Morgunblaðið - 25.10.1998, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HÓPATRIÐI við verbúðina í Eyvík
LEIKARAR í skjóli undir húsvegg á milli taka.
Fylgst með
upptökum í
Flatey á nýrri
íslenskri kvik-
mynd eftir
sögu Halldórs
Kiljan
Laxness
Morgunblaðið. Stykkishólmi.
ÞEGAR veturinn nálgast færist ró og frið-
ur yfír eyjarnar á Breiðafirði. En svo er
ekki þessa dagana í Flatey, en þar er ið-
andi mannlíf og hefur verið síðustu daga.
Það minnir á þá tíma upp úr aldamótum
þegar byggð þar stóð með mestum blóma.
Ástæðan er að nú standa yfír í Flatey
upptökur á nýrri íslenskri kvikmynd sem
gerð er eftir smásögu Halldórs Kiljan Lax-
ness og heitir „Ungfrúin góða og húsið“.
Þar gegnir eyjan með sínum gömiu húsum
veigamiklu hlutverki.
Handrit kvikmyndarinnar samdi dóttir
Halldórs, Guðný Halldórsdóttir, og er hún
jafnframt leikstjóri. Hér er um að ræða
kvikmynd í fullri lengd. Framleiðandi
myndarinnar er Umbi ásamt Pegasus film
og aðilum í Svíþjóð og Danmörku. Kvik-
myndasjóður íslands styrkir verkefnið.
Kvikmyndun hófst í Flatey 10. október
sl., en þar áður fór mikill tími í að gera
leikmyndina. Voru flutt til eyjarinnar yfír
20 tonn af timbri til verksins. AIls eru um
40 manns sem taka þátt í uppfærslunni og
er ætlunin að upptökum ljúki í Flatey um
mánaðamótin. Nú um helgina fjölgaði enn
meir í Flatey, en þá fóru fram upptökur á
hópatriðum og voru þá í eyjunni yfír 80
manns sem tóku þátt í leik og aðstoð. Kom
hópur fólks úr Reykjavík og dvaldi í Flat-
ey um helgina. I Flatey verða aðallega
teknar upp vetrarsenur en stærsti hluti
myndarinnar verður tekinn upp í Svíþjóð
eftir áramót. Aðalhlutverk í myndinni
leika þær Tinna Gunnlaugsdóttir og Ragn-
hildur Gísladóttir. Tvær kvikmyndastjörn-
ur koma frá Svíþjóð, þau Agneta Ekmann-
er og Reinir Brynjolfsson.
Fréttaritari Morgunblaðsins skrapp út í
Flatey siðasta sunnudag og fylgdist með
upptökum á meðan Breiðafjarðarferjan
Baldur skrapp yfir á Bijánslæk. Þrátt fyr-
ir mikið annríki gaf Guðný sér stund til að
spjalla aðeins við fréttaritara. Hún var
fyrst spurð að því hvemig stóð á því að
hún valdi þessa sögu og sagði Guðný að
faðir hennar hafi fyrir mörgum árum bent
henni á að þessi saga væri mjög góð til
kvikmyndunar. Síðan þá hefur sagan verið
Guðnýju hugleikin.
„Það var svo fyrir 5 árum sem undir-
búningurinn hófst í alvöru. Þá þegar bað
ég Tinnu og Ragnheiði að leika systurnar í
þessari mynd því þær vildi ég hafa í þess-
um hlutverkum. Þær tóku vel í bón mína
og hafa verið að safna hári síðan.“
Um sögusviðið segir Guðný:
„Sagan gerist um aldamótin í litlu físki-
þorpi á íslandi sem heitir Eyvík. Þá var
danski konungurinn þjóðhöfðingi íslend-
inga og Kaupmannahöfn höfuðborgin.
Sagan gerist á báðum þessum stöðum og
munu upptökur fara fram í Gautaborg
þegar sagan á að gerast í Kaupmanna-
höfn. Sagan fjallar um tvær systur, dætur
prófastsins á staðnum. Það er ekki nóg
með að hann sé presturinn á Eyvík heldur
er hann og aðalatvinnurekandi staðarins.
Hann þarf því að þjóna tveimur herrum.
Saga dætra hans er átakanleg. Eldri
systirin eyðileggur líf yngri systur sinnar,
en að lokum er fyrirgefning og þær sætt-
ast.“
Hvers vegna varð Flatey fyrir valinu til
kvikmyndunar?
„Gamla þorpið í Flatey líkist mjög sjáv-
arþorpi í byijun aldarinnar. Að búa til
slíka leikmynd, lítið þorp, hefði kostað 20-
30 milljónir og því sparast miklir fjármun-
ir við að koma hingað. Þá er það líka að
ég hef lengi heillast af Flatey. Hingað kom
ég fyrst 1975 er ég vann á Breiðvík við
Patreksfjörð og hafði hér viðdvöl á leið-
inni. Síðan lief ég komið flest ár. Flatey er
mér kær, það er svo mikill „sjarmi" yfir
henni.
Við höfum verið óheppin með veður til
upptöku,“ segir Guðný ennfremur. „Þenn-
an tíma hefur verið stormasamt og hefur
það truflað mjög. Skútan sem við fengum
frá Færeyjum og notuðum við upptöku í 3
daga var 10 daga á leiðinni hingað og
verður eflaust svipaðan tíma til baka, því
það Iítur út fyrir hvassviðri næstu daga.“
Guðný segir að þessi tími hafí verið val-
inn til myndatöku vegna þess að nú er
krían farin, en hún hefði truflað allar
hljóðupptökur og eins eru ferðamennirnir
farnir líka og friður er yfir eyjunni. Hún
segir að hún hafí verið mjög heppin með
leikara og aðstoðarfólk. Það hefur staðið
sig mjög vel. Það leggur á sig að vera hér
í Flatey í þrjár vikur svo að hægt sé að
toga það út úr húsum þegar veður gefur
til kvikmyndatöku.
Sækja þurfti seglskútu til Færeyja og
kom hún til Flateyjar sl. miðvikudag eftir
10 daga siglingu frá Færeyjum. Hingað
sigldu henni átta Færeyingar, sem sneru
heim aftur strax eftir helgina. Skútan heit-
ir Johanna og var smíðuð í Englandi árið
1884, en keypt til Færeyja árið 1894 og var
gerð út til fískveiða af söinu fjölskyldu
fram undir árið 1970. Skútan er nú í eigu
áhugamannafélags til varðveislu skipsins
og er heimahöfn þess nú Vagar á Suðurey.
Setti skútan mikinn svip á höfnina í Flatey.
SEGLSKÚTAN Johanna siglir tígulega til hafs að loknum tökunum.