Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hernaðarum:
í Hvalfirði eft
styrjöldina sí
FLOTABÆKISTÖÐ Breta á Hvítanesi í Hvalfirði vorið 1943. í stöðinni voru birgðageymslur, verkstæði,
íbúðaskálar, spítali, og fleira til þjónustu við herskipaflota bandamanna sem átti athvarf í firðinuin á stríðsár-
unum. Þar áætluðu Bandarikjamenn að reisa sína eigin flotastöð í tengslum við beiðni sína um herstöðvar til
langs tíma að stríðinu loknu. Skemman fremst á nesinu stendur nú á lóð Siglingamálastofnunar í Kópavogi.
Umsvifum hers og flota bandamanna
í Hvalfírði í síðari heimsstyrjöldinni er lýst
ítarlega í bókinni „Vígdrekar og vopna-
----------------------------7-----------
gnýr - Hvalfjörður og hlutur Islands í orr-
ustunni um Atlantshafíð“, eftir Friðþdr
Eydal sem kom út fyrir jólin!997. Ekki
var rými í bókinni fyrir umfjöllun um
afdrif stöðva og mannvirkja hersins og
umsvif í Hvalfírði að styrjöldinni lokinni
og bætir bókarhöfundur úr því nú.
Bandamenn komu sér
upp aðstöðu á íslandi til
þess að fylgjast með og
hefta siglingar þýskra
herskipa og kafbáta og
verja skipaleiðir sínar á norðaust-
anverðu Atlantshafí. Bretar lögðu
flugvelli í Reykjavík og Kaldaðar-
nesi í þessu skyni, en Bandaríkja-
menn tvo flugvelli suður með sjó til
loftvarna og liðsflutninga til Bret-
lands. Eftirlitsskip og fylgdarskip
skipalesta áðu í Hvalfírði og Seyðis-
firði. Um eins og hálfs árs skeið var
kaupskipum frá Bretlandi og
Bandaríkjunum safnað saman í
Hvalfirði til siglingar í skipalestum
norður fyrir land og um Smugu-
slóðir til rússneskra hafna. Hætt
var að hafa þennan hátt á í árslok
1942 og sigldu Rússlandsskipalest-
irnar eftir það beint frá Skotlandi
án viðkomu. Herskipadeildir og
fylgdarskip skipalesta höfðu þó við-
komu hér á landi eftir sem áður.
í Hvalfirði lá oft fjöldi skipa á
kaupskipalæginu utan Hvammsvík-
ur og á móts við Ferstiklu og her-
skipalæginu sem var í firðinum inn-
anverðum. Gat þar oft að líta
stærstu herskip veraldar sem veittu
skipalestunum vernd gegn orrustu-
skipum þýska flotans í Noregi.
Bretar reistu flotastöð í Hvítanesi
þar sem m.a. var gert við netalagn-
ir, sem lágu þvert yfir fjörðinn ut-
anverðan, til varnar gegn óvina-
skipum og kafbátum, svo og tund-
urdufl sem girtu fjörðinn við Háls-
nes í sama tilgangi. I stöðinni voru
birgðageymslur, verkstæði, íbúða-
skálar, spítali, og annað til þjónustu
við herskipaflotann ásamt kvik-
myndahúsi, verslun, veitingastofu
og tómstundaheimili fyrir sjóliðana.
Oflug flotkví lá innanvert við nesið
ásamt viðgerðar- og birgðaskipum
og lyfti skipum til botnviðgerðar.
Bandaríkjamenn reistu mikla
eldsneytisbirgðastöð i landi Mið-
sands og Litlasands við fjörðinn
norðanverðan. Þar tóku skip sem
áðu í firðinum olíu og einnig olíu-
skip sem fylgdu flotadeildunum og
gáfu þeim eldsneyti á hafi úti. A
Miðsandi var jafnframt birgðastöð
vegna skipaviðgerða.
I Hvammsvík reis birgðastöð fyr-
ir skotfæri og djúpsprengjur flot-
ans ásamt tómstundaheimili fyrir
skipshafnir Bandaríkjaflota. Sams
konar tómstundaheimili var reist
fyrir áhafnir kaupskipanna í
Hvammsey. Á Hvammshólum, sem
gnæfir yfir Hvammsvíkina, var að-
setur hafnarstjórans í Hvalfirði,
sem var breskur sjóliðsforingi, og
stjórnuðu menn hans allri skipaum-
ferð í firðinum.
Skipalægið og flotastöðvarnar í
Hvalflrði voru vandlega varðar
gegn óvinaárásum. Segulmælinga-
lagnir á sjávarbotninum milli Sel-
tjarnamess og Akraness gerðu við-
vart um skipaumferð í myrkri eða
dimmviðri og varðskip önnuðust
eftirlit á innanverðum Faxaflóa.
Hljóðsjárbúnaður lá á sjávarbotni
beggja vegna álsins í firðinum utan-
verðum og var eftiriitsstöð með
henni að Gröf í Skilamannahreppi.
Á Kjalarnesi, Akranesi og í Borgar-
nesi var talsvert herlið sem hafði
það hlutverk að verja óvinum leið-
ina landveginn. Stórar fallbyssur
við bæinn Dalsmynni á Kjalarnesi
vörðu innsiglinguna. Slíkar byssur
voru einnig á Valhúsahæð á Sel-
tjamarnesi og Hvaleyri við Hafnar-
fjörð.
Úr krikanum utan Hvaleyrar og
yfir að Grundartanga lá netalögn úr
sverum vír sem stöðva skyldi skip
og kafbáta á leið inn fjörðinn. Net-
unum var haldið uppi af fjölmörg-
um stórum duflum og lágu festar í
akkeri á botninum. Hlið var á lögn-
inni og varðskip við sem hleypti
skipum í gegn. Fallbyssm’ og ljós-
kastarar á bökkunum undan Út-
skálahamri að sunnan, og að Klafa-
stöðum að norðan, vörðu netalögn-
ina. Að auki lá tundurduflagirðing
með segulnemum þvert yfir fjörð-
inn undan Hálsnesi. I varðstöð á
nesinu mátti sprengja duflin, eitt
eða fleiri, undir óboðnum kafbátum
eða skipum sem kæmust svo langt.
Þessi varnarviðbúnaður banda-
manna í firðinum ásamt ströngu
eftirliti á Faxaflóa var þýskum
hernaðaryfii-völdum ljós og aftraði
þeim frá að stefna skipum og kaf-
bátum gegn þessum mikilvæga án-
ingarstað. Til loftvarna vai’ öflugum
byssum komið fyrir undir Hvamms-
hólum við Hvammsvík, á Hrafneyri
handan fjarðarins og á Þyrilsnesi.
Smæiri loftvarnabyssur voru þar
og í Hvítanesi og við olíustöðina á
Söndum. Þýskar könnunarflugvélar
lögðu oft leið sína með ströndum
landsins í leit að skipum, loft-
myndatöku af hernaðarmannvfrkj-
um og til veðurathugana. í einstaka
tilfellum gerðu þær árásir á skip
eða mannvirki. Oft lá leiðin yfir
Hvalfjörð til að gæta að skipum á
læginu. Flug þefrra var áhættu-
samt, enda margar loftvarnabyssur
í firðinum bæði í landi og á skipum.
Einnig voru flugvellirnir í Reykja-
vík og Keflavík skammt undan en
þar var fjöldi orrustuflugvéla sem
höfðu það hlutverk að granda hin-
um óboðnu gestum. Þýsku njósna-
flugvélai-nar flugu gjarna lágt yfir
fjöllum svo loftvarnaskytturnar rétt
grilltu í skotmarkið. Bandaríkjaher
grandaði 5 þýskum flugvélum við
landið í styrjöldinni, öllum með orr-
ustuflugvélum og tveimur eftir að
þær höfðu lagt leið sína yfir Hval-
fjörð.
Er leið á styrjöldina og banda-
menn náðu yfirhöndinni í baráttu
við þýska kafbátaflotann fór skipa-
komum fækkandi í Hvalfirði og við-
HERSKIPAFLOTI í Hvalfirði í síðari heimsstyijöldinni.
búnaður sömuleiðis. Breski flotinn
starfrækti flotastöð sína í Hvítanesi
til stríðsloka en hóf þá brottflutn-
ing. Dregið hafði verulega úr vai-n-
ai-viðbúnaði í firðinum er leið að
styrjaldarlokum. Tundurduflagirð-
ingin lá þó enn undan Hálsnesi uns
henni var eytt í sprengingu í maí.
Um líkt leyti var kaíbátanetunum
sökkt þar sem þau lágu þvert yfir
fjörðinn og höggvið á landfestar
þeirra.
Olíustöðin, sem Bandaríkjamenn
reistu fyrir Breta á svokölluðum
„láns og leigukjörum" , var rekin af
bresku olíufélagi frá ársbyrjun
1944. Réð fyrirtækið til þessa verks
um 30 íslenska starfsmenn sem að-
setur höfðu í skálahverfinu á Mið-
sandi. Að styrjöldinni lokinni tók
Bandaríkjafloti aftur við stöðinni og
hugðist reka hana áfram sam-
kvæmt áætlunum sem þeir þá höfðu
uppi um herstöðvar til langs tíma.
Eftir stóðu í ftrðinum fjölmörg
mannvirki sem reist höfðu verið í
miklum flýti og með ærinni fyrir-
höfn og kostnaði. Var komið að
hernaðaryfirvöldum að losa sig við
þessi mannvirki ásamt búnaði og
birgðum sem ekki þótti ástæða til
að nýta eða flytja af landi brott,
enda flutningatæki, mannafli og
farmrými af skornum skammti.
Ljóst var að verðgildi mannvirkja á
svo afskekktum stað gat ekki orðið í
neinu samræmi við upphaflegan
byggingarkostnað og varla að búast
við að þau nýttust nema með flutn-
ingi annað. Samkomulag hafði verið
gert milli hernaðaryfii*valda og rík-
isstjórnarinnar um að hún keypti
og/eða yfirtæki mannvirki og búnað
hersins og endurseldi einkaaðilum
eftir atvikum. I mörgum tilvikum
var um að ræða greiðslu fyrir land-
spjöll sem orðið höfðu við umsvif
herliðsins, einkum þegar um mann-
virki var að ræða.
í Hvítanesi var hafskipabryggja
úr stáli og önnur smærri stein-
bryggja og heilt þorp íbúðarbragga
og vöruskemma auk nokkurra hlað-
inna steinhúsa. Þar var að finna
vatnsveitu, rafstöð og kyndistöð og
gatnakerfi með lýsingu. í Hvamms-
vík og nágrenni voru vöruskemmur
og skotfærageymslur og fjöldi íbúð-
arbragga. Þá voru braggahverfi að
Dalsminni, Útskálahamri, á Háls-
nesi, Þyrilsnesi, Hrafneyri, að
Klafastöðum og Gröf. Nefnd setu-
liðsviðskipta annaðist ráðstöfun
búnaðar og mannvirkja hersins fyr-
ir hönd ríkissjóðs. Mannvirki og
búnaður í Hvítanesi höfðu kostað
breska flotann a.m.k. 270.000 sterl-
ingspund, sem var jafnvirði 2,9
hundraðshluta af verðmæti út-
fluttra sjávarafurða árið 1945 og
gæti með sömu viðmiðun numið
rúmlega 2,7 milljörðum króna í dag.
Stöðin á Hálsnesi hafði kostað
10.000 pund og í Hvammsvík átti
flotinn mannvirki að verðmæti
7.000 sterlingspund. Greiðlega gekk
að selja búnað og byggingar, enda
flestai’ færanlegar. Helstu mann-
virkin í Hvítanesi voru tvær stórar
vöruskemmur og steypt plan við
þær og bryggjurnar tvær. Fékk
Vita- og hafnarmálastofnunin m.a.
tvo stóra gufukrana sem gengu á
járnbrautarspori fram á bryggjuna
ásamt skemmunum tveimur.
Greiddi stofnunin 3.000 sterl-
ingspund fyrir þá stærri og flutti á
lóð sína við Vesturvör í Kópavogi. í
bi-yggjuna sjálfa, sem kostað hafði
126.000 pund að smíða, barst ein-
ungis eitt boð að upphæð 400 pund
og var það einnig frá Vita- og hafn-
armálastofnuninni. Mælti breski
flotaforinginn í Reykjavík með því
að boðinu yrði tekið, þótt lágt væri,
enda vart að búast við öðru betra
og stofnunin hefði reynst breska
flotanum hjálpleg á ýmsan hátt og
keypt mikið af búnaði og þ. á m.
umrædda skemmu á fullu verði.
Breska flotastjórnin ákvað hins
vegar að gefa íslenska ríkinu
bryggjuna gegn því að ríkisstjórn
Bretlands væri þai’ með leyst und-
an allri ábyrgð vegna viðhalds
hennar eða kröfum sem upp kynnu
að koma síðar vegna þessa mann-
virkis. Ekki kom til þess að bryggj-
an yrði seld eða rifín og töldu ís-
lensk stjórnvöld í fyrstu réttast að
eiga hana þar uppistandandi ef til
þyrfti að taka og greiddi Vitamála-
skrifstofan landeiganda dálitla leigu
fyrir aðgang að bi-yggjunni, a.m.k.
fyi’stu árin. Snemma fór þó að bera
á því að tekið væri timbur úr
bryggjunni. Hirti þá Vitamálaskrif-
stofan það sem hún náði upp af
brautarsporinu og undirlagstrjám.
Eigandi jarðarinnar óskaði eftir því
árið 1949 að fá bryggjuna keypta af
ríkissjóði og árið 1960 að ríkissjóð-
ur afsalaði honum bryggjunni til
niðurrifs vegna þehra búsifja sem
hernámið í Hvítanesi hefði haft í för
með sér og hversu takmarkaðar
skaðabætur hefðu hlotist fyrir. Var
það álit vitamálastjóra í bæði skipt-
in að ekki væri ástæða til að afsala
bryggjunni, heldui’ bíða hentugs
tækifæris í þeirri von að gera mætti
úi’ henni frekari verðmæti en brota-
járn. Má eflaust geta sér þess til að
mannvirki þau sem eftir stóðu í
Hvítanesi hefðu ef til vill fengið
nýtt hlutverk ef síld hefði gefið sig
oftar í eins ríkum mæli í Hvalffrði
og hún gerði veturinn 1947-1948,
þegar nánast engar síldarverk-
smiðjur var að finna á Suðvestur-
landi. Þá má ætla að þróun heims-
mála í kalda stríðinu hafl gefið
mönnum tilefni til að halda að brátt
yrði aftur þörf á hernaðaraðstöðu í
firðinum.
HvaHjarðarsíldin
og hreinsun fjarðarins
Veiðar á síld til beitu voru hefð-
bundnar í Faxaflóa á haustvertíð.
Veturinn 1947 varð mikillar síldar
vart í Kollafirði og á Sundunum og
var talsvert veitt þar um veturinn
af blandaðri síld í nót sem siglt var
með í bræðslu til Siglufjarðar, enda
hefðbundnar sfldveiðihafnir á Norð-
ur-og Austurlandi og engar stórar
síldarbræðslm- að finna fyrir sunn-
an. Sumai’sfldveiðarnar fyrir Norð-
urlandi brugðust illa þetta sumar,
svo og veiðai’ reknetabátanna á
Faxaflóa um haustið. Auk þeirrar
óáranar sem sfldarlaust sumar
hafði í för með sér stefndi nú í al-
varlegan beituskort um veturinn.
Reknetabátarnir lömdu allan flóann
um haustið, en án teljandi árangurs
uns mikillar síldar varð vart inni í
Hvalfirði í byrjun október. Vai’ það
upphaf stórfenglegi’a síldveiða í
firðinum sem stóðu fram í mars-
mánuð árið eftir.