Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANIJAR 1999 B 17 KORNRÆKTARBÓNÐINN á Svaðastöðum í Geysisbyggð, Davíð Gíslason, ásamt eiginkonu sinni Gladys. Sagan er svo skýr í bókinni, að ég tók mig til og þýddi hana yfir á ensku. Fólk af íslenskum stofni vestanhafs verður að þekkja sögu ættmóður sinnar. Eftir að ég var búinn að kynna mér sögu Guðríðar, fannst mér styttan hvergi eiga heima nema á Menningarsafninu í höfuðborginni okkar Ottawa." Davíð var í fylgdarliði Jóns Bald- vins Hannibalssonar sendiherra, þegar hann afhenti kanadísku ríkis- stjóminni trúnaðarbréf sitt. Þá fór Davíð á fund safnstjórans, dr. Geor- ge MaeDonald, og bað um leyfi fyrir styttuna hjá norræna salnum. „Bryndís Schram var með mér og á sinn þátt í að leyfíð fékkst,“ segir Davíð. „Margt fleira er á döfinni í tengslum við Guðríði. Kvikmynda- félagið Imax er að leggja drög að kvikmyndinni Víkingarnir, þar sem Guðríður er aðalstjarnan. Þetta er sama félag og gerði kvikmyndina j Egyptamir, sem er mjög vel gerð. Kvikmyndin um Guðríði verður frumsýnd árið 2000. Eins er ætlunin : að leikritið „Saga Guðríðar" verði sýnt í helstu borgum Kanada, allt frá Ottawa til Vancouver árið 2000. Nýir bautasteinar í landnámi V-íslendinga Verkefni Landafundanefndar 2000 tengist „Millennium 125“, en á aldamótaárinu fögnum við afkom- endur íslendinga í Vesturheimi því, ; að 125 ár eru liðin síðan forfeður okkar settust að í Kanada. Fyrir- ! hugað er að reisa minnisvarða á við- komustöðum íslenskra landnema, áður en þeir settust að á Nýja Is- landi. Á Elgsheiðum, stutt norðvestan við Halifax, er lítill íslenskur graf- reitur frá búsetu íslendinga íyrstu landnámsárin, sem Jóhann M. Bjarnason segir frá í bók sinni Ei- Iríkur Hansson. Elgsheiðar eru á Marklandsvæðinu, sem svo var nefnt í Þorfínns sögu karlsefnis: „Fundu land skógvaxit ok mörg dýr á... ok kölluðu landit Markland." Þar er búið að stofna nýja þjóð- ræknisdeild sem ætlar að reisa tvo minnisvarða um búsetuna 1874. I Montreal er líka nýbúið að stofna ís- lenska deild. - íslendingar eru allsstaðar!“ segir Davíð. Mikil örlagasaga fléttaðist út frá erfiðleikum íslenskra landnema í Kinmount, sem leiðir til þess að ís- '* lendingar geta stofnað sitt eigið landnám. Hópur, 364 landnemar, var sendur til Kinmount fljótlega eftir landtöku 1874 - í ömurlega vist. Hópnum var hrúgað saman í lélegan jámbrautarkofa. Klettótt landið var óhæft til ræktunar. Erfítt loftslag. Öðruvísi fæði. Og litla vinnu að fá. Veikindi blossuðu upp j og öll börn yngri en tveggja ára II dóu, svo og eldra fólkið. Þá var það að ungur farkennari, Carrie Taylor, á leið um Kinmount og verður starsýnt á unga stúlku við þorpsbrunninn. Unga stúlkan var fallega bláeygð, með sítt, ljóst hár, - og klædd búningi sem Carrie hafði aldrei séð. Carrie er sagt, að stúlk- an sé ein af íslendingunum sem búi við ömurlegar aðstæður í skógar- kofa rétt utan við bæinn. Carrie segir frænda sínum, John Taylor, frá aðstæðum íslensku land- nemanna. John var af breskum ætt- um og vel efnaður; í þjónustu bresk- kanadíska biblíufélagsins og stund- aði kristilegt líknarstarf. John flyt- ur til íslendinganna og fjölskylda hans býr með þeim ætíð síðan. John var skipaður umboðsmaður Islend- inga og m.a. vegna áhrifa hans eign- ast íslensku landnemarnir eigin ný- lendu. Hún er biblíuleg, myndin af stúlkunum tveimur við brunninn, hinni dökkhærðu Carrie og ljós- hærðu íslensku stúlkunni, og ör- lagaþrungin. „Mikið er búið að rannsaka þessa sögu og þarna á að reisa fagra minnisvarða," segir Davíð. Nýja-Island einstakt í sögu Kanada „Saga íslendinga er einstök í sögu Kanada. Ekkert annað þjóðar- brot fékk sérsvæði utan landamæra Kanada, en Manitoba fylkið náði ekki yfir íslendingabyggðirnar fyrst. Nýja ísland bjó við sérlög í tólf ár og talaði eigið tungumál. Önnur þjóðabrot áttu möguleika á að fara aftur heim, en flestir ís- lensku landnemana voru svo blá- skínandi fátækir að ekki varð aftur snúið. En þeir skópu sér nýtt ís- land sem þeir gátu farið til, - og hver landnemahópurinn á fætur öðrum safnaðist þangað. Um alda- mótin 1900 bjuggu um 5 þúsund manns á Nýja Islandi, sem þá var ríki innan kanadíska ríkisins sem Islendingar höfðu fengið að gjöf. Svo mikið traust höfðu þessir for- feður okkar. Við Ný-íslendingar fögnum 125 ára afmæli landnámsins á verðugan hátt. Árið 2000 verður mikið um að vera bæði í Winnipeg og Gimli. Nýja íslandssafnið verður opnað í Gimli. Safnið er samtengt Betel, sem nú er hjúkrunarheimili aldr- aðra. Ný byggingarálma mun hýsa Nýja íslands-safnið á neðri hæð, en á efri hæð verða íbúðir fyrir eldri borgara. Betel skipar sérstakan sess í sögu Nýja Islands. Heimilið var stofnað um síðustu aldamót af eiginkonu Jóns Bjarnasonar sem var fyrsti prestur Nýja íslands. Þá var tölu- vert um eldra fólk sem átti hvergi samastað og Betel var lofsvert framtak". Davíð segir, að saga Nýja íslands muni birtast á geisladiski og þar komi margir við sögu í tali og tón- um. Einnig að ráðstefna verði haldin um haustið í Winnipeg um framtíð- arskipun mála hjá íslendingum vestanhafs, t.d. hvernig best sé að standa að íslenskukennslu fyrir yngra fólkið, nú þegar Winnipeg-ís- lenskan er að deyja út, íslenska er ekki lengur mál götunnar, - og hug- ljómun íslenskrar tungu að láta und- an með brotthvarfi eldri kynslóðar. Davíð sýnir vel hug sinn, þegar hann mælir af munni fram ljóð Friðriks Péturs Sigurðssonar, fyrr- verandi bónda og skálds í Geysis- byggð, úr ljóðabók hans „Römm er sú taug“: Hjá okkur lifí alla daga íslenskt mál og fogur ljóð, íslensk fræði, íslensk saga, íslenskt meðan rennur blóð. Ennþá á íslenska þjóðin eldhuga sem berjast fyrir varðveislu ís- HÖGGMYND eftir Ásmund Sveinsson af fyrstu hvítu móð- urinni í Ameríku, Guðríði Þor- bjarnarddttur með soninn Snorra Karlsefnisson. „Erfingj- ar / Myndstef 1997“. Eigandi: Listasafn Reykjavikur. lenskrar tungu og íslenskrar arf- leifðar í Vesturheimi. Segja má að kjarninn á bak við Millennium 125 birtist í ljóðinu. Landafundanefnd 2000 er annað þótt hvort tveggja sé samtengt. - Er ekki erfítt að sameina það að vera formaður Landafundanefndar, samtímis því að vera stórbóndi í kornrækt og formaður íslensku {)jóðræknisdeildai-innar í Árborg? „Ég hlýt að gera þetta, af því að það íslenskt blóð í mér,“ segir Vest- ur-íslendingurinn og brosir, en við- urkennir samt að oft sé hann þreyttur. „Ég tók að mér að stjóma Landa- fundanefnd síðastliðið sumar, sam- tímis því að vera á fullu í búskapn- um. Sumir dagar ganga betur en aðrir. Einn daginn var ég að flýta mér að ljúka sáningu til að komast á fund til Winnipeg. Var síðan kominn hálfa leið, þegar ég uppgötvaði að buddan hafði gleymst heima. Þá var það geisladiskur með Kar- lakór Reykjavíkur, einkum Draumalandið sungið af Diddú, sem yfírtók alla þreytu, og ég stað- næmdist við vegkantinn og hripaði þetta niður: Er leiðin virðist löng hjá mér, tilgangslítill dagur hver. Mikið tekið að mér hér, ég einn míns liðs um brautu fer. Englaraddir óma til mín, Islands ljóð með fagurt svið. Draumalandið dregur til sín djörfung, styrk og sálarfrið. (Ljóð Davíðs er lítillega lagfært með tilliti til fslenskunnar). Bær Davíðs heitir Svaðastaðir og hann dundar sér við að skrifa íslensk ljóð úti á víðáttu sléttunn- ar. „Ég erfði málið af foreldrum mín- um. Islenskan er móðurmál mitt. Ensku lærði ég fyrst fjögra ára. Ég gekk í íslandsskólann í Geysis- byggð, en þai’ var okkur harðbann- að að tala íslensku. Þá var Nýja ís- land komið undir Kanada og enska ríkismálið. Tvennt bjargaði íslensku minni; að ég umgekkst Skafta frænda minn sem talaði íslensku, en við unnum saman mörg sumur í heyskap, - og að ég komst í sam- band við Hörð Ingimarsson, frænda minn á Sauðárkróki, en við höfum skrifast á frá skólaárunum og hann hefur verið duglegur að senda mér íslenskt efni“. Davíð segist hafa lært að lesa og skrifa íslensku frá 1994. Einkum hrífst hann af íslenskum Ijóðum og fínnst málið afar vel fallið til ljóða- gerðar. „Ég er svo heppinn að vera eins og einn af ykkur, þegar ég kem hingað. Aldamótakynslóðin, breyttar áherslur Áður voru sterk fjölskyldutengsl og bréfaskriftir. Ámma skrifaði. Mamma skrifaði. Ég skrifaði. Heima eru gamlir skókassar fullir af handskrifuðum bréfum út um allt. Nú er allt að breytast. Yngra fólkið hugsar meira um að koma á viðskiptatengslum. Nú er að vaxa upp sjöunda'kynslóð og það má ekld búast við að íslenskan verði lengur notuð sem daglegt mál. Okkur vantar fulltrúa frá íslandi til að hjálpa okkur að skipuleggja fyrir árið 2000. Sá fulltrúi gæti síðar orðið viðskiptafulltrúi á milli land- anna. Gert er ráð fyrir skrifstofu til að sinna þessum málum í Nýja Is- landssafninu í Gimli. Nú liggur fyrir að rannsaka, hvernig best er að byggja upp meiri viðskipti. Fram- tíðatengsl okkar liggja í betri við- skiptum. Flugvöllurinn í Winnipeg er tilbú- inn að taka á móti beinu flugi frá Keflavík. Vissulega var mikil bót að beinu flugi til Halifax, en það þjónar ekki kjarna íslendingabyggðanna. Milli Winnipeg og Halifax eru um 4000 km, en um 8 klst. akstur frá Minneapolis til Winnipeg. Kanadabúar af íslenskum ættum hafa lengi látið sig dreyma um ís- lenskt sendiráð í Kanada. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma í næstu framtíð, en það má ekki líða of langur tími. Nú er áhugi fyrir hendi, en hver veit hvað verður þeg- ar okkar kynslóð er horfin." Davíð segir að námsmannaskipti í gegnum „SNORRI Program" séu jákvæð. „Unga fólkið að heiman þarf að kynnast íslandi, koma í stutta heimsókn til að sjá að óhætt er að koma hingað. Margir hafa komið í 2-3 vikur og snúa heim ánægðir. Þeir gætu komið aftur til lengri dvalar, jafnvel til að stunda nám á íslandi. Það er eitthvað í ís- lensku sögunni sem dregur til sín.“ Og Davíð segir frá Söru sem fór til íslands frá Quebec fylki eftir að hún hafði lesið um íslendingasög- umar. Sara á ekki rætur að rekja til íslands. Samt varð hún svo hrifin af íslandi og íslenskri tungu, að bréf frá henni bárust til þjóðræknis- deildanna vestra. „Hún spurði hvort nokkur íslend- ingur væri í Quebec svo að hún gæti æft sig að tala íslensku? Sara stefn- ir á þriggja ára íslenskunám á ís- landi, þótt hún eygi ekki von um námsstyrk." Ommuhnappurinn og velgengni Vestur-íslendinga Neil Bardal kemur nú inn í um- ræðuna. Neil er búinn að vinna vel íyrir íslendinga um árabil og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ailt var heilagt sem tengdist ís- landi. Það fékk maður að heyra sem krakki frá ömmu. Amma sagði aldrei frá erfiðleikunum, en talaði bara um hvað Island væri fallegt, - og alltaf var talað um að fara „heim til íslands." Hluti af því að vera inn- flytjandi var að standa sig vel og vera til fyrirmyndar, svo að önnur þjóðabrot gætu séð hvað íslenska fólkið væri gott.“ Neil segir, að mæður í íslenska samfélaginu hefðu lagt mikla áhersla á að móta synina svo vel í uppeldinu að þeir sköruðu fram úr. Öðru máli hefði gegnt um dæturn- ar, þær myndu sverja sig í ætt við mæðurnar. Synimir gætu þurft ein- hverja hjálp!“ Neil skellihlær. „Við kölluðum þetta „ömmu- hnappinn", segir Neil. „Amma var alltaf heima og hún var sterka aflið í fjölskyldunni. Áhrif ömmu- hnappsins voru þau, að okkur lang- aði mjög mikið til að vera góðar fyrirmyndir í augum íslenska sam- félagsins til að gleðja ömmu. Ég var ekki sérstök fyrirmynd, gekk bara inn í starf föður míns sem stundaði útfararþjónustu. Amma var löngu dáin, þegar ég tók við starfi aðalræðismanns Islands í Kanada. Svo sterk voru áhrif ömmuhnappsins, að ég kom við hjá gröfínni hennar og hugsaði eitt- hvað á þessa leið: „Jæja, amma mín, ég vona að þú sért nú loks ánægð með ömmustrákinn, þegar hann er farinn að vinna fyrir Is- land!“ Trúlega á ömmuhnappur strák- anna vestra stóran þátt í velgengni Vestur-íslendinga sem hafa staðið framarlega á öllum sviðum kanadíska þjóðlífsins. íslenskir námsmenn vestanhafs voru aldrei háðir takmörkunum inn í læknadeild eins og aðrir. Margir sköruðu fram úr í lækna- vísindum, eins og doktor Thorláks- son. íslenskir læknar voru upp- hafsmenn að stofnun „Clinics" eða sérhæfðra sjúkahúsa í Winnipeg. Doktor Baldur Stefánsson jurta- fræðingur þróaði ýmis afbrigði af korni og fann upp Kanola-sæðið sem nú er heimsþekkt og gefur af sér framúrskarandi góða matarol- íu. Islendingar hafa gegnt ráð- herraembættum í fylkisstjórn Manitoba og alríkisstjórninni. Þeir hafa setið á þingum, verið yfirdóm- arar við ýmsa dómstóla í Kanada og mjög framarlega í viðskiptalíf- inu. Alkunna er, að íslenskir at- hafnamenn voru leiðandi í upp- byggingu Winnipeg-borgar fram eftir öldinni. „Sterkir persónuleikar þessar íslensku konur sem mótuðu okk- ur,“ segir Neil, „reyndu alltaf að ná því besta út úr ungviðinu. Aldrei var komið fram við okkur strákana, eins og einn úr hóp. Þvert á móti vorum við látnir fínna, að hver og einn okkar væri eitthvað sérstakt. Styrkur íslensku ömmunnar kemur jafnvel fram í undirbúnings- starfi Landafundanefndar. Iðulega þegar við erum búnir að fá ein- hverju framgengt, segir sá á hinum endanum að amma sín hafi verið ís- lensk!“ segir Neil hlæjandi. - Getur andstaðan sem íslensku landnemamir mættu, þegar þeir yf- irgáfu Island og voru ásakaðir um foðurlandssvik, verið hluti af því að standa sig í öðru landi? „Vissulega getur það hafa spilað inn í. Stór þáttur er líka sá að vera viðurkenndur í öðru landi. íslendingar vestanhafs stóðu sig frábærlega í fyrri heimsstyrjöld- inni, en hlutfallslega fleiri af ís- lenskum uppruna voru sjálfboða- liðar fyrir Kanada en af öðrum þjóðernum. Þá gátu þeir sér gott orð og hafa haldið áfram að gera það. Vonandi á íslenski ömmu- hnappurinn eftir að hafa áhrif lengi enn.“ „Það er mikilvægt fyrir fámenna þjóð að standa upp úr fjöldanum og láta að sér kveða. Sagan fær sterk- ari hljómgrunn, ef við stöndum saman að henni, þið íslendingar og við Vestur-íslendingar. - Ef við merkjum ekki landafundina og landnámið með minnisvörðum alda- mótaárið 2000, þá er hætta á að sag- an glatist," segja þeir Neil og Da- víð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.