Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 15
Innsýn f útgájpu Völcu-Helgafells
©
Leiðsögn
mtm
Áhugi á Njálu hefur farið mjög vaxandi und-
anfarið, ekki síst í kjölfar námskeiða Jóns
Böðvarssonar. Nú er komin út ný bók sem
ætlað er að koma til móts við þennan
áhuga. í bókinni Lykillinn að Njálu eftir Kristján
Jóhann Jónsson er nútímalesendum opnuð sýn að efni og söguhetjum
Brennu-Njáls sögu á sérlega aðgengilegan hátt. Markmið bókarinnar er að
kynna Njálu og kenna fólki að njóta þess sem í henni er að finna.
Lesandinn fær hér fróðlega og skemmtilega leiðsögn um þessa merku bók
sem íslendingar hafa lesið og sótt í visku, skemmtun og styrk kynslóð fram af
kynslóð.
Fav Weldon utn S]álfstaett fóík:
„Besia bók
al darmnar"
Bandarísk
útgáfa skáldsög-
unnar Sjálfstœðs
fólks.
Breska skáldkonan Fay Weldon telur Sjálf-
stœtt fólk eftir Halldór Laxness vera bestu
bókina sem skrifuð hefur verið á þessari
öld. Þetta kom fram í breska blaðinu Inde-
pendent á dögunum er blaðið bað máls-
metandi fólk að velja bækur aldarinnar.
„Það verður ekki hjá því komist að heill-
ast,“ segir Weldon. í bókum Laxness sam-
einist hið magnþrungna, hið skelfilega og
hið ljóðræna.
Nýjar kiljuútgáfur
Sjálfstœtt fólk er meðal þekktustu skáld-
sagna Halldórs Laxness. Nú er hún komin
út í nýrri kiljuútgáfu ásamt fimm öðrum
skáldsögum hans. Hinar eru Kristnihald
undir Jökli, Salka Valka, íslandsklukkan,
Vefarinn mikli frá Kasmír og Brekkukotsannáll. Að auki hefur verið gefin út í
kilju Lykilbók að fjórum þessara sagna með
skýringum á yfir 5000 orðum, orðasam-
böndum, tilvitnunum, persónum og kveð-
skap í skáldsögunum.
Náttúrul egar
leídiT til betra lífs
Nútímafólk vill draga úr notkun lyfja og bæta
heilsuna með náttúrulegum og hættulausum
aðferðum. Heilsubók fjölskyldunnar er að-
gengilegt alfræðirit með fjölbreyttum upplýs-
ingum um óhefðbundnar lækningar og áhrifa-
ríkar, náttúrulegar leiðir til betra lífs.
Bókin bætir úr brýnni þörf fyrir traust rit af
þessu tagi og hefur selst eins og heitar lumm-
ur frá því að hún kom út síðastliðið sumar.
Frá Svörtum fjödrum
tíl Sídustuljóda
Láttu Davíð
lesa fyrir jiíg!
Smásögur Davíðs Oddssonar,
Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, slógu
svo sannarlega í gegn og hlutu frábæra
dóma fyrir stfl, frásagnargleði og auðugt
skopskyn, en þær komu út fyrir síðustu jól.
Nú hafa þær verið gefnar út á hljóðbók
þar sem höfundur les. Davíð er alkunnur
fyrir leikhæfileika sína og hér njóta þeir sín til hins
ýtrasta, persónurnar spretta fram ljóslifandi og hlustandanum finnst nán-
ast sem hann sé þátttakandi í samtölunum. Nú geta allir látið Davíð lesa
fyrir sig!
Bókmeimtasaga
jjessarar aldar
Tuttugasta öldin er stormasamt en um leið
frjósamt skeið í íslenskri bókmenntasögu. Sög-
ur, Ijóð og lifeiÚT Heimi Pálsson fjallar á að-
gengilegan hátt um þetta tímabil, allt frá ný-
rómantík til póstmódernisma, og er ómissandi
öllum áhugamönnum um bókmenntir. Fjöl-
mörg verk einstakra höfunda koma við sögu
og sjónum er beint að þjóðfélagsþróun á öld-
inni og hvernig hún speglast í bókmenntum.
Bókin er ríkulega myndskreytt og í henni er
að finna skáldatal þar sem gerð er grein fyrir
yfir 100 rithöfundum.
mswóF*
Lykíll að sögunní
fslandssaga a-ö eftir Einar Laxness er
nauðsynlegt rit öllum þeim sem leita
skilnings á fortíð sinni og sögu þjóðar-
innar. Verkið er í þremur bindum og er
skrifað sem uppflettirit í stfl alfræði-
orðabóka. Það veitir því skjót svör við
hvers kyns spurningum sem kvikna um
söguna. ítarlegar skrár, fjöldi mynda
og skýr framsetning auðveldar skilning
á merkustu atburðum íslandssögunnar
frá landnámi fram á okkar daga.
Verkið nýtur stöðugra vinsælda og var
ófáanlegt um skeið en er nú komið út í
nýrri útgáfu.
Ljóð skáldsins frá Fagraskógi komu út í tíu
bókum á tæplega hálfri öld. Nú eru þau öll
samankomin í glæsilegu fjögurra binda safni
sem gefið var út á aldarafmæli skáldsins, seld-
ist upp og var endurprentað á þessu ári.
Ljóðasafnið hefst á inngangi um skáldið eftir
Gunnar Stefánsson.
Davíð heillaði þjóð sína strax með Svörtum
fjöðrum og varð þjóðskáld þegar ljóð hans var
flutt á Alþingishátíðinni 1930. Kveðskapur
Davíðs hefur hrifið ólíkar kynslóðir íslendinga
sem sótt hafa í ljóð skáldsins visku, gleði og
huggun. Þetta ljóðasafn er kjörgripur fyrir alla
þá sem unna góðum skáldskap.