Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 7
Hugmynd*-
rfkur Kðfunáur
Höfundur bókarinnar um Ram-
ses, Christian Jacq, er helsti sér-
fræðingur Frakka um menningu
og sögu Egyptalands til forna -
en um leið afkastamikill rithöf-
undur. Hann beitir þekkingu
sinni og líflegu ímyndunarafli
við að sviðsetja dramatíska og
spennandi sögu í framandlegu
umhverfi og þrjú þúsund ára
gamlar persónur öðlast nýtt líf á
síðum bóka hans.
Ævisaga Steingríms
Hermannssonar hef-
ur hlotið mikið lof
gagnrýnenda, jafnt
leikra sem lœrðra,
samherja og and-
stæðinga í póli-
tík, enda þykir
Steingrímur
leggja spilin á
borðið og
engum hlífa,
hvorki
sjálfum sér
né öðrum.
Steingrímur talar í
œvisögu sinni opinskátt
um einkalíf sitt og afskipti af
opinberum málum.
•Fyrsttt prcutnu *tf StgIttgriinKt
Seldist upp á tíu dögum
Mikla eftirtekt hefur vakið hversu ein-
lægur og opinskár Steingrímur Her-
mannsson cr í nýútkominni ævisögu sinni
þar sem hann hiífir sér hvorki við að tala
um sviptingar í einkalífi sínu né viðkvæm
pólitísk mál. Bókin þykir í senn skemmti-
leg og fróðleg og varpa nýju Ijósi jafnt
á umdeilda persónu Steingríms og á ís-
landssögu síðustu áratuga.
Rauk út!
Pó svo að ævisögu Steingríms hafi verið
beðið með mikilli eftirvæntingu kom það
jafnt útgefanda sem öðrum aðstandend-
um bókarinnar á óvart að fyrsta prentun
hennar seldist upp á aðeins tíu dögum nú
í nóvember.
Ný prentun kom fljótlega í verslanir en
miðað við þá athygli sem bókin hefur
vakið er ekki ólíklegt að prentarar og
bókbindarar megi hafa sig alla við að út-
vega nægar birgðir af sögu Steingríms
fram til jóla.
Mikil heimildavinna
Höfundur bókarinnar, Dagur B. Eggerts-
son, byggir á samtölum við Steingrím og
ýmsa samferðamenn hans, dagbókum
Steingríms, einkabréfum og minnisblöð-
um, ásamt öðrum heimildum úr ýmsum
áttum, þar á meðal leyniskjölum úr
bandarískum skjalasöfnum.
I bókinni kemur Steingrímur víða við;
hann greinir frá bernsku sinni og æskuár-
um, skólavist í Bandaríkjunum, svipting-
um í einkalífi, þátttöku í fyrirtækjum og
framkvæmdum hér heima að námi loknu
og aðdraganda þess að hann fór að hafa
afskipti af stjórnmálum og varð einhver
þekktasti og áhrifamesti stjórnmálamað-
ur síðari ára á íslandi.
og örlagarílc
„Dagur Eggertsson fjötrar karakt-
er stjórnmálamannsins Steingríms
Hermannssonar svo vel í texta ævi-
sögu hans að stundum er engu lík-
ara en hann stígi sjálfur af blöðun-
um fram á stofugólfið ... Dagur og
Steingrímur færa lesandanum
mikla skemmtan. Bókin heldur
spennu og flugi út í gegn ..."
- Össur Skarphéðinsson, DV
„Ég hafði mjög gaman af þessari
bók ... Petta er ekki einungis bók
fyrir þá sem hafa gaman af pólitík.
Þetta er opinská ævisaga en hún er
líka mjög skemmtileg ... Drama-
tísk og átakanleg hjónabandssaga
... hún er sterk og má dást að
Steingrími fyrir að þora að segja
þessa sögu. Skemmtileg ævisaga og
áhugaverð."
- Kolbrún Bergþórsdóttir,
Bylgjunni
„... góð og skemmtileg bók og
mikilvæg samtímaheimild ...
Sá sem byijar að lesa bókina um
Steingrím hættir því ekki; hún er svo
lipur í framvindu sögunnar og á
köflum spennandi. Og hún lýsir
Steingrími vel.
Hann er lifandi kominn í bókinni.''
- Svavar Gestsson, Degi