Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 9

Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 C 9 . Rúnar Sigurðsson forstjóri Tæknivals í framhaldsnámi Horft til fram- tíðar i Harvard Nokkrir Islendingar hafa stundað fram- haldsnám fyrir stjórnendur og eigendur fyrirtækja við Harvard. Meðal þeirra er Rúnar Sigurðsson, forstjóri Tæknivals. Guðrún Hálfdánardöttir ræddi við Rúnar um námið og þær breytingar sem hafa orðið á Tæknivali á þeim 15 árum sem fyrirtækið hefur starfað. Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR Kristinsson, forstjóri Tæknivals, í nýju 2.300 fm húsnæði fyr- irtækisins í Skeifunni 8 sem mun hýsa hugbúnaðar- og þjónustusvið félagsins. Á SÍÐASTA ári hóf Rúnar Sigurðs- son, forstjóri Tæknivals, fram- haldsnám fyrir stjórnendur og eig- endm- fyrii-tækja við Harvard- háskóla en hann hefur lokið tveimur þriðju hlutum námsins. Að hans sögn hefur námið verið afar gagnlegt og hann öðlast nýja sýn á ýmislegt í rekstri Tæknivals og innviðum þess. Námið tekur þrjú ár og mæta nem- endur í þrjár vikur á ári hverju í mjög stífa dagskrá. Nemendur geta valið um að stunda námið að vetri eða sumri. Rúnar valdi að vera 1 Harvard í þrjár vikur á sumrin og hefur hann eytt sumarfríinu síðustu tvö árin þar. Rúnar lýkur náminu næsta sumar svo að fjölskylda hans sér fram á að geta eytt sumarfríinu saman á einhverjum öðrum stað árið 2000. Að sögn Rúnars er námið styttri útgáfa af MBA-námi en það tekur yfirleitt rúm tvö ár í fullu námi. I náminu sem Rúnar er í eru mun færri verkefni og ekki þarf að skila neinum verkefnum til prófess- ora. Þeir sem fá inngöngu þurfa að hafa rekið eigið fyrirtæki eða verið við stjórnvölinn í tólf ár og eru nem- endurnir því eldri heldur en flestir aðrir stúdentar við Harvard. Vantaði upp á mannlega þáttinn Hann segir námið byggjast mjög mikið á samvinnu nemenda og hann hafi orðið margs vísari um fyrir- tækjarekstur og stjórnunarleiðir hjá stórfyiTrtækjum víða um heim. „Eg er tæknimenntaður en hef verið stjórnandi Tæknivais í fimmtán ár. Þar sem bakgrunnur minn og reynsla eru tæknileg hefur mig skort meiri þekkingu á ýmsum gi-undvall- aratriðum í rekstri á jafnstóru fyrir- tæki og Tæknival er í dag. Má þar nefna lestur ársreikninga, bókhald, samningatækni, rekstrar- og markaðsaðferðafræði og greiningu. Mikið er lagt upp úr mannlega þætt- inum s.s. mannlegum samskiptum og að auka skilninginn á því að taka ábyrgð sem stjórnandi. Eg hef kom- ist að því í gegnum námið að það hef- ur töluvert vantað upp á mannlega þáttinn hjá mér sem stjórnanda og það er mjög gott að finna hverju námið hefur skilað mér í að bæta þann þátt. Skilningur minn á ýmsum vandamálum, sem að sjálfsögðu koma upp í öllum fyrirtækjum og þá einkum og sér í lagi í fyrirtækjum sem hafa vaxið jafn hratt og Tækni- val hefur gert á fimmtán árum, úr einum starfsmanni í 260, hefur aukist og á ég mun auðveldara með að taka á þeim, dreifa ábyrgðinni, árang- urstengja hlutina og gera kerfið skil- virkt þannig að það sjáist hvernig hver stendur sig heldur en áður en ég fór í skólann," segh- Rúnar. Svipuð vandamál í ólíkum rekstri Að sögn Rúnars kom honum á óvart hvað svipuð vandamál koma upp í fyrirtækjum í mismunandi um- hverfi og af ýmsum stærðum. „Við erum 90 sem erum saman í náminu. Þai- af er um helmingur nemenda frá Bandaríkjunum og afgangurinn kemur úr ýmsum áttum. Meðal sam- nemenda minna er indverskur mað- ur sem stjórnar einkafyrirtæki þai' sem starfsmennimir eru 350 þúsund. En vandamálin sem hann rekur sig á í sínu starfi eru ósköp svipuð og ég rek mig á hjá Tæknivali.“ Tæknivai hf. fagnar 15 ára afmæli á þessu ári. Fyi'irtækið hóf starfsemi sína á því meðal annars að selja tölvudisklinga og rekstrarvörur fyrir tölvur. Örfáir starfsmenn unnu hjá fyrirtækinu fyrstu árin en það hefur vaxið hratt og er nú stærsta tölvu- fyrirtæki landsins, að sögn Rúnars. Tæknivai var stofnað árið 1983 af Rúnari Sigurðssyni og Eiríki Þor- björnssyni. Á fyrstu árum fyrirtæk- isins voru helstu verkefni þess sala á iðnstýribúnaði, auk sölu tölvudisk- linga. í ágúst 1985 var Rúnar Sig- urðsson eini starfsmaður fyrirtækis- ins en nýir hluthafar komu inn það ár og keyptu hlut Eiríks Þorbjörns- sonar. Á næstu árum fjölgaði starfsmönnum jafnt og þétt og markaðshlutdeild í rekstrarvörum fyrir tölvur jókst. Þáttaskil urðu í rekstri Tæknivals árið 1989 en þá hóf fyrirtækið sölu á Hyundai-tölvum. Tveimur árum síð- ar var önnur stefnumarkandi ákvörðun tekin en þá fór Tæknival út í sölu og þróun hugbúnaðar. Á næstu árum þar á eftir fékk Tækni- val umboð fyrir þekkt merki í tölvu- heiminum, svo sem Novell-hug- búnað, ClSCO-víðnetsbúnað og net- kerfi og Compaq-tölvur og nýlega var tilkynnt að Tæknival hafi verið útnefnt „Senior Partner“ hjá Microsoft Corp. í Bandaríkjunum. Unnið að skipulagsbreytingum Rekstur Tæknivals hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið en á síðasta ári nam hagnaður félagsins STAFRÆNN PRENTARI UÓSRITUNARVÉL SHARP AL-IOOO • Tengjanleg viS tölvu • 10 eintök á mínútu • Fast frumritabor5 • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaða framhlaöinn pappírsbakki 17,7 milljónum króna en 56,2 milljón- um ái'ið áður og minnkaði því um 68,5% á milli ára. Velta fyrfrtækisins jókst hins vegar um 22% milli ára og nam 2.630 milljónum í fyrra. Tækni- val tapaði 36,6 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en hagnaður sama tímabils á síðasta ári nam 10,6 milljónum króna. Að sögn Rúnars hefur undanfarið ár verið unnið að viðamiklum skipu- lagsbreytingum hjá Tæknivali með það að markmiði að fyrirtækið verði þekkingarhús sem selur jafnt lausnir sem búnað. „Það er mikið atriði að ég sem stjórnandi breyti mér einnig og fari að hugsa í þessum víddum sem breytingarnar krefjast. Námið við Harvard hefur hjálpað mér mjög mikið við þetta enda eru mjög góðir prófessorar við skólann.“ Lögð áhersla á að bæta afkomuna Aðspurður segir Rúnar að Tækni- val hafi ekki lent í kreppu líkt og mörg önnur fyrirtæki en Ijóst sé að félagið verði að bæta afkomuna. „Vöxtur einn og sér án viðunandi af- komu er ekki lagi og það er það sem við erum að berjast við núna. Við vorum með neikvæða afkomu fyrstu sex mánuði ársins. Stafar það að ein- hverju leyti af þeim breytingum sem við erum að ganga í gegnum en við tókum þetta ár í að breyta okkur. Á næsta ári ætlum við að bæta okkur og verður lögð höfuðáhersla á að bæta afkomu félagsins. Það verður því horft til afkomu í stað aukningar á veltu. Veltan hefur enn aukist í ár og útlit fyrir að hún verði um þrír milljarðar en við erum ekki sátt við afkomuna og leggjum því mikla áherslu á að bæta hana á næsta ári,“ segir Rúnar. Skipulagið gekk ekki upp I sumar keyptu Opin kerfi 34,33% hlut í Tæknivali. Áðspurður segir Rúnar að miklar breytingar hafi átt sér stað í upplýsingageiranum und- anfarin ár. Fyrirtækjum hafi fækkað og þau stækkað að sama skapi. „Verðmæti Tæknivals hefur verið mjög íýrt á þessu ári vegna afkomu félagsins. Markaðurinn er ekki til- búinn til þess að taka tillit til fram- tíðaráfonna og taka þátt í því breyt- ingarferli sem við erum að fara í gegnum. Heldur er miklu fremur horft á afkomu félagsins á þessu ári og því gleymt að fyi'ir tveimur árum var Tæknival það fyrirtæki á Verðbréfaþingi íslands sem var með næst bestu ávöxtunina. Fyrirtækið hefur stækkað það ört að gamla skipulag þess gekk hrein- lega ekki upp. Þegai' starfsmanna- fjöldinn var kominn upp í 150-180 manns var innri bygging þess farin að vinna á móti okkur og upp komu ýmis vandamál innan félagsins. Gengi bréfa í fyrirtækinu fór niður á þessum tíma og áhugasamir aðilar sýndu áhuga á að koma inn í félagið. Opin kerfi keyptu síðan í sumar stór- an hlut í fyrirtækinu og er það mjög jákvætt fyrir Tæknival að sterkur aðili eins og Opin kerfi hafi áhuga og trú á því. Það sýnir að þeir horfa til framtíðar og vita það að þegar við náum tökum á afkomunni þá mun fjárfestingin skila sér ríkulega," seg- ir Rúnar. Hann segist horfa björtum augum til framtíðar Tæknivals og að enginn efi sé í hans huga um að þær breyt- ingar sem félagið er að ganga í gegn- um eigi eftir að skila sér í bættri af- komu og betra fyrirtæki. Ný stefna í bókhaldsmálum ríkisins - Staðan í úrlausnum 2000 vandans 13:00 - 13:30 13:30 - 13:40 13:40 - 14:10 14:10 - 14:55 14:55 - 15:10 15:10 - 16:50 Grand Hótel Reykjavík l.desember 1998 Skráning Ráðstefnan sett Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Ný stefna Ríkisbókhalds í hugbúnaðarmálum Gunnar H. Hall ríkisbókari. Reynsla Ríkiskaupa af innkaupum á upplýsingakerfum Ottó Magnússon rekstrarstjóri Ríkiskaupa. Kaffihlé 2000 vandamálið í tölvum og tækjábúnaði Hvemig miðar? Guðmundur Guðmundsson verkefnastjóri aldamótavæðingar Reiknistofu bankanna. Guðmundur B. Ingason verkefnastjóri í upplýsingaþróunardeild Flugleiða. Könnun Ríkiskaupa á 2000 vanda ríkisstofnana Ægir Sævarsson markaðsstjóri Ríkiskaupa. Eftirrekstur ríkisstofnana Jóhann Gunnarsson ritari 2000 nefndarinnar. Hver er staðan? Theódór Ottósson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Landssíma íslands. Ólafur Aðalsteinsson forstöðumaður tækni- og þjónustudeildar tölvudeildar Ríkisspítala. Ráðstefnan er ætluð forstöðumönnum, forstjórum, yfirmönnum tölvumála, tæknimála og bókhaldsmála hjá ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum. En allir áhugamenn um málefnin eru velkomnir. Aðgangseyrír 5.000 kr. Skráning er í síma 530 1400. Aðstandendur ráðstefnunnar eru: Ríkiskaup, Ríkisbókhald, Fjármálaráðuneytið og 2000 nefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.