Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 4
4 C FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Réttur atvinnurekenda til að skoða tölvupóst starfsmanna Eðlilegast að starfsmenn semji um notk- un á tölvupósti REGLUR um hver sé réttur at- vinnurekenda til þess að skoða tölvupóst starfsmanna eða hvort þeir njóti persónuvemdar í þeim efnum eru í mótun hér á landi. Víða erlendis hefur sú leið verið farin að setja í ráðningarsamninga skýrar reglur um tölvupóstsnotkun starfs- manna. Ekki er algengt að fyrirtæki hafi sett slíkar reglm- en Gunnar Thoroddsen, lögfræðingur hugbúnar- fyrirtækisins Oz, og Andri V. Sig- urðsson, lögfræðingur Vinnuveit- endasambands Islands, telja eðlileg- ast að fólk semji um tölvupóstsnotkun sín á milli en eru alfarið á móti því að settar séu algildar reglur um notkun á tölvupósti í fyrirtækjum. Erlendur Steinn Guðnason, hugbúnaðarsér- fræðingur TölvuMynda bendir hins vegar á að fólk, sem ekki vill eiga á hættu að tölvupóstur þess verði les- inn, geti fengið sér búnað sem tryggi að óviðkomandi komist ekki í skeytið. Engar skýrar reglur Andri V. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Vinnuveitendasambandi íslands, segir að engar skýrar og fastmótað- ar reglur sé að fmna um hvort at- vinnurekandi hafi heimild til þess að skoða tölvupóst starfsmanna sinna eða að þeir njóti persónuverndar í þeim efnum. Andri telur að um sé að ræða réttarsvið sem enn sé í mótun og álitaefni þessu tengd eigi vafa- laust eftir að fara vaxandi á næstu árum enda fari samskipti starfs- manna fyrirtækja í auknum mæli fram í gegnum tölvupóst. „Hér á landi má ætla að í þeim til- vikum sem tölvupóstur starfsmanna er sendur út í nafni fyrirtækis hafi vinnuveitandi rúmar heimildir til að- gangs að tölvupósti starfsmanna. Þó verður að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvenær tölvupóstur er sendur í nafni fyrirtækis og hvenær um persónulegan póst er að ræða. Má þar nefna ef nafn fyrirtækis kemur fram í netfangi viðkomandi starfsmanna eða ef nafn viðkomandi fyrirtækis ásamt upplýsingum um heimilisfang, símanúmer o.s.frv er að finna í póstinum." Andri segir að í slíkum tilfellum séu meh-i líkur á að tölvupóstur telj- ist vera sendur út í nafni fyrirtækis heldur en ef engar upplýsingar komi fram um fyrirtækið. Hann telur engu að síður eðlilegt að starfsmönn- um sé gert þetta ljóst ef þeim sé heimilt að nota tölvupóst jafnframt til persónulegra samskipta. „I öðrum tilvikum, það er að segja þegar ekki er hægt að rekja tölvupóst starfs- manna beint til fyrirtækis, má al- mennt ætla að eitthvað sérstakt þurfi til að vinnuveitandi eigi ótak- markaðan og frjálsan aðgang, nema hann hafí áður gert fyrirvara um það. Hér getur skipt máli að vinnu- veitandi á þann tækjabúnað sem um er að ræða. Það hefur hins vegar ekki úrslitaþýðingu. Starfsmenn hafa alla jafna frjáls afnot af töívu- pósti á vinnustað. Af þeim sökum getur slíkur póstur talist upplýsing- ar um einkamál sem starfsmaður hefur einn rétt til að skoða.“ Andri telur að ef vinnuveitandi vilji tryggja óheftan aðgang að tölvu- pósti starfsmanna sinna undir slík- um kringumstæðum sé ráðlegt að gera starfsmönnum það fyrir fram ljóst með einum eða öðrum hætti að tölvupóstur starfsmanna, sem send- ur sé með tölvubúnaði fyrirtækis, sé ekki einkamál viðkomandi. „Víða er- lendis er að finna í ráðningarsamn- ingum skýrar reglur um tölvupósts- notkun starfsmanna. Ekki er al- gengt að fyrirtæki hér á landi hafi reglur um tölvupóstsnotkun, en það fer eftir ástæðum á hverjum vinnu- stað fyrir sig hvort ástæða sé til að setja um þetta skýrar reglur. Ég tel eðlilegast að starfsmenn og atvinnu- rekendur móti reglur um notkun á tölvupósti hverju sinni, en ég tel ekki rétt að settar séu algildar reglur um notkun á tölvupósti í fyrirtækjum." Tvenns konar sjónarmið ríkja Gunnar Thoroddsen, lögfræðingur hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, segir að tvenns konar sjónarmið vegist á þegar rætt sé um hvort yfirmaður megi skoða tölvupóst starfsmanna; annai's vegar hagsmunh’ starfs- manns um friðhelgi og hins vegar •hagsmunir atvinnurekanda sem á at- vinnutækin. „Því er haldið fram að starfsmenn eigi að geta haft per- sónuleg samskipti sín á milli, svo sem með tölvupósti, án afskipta yfir- manna. A móti er sagt að vinnuveit- andinn hafi lagt starfsmanni í hend- ur tæki og tól og að þau séu einkum ætluð til þess nota í starfi en ekki til persónulegra notkunar. Slík viðhorf eru ríkjandi í Bandaríkjunum en þar hafa fallið nokkrir dómar um slík mál.“ Gunnar, sem sem hefur sérhæft sig í tölvulögfræði, segir að þrátt fyrir að starfsmaður eyði tölvupósti megi hann gera ráð fyrir að tekið sé afrit reglulega af öllum gögnum, að minnsta kosti einu sinni á sólarhring í öryggisskyni. Því kunni tölvupóstur sem starfsmaður eyddi í tölvunni að hafa lent í afriti sem hægt er að skoða. Starfsmenn fyrirtækja gætu því gert ráð fyrir að tölvupóstur þeirra væri ritskoðaður. „Ég er ósammála því sem haldið hefur verið fram að það skipti mestu máli hvort tölvupósturinn er merktur fyrirtækinu eða ekki, t.d. að starfsmaður hafi póstfang með nafni atvinnurekanda. Þetta er of mikil einföldun. Vandmálið felst einmitt í því að starfsmenn nota tölvupóstfang, sem atvinnurekand- inn hefur úthlutað, til þess að hafa persónuleg samskipti við aðra. Oft hafa starfsmenn fengið að velja sér eigin leyninúmer til þess að geta opnað tölvupóstinn. Þar með er komin ákveðin vísbending um að starfsmaðurinn hafi einn aðgang að póstskránni sinni. Það er útilokað að fullyrða að sama reglan gildi alltaf. Það sem mestu skiptir er það hvort starfsmaðurinn mátti með sanngirni ætla að hann fengi að hafa póstinn í friði og svo hitt hvort atvinnurekandanum mátti vera það ljóst.“ Tölvupóstur hluti af eign fyrirækja Gunnar segir að ýmsar leiðir séu færar fyrir starfsmenn sem vilja sinna persónulegum samskiptum í vinnunni en hafa ekki áhuga á að tölvupóstur þeiiTa verði skoðaður. „Þeir geta til dæmis notað ókeypis póstþjónustu á Netinu, svo sem Hot- mail eða Yahoo, í stað tölvupósts fyr- irtækisins, eða sinnt persónulegum erindum með símtali. Hin leiðin er að starfsmaðurinn fari fram á að hann fái að nota tölvupóstinn til einkanota en honum beri á móti að vista upplýsingar sem tengjast fyrir- tækinu á gagnaneti þess. Hjá Oz er til staðar sérstakur gagnagrunnur þar sem starfsmenn geyma tölvu- póst sem tengist fyrirtækinu, en að öðru leyti er tölvupóstur starfs- manna til einkanota.“ „Notkun á tölvupósti innan fyrir- tækja fer ört vaxandi og í mínum huga er það aðeins tímaspursmál hvenær upp kemur dómsmál þar sem atvinnurekandinn kemst yfir persónuleg skeyti sem getur komið starfsmanni illa. I Bandaríkjunum gekk dómur nýverið þar sem starfs- manni var vikið úr starfi fyrir að baktala yfirmann sinn í skeyti sem hann skrifaði til samstai-fsmanna. Yfii’maðurinn komst yfir skeytið og taldi að það hefði að geyma skaðleg- ar upplýsingar um sig. Starfsmaður- inn fyrrverandi fór í mál við fyrir- tækið því yfirmenn þess höfðu áður lýst því yfir að starfsmenn fengju að hafa tölupóstinn í friði. Dómurinn féll fyrirtækinu í vO, en í niðurstöðu hans kom fram að tölvupósturinn væri hluti af þeim tækjum sem fyrir- tækið léti starfsmanni í té til þess að sinna starfi sínu og að starfsmenn gætu ekki gert ráð fyrh- að hafa póstinn í friði fyrir yfirmönnunum." Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Nám samhliða Starfi - tveggja til þriggja anna nám - hefst í janúar og febrúar. Umsóknarfrestur er til 7. desember. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðubíöðum sem fást á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar, Dunhaga 7. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 525 4232. Rekstur og stjórnun í matvælaiðnaði - NÝTT Sjávarútvegur - mjólkuriðnaður - kjötvinnsla Þriggja anna nám. Hefst í janúar 1999. Ætlað sérfræðingum og stjórnendum í íslenskum matvælaiðnaði. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði, eðlis- og efnaeiginleikar matvæla, fjármálastjórn, vinnslutækni matvæla, gæðastjórnun, markaðsfræði, framleiðslustjórnun, rekstrar- umhverfi, auðlinda- og umhverfisfræði, stefnumótun, stjórnun og starfsmannahald. Kennarar: Kristján Jóhannsson lektor við HÍ, Guðmundur Stefánsson matvæla- fræðingur, Kristberg Kristbergsson dósent, Páll Jensson prófessor, Ágúst Einarsson prófessor og alþingismaður, Svava Grönfeldt MSc lektor við HÍ o.fl. Stjórn námsins: Ágúst Einarsson prófessor og alþingismaður, Sigurjón Arason Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Valdimar K. Jónsson prófessor. Kennslutími: Alls 300 klst. Kennslan verður í 3ja daga lotum á 3ja vikna fresti. Verð: 210.000 kr. Nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun - Þrjár annir í samstarfi við Hagsýslu ríkisins og Samband ísl. sveitarfélaga. Hefst febrúar 1999. Námsgreinar: Skipulag opinberrar stjórnsýslu og löggjöf um hana. Almenn stjórnunarfræði og starfsmannastjórn. Hagnýt og fræðileg hagfræði. Fjármálastjórn í opinberum rekstri. Áætlanagerð og reikningsskil. Upplýsingatækni. Gæðastjórnun. Verkefnastjórnun. Árangursstjórnun. Stefnumótun og breytingar í opinberum rekstri. Stjórn: Andrea Jóhannsdóttir frá BHMR, Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Haukur Ingibergsson forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ, Kristín Jónsdóttir endurmenntunar- stjóri HÍ og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Samb. ísl. sveitarfélaga. Kennslutími: Alls 300 klst. Verð: 210.000. Markaðs- og útflutningsfræði - Tvær annir Hefst í lok janúar 1999. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun, auk starfsreynslu. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumótun. Markaðsfræði. Sölu- og samningatækni. Upplýsingaöflun, markaðsrannsóknir og hagnýt tölfræði. Fjármál milliríkjaviðskipta og gerð viðskiptasamninga. Flutningafræði. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Kennslutími: 260 klst. Verð: 160.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.