Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
*
MANNLÍFSSTRAUMAR
TANNLÆKNISrRÆDI//ni er svona merkilegt við munnvatn?
Munnvatn
MEIRIHLUTI munnvatnsframleiðslu okkar fer fram í þremur munn-
vatnskirtlum í hvorri hlið. Samtals framleiða þessir kirtlar 90% af öllu
munnvatni okkar eða um 3/4teskeið á mínútu í hvíld og heila matskeið
þegar við tyggjum. Daglega geta þeir framleitt meira en einn og hálfan
lítra af munnvatni. Stærstur þeiira er s.k. vangakirtill.
essi kirtill bólgnar og verður
aumur í hettusótt. Við finnum
líka áþreifanlega fyrir vangakirtl-
inum þegar við borðum eitthvað
sem er súrt á bragðið, þá fá flestir
svolítinn verk í
vangakirtilinn.
Hinir tveir eru
mun minni. Annar
þeirra er s.k.
kjálkakirtill, hann
er staðsettur neð-
eftir Helgu an við kjálkabarð
Ágústdóttur innanvert og hinn
er kallaður tungu-
kirtill og er í munnbotni undir
tungu. Munnvatn er ekki bara
vatn, heldur sambland af eggja-
hvítuefnum, steinefnum, hvötum
og vatni sem saman mynda ein-
staklega hentuga blöndu til að
halda munnholi okkar heilbrigðu.
Það má eiginlega segja að munn-
vatnið verki eins og smurning á
bíl, það heldur munnholinu og
hálsinum rökum svo að við eigum
auðveldara með að tyggja og
kyngja mat. Munnvatnið skolar
matarleifar og bakteríur úr munn-
inum, það inniheldur bakteríu-
drepandi efni sem hjálpa okkur að
verjast sýkingum og tannskemmd-
um. Steinefni ásamt fleiri efnum í
munnvatni vinna gegn sýru frá
bakteríum og mat og verja okkur
þannig gegn tannátu. Með því að
blanda munnvatninu við matinn
þegar við tyggjum fáum við hvata
úr munnvatninu til að brjóta niður
sterkju í sykur og þannig fínnum
við líka betur bragð af matnum.
Truflun á starfsemi munnvatns-
kirtlanna getur valdið munnþurrki.
Ýmsar ástæður geta verið íyrir
honum. Geislun getur valdið varan-
legum vefjaskaða á munnvatns-
kirtlunum. Mörg lyf hafa þá auka-
verkun að valda munnþurrki. Þar á
meðal eru mörg algeng lyf s.s.
verkjalyf, blóðþrýstingslyf, ofnæm-
islyf og þunglyndislyf. Margir al-
gengir sjúkdómar s.s. gigtarsjúk-
dómar, sykursýki, þunglyndi og
fleiri geta líka valdið munnþurrki.
Sumir vilja líka halda því fram að
stress og vítamínskortur geti vald-
ið honum. Mikill lofthiti og drykkja
kaffín- og alkóhóldrykkja getur
líka leitt af sér tímabundinn munn-
þurrk.
Þegar lítið er á hlutverk munn-
vatnsins eins og að ofan er gert má
sjá að skortur á munnvatni eða
munnþurrkur getur haft víðtækar
afleiðingar. Bakteríur, vírusar og
sveppir eiga mun auðveldara með
að sýkja munnholið þegar munn-
vatn er ekki til vamar. Erfíðara
verður að tala, tyggja, kyngja og
halda gervitönnum á sínum stað.
Slímhúðin í munninum verður
þurr, sprungin og viðkvæm og var-
irnar líka. Það gildir um munn-
vatnið eins og svo margt annað að
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Munnþurrki fylgja oft
mikil óþægindi. I sumum tilvikum
er þó hægt að ráða bót á þessu
vandamáli með tilhliðrun á lyfja-
gjöf, ráðgjöf og meðhöndlun. Best
er að hamla gegn munnþurrki ef
meðhöndlun er hafin snemma.
1. Ég þarf oft að gera eitthvað til
að væta munninn
2. Ég vakna oft á nóttunni til að fá
mér vatn að drekka
3. Ég er alltaf með vatnsglas við
rúmið mitt
4. Ég er oft þyrst/þyrstur
5. Ég á erfitt með að tyggja
6. Ég á erfítt með að tala
7. Ég er með brana- eða sviðatil-
fínningu í munninum
8. Ég er með þurrar og sprungn-
ar varir
9. Ég hef misst allt bragðskyn
10. Ég hef hása/ráma rödd
LÆKNISFRÆDI//.V hisin alltafjafn lævís og lipur?
LÚS
ÞRJÁR tegundir lúsa hafa herjað á
mannkynið í þúsundir ára en nú er
svo komið að einungis ein þeirra
lifir góðu lífi í okkar samfélagi. Lýs
eru lítil skordýr sem lifa á líkaman-
um og nærast á blóði. Þrjár teg-
undir lúsa sem lifa á fólki eru al-
gengar í heiminum nú tO dags, höf-
uðlús, fatalús og flatlús. Fatalús
var algeng hér á landi áður fyrr en
er orðin sjaldgæf í okkar heims-
hluta. Hún verpir eggjum sínum í
nærföt og tO að hún þrífist þarf
„ fólk að vera í sömu nærfótunum í
a.m.k. 2 vikur. Þetta þekkist varla
orðið nema hjá útigangsfólki og þar
sést fatalús stundum. Fatalús og
flatlús smitast við nána snertingu.
Flatlús heldur sig í grófu hári um-
hverfís kynfæri og endaþarm og
stöku sinnum annars staðar á lík-
amanum. Hún er orðin frekar
sjaldgæf hér á landi. Höfuðlúsin lif-
ir hins vegar góðu lífi enda dugir
hvorki hreinlæti né siðmenntaðir
lifnaðarhættir gegn henni. Fyrir
utan lýsnar sem hér er fjallað um
má nefna veggjalýs og mannaflær
en varla er hægt að segja að þær
fínnist lengur hér á landi.
. í ður fyrr var lúsin gjarnan sett
J\.í samband við sóðaskap, fá-
tækt og þrengsli. En á hinn bóginn
gat hún líka verið eins konar
stöðutákn og stundum var sagt að
það þrifíst ekki lús á einhverjum
en slík ummæli
gátu verið niður-
lægjandi. Nú á
dögum fer lúsin
ekki í manngrein-
arálit og geta allir
smitast, ríkir og
fátækir, ungir sem
aldnir. Á hverju
ári koma upp
lúsafaraldrar í skólum landsins og
getur það gerst hvenær sem er
skólaársins. Stundum er mikið um
lús á haustin og vilja sumir rekja
það til smits í sumarleyfisferðum
til útlanda. Það er engin skömm að
fá lús og þegar hún fínnst hjá
Lskólabarni er mikilvægt að for-
eldrarnir tilkynni það skólayfír-
eftir Mognús
. Jóhannsson
völdum (t.d. skólahjúkrunarfræð-
ingi) vegna þess að líklegt er að
barnið hafí smitast í skólanum og
þar séu þess vegna fleirí með lús.
Til að unnt sé að stoppa faraldur-
inn strax, verður að finna og lækna
alla sem hafa smitast í fjölskyld-
unni, í skóla og á vinnustað. Höf-
uðlús smitast aðallega við það að
höfuð fólks snertast og er það
vegna þess að lúsin getur hvorki
flogið né hoppað og hún yfirgefur
helst ekki hárið nema hún komist
beint yfír á annað höfuð. Þó er fyr-
ir hendi möguleiki að smitast með
hárburstum, höfuðfötum, koddum
eða öðru slíku en hafa ber í huga
að lús getur ekki lifað utan líkam-
ans nema í 5-7 daga.
Höfuðlús heldur sig gjarnan í
hárinu aftan við eyrun og í hnakk-
anum. Fyrstu einkennin eru kláði
sem kemur eftir að lúsin hefur
sogið blóð. Þegar lúsin sýgur notar
hún deyfiefni sem gerir það að
verkum að ekkert finnst, óþægind-
in koma síðar. Síðan fer sá smitaði
að klóra sér og þá geta komið risp-
ur og bakteríusýking. Yfírleitt
bera lýs ekki smit á milli manna en
slík tilvik eru þó þekkt erlendis.
Greiningin byggist á því að fínna
lús eða nit í hárinu. Fullorðin lús
er grábrún að lit og getur verið
allt að 3-4 mm að lengd. Fullvaxn-
ar lýs eru því vel sýnilegar berum
augum en erfítt getur verið að
koma auga á þær vegna þess að
þær eru snarar í snúningum og
forðast ljós. Lýsnar verpa eggjum
sem kallast nit og festa þau við
hárin með sterku lími. Nitin er grá
að lit og um 1 mm að stærð og því
vel sýnileg berum augum ef vel er
skoðað. Einnig má reyna að
kemba hárið með fíngerðri greiðu
eða lúsakambi yfír vaski eða bað-
keri og fylgjast með hvort lýs
kembast úr hárinu. Meðferðin er
ekki alltaf einföld, sérstaklega ef
ekki er nægjanlega vandað til
hennar í upphafí og oft þarf að
meðhöndla aðra í fjölskyldunni
eða nánasta umhverfi þess smit-
aða. Ekki er nægjanlegt að hella
lúsameðali í hárið og halda að þar
með sé vandamálið úr sögunni.
Meðalið þarf að nota samkvæmt
meðfylgjandi leiðbeiningum og
mikilvægt er að fylgja þeim í hví-
vetna. Að því loknu þarf að kemba
hárið með lúsakambi og rétt er að
gera það daglega í nokkra daga.
Þá kemur í ljós hvort enn eru lif-
andi lýs í hárinu og eitthvað af nit
er hægt að fjarlægja á þennan
hátt. Venjulega er rétt að endur-
taka meðferðina með lúsameðali
1-2 vikum síðar en það er sá tími
sem það tekur eggin að klekjast
út. Föt þess smitaða er rétt að þvo
eða setja í hreinsun og höfuðföt,
kodda og annað þess háttar má
setja í plastpoka og geyma þar í 2
vikur til að lýsnar drepist.
Hér á landi eru á markaði þrjár
tegundir lúsameðala sem inni-
halda ólík efni sem einnig eru not-
uð við garðaúðun til að drepa blað-
lús og trjámaðk. Öll þessi lúsa-
meðul geta valdið húðertingu og
fleiri aukaverkunum og varast
þarf að þau berist í augu, nef eða
munn. Elsta lyfið er Quellada
(inniheldur virka efnið lindan) sem
er sterkt skordýraeitur og eru
margir á móti notkun þessa efnis
vegna umhverfismengunar sem
það veldur auk þess sem það getur
haft slæmar aukaverkanir. Pri-
oderm (inniheldur malatíon) er
það lúsameðal sem af mörgum er
talið einna öruggast, hjá börnum
getur það valdið vægri ógleði og
höfuðverk og það er ekki heppi-
legt fyrir smábörn eða ófrískar
konur. Nix (inniheldur permetrín)
er nýjasta lúsameðalið, það hefur
ágæta verkun, er tiltölulega
hættulaust fyrir smábörn og
sennilega einnig á meðgöngu. Það
er því úr ýmsu að velja og í lyfja-
búðum má fá nánari ráðleggingar.
Tækni/Er hægt að geyma kjarnorkuúr-
gang örugglega?
KJARNORKU-
ÚRGANGUR
Heimsumræðan um orkumál er afar hlaðin tilfinningum. Inn í orkumálin
fléttast tvö meginsvið umhverfismála, semsé gróðurhúsaáhrifin og kjarn-
orkumál. Sem stendur á mannkynið engra góðra kosta völ hvað varðar
orkuframleiðslu. Valið stendur í stórum dráttum á milli geislavirks úrfalls
vegna kjarnorkuframleiðslu annarsvegar og hinsvegar aukinna gróður-
húsaáhrifa vegna notkunar olíu og kola sem orkugjafa. Það er skoðun mín
að miklu óþarfa óorði hafí verið komið á kjamorkuna, og er ekki síst um að
kenna slysinu mikla í Tsémobyl fyrir tólf ámm. Sannleikurinn er sá að vel
byggð og ekki alltof gömul kjarnorkuver eins og þau era að jafnaði gerð í
Vestur-Evrópu era einna æsldlegasti kosturinn til orkuframleiðslu í stór-
um stíl, fram að því að aðrir stórir orkugjafar verða að líkindum fundnir á
næstu öld. Þetta er er sagt með tilliti til þess að þeirri framleiðslu fylgja
ekki gi’óðurhúsaáhrif og að mjög mikill munur er á rekstraröryggi veranna
í Vestur-Evrópu annarsvegar og Austur-Evrópu hinsvegar.
Ahættan við rekstur kjarnorku-
vera til orkuframleiðslu er tví-
þætt. Annars vegar að óhapp við
rekstur sjálfs versins verði til að
geislavirkt úrfall
dreifist út í um-
hverfíð. Hins veg-
ar er um að ræða
að fullnotað elds-
neyti felur í sér
sterka geislavirkni
sem helmingast á
tuttugu og fjögur
þúsund árum. Þar
að auki hefur komið í ljós að end-
urnýja þarf sjálfan búnað versins
á nokkrum áratugum, vegna þess
að nifteindaflæði sem kemur frá
kjarnabrennslunni veikir ekki að-
eins fóst efni sem það fer um,
heldur gerir þau einnig geislavirk.
Þannig þurfa þjóðir heims að
fínna geymslustað fyrir ókjör
þessa úrgangs. Bandaríkin ein sér
eiga nú fjögur hundruð þúsund
rúmmetra úrgangs, og ákveðið
hefur verið að koma því fyrir neð-
anjarðar í Nevada. Tíu þúsund
rúmmetrar úrgangs bætast við á
ári frá starfandi kjarnorkuverum.
Slíkt fer ekki fram án mótmæla
heimamanna þar. Afar fáar þjóðir
hafa komist að nokkurri niður-
stöðu um geymslustaði, heldur er
geymslumálið látið dankast ár eft-
ir ár og núverandi geymslustaðir
eru til bráðabirgða. Svíar eiga yfir
að ráða afar stöðugum
berggrunni, en vitaskuld verða
jarðlögin sem slíkt efni er geymt á
að vera stöðug í a.m.k. nokkrum
sinnum hinn umrædda helmingun-
artíma, þ.e. 24.000 ár.
Geymsla slíkra efna á hafsbotni
hefur afar mikið óorð á sér eftir að
Sovétríkin vansælla minninga
hentu kjarnorkuúrgangi í stórum
stíl í heimshöfin. En nú er komin
fram hugmynd um að koma efnun-
um fyrir, ekki á - heldur í hafs-
botni. Tæknin til þess er þegar
fyrir hendi. Það er sú bortækni
sem notuð er til að ná upp bor-
kjörnum til rannsókna, og má nota
hana lítið breytta. Miðhlutar
hinna geysistóru úthafsfleka
Kyrrahafs og Atlantshafs eru afar
stöðugir í jarðfræðilegum skiln-
ingi, og jafnframt hefur á þeim
safnast saman á löngum tíma afar
þykkt lag botnleirs, sem hefur
þann kost að loka geislavirku efn-
in vel inni, jafnvel þó að vitað sé
að geymarnir sem þau eru sett í
hljóti að tærast á nokkrum tugum
árþúsunda. En innan örfárra ára-
tuga þarf að vera fundin lausn á
þessum geymsluvanda, ekki síst af
því að fjöldi hinna upphaflegu
kjarnorkuvera er að ganga sér til
húðar, og þau leggja til aukalega
vænan haug þessa úrgangsefnis.