Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 7
MORGUNB LA3DIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 C 7 VIÐSKIPTI Sífellt fleiri bókanir á heimasíðu Flugleiða Salan stefnir í 300 milljónir á vefnum í ár GERT er ráð fyrir að heildarsala Flugleiða af bókunum flugferða í gegnum heimasíðu fyrirtækisins verði um 300 milljónir ki’óna á þessu ári. Sigmundur Halldórsson for- stöðumaður beinnar sölu hjá fyrir- tækinu segir að starfsemi vefjarins feli í sér hagræðingu og stefna fé- lagsins sé að auka söluna í gegnum hann. Sigmundur segir að Flugleiðir hafi verið eitt af fyrstu flugfélögum í heiminum til þess að nýta sér mögu- leika Netsins. „í fyi-stu var heima- síðan fremur óskilgi’eint fyrirbæri, enda var ekki vitað hvort Netið yrði eins útbreitt og það er í dag. I lok árs 1996 var ákveðið að taka vef fyr- irtækisins til endurskoðunar og marka nýja framtíðarstefnu. Nú eru starfræktir 13 Flugleiðavefir á átta tungumálum á markaðssvæði fyrir- tækisins og bjóða þeh' upp á mis- munandi tilboð á ferðum og upplýs- ingar og kort um áætlunarstaði." Sölu- og markaðstæki Að sögn Sigmundar er vefurinn fyrst og fremst sölu- og mark- aðstæki, en fyrirtækið lítur á Netið sem enn einn möguleikann til þess að dreifa þeirri þjónustu sem það hefur upp á að bjóða. „Markmið Flugleiða með markaðssetningu á Netinu er að ná um 1% af heildar- sölu í millilandaflugi fyrh'tækisins í gegnum Netið á þessu ári, en það er um 300 milljónir ki’óna. Á næsta ári er stefnt að því að auka söluna enn frekar og vonast forsvarsmenn fyrir- tækisins til þess að hún verði um 3% af heildarsölu. Á næstu árum er stefnt að því að auka söluna í gegn- um Netið um 2% á ári.“ Kostnaðurinn skilar sér Sigmundur segir að Flugleiðavef- urinn sé þriðji mest sótti vefurinn hér á landi, á eftir Fréttavef Morg- unblaðsins og Vísi, en umferð um vef Flugleiða hafí fjórfaldast á þessu ári. „Við fáum um þrjú þúsund heim- sóknh' daglega, sem þýðir að skoðað- ar eru 10-12 þúsund síður. Flestar heimsóknir eru erlendis frá, eða um 80%. 360-400 manns heimsækja vef- inn á íslandi dag hvern. Við höfum ekki kynnt vefmn sérstaklega hér á landi, en vonumst til þess að geta fjölgað þeim sem sækja vefinn á ís- landi heim á næstu misserum." Sala Flugleiða í gegnum Netið fel- ur í sér talsverða hagræðingu fyrir starfsemi fyi-irtækisins. „Sá kostnað- ur sem lagður hefur verið í verkefnið er fljótur að skila sér og hefur náðst á einu ári. Hagræðingu viljum við ná með því að auka beina sölu, en þannig tekst okkur að lækka kostn- að.“ Sigmundur segir að erlend flugfé- lög geri ráð fyrir að geta náð 10% af heildarsölu á Netinu á næstu árum. „Við gerum okkur vonir um að gera betur, ekki síst hér á landi, enda margir íslendingar tengdir Netinu. Hins vegai' eru takmörk fyrir því hve sala á Netinu getur orðið stór hluti af heildarsölu. Enn sem komið er eru sjálfvirku bókunarkerfm á Flugleiðavefnum ófullkomin að því leyti að þau geta ekki bókað ferð með mörgum hoppum. Fullkomn- ustu kerfin geta bókað sex hopp í einni ferð og það er ekki fyrirséð í náinni framtíð að fram komi sjálf- virkt sölukerfi á markaðinn sem ráði við fleiri bókanir í eina ferð.“ Trygg viðskipti á Netinu Helsti ótti viðskiptavina Flugleiða og annarra flugfélaga á Netinu er að gefa upp greiðslukortanúmer af ótta við að númerin komist í hendur tölvuþrjóta og að kort þeirra verði misnotuð. „Pað eru fjölmargir sem telja að viðskipti á Netinu séu var- hugaverð. Viðskiptin eru örugg, en okkur hefur reynst erfítt að berjast gegn hugmyndum fólks um ótrygg viðskipti á Netinu. Á vef Flugleiða er notaður SSL-staðall, sem tryggir ör- ugg viðskipti á Netinu, og ég veit ekki um eitt einasta tilfelli um að kortanúmer hafí verið misnotað frá því að þessi staðall var tekinn í notk- un.“ Sigmundur segir að fólk óttist einnig að að gefa upp persónulegar upplýsingar á Netinu. „Umræðan um notkun persónulegra upplýsinga á Netinu hefur einkum tengst bandarískum fyrirtækjum sem eru á Netinu, en slík umræða hefur einnig átt sér stað hér á landi. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir frá við- skiptavinum sem vilja vita hvað gert sé við upplýsingar sem þeir veita okkur. Við fylgjum reglum Evrópu- sambandsins um notkun persónu- legra upplýsinga og þær eru mjög skýrar og afdráttarlausar. Það er með öllu óheimilt að nota persónu- legar upplýsingar nema með leyfi viðkomandi. Við höfum hins vegar leyfi til þess að safna persónulegum upplýsingum um þá sem skrá sig í sértilboðsklúbba Flugleiða á Netinu. Að öðru leyti er upplýsingasöfnun óheimil.“ Auglýsingar á Netinu skila árangri Sigmundur segir að fólk þuifí tíma til þess að kynnast miðli eins og Net- inu. Þjónustan sem þar sé veitt sé ólík því sem fólk eigi að venjast og það treysti ekki alltaf sjálfvirku bók- unarkerfí Flugleiðavefjarins eða kerfum á vefjum annarra flugfélaga. „Það kemur meira að segja fyrir að þeir sem hafa bókað ferð á Netinu hafi samband við Flugleiðh' og spyrj- ist fyrir um hvort bókunin hafí kom- ist til skila.“ Flugleiðavefurinn er, að sögn Sig- mundar, í stöðugri endurskoðun, en hann segir að næstu verkefni felist í kynningu á vefnum bæði hér heima og í Evrópu. Reyndar er fyrirtækið byrjað að auglýsa vefinn í Banda- ríkjunum og hefur keypt auglýsinga- rými á CNN-fréttavefnum, Discovery-vefnum og er að koma sér fyi'ir á Yahoo-leitarvefnum. „Auglýsingarnar hafa skilað mikl- um árangri og Ijóst að máttur þeirra á Netinu er mildll. Eg geri ráð fyrir að við höldum auglýsingaherferðinni á Netinu áfram þegar kemur að því að kynna vef Flugleiða á öðrum markaðssvæðum en því bandaríska." Aðalfundur Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. verður haldinn á Fosshótel KEA, Akureyri, föstudaginn 4. desember 1998 og hefst fund- urinn kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga til breytingar á gr. 2.02 í samþykktum félagsins um aukna heimild til útgáfu nýrra hluta. 2. mgr. breytist og verði: „Stjórn félagsins er heimilt fyrir 1. desember árið 2003, að auka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta i allt að kr. 150.000.000,-. -eitthundrað og fimmtíu milljón krónur-. Stjórninni er heimilt að taka skuldabréfalán að fjárhæð allt að kr. 35.000.000,- -þrjátíu og fimm milljón krónur- er veiti lánar- drottni heimild til að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hlut í því í síðasta lagi 30. nóvember 2003. Hluthafar skulu ekki eiga forgangsrétt til áskriftar þeirra hluta í félaginu sem kunna að verða gefnir út sem endurgjald fyrir skuldabréfalán þetta.“ 3. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðal- fund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Skinnaiðnaðar hf. r Nýtt frá HERMA # Fyrirtœkjaþjcnu&ta Sími 540 2050 • Fax 568 3909 • Netfang pontun@penninn.is Hallarmúla • Austurstræti • Kringlunni • Hafnarfirði H£RMA kynnir nýja tegund. límmiða - SUPCRPRINT. Límmiðamir eru tjölnota og henta þar aþ leiðandi þyrir allar gerðir Ijó&ritunarvéla og prentara (gei&laprentara, blek&prautuprentara). Hafrðu &amband við tyrirtœkjaþjónu&tu Pennans og tdðu nánari upplý&ingar. Imh mm&m Þvi miður er þetta of gott til að vera satt, en það er aldréi að vita hvað vísindamenn framtíðarinnar eiga eftir að afreka. Eitt er þó víst: Fjárfestingarsérfræðingar ACM eru bjartsýnir, því þeir þekkja af eigin reynslu hverju nýjar hugmyndir og framfarir víðs vegar í atvinnulífinu geta komið til leiðar. Leitaðu nánari upplýsinga um erlenda hlutabréfasjóði ACM hjá ráðgjöfum Landsbréfa. . __________________________ H ACM^Offshore Funds LANDSBRÉF HF. www.laxidsbref.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.