Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 2
Innsýn í útgáfu Vöku-Helgafells O....... FæcLdir sama aaginn! • 22. febrúar er afmælisdagur tveggja listmálara að nafni Jón Stefánsson. Þeir fæddust 1880 og 1881. • Feðgamir, nafnarnir og rithöf- undarnir Ólafur Jóhann Sigurðs son og Ólafur Jóhann Ólafsson eiga auk þess sama afmælisdag, 26. september. • Listmálararnir Einar Hákonar- son og Jón Reykdal eru jafngamlir upp á dag, fæddir 14. janúar 1945. ■ Geirmundur Valtýsson og Rúnar Júlíusson deila, auk tónlistarinnar, afmælisdegi. Þeir eru fæddir 13. aprfl, annar 1944, hinn 1945. • Leikararnir Tinna Gunnlaugs- dóttir og Viðar Eggertsson eru bæði fædd 18. júní 1954. Þyngri en allir íhúar Hveragerdis! Hver myndi trúa því að einhver skepna sé þyngri en allir íbúar Hveragerðis samanlagt, um 1700 manns? Hún er þó til, heitir reyður og er stærsta dýr jarðarinn- ar. Hún er nærri jafnlöng og Boeing 737-þota og getur orðið um 200 tonn að þyngd. Þetta kemur mcðal annars fram í fallegri og áhugaverðri bók, Hvalir viö ísland, sem fjallar um allar al- gengustu hvalategundir við íslands- strendur. Bókin er rituð af Mark Carward- ine en hann er kunnur breskur dýrafræðingur sem tekið hefur miklu ástfóstri við ísland. Glæsileg- ar Ijósmyndir eftir Carwardine, Pál Stefánsson og fleiri prýða bókina sem er einkar fróðleg. Þá birtast i henni skemmtilegar lýsingar á því sem ber fyrir augu í hvalaskoðun- arferðum við landið. Ari Trausti Guðmundsson þýddi. Hver á afmæli i dag? Það getur verið snúið að finna út hvaða dag fólk á af- mæli en það er þó leikur einn miðað við að snúa dæminu við og finna út hvaða fólk hefur átt afmæli tiltekinn dag. Jónas Ragnars- son setti sér að markmiði þegar hann vann bókina ís- lendingar dagsins að finna fimm þekkt afmælisbörn fyr- ir hvern dag ársins og tilfæra auk þess fleyg orð eða spak- mæli höfð eftir einhverju þeirra. Hann komst fljótlega að raun um að sumir dagar virðast þéttsetnari stórmenn- um en aðrir en með því að lesa aragrúa heimilda náði hann settu marki. Nýstárlegur fróðleikur Afraksturinn er einstök bók í hátt í hundrað ára sögu af- mælisdagabóka á íslandi þar sem saman fléttast fróðleikur um afmæli og afmælisdaga og spakmæli sem afmælis- börn dagsins geta tekið til íhugunar og jafnvel gert að sínum. Til að krydda enn frekar eru rithandarsýnis- horn á annað hundrað Is- Iendinga í bókinni. y-ma Hvalir koma við sögu í tveimur bókum frá Vöku-Helgafelli á þessu hausti. Hér sýna leiftrar loftfimleika. Hvalir, liáslci og lieitar tilfiimingar Návígi á hvalaslóö heitir ný bók eftir verðlaunahöfund- inn Elías Snæland Jónsson. Aðalpersónur sög- unnar eru tveir fjórt- án ára unglingar, Ingi og Helena. Ingi ferðast um höfin blá með foreldr- um sínum sem stunda rannsóknir á hvölum og áhugi hans á hvölunum og umhverfisvernd verður til þess að hann kynnist hinni kanadísku Helenu á Netinu. Þegar leiðir þeirra liggja saman utan Netsins lenda þau í háskalegum æv- intýrum þar sem stórhveli og óprúttnir náungar koma mjög við sögu. í návígi við risa hafsins „Hvalir eru stórfeng- legar og spenn- andi líf- verur sem við vitum alltof Iítið um. Ég hef lengi haft áhuga á að skrifa um samskipti manna við þessar stærstu skepnur á jarðríki. Ég fór að leggja drög að sögunni fyrir um ára- tug og lauk við hana síðast- liðinn vetur,“ segir Elías Snæland Jónsson um Návígi á hvalaslóð. - Um hvað snúast rannsókn- irnar sem foreldrar Inga, stráksins í sögunni, stunda? „Þær eru tilraun til að nota nýjustu tölvutækni til að ráða tungumál hvalanna,“ segir Elías. „Það er löngu vitað að hvalir nota hljóðmerki til að hafa samband hver við annan og til að sjá í kringum sig í dimmu hafinu. Hins vegar er enn alltof lítið um það vitað hvað hvalirnir eru að segja með þessum hljóðmerkjum sínurn. Þótt miklu fé sé varið til að leita að hljóðmerkjum frá vitsmunaverum úti í geimnum er furðulítið gert til að reyna að ráða í tungumál þessara merkilegu lífvera sem búa þó með okkur hér á jörðinni.“ - Hefur sagan boðskap að flytja? „Ég reyni fyrst og fremst að gera sögurnar mínar skemmtilegar og spennandi innan ramma raunsæis og forðast predikanir. En kannski má finna þann boð- skap í atburðarás sögunnar að okkur beri skylda til að kynnast betur þessum risa- vöxnu nágrönnum okkar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.