Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 3. JANÚARR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Viltu styrkja stöðu þína ? Áhugavert og spennandi skipulagt starfsnám Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureiknisforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgunn og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 VI RAFIÐNAÐARSKÓLIIMIM Skeifan 11 b • Sími 568 5010 framleiðslunni ræktaða lífrænt, en það er erfitt, vegna þess að hún er háð mikilli vamarefnanotkun, þótt hún sé mikið minni hér en á inn- fiuttri vöra.“ Þegar Sveinn er spurður hvort við Islendingar ættum einhverja möguleika á að rækta grænmeti til útflutnings svarar hann því játandi og bætir við að við stæðum enn betur að vígi ef við legðum meiri áherslu á lífræna ræktun. En til þess þyrfti raforkuverð til garð- yrkjubænda að lækka. „Eg fór til Kanada í fyrra og þar er rafmagnið selt til garðyrkju- bænda á lægra verði en þeir gætu fengið fyrir að flytja það yfir landamærin, til Bandaríkjanna. Enda eykst gróðurhúsarými þar um 20% á ári. Hér hefur rafmagn ekki verið niðurgreitt til garð- yrkjubænda, nema á sérstökum af- mörkuðum tímabilum og núna hafa þeir samningar verið aflagðir. Aður gaf Landsvirkjun einnar krónu afslátt á kílóvattstundina, sem munaði strax um. Ef við fengjum tveggja krónu afslátt, værum við komin með nánast ' sama raforkuverð og þeir í Kanada. Síðan þyrfti að styrkja stað- bundna raforkuframleiðslu, þ.e.a.s. að menn gætu virkjað bor- holur nærri ræktunarsvæðunum, því yfírleitt eru borholur nærri þessum gróðurhúsabyggðum. I Hveragerði eru til dæmis tvær holur upp á fímm megavött sem eru ekki nýttar. Þetta myndi þýða töluverða breytingu fyrir garð- yrkjubændur í Hveragerði. Þetta gætu stjórnvöld styrkt með alls konar niðurfellingum á kostnaði við innflutning á túrbínum og svo markaðskönnun í Bandaríkjun- um. “ - Hvers vegna? „Vegna þess að þar era mark- aðsmöguleikarnir ótæmandi og mikill áhugi á lífrænt ræktuðu grænmeti. Það er svo margt sem Bandaríkjamenn geta illa ræktað, t.d. tómatar, vegna þess að þeir hafa svo heit sumur. Þetta hafa Kanadamenn notfært sér, flutt inn Hollendinga í stórum stíl til að kenna sér ræktun og síðan flytja þeir megnið af sinni framleiðslu til Bandaríkjanna. Það vita líka allir, nema kannski neytendur, að íslenskir garðyrkju- bændur njóta ekki sömu styrkja og aðrir bændur, sem er mikið óréttlæti. En verslunarkeðjurnar í Reykjavík verða líka að axla ábyrgð. í stað þess að líta á garð- yrkjubændur sem - fjandmenn, ættu þeir að líta á afurðir þeitra sem nauðsynlegan valkost fyrir neytendur. Eins aðfangafyrirtæki, sem til dæmis framleiða kolsýru. Kolsýruverð þarf að lækka. Það er ekki hægt að ætlast til þess að garðyrkjubændur líti á starf sitt sem hugsjónastarf. Eg heimsótti í fyrra bónda í Danmörku sem er í lífrænni rækt- un. Þegar ég spurði hvers vegna hann væri í lífrænni ræktun, svarði hann: „Til að þéna“. Það hefur aldrei hvarflað að honum að vera í þessu af hugsjón. Þetta á ekki að vera hugsjónavinna, eins og virðist álitið hér. Heimurinn gerir sífellt háværari kröfur um lífrænt ræktað grænmeti, hreina og ómengaða afurð og þetta eigum við að notfæra okkur hér og ekki að skammast okkar fyrir að bera eitthvað úr býtum. Við höfum líka þyrfti að hækka þau mörk sem er leyfilegt að virkja, sem eru núna tvö eða þrjú megavött á holu. Ef það væri hækkað upp í tíu til tutt- ugu megavött og yrði bundið við gufu, þá yrði kominn miklu betri grundvöllur fyrir framleiðslu garðyrkjubænda. Að auki má segja að þetta sé æskilegt vegna þess að af þessum borholum eru engin umhverfisspjöll miðað við uppistöðulón.“ Þetta hljómar eins og stjórnvöld séu alveg steindauð fyrir umhverf- isvernd og öllum þeim möguleik- um sem felast í ylrækt á íslandi. „Kannski ekki alveg, því það má segja að stjórnvöld hafi verið að styrkja garðyrkjuna með því að styrkja byggingu tilraunahússins við Garðyrkjuskólann." Engin stefna - Er til einhver opinber stefna til að styðja við og auka innlenda garðyrkju? „Nei, það er engin stefna. Ég bara auglýsi eftir henni hér með. Það eru til nefndarálit sem þarf að setja í framkvæmd. Það þarf stór- auknar fjárhæðir í garðyrkjutil- raunir. Garðyrkjubændur hafa lif- að af þrátt fyrir þetta stefnuleysi, en við eigum alla möguleika á að stórauka framleiðsluna. Það er allt í lagi að halda garðyrkjubændum á tánum með samkeppni, en það er gert með því að auka framleiðsl- una. Það á að setja mikla peninga í lífrænu ræktina og til að gera umfram aðrar þjóðh’ að eiga vist- væna og hreina orkugjafa." - Nú viljum við íslendingar meina að ylræktin hér nálgist það að vera lífræn. Hvað segir þú um það?“ „Hún er að mörgu leyti heilnæmari en erlend framleiðsla, en hún er ekki lífræn. Það sem gerir hana hins vegar heilnæmari er að notkun varnarefna er nánast óþekkt í grænmetisframleiðslu hér. Hollendingar nota til dæmis tíu til tuttugu sinnum meira en við af varnarefnum á hektara í ylrækt og þeir eru taldir mjög góðir. Við flytjum mikið inn frá þeim. Síðan er líklega enn meira af varnai’efn- um notuð í Marokkó og á Spáni, og við flytjum mjög mikið inn frá þessum löndum. En neytandinn veit ekkert um þetta og það er ein- kennilegt að vera með land sem er kjörið til lífrænnar ræktunar i stóram stíl, möguleika á að selja neytendum hreina og ómengaða vöra - en vera þess í stað að flytja hana inn, með varnarefnum sem við notum ekki einu sinni hér.“ -Er þá flutt inn grænmeti sem er fullt af eiturefnum? „Það er flutt inn grænmeti sem hefur líklega verið ræktað með miklum vamarefnum. Þau brotna niður með tímanum. Hins vegar sér Hollustuvernd ríkisins um að engin eiturefni séu í grænmetinu þegar það er flutt hingað inn. Af þessu þyrftum við ekki að hafa áhyggjur ef við væram sjálfum okkur nóg í grænmetisræktun.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.