Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 3

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 C 3 VIÐSKIPTI Risafyrirtæki sem breytir verzlunarháttum á Netinu AOL kaupir Netscape fyrir 4,2 milljarða dollara New York. Reuters. AMERICA Online beinlínurisinn hyggst kaupa frumherja vefskoðunartækni, Netscape Comm- unications Corp., fyrir 4,2 milljarða dollara með samningi, sem Sun Microsystems Inc. verður einnig aðili að. Par með verður komið á fót stór- veldi, sem mun breyta því hvemig fólk verzlar á Netinu og notar það. Með samningnum sameinast þrír af hörðustu keppinautum Microsoft Corp. Við áskrifenda- fjölda AOL í Dulles, Virginíu, bætist leitarbúnað- ur og tölvuviðskiptahugbúnaður Netscapes, auk vefaðgangsins Netcenter (http://home,- netscape.com). Samningurinn mun gerbreyta viðskiptaum- hverfi Netsins og náðist hann á einum degi eftir að AOL, fremsta beinlínuþjónusta heims, og Netscape í Mountain View í Kaliforníu, sem gerði Netið aðgengilegt öllum venjulegum net- notendum, staðfestu að fyrirtækin ættu í viðræð- um. Samkvæmt skyldum samningi til þriggja ára mun Sun í Palo Alto í Kaliforníu þróa og mark- aðssetja rafeindaviðskiptahugbúnað, sem mun auðvelda að koma á fót verzlun á Netinu. Svokall- að Java forritunannál Suns er nú talið mesta ógnunin við hugbúnaðaryfirburði Microsofts. Nota enn Internet Explorer Forráðamenn America Online hafa í hyggju að halda Internet Explorer leitarvél Microsofts í AOL þjónustu sinni, þótt þeir komist yfir Netscape, framleiðanda Navigator vefskoðunar- búnaðarins. Hægt verður að ná til rúmlega 60% notenda Netsins á vefsíðum hinna sameiginlegu fyrir- NETSCAPE tækja, AOL og Netscapes, að mati forráðamanna þeirra. Sun framleiðir einnig vefsíðutölvur og kröftugar tölvuvinnustöðvar og AOL samþykkti að kaupa hlut í vélbúnaði Sun fyrir 500 milljónir dollara til ársins 2002. Fyrir sitt leyti skuldbind- ur Sun sig til að greiða AOL rámlega 350 milljón- ir dollara í markaðs-, auglýsinga- og önnur gjöld á næstu þremur árum. I tilefni samrunans skoraði aðallögmaður Microsofts, Bill Neukom, á bandarísk stjómvöld að hætta málaferlum gegn Microsoft í ljósi samn- ingsins, en kvaðst ekki hafa í hyggju að fara fram á að málið yrði látið niður falla. „Samningurinn sýnir glöggt að markaðurinn er miklu færari um að gæta hagsmuna neytenda en stjórnvöld,“ sagði Neukom í yfirlýsingu. Case sagði að netþjónusta AOL hefði notið góðs af þeiri auglýsingu sem hún hefði fengið á einkatölvum með Windows stýrikerfum Microsofts. „Við getum unnið með Microsoft á nokkrum sviðum og við fögnum því,“ sagði hann. Case sagði að Internet Explorer yi'ði sem fyrr aðalskoðunarbúnaður AOL og benti á að mörg- um venjulegum viðskiptavinum þjónustunnar stæði á sama um hvaða skoðunarbúnaði væri komið fyrir. Áskrifendur geta einnig tengt Netscape vefleitarbúnað við AOL. Stórt hlutverk Netscapes Case sagði að AOL hygðist tengja Netscape nýrri útgáfu af svokölluðum ICQ netspjallbúnaði sem nýtur aukinna vinsælda. Með tímanum verð- ur ICÖ ef til vill aðalbúnaður AOL til gagnvirkra samskipta notenda og netsins, þannig að hugbún- aður eins og Windows getur orðið óþarfur. Pó þjóna samningarnir því meginmarkmiði að tryggja samningsaðilum drjúgan hluta vaxandi viðskipta á Netinu. Netscape hefur einbeitt sér að því sviði síðan samkepnnin við Microsoft olli því að hagnaður fyrirtækisins á vefskoðunar- markaði varð nánast að engu. Hluthafar Netscapes fá 0,45 AOL hlutabréf fyrir hvert Netscape hlutabréf. Talið er að samn- ingsgerð ljúki næsta vor. Bréf í AOL hafa selzt á 89,25 dollara og samkvæmt því eru bréf í Netscape 40,1625 dollara virði, en þau seldust á 41,94 dollara. Síðan hafa bréf í Netscape lækkað um ráma 2 dollara og bréf í AOL hækkað um rúma 2 dollara. Bréf í Sun hækkuðu um 1,625 dollara í 72,94 dollara. Bréf í Microsoft hækkuðu um 2,50 dollara í 121,69 dollara. Jafnframt hefur Netscape skýrt frá 2,7 millj- óna dollara hagnaði á þremur mánuðum til októ- berloka miðað við 10,2 milljóna dollara hagnað á sama tíma í fyrra. Viag og Alusuisse Auknar líkur á samruna ÞÝSKA fyrirtækjasamsteyp- an Viag og svissneska alþjóða- fyrirtækið Alusuisse hafa gengið frá drögum að sam- komulagi um samruna fyrir- tækjanna. Fallist eigendur þeirra á samkomulagið er miðað við að af sameiningunni geti orðið fyrir næsta sumar en enn er eftir að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum. Með samrunanum yrði til fyr- irtæki með 1.245 milljarða króna ársveltu og um 62 millj- arða ki-óna árlegan hagnað að því er fram kemur í Financial Times. Sameiningarviðræður Viag og Alusuiesse eru hluti af viðamikilli endurskipulagn- ingu þýsks iðnaðar og kemur í framhaldi af töluverðum breytingum á eignarhaldi þýskra iðníyrirtækja að und- anförnu. Segir blaðið að Viag yrði ráðandi aðilinn í hinu nýja fyrirtæki ef af samein- ingunni verður og færi með a.m.k. 60% hlutafjárins. Helstu eigendur Viag eru þýska sambandslandið Bæj- araland, tryggingasamsteyp- an Allianz og HypoVereins- bank. Höfuðstöðvar nýja fyr- irtækisins yrðu væntanlega í Munchen. Nýjung á fjármálamarkaði FBA býður gjaldeyr- isviðskipti á Netinu FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins (FBA) mun bjóða við- skiptavinum sínum að eiga gjald- eyrisviðskipti á heimasíðu bank- ans frá og með nk. mánudegi. Þessi viðskipti verða ódýrari en hefðbundin gjaldeyrisviðskipti hafa verið hérlendis hingað til, að sögn Agnars Hanssonar, stað- gengils forstjóra FBA. Hann tel- ur að þessi þjónusta muni jafn- framt gera fyrirtækjum kleift að fylgjast betur með því sem er að gerast á gjaldeyrismarkaði og bæta þannig gjaldeyrisstýringu þeirra. Enginn kostnaður fylgir við- ÍMARK Þróun í smá- söluverslun ÍMARK - félag íslensks markaðs- fólks mun halda hádegisverðarfund í dag, fimmtudag, kl. 12 í Ársal Hótel Sögu um þróun í smásölu- verslun. Að undanförnu hefur mikið verið að gerast á smásölumarkaðinum og þá sérstaklega matvörumarkaðin- um. Stórir aðilar hafa tekið höndum saman og stofnað innkaupafyrir- tæki, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Jón Bjömsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, og fulltrúi frá Félagi íslenskra stórkaupmanna munu ræða stöðu heildsala í nútíð og framtíð? Hver verða áhrif erlendra verslunarkeðja? Hvað munu breyt- ingar á markaðinum hafa í för með sér fyrir neytendur? skiptunum og er munur á kaup- og sölugengi minni en í hefð- bundnum gjaldeyrisviðskiptum fyrirtækja, að sögn Agnars. „Verðlagning tekur mið af verði á alþjóðlegum millibankamarkaði með gjaldeyri. Sem dæmi um hag- ræði, sem af þessum viðskiptum hlýst, má nefna að fyrirtæki með um 100 milljóna króna gjaldeyris- viðskipti á mánuði, getur sparað sér um hálfa milljón króna í kostnað á ári. Til viðbótar má reikna ávinning vegna rafrænna viðskipta og þess að geta fylgst náið með breytingum á gjaldeyr- ismörkuðum." EftíTlitskerfin iærðii fna oHur tr Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.