Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verðbréfasjóðafyrirtækið Vanguard s Avaxtar 25 þús- und milljarða VERÐBREFAMARKAÐUR Is- landsbanka hefur nú bæst í hóp þeirra ísiensku fjármálafyrir- tækja sem bjóða viðskiptavinum sfnum upp á fjárfesting-arkosti er- lendis. VIB undirritaði nýlega samning við forsvarsmenn banda- ríska verðbréfasjóðafyrirtækisins Vanguard um aðgang að þremur nýjum vísitölusjóðum sem félagið hefur sett á stofn í Dyflinni á Ir- landi. Af þeim 25 þúsund milljörðum ísienskra króna sem félagið sér um að ávaxta eru um 30% í vísi- tölusjóðum. Fyrirtækið er annað stærsta verðbréfasjóðafyrirtækið í Bandaríkjunum með sjö þúsund starfsmenn á sínum snærum. Með stofnun sjóðanna á Iriandi hefur stefnan verið sett á Evrópumark- að. Forstjóri nýju Evrópudeildar- innar heitir Frank Satterthwaite og er hann jafnframt eini starfs- Nýjungar hjá Landssímanum Símasjálf- salar fyrir debet-, kredit- og snjallkort LANDSSÍMINN mun hefja upp- setningu á nýrri gerð símasjálfsala íyrir kort á fyrri hluta næsta árs sem leysa eiga af hólmi eldri gerðir símakortasj álfsala. Flutt verða til landsins 150 eintök af símum sem geta tekið við svoköll- uðum snjallkortum auk hefðbund- inna debet- og kreditkorta. 100 þessara síma munu einnig geta tekið við mynt sem greiðslu. Að sögn Ólafs Stephensen for- stöðumanns upplýsingamála hjá Landssímanum er munurinn á snjallkortunum og svokölluðum op- tískum kortum, sem nú eru notuð í símasjálfsala, sá að á optísku kort- unum er málmrönd sem eyðist upp en snjallkortið er búið tölvuflögu og er því endurhlaðanlegt. Til að byrja með verður þó ekki hægt að endur- nýja hleðsluna í kortunum, að sögn Ólafs. Aðspurður sagði Ólafur að ekki væri endanlega ljóst hver gjaldskrá símasjálfsalanna yrði en hann sagði að lítill munur yrði á því hvort borg- að yrði með snjallkorti eða debet- eða kreditkorti. Faxtselci SHARP F-1500 Faxtæki,sími, símsvari Windows prenfari, skanni oa tölvufax fyrir stæröina A4. ■. m/vsk Faxtæki verb fró 19.900,- _ BRÆÐURNIR tpORMSSON Lágmóla 8 • "Sími 533 2800 maður Vanguard í álfunni enn sem komið er. Hlutverk hans verður að annast uppbyggingu og kynningu á félaginu í Evrópu og er samningurinn við VIB Iiður í því verkefni. Ekki áskrift að velgengni Satterthwaite, sagði í samtali við Morgunblaðið að möimum væri það vel ljóst að sterk staða Vangu- ards í Bandaríkjunum væri ekki áskrift að velgengni í Evrópu. Þar væri samkeppnin hörð og fyrir- tækið þyrfti einfaldlega að sanna sig líkt og hver annar sjóður. „Okkar sérstaða er aðallega sú að rekstrarfyrirtækið sjálft er í eigu verðbréfasjóðanna og þar með sjóðsbréfaeigendanna. Allur hagn- aður sem skapast af starfseminni rennur þ.a.l. beint til þeirra. Þetta fyrirkomulag hefur gert okkur fært að bjóða upp á einhvem lægsta umsjónarkostnað sem um getur. Sem dæmi má nefna að um- sjónarlaun verðbréfasjóða í Bandaríkjunum á síðasta ári vora að meðaltali 1,24% en til saman- burðar nam þóknun sjóða Vangu- ards einungis 0,28% eða innan við fjórðungi af meðaltalinu“. Fulltrúar Vanguards telja um- talsvert kostnaðarhagræði sam- fara umsýslu vísitölusjóða. Þeir benda á að þeir séu lausir við ýmsan kostnað sem sjóðir með virkri eignastýringu bera. Þar má nefna kostnað vegna rannsókna, fyrirtækjaheimsókna og greining- arvinnu sem er kostnaðarsöm, en eignastýring og árangur við ávöxtun annarra verðbréfasjóða byggist á slfkri grunnvinnu. Kaup og sala verðbréfa í rísitölusjóðum er einungis brot af veltu í öðram verðbréfasjóðum og þrí er við- skiptakostnaðurinn lægri. Af þeim sökum telja forsvarsmenn Vanguards kostnaðarhagræði rísitölusjóða umfram aðra verð- bréfasjóði umtalsvert. Morgunblaðið/Ásdís FRANK Satterthwaite, forstjóri Evrópudeildar Vanguards. Verðbréfaþing Islands Mikil við- skipti með Flugleiða,- bréf VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands námu alls 90 milljónum króna. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Flugleiðum, alls 47 milljónir króna. Hækkaði gengi þeirra um 2,8% og var loka- gengi þeirra 3,35. 14 milljón kröna viðskipti voru með hlutabréf í Eimskipafélagi íslands og 5 millj- ónir í Vinnslustöðinni. Urvalsvísi- tala Aðallista hækkaði um 0,21% í gær. Alls námu viðskipti á VÞÍ 940 milljónum króna, mest á peninga- markaði, alls 724 milljónir, með bankavíxla 527 milljónir og með ríkisvíxa 197 milljónir króna. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og Landsbankinn 13,3 milljarðar skráð- ir á VÞI á morgun HLUTABRÉF Landsbanka ís- lands hf. og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins verða skráð á Aðallista Verðbréfaþings á morgun, fóstudag. Skráð hlutafé Landsbankans er kr. 6.500 milljónir að nafnvirði og Fjárfestingarbankans kr. 6.800 milljónir að nafnvirði. Samanlagt mun því skráð hlutafé bankanna nema 13,3 milljörðum króna að nafnvirði. Með skráningunni verður hægt að eiga viðskipti með hluti í bönk- unum í viðskiptakerfí Verðbréfa- þingsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbankanum verður félagið tekið inn í Heildarvísitölu Aðallista og vísitölu fjármála og trygginga miðvikudaginn 2. desember næst- komandi. Hlutabréf í Landsbankanum hafa verið gefin út og send til hlut- hafa bankans og allt hlutafé í út- boðinu er að fullu greitt, sam- kvæmt tilkynningunni. Fimmsta stærsta hlutafélagið í fréttatilkynningu frá FBA seg- ir að samkvæmt útboðsgengi í hlutafjárútboði FBA er verðmæti hlutafjár í bankanum 9.520 milljón- ir króna og verður FBA því 5. stærsta hlutafélagið sem skráð er á Verðbréfaþingi íslands. Greiðsla á áskriftum í útboðinu stendur nú yfir og er síðasti greiðsludagur 4. desember nk. Viðskipti geta hafíst með greiddar áskriftir, en hlutabréf verða send hluthöfum í síðasta lagi 20 dögum eftir að þau hafa verið greidd, segir í tilkynning- unni. Oljós lögsaga eftirlitsstofnana á íslenskum fjarskiptamarkaði :STEFNA ber að sölu Landssím- ans í framtíðinni fyrir hæsta hugsanlega markaðsverð. Til að ná því markmiði yrði árangursrík- ast að bjóða út 51% hlutafjár til að byrja með bæði hér og erlend- is. Þetta kom m.a. fram í máli Þórarins V. Þórarinssonar, stjórnarformanns Landssímans, á fundi sem málanefndir Sjálfstæð- isflokksins héldu nýlega undir yf- irskriftinni „Framtíð fjarskipta á íslandi“. Þórarinn segist þó telja líklegra að salan verði með svipuðum hætti og fyrri hlutafjárútboð ríkisfyrir- tækja á árinu, þ.e. að í íýrsta áfanga verði einungis boðin út 15%. Til að laða að erlenda fjár- festa telur Þórarinn að leggja verði áherslu á að fjarskiptamál á Is- landi verði aðlöguð samevrópskum reglugerðum. Þar bendir hann t.a.m. á mikilvægi þess að efla Póst- og fjarskiptastofnun sem hann segir of veika til að sinna eft- irlitshlutverki sínu. Geta fj'allað um sömu málefni í því sambandi vísa forsvars- menn Landssímans t.d. til úr- skurðar Samkeppnisstofnunar í júlí sl. um breiðbandið. Landssím- inn kærði niðurstöðuna til áfrýjun- arnefndar samkeppnismála m.a. á þeim forsendum að málið heyrði undir Póst- og fjarskiptastofnun. Afrýjunarnefndin taldi að lögsaga samkeppnisyfirvalda ætti að standa óhögguð á öllum sviðum nema þeim sem lög um Póst- og Dregur úr verðmæti Landssímans fjarskiptastofnun og fjarskiptalög kveða sérstaklega á um að séu með öðrum hætti. Þetta telja for- svarsmenn Landssímans afar óljósan úrskurð sem sé ekki til þess fallinn að greina á milli starfssviða stofnana með viðun- andi hætti. Þeir benda einnig á kæru Miðl- unar til Samkeppnisstofnunar í sumar vegna of góðrar upplýsinga- þjónustu Landssímans í 118 sem og ókeypis aðgangi að símaskránni á Netinu. Landssíminn spurði Póst- og fjarskiptastofnun álits á efnisatriðum kærunnar og fékk þau svör að kvartanirnar heyrðu undir þeirra lögsögu en ekki Sam- keppnisstofnunar sem þó fer með málið. Stjórnendur Landssímans telja ofangreind dæmi sýna að það sé í raun ekkert sem ákvarði mörkin á milli lögsögu stofnana. Þær geti þannig hæglega báðar fjallað um sömu málefni og þ.a.l. sé engin trygging fyrir því að þær komist ekki að gagnstæðri niðurstöðu. Hafa báðar hlutverki að gegna Asgeir Einarsson, yfirlögfræð- ingur Samkeppnisstofnunar, bend- ir á að stofnuninni sé ætlað að hafa almennt eftirlit með samkeppni á öllum mörkuðum, einnig á fjar- skiptamarkaði. Miðað við gildandi lög hafi báðar stofnanimar hlut- verki að gegna á íslenska fjar- skiptamarkaðinum. „Munurinn felst aðallega í því að okkar starfs- hlutverk er á breiðari grunni en þeirra. Þannig tíðkast það víða, bæði hér á landi og erlendis, að fleiri en ein eftirlitsstofnun komi að tilteknum málaflokkum." Asgeir bendii’ t.d. á vátrygginga- og bankaeftirlitið í því sambandi. Lyk- ilatriðið sé þó að gott samstarf ríki á milli Samkeppnisstofnunar og Póst- og fjarskiptastofnunar sem Samkeppnisstofnun hafi átt frum- kvæði að að koma á fót. Gústaf Arnar, forstöðumaður Póst- og fjarskiptastofnunar, túlk- ar stöðuna með öðrum hætti og tel- ur afar óheppilegt fyrir rekstrar- leyfishafana hversu óljós lögsaga eftirlitsstofananna er. Hann bendir þó á að vandamálið sé ekki óþekkt erlendis en það breyti því ekki að draga þurfi skýrari mörk á milli þessara aðila eins og ofangreind dæmi sýna glögglega. Hann segir eftirlitsaðilana sjálfa lítið geta aðhafst heldur verði stjórnvöld að skerast í leikinn og ganga þannig frá málum að mark- aðurinn viti hvert hann eigi að snúa sér til að fá úrlausnir sem ekki eru dregnar í efa líkt og tíðkast í dag. Skortur á frumkvæði Eyþór Arnalds, þróunarstjóri Oz, er meðal þein-a sem tekur undir þá skoðun að Landssímann beri að selja en leggur jafnframt áherslu á að þegai- til þess komi verði að ríkja frjáls samkeppni á íslenskum fjar- skiptamarkaði. Því sé hins vegar ekki fyrir að fara í dag. „Samkvæmt gildandi fjarskiptalögum er m.a. lögð áhersla á að nýjum aðilum sé veittur óheftur aðgangur að grunn- neti Landssímans. Það er síðan í höndum Póst- og fjarskiptastofnun- ai’ að útfæra lögin með réttum hætti. Það er mitt mat að stofnunin hafí ekki sýnt nægilegt frumkvæði í þeim efnum. Við það hefur skapast ákveðið tómarúm sem Samkeppnis- stofnun hefur nýtt sér. Þetta hefur ekld verið til þess að styi'kja frjálst samkeppnisumhverfi á fjarskipta- markaði sem er megin forsendan fyi-ir farsælli sölu á Landssímanum og það atriði sem tryggir hæsta söluverð hlutafélagsins.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.