega mikið. Síðan þvo- um við þær í þvottavél - sérstakri gulrótarþvottavél og geymum þær í kældri geymslu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.