Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 12

Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 12
AXAPTA Tæknival VIDSKIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 e r 2 000 HflPPRTfiLflN PÍN? Fólk Nýr fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar • GUNNAR Örn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri framleiðslu Marels hf. hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Kisiliðjunnar við Mývatn frá og með 1. janúar. Gunnar, sem er vélaverkfræðingur að mennt, segir að nýja starfið leggist vel í sig og um ákveðna áskorun sé að ræða. „Það er ljóst að framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn er ekki tryggð þannig að þetta er ákveðin áskorun á mig og starfsmenn Kísiliðjunnar, að tryggja rekstur fyrirtækisins. Mér finnst þetta verðugt verkefni að takast á við,“ sagði Gunnar. Gunnar lætur af störfum hjá Marel 31. desember næstkomandi og tekur við nýja starfinu strax í kjölfarið. Gunnar og fjölskylda hans flytja til Mývatns með vorinu. „Þetta er afskaplega fallegt svæði og þessi nýi starfsvettvangur kemur til með að þroska mig 1 starfi og auka við reynslubankann," sagði Gunnar. Gunnar starfaði hjá verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns árið 1982-1983, var aðstoðarmaður deildarstjóra í kerrekstrardeild ÍSAL 1984-1987, deildarstjóri í steypuskála ÍSAL 1991-1993, fram- leiðslustjóri hjá Islenska saltfélag- inu hf. 1993 og framleiðslustjóri hjá Marel hf. frá árinu 1994. ÓVÆNT 20% styrking jensins á tveimur dögum í byrjun október var mesta breyting á gjaldeyrismarkaði í 25 ár. Styrkingin hefur ekki enn geng- ið til baka nema að nokkru leyti og hætta er á að hún geti haft mikil áhrif á afkomu fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem eru skuldsett í jenum, en gengistap þarf að gjaldfæra um ára- mót. Slíkar afkomusveiflur vegna gengisþróunar geta því hæglega haft áhrif á verð hlutabréfa, t.d. í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Stjórnendur fyrirtækja þurfa frá degi til dags að glíma við síbreytilegt umhverfi erlendra gjaldmiðla. Þegar miklar breytingar verða á gengi ein- stakra gjaldmiðla fljúga þær sögur um viðskiptalífið að nú hafi hin og þessi fyrirtæki grætt en önnur tapað á breytingunum, allt eftir því í hvaða myntum skuldir eða viðskipti um- ræddra fyrirtækja miðast við. Ekki er laust við að slíkar sögur hafi heyrst að undanförnu vegna mikilla hrær- inga á erlendum gjaldeyrismörkuðum. Miklar breytingar hafa orðið á geng- ismálum hérlendis á síðustu tveimur áratugum. Fyrir átta árum voru enn miklar skorður við lýði og fyrirtæki fengu yfirleitt ekki að ráða því í hvaða mynt erlend lán þeirra voru, ef þau á annað borð fengu slík lán. Staða þeirra til að verjast gengistapi var því afar þröng. Á siðustu árum hefur frelsi í gjaldeyrismálum aukist og takmark- anir binda þvi ekki hendur fyrirtækj- anna að þessu leyti. Stjórnendur fyrir- tækja eru nú í æ ríkari mæli að taka upp viðurkenndar aðferðir gengisstýr- ingar að erlendri fyrirmynd. Sem dæmi um breytt vinnubrögð má nefna útbreiðslu framvirkra samn- inga í gjaldeyrisviðskiptum. Slíkir samningar voru nánast óþekktir hér- lendis fyrir sex árum en eru nú orðnir eitt mikilvægasta hjálpartæki stjórn- enda við fjármálastjórnun. Nauðsynleg þróun Ólafur Ásgeirsson, forstöðumaður Viðskiptastofu (slandsbanka, segir Nýtt starfsfólk hjá Ossuri hf. • GUÐJÓN G. Kárason hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í þróunardeild Össurar hf. Guðjón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1989. Hann lauk BSe. prófi í vélaverk- fræði frá Háskóla íslands 1993 og brautskráðist með meistarapróf (MSc) frá verkfræðideild HÍ 1995. Lokaverkefni Guðjóns í meistaranáminu fjallaði um hönnun og framleiðslu hluta úr trefjastyrkt- um plastefnum. I meistaranáminu hlaut hann styrki frá Nortek, Nor- disk Industrifqnd og Meistaranáms- sjóði Háskóla Islands. Guðjón var þróunarstjóri Sigurplasts hf. frá 1994-1995 og þróunarstjóri Borgarplasts hf. frá 1995-1998. Guðjón er kvæntur Sóleyju Ómarsdóttur unglækni og eiga þau einn son. • PÁLMI Einarsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnisstjóri í þróunardeild Össurar hf. Pálmi lærði lásasmíði hjá N eyðarþj ónustunni og starfaði þar til ársins 1994. Vorið 1995 útskrifaðist hann af hönnunar- braut Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann mun brautskrást sem iðnhönnuður með HBO gráðu frá Akademie Industrial Vormgeving í Eindhoven í Hollandi á vori komanda. Fram að því mun Pálmi vinna að lokaverkefni sínu hjá Össuri hf. Pálmi hefur starfað við ýmis verkefni hjá Össuri hf. síðan 1994 og við hönnun hjá Álfasteini undanfarin fjögur ár. Pálmi á einn son, og sambýlis- kona hans er Birgitta Ósk Birgis- dóttir hárgreiðslunemi. Nýr markaðs- stjóri Flug- leiðahótela • DRÖFN Þórisdóttir hefur tekið við sem markaðsstjóri Flugleiðahót- ela hf. Hún mun vinna að markaðs- setningu Flugleiðahótelanna. Flug- leiðahótel reka tvær hótelkeðjur með samtals 20 hótelum. Annars vegar eru rekin 6 heilsárshótel undir heitinu Icelandair Hotels en hins veg- ar 14 Edduhótel sem starfrækt eru á sumrin. Dröfn lauk viðskiptanámi frá Há- skóla íslands árið 1990. Síðustu átta ár hefur hún starfað sem rekstrarstjóri hjá Þórsbrunni hf. Eiginmaður Drafnar er Bjarki Unnarsson, sölu- og þjónustustjóri hjá ÍS og eiga þau eitt barn. Nýr þjónustu- fulltrúi horgar- verkfræðings • JÓNAS Vigfússon hefur verið ráðinn í starf þjónustufulltrúa borg- arverkfræðings. Jónas er byggingarverkfræðing- ur frá HÍ 1976 og hefur hann starfað hjá VST á Akur- eyri 1976-1988, hjá einingaverksmiðju Sæplasts og síðan Yleiningar 1988- 1991, sem sveitar- stjóri í Hrísey 1991-1996 og sem sveitarstjóri og skipulags- og bygg- ingarfulltrúi Kjalarneshrepps 1996- 1998, eða þar til Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík. Verksvið þjónustufulltrúa er að vinna að bættri þjónustu allra deilda Borgarverkfræðings og stuðla að aukinni upplýsingagjöf til almennings. Jaftiframt þessu mun Jónas sjá um leigu á húsnæði og löndum í um- sjá borgarverkfræðings, ýmis mál tengd Kjalamesi auk annarra sér- verkefna. Nýir starfsmenn Tölvuþjónustu Austurlands • Viðar Guðmundsson hóf störf hjá TA í september síðastliðinn sem tæknimaður með aðsetur í þjónustumiðstöð TA í „Austurríki". Viðar lauk sveins- prófi í rafeinda- virkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík í febrú- ar 1998. Hann tók verklega hluta námsins hjá verk- stæði Radíóbúðarinnar og starfaði þar að námi loknu. Viðar er fæddur 11. júlí 1972, hann er ógiftur og bamlaus. Torgið Dregur hið rísandi jen úr hagnaði íslenskra fyrirtækja? þetta nauðsynlega þróun, enda geti fyrirtæki ekki leyft sér að láta reka á reiðanum að þessu leyti í heimi sí- harðnandi samkeppni. „Eftir því sem frjálsræði var aukið í gjaldeyrismálum fóru fyrirtæki að athuga hvernig þau gætu nýtt sér breyttar aðstæður til að bæta rekstur sinn. Eitt af hinu fyrsta, sem menn komu auga á, var hvernig þau gætu dregið úr gengisáhættu en hún er óneitanlega mikil í íslensku at- vinnulífi og getur jafnvel skipt sköp- um í rekstri fyrirtækja. Mörg fyrirtæki geta státað af góðum árangri í geng- isstýringu á skömmum tíma og ég held að sá árangur hafi orðið öðrum fyrirtækjum hvatning til að taka sig á að þessu leyti. Núorðið er varla hægt að finna dæmi um stórt eða meðal- stórt fyrirtæki hérlendis, sem reynir ekki að hafa virka stjórn á gengismál- um sínum með einhverjum hætti. Bankar og verðbréfafyrirtæki hafa ekki látið sitt eftir liggja við að benda stjórnendum á mikilvægi virkrar gengisstjórnunar og þeim ábending- um hefur oftast verið vel tekið." Engin algild uppskrift til Ólafur segir að ekki sé til nein al- gild uppskrift að því hvernig fyrirtæki eigi að haga gengisstýringu því að- stæður þeirra séu jafn ólíkar og þau eru mörg. „Fyrst verður að greina áhættuna og leitast við að finna leiðir til að jafna hana út. Margir byrja á að semja við birgja um breyttar aðferðir við greiðslumeðferð vöru. Einnig bendum við fyrirtækjum á að láta lán- tökugjaldmiðla endurspegla tekju- samsetningu þeirra. Fyrirtæki, sem fær meginhluta tekna sinna í dollur- um, ætti því að verja sig með því að hafa sama hlutfall skulda sinna í þeirri mynt. Ef dollarinn fellur lækka tekjur en á móti kemur að skuldirnar minnka einnig. Þessi regla á helst við í minni fyrirtækjum þar sem gengisbreytingar hafa að öllu jöfnu óveruleg áhrif til skamms tíma litið og ekki gefst tími til að fylgjast með daglegum sveiflum. Það getur hins vegar hentað stærri fyrirtækjum, t.d. sjávarútvegsfyrir- tækjum sem eiga mikið undir gengis- sveiflum frá degi til dags, að líta á sjóðstreymi óháð skuldastöðu og nýta sér aðferðir gengisstjórnunar til að bæta afkomuna en treysta ekki of mikið á gengishreyfingar.“ Ólafur spáir enn frekari framþróun á þessu sviði á næstu árum og segir að íslenski fjármálamarkaðurinn sé nú 5-10 árum á eftir hinum Norðurlanda- mörkuðunum en þau séu aftur á móti 5-10 árum á eftir öðrum alþjóðlegum mörkuðum. „Við eigum enn langt I land miðað við þróuðustu markaði er- lendis en þetta er allt á réttri leið og nánast mánaðarlega er hér kynnt nýj- ung, sem gefur stjórnendum kost á að bæta gengisstýringu fyrirtækja sinna. Um leið og tækifærunum fjölg- ar verða þessar aðferðir flóknari og þá ríður á að stjórnendur verði fljótir að tileinka sér þær. ( atvinnulífinu er komin fram ný kynslóð, sem kynnst hefur þessum aðferðum í vinnu eða námi erlendis, og hún er nú í óða önn að taka þær upp hérlendis. Nú eru af- leiður t.d. um 80% af heildargjaldeyr- isviðskiptum erlendis en aðeins 20% hér. Ég spái því að þetta hlutfall vaxi ört á næstunni og verði svipað því sem tíðkast erlendis að örfáum árum liðnum.“ Mesta breyting í 25 ár 20% styrking jensins í október kom mörgum á óvart og var hækkun- in miklu meiri en almennt var búist við. Jenið hafði verið á fallanda fæti frá áramótum og Ijóst er að margir töldu að það myndi áfram haldast veikt og sáu sér því hag í að auka skuldir sínar í jenum. Það gerði jenið sem skuldamynt jafnvel álitlegra en ella að það er lágvaxtamynt, vextir eru töluvert lægri í Japan en á öðrum fjármálamörkuðum. Jenið vegur þungt í skuldavog margra íslenskra fyrirtækja, ekki síst sjávarútvegsfyrirtækja, og því vaknar sú spurning hvort óvænt styrking jensins muni ekki hafa neikvæð áhrif á afkomu þeirra þegar árið verður gert upp. Ólafur segir að búast megi við því, enda séu breytingarnar miklu meiri en menn áttu von á. „Þessi óvænta 20% styrking jensins á tveimur dögum í byrjun október var mesta breyting á gjaldeyrismarkaði í 25 ár. Þrátt fyrir að ekki hafi verið efn- islegar forsendur fyrir þessari miklu styrkingu hefur hún ekki enn gengið til baka nema að nokkru leyti. Því er Ijóst að hún getur haft mikil áhrif á af- komu fyrirtækja, sérstaklega þeirra • Björn Ingi Jónsson starfar sem tæknimaður hjá TA á Hornafirði. Bjöm Ingi lauk sveinsprófi í raf- eindavirkjun af tölvufræðibraut Iðnskólans í Reykjavík 1990. Að námi loknu starfaði hann hjá Landssímanum þar til hann gekk til liðs við TA nú í ár. Hann starfaði einnig sem rafvirki um átta ára skeið. Um jólin lýkur hann meistaranámi í rafeindavirkj- un. Björn Ingi er fæddur 26. apríl 1968, hann er í sambúð með Hrafn- hildi Magnúsdóttur og samtals eiga þau þrjú börn. Nýr fram- kvæmdastjóri FTT • MAGNÚS Kjartansson hljóm- listarmaður hefur tekið við fram- kvæmdastjóra- starfi hjá Félagi tónskálda og textahöfunda, FTT, af Aðalsteini Ásberg Sigurðs- syni. Þá var Magnús kosinn formaður FTT og situr nú sem vara- formaður stjórnar STEFs fyrir hönd félagsins. Magnús er kvæntur Sigríði Kol- brúnu Oddsdóttur flugfreyju og eiga þau þrjú börn. Hann hefur starfað sem hljómlistarmaður frá 15 ára aldri. sem eru skuldsett í jenum, en gengis- tap þarf að gjaldfæra um áramót. Slíkar afkomusveiflur vegna gengis- þróunar geta því hæglega haft áhrif á verð hlutabréfa.“ Of mikið veðjað á jenið Eimskip var eitt fyrsta fyrirtækið hérlendis til að taka upp virka gengis- stýringu og hefur hún skilað góðum árangri í rekstri þess á undanförnum árum. Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, segir þó að ekki sé hægt að ætlast til þess að nokkur aðferð við gengis- stýringu skili fullkomnum árangri, ekki síst í því ölduróti sem verið hefur að undanförnu. „Aldrei hafa svo miklar breytingar orðið á gjaldeyrismörkuð- um á jafn skömmum tíma eins og átti sér stað í október. Markmið gengis- stýringar fyrirtækja er að lágmarka heildarfjármagnskostnað með viður- kenndum aðferðum og takmarka áhættu. Þegar gengissveiflur verða hins vegar meiri en menn hafa áður kynnst er hætt við að staðan hætti að vera hlutlaus og það þarf mjög virka skuldastýringu til að verjast tapi við slíkar aðstæður.” Þórður segir að hætta sé á að mörg íslensk fyrirtæki hafi orðið fyrir ein- hverju gengistapi vegna hinnar óvæntu hækkunar jensins. „Almennt hafa fyrirtæki verið með meiri skuldir í jenum en sem nemur vægi jena í (s- lensku gengiskörfunni. Fyrirtæki verða þá fyrir gengistapi við styrkingu jens- ins en njóta lægri vaxtakostnaðar á móti. Nú hefur hluti hækkunar jensins í október gengið til baka og mér sýn- ist að sú þróun muni halda áfram. Hins vegar er ekki víst að hækkunin gangi öll til baka fyrir áramót og fyrir- tæki gætu þá orðið fyrir einhverju gengistapi. Svona breytingar hafa að sjálfsögðu einhver áhrif hjá flestum fyrirtækjum, sem eru í erlendum við- skiptum og/eða eru skuldsett í erlend- um gjaldmiðlum og Eimskip er þar engin undantekning,“ segir Þórður. KJM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.