Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 13
12 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 B 13 + STRÍDSHETJA í HELGAN STEIN HELGI Hallvarðsson skipherra er mörgum í fersku minni frá því í þorskastríðunum, þegar íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna. Hann var á sjó, síðast skipherra á Tý, allt þar til fyrir átta árum. Kom þá í land og hefur síðan gegnt starfi fram- kvæmdastjóra gæsluframkvæmda hjá Landhelgisgæslunni. Helgi, sem er 67 ára, telur nú kominn tíma til að draga sig í hlé og hleypa yngri mönnum að. En hvað tekur við? „Eg á mikið af blaðaúrklippum sem ég þarf að ganga betur frá og svo þarf ég að koma myndasafninu mínu í gott lag,“ segir Helgi, en hann hefur lengi verið mikill áhugamaður um ljósmyndun og tekið margar myndir gegnum árin. „Eg er ekki hræddur um að ég setjist þannig í helgan sfyin að ég safni á mig köngu- lóarvef! Eg hef nóg að sýsla meðan heilsan er góð; þarf til dæmis að ferð- ast um eigið land, það hefur gleymst gegnum árin vegna anna, þó ég hafi séð landið mikið af sjó og úr lofti,“ en Helgi flaug mikið á vélum Gæslunnar meðan hann var stýrimaður og skip- herra. Helgi er Reykvíkingur. Foreldrar hans voru Guðfinna Lýðsdóttir og Hallvarður Rósinkarsson. „Ég er fæddur á Seljavegi 7 þannig að segja má að ég hafi verið á réttum slóðum undanfarin ár; fæðingarstaðurinn er rétt hjá aðalstöðvum Landhelgis- gæslunnar. Faðir minn var sjómað- ur, vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni og móðir mín húsmóðir. Við erum sex bræðumir og stríddum pabba oft að hann hefði alltaf verið að reyna að eignast stelpu, þess vegna værum við svona margir!" Helgi fór snemma að vinna, fyrst í byggingarvinnu en síð- an lá leiðin á sjóinn. Fjölskyldan bjó á Hörpugötu í Skerjafirði þegar hann var ungur en varð að flytja þegar flugbrautin var lögð. „Við lentum í jaðri hennar og urðum að flytja; fengum lóð á Hrísa- teig í Laugamesinu. Stórbýlið Bjarg var við Sundlaugarveginn, þai- sem Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn og kona hans Sigríður Sigurðardóttir vora með mikinn búskap; refi, beljur, svín og ýmislegt annað. Á bænum voru sjö systur og konan mín var ein þeirra. Við kynntumst því snemma." Eiginkona Helga er Þuríður Erla Erlingsdóttir og eiga þau þrjú börn; Guðfinna, viðskiptafræðingur, er gift Guðna Einarssyni, blaðamanni, Sig- ríður, prentsmiður og skrifstofumað- ur, er gift Birgi Sigurðssyni skipu- lagsstjóra Kópavogsbæjar og Helgi, framkvæmdastjóri, er kvæntur Guð- rúnu Sigurgrímsdóttur og reka þau eigið fyrirtæki. Ældi lifur og lungum Helgi man vel eftir fyrsta deginum hjá Landhelgisgæslunni, sumarið 1946. „Já, sannarlega, því ég varð að fara alla leið á Blönduós til að komast um borð. Maður var ekki dags dag- lega í drossíu á þessum tíma og mér þótti merkilegt að fara í ferðalag; fór með rútu norður og var sóttur í land á árabát því höfn var ekki á Blöndu- ósi. Við vorum svo varla búnir að létta akkeram þegar ég varð að fara í koju því ég varð svo sjóveikur. Það var nánast logn en ég ældi samt lifur og lungum, og lofaði sjálfum mér því að fara aldrei til sjós aftur!“ Helgi leysti af í mánuð þetta sum- ar; faðir hans útvegaði honum pláss- ið, á varðbátnum Oðni, 72 tonna tré- skipi smíðuðu á Akureyri. Skipherra var enginn annar en kempan Éiríkur Kiistófersson. Óðinn, Sæbjörg og Ægir vora þetta sumar þrjá mánuði stanslaust fyrir Norðurlandi við gæslu á síldarvertíð. Vel þurfti að fylgjast með fjölda erlendra sfldveiði- skipa sem þar var, að sögn Helga. „Landhelgin og fiskveiðimörkin voru þrjár sjómflur, náðu inn um firði og flóa. Öll okkar skip á þessum tíma voru byggð eins og togarar, með það fyrir augum að nappa lögbrjótana; við vorum ekki með það kraftmiklar vélar að ef þeir fengu forskot var ekki hægt að ná þeim nema að skjóta. Og kúluskotum var óspart beitt ef í það fór. Púðurskoti fyrst, en síðan kúluskotum þannig að kúlumar skullu í sjóinn til hliðar við þá. Skip- herrar höfðu hvorki leyfi þá né seinna að skjóta kúluskotum í skipin nema með leyfi úr landi, frá dóms- málaráðherra, þó svo ég bryti þær reglur í þorskastríðinu!" Sjóveikin „Nei, sjóveikin lagaðist ekki. Hún var fylgifiskur minn í mörg ár, eltist eiginlega af mér. Fyrstu árin var ég fárveikur af sjóveiki en svo rénaði þetta aðeins. Þá var ég bara sjóveik- ur fyrstu dagana eftir að haldið var úr höfn og síðan jafnaði ég mig. En eftir nokkra daga í höfn var ég sjó- veikur fyrstu dagana. Síðustu 20 árin á sjónum fann ég hins vegar ekkert fyrir þessu.“ Þrátt fyrir sjóveikina hvarflaði ekki að Helga að hætta á sjónum vegna þessa. „Nei. Aldrei, nema þama alveg fyrst. Það var eitthvað sem togaði í mig. Ég hef oft sagt, meira í gríni en alvöra, að það væri besta ráðið þegar deilt er við erfiða samningamenn að fara með þá út í Flóa í norðaustan garra. Þeir myndu skrifa undir allt ef þeir yrðu sjóveik- ir! Þetta er hræðileg veiki.“ Helgi fór í Stýrimannaskólann. „Til að fá full stýi-imannaréttindi varð maður að vera eitt ár í millilandasigl- ingum. Það gat verið erfitt því ekki var hægt að komast í pláss á þessum áram nema þekkja mann sem þekkti mann... Mér fannst þetta reyndar mjög skrýtið, og finnst enn. Á sama tíma og við voram að hamast hér á ströndinni í erfiðu sjólagi, gat háseti á Tröllafossi, sem sigldi frá Reykjavík til New York - beina leið, fram og til baka - fengið fulla stýrimannspapp- íra, þó hann þekkti ekki nokkum skapaðan hlut til héma á ströndinni. Mér hefði fundist að þetta hefði átt að gilda jafnt. Við voram að skrapa sam- an tímum og ég náði loksins nægilega mörgum með því að vera á Selfossi gamla um tíma og síðan á Dranga- jökli. Ég hafði að sjálfsögðu gott af því, þetta var viss lærdómur í sjó- mennsku, en ég verð að segja eins og er að mér líst ekki á að hver sem er siglir á Þór ATVIKIÐ fræga í mynni Seyðis- fjarðar þegar dráttarbáturinn Lloydsman sigldi á Þór. Fyrst náði annar dráttarbátur að gefa Þór „sniá dank“ eins og Helgi segir og Lloydsman „náði ekki nógu góðu höggi á mig; skrapast samt eftir síð- unni á mér. Ég læt vaða á hann púðurskot og þegar ég er kominn aðeins frá honum sé ég að þetta er ómögulegt; að þeir skuli ráðast á varðskip innan landhelgi. Mér finnst að ef ég sýni þeim ekki hörku þá verði þeir ábyggilega enn æstari þannig að ég læt setja kúluskot í fallbyssuna og skjóta á kvikindið. Og það hitti! Enda flúðu þeir eins og fjandinn væri á hælunum á þeim, út fyrir.“ geti nánast gengið inn af götunni, án þess að hafa nokkurn tíma pissað í saltan sjó, farið í Stýrimannaskólann og fengið full réttindi til að stjóma skipi. Áður þurftum við að vera í tvö ár á sjó til að komast í skólann en nú er í bígerð að menn komist inn eftir smá tíma á sjó. Það er ekki sama að stjóma skipi og keyra bfl hér á göt- unni því menn eiga eftir að læra á sjó- inn og það er kúnst; sjólagið við Is- land er engu líkt.“ Helgi lauk námi frá Stýrimanna- skólanum 1954. Þá vora fiskveiði- mörkin komin út í fjórar mflur. Fyrst fór hann í afleysingar sem stýrimað- ur á Skjaldbreið, skipi Skipaútgerðar ríkisins, en síðar sama ár varð hann stýrimaður hjá Gæslunni, á Sæ- björgu. Landhelgisgæslan var gerð að sérstakri stofnun 1952 en hafði áð- ur verið hluti af Skipaútgerðinni. Bókhald og ráðningarstjórn var þó áfram sameiginlegt. Þorskastríðin Landhelgismálin og þorskastríðin svokölluðu skipa stóran sess í minn- ingum Helga, eins og nærri má geta. „Lengd þorskastríðsins í hvert skipti var í öfugu hlutfalli við út- færsluna. Þegar fært var úr fjórum mílum í 12 tók stríðið þrjú ár; úr 12 í 50 tók stríðið tvö ár og þegar fært var úr 50 í 200 tók það eitt ár.“ Það fyrsta hófst 1958 og þá var Helgi orðinn stýrimaður á Álberti. „Bretarnir sættu sig ekki við út- færsluna; töldu að þorskurinn væri svona innarlega. Haft var á orði að sumir skipstjórarnir væra orðnir svo vanir að nota ákveðnar þúfur í landi sem viðmið að ef þeir færu svona langt út, og nytu þeirra ekki við leng- ur, yrðu þeir eins og blindir kettling- ar! Það var hins vegar orðið lífs- spursmál fyrir okkur að koma Iand- helginni út því þama vora tugir er- lenda togara að skrapa alveg uppi í fjöraborði. Bretar sendu strax her- skip til vemdar togurunum, undir stjórn Andersons sjóliðsforingja og hann var með voðalega stæla. Mesta ánægja hans manna var að hóta því að sökkva okkur með einu skoti. Þeir litu á okkur sem einhverja litla kalla. Voru auðvitað á miklu stærri skipum og það hefði ekki verið neitt mál fyrir þá að láta verða af hótununum." En íslendingai'nir óttuðust ekki að þeir gengju svo langt. „Við tókum hins vegar aldrei neina áhættu. Það gat alltaf verið einhver geðbilaður á bak við byssumar." Eitt og annað nýstárlegt var reynt í þorskastríðunum til að velgja út- lendingunum undir uggum. Fræg- asta bragðið era klippurnar, leyni- vopnið sem notað var til að „klippa“ togvírana aftan úr toguranum en að þeim verður vikið síðar. Af því að vit- að var af Belgunum að veiðum við Ingólfshöfða - að þeir væra að skrapa inn fyrir fjórar mflurnar - gafst tækifæri til að góma þá með óvenjulegum hætti. „Eftir að lögsag- an var færð út í fjórar mflur sóttu Belgar stíft á svæðið þar útaf. Og eft- ir að við fengum fyrstu gæsluflugvél- ina, TF RÁN, sem var Katalínuflug- bátur, gátum við fylgst með þeim með óvenjulegum hætti. Vélinni var lent á flugvellinum við Kirkjubæjar- klaustur. Völlurinn er þannig stað- settur að við gátum séð út á sjóinn við Ingólfshöfða úr radarnum," segir Helgi. Flugvélin hafi stundum staðið á vellinum í sólarhring, radarnum verið haldið í gangi með rafhlöðu og staðnar hafi verið vaktir til að fylgj- ast með Belgunum. „Við sáum hvern- ig þeir skröpuðu við línuna og fóra síðan aðeins inn fyrir.“ Þannig var sem sagt hægt að fylgjast með land- helgisbrjótum úr flugvél á jörðu niðri! Ekki nóg með það; „Þegar ís- lendingar voru orðnir svolítið harðir í landhelgisbaráttunni settum við rad- ar í Gæslubílinn og fylgdumst með skipum fyrir utan Portland...“ Blaðamaður undrast: Portland?! Þá kemur í ljós að sjómenn kalla Dyi-hólaey Portland. Þannig var sem sagt fylgst með bátum úr bflnum, sem var í stöðugu sambandi við flug- vél Gæslunnar sem var tilbúin að fara á loft ef með þurfti. Ætli hann sé ekki lygari! Þó baráttan væri í algleymingi segir Helgi menn ætíð hafa reynt að sjá broslegu hliðarnar á því sem var að gerast. „Eiríkur Kristófersson, okkar frægi skipherra, sem var þá með Þór - flaggskip okkar - hafði mikið samband við Ánderson og þeir komu oft hvor um borð til annars, til að ræða málin og leysa vandamál sem upp komu. Okkur þótti til dæmis ógurlega sárt að herskipin vörnuðu þess að við gætum tekið togara við veiðar innan fjögurra mflnanna, sem breska ríkisstjómin hafði viður- kennt. Jafnvel þó við gætum lagt sannanir á borðið og þeir séð það sjálfir að togaramir væra innan við fjögurra mflna mörkin. Svo var það einhvern tíma að þetta var farið að valda miklum ágreiningi og þeir ákváðu að hittast. Eiríkur fer um borð til Andersons. Hann var góða stund um borð en þegar Eiríkur kemur aftur upp í brú og segir við yf- irstýrimann sinn, Garðar Pálsson, að nú sé ákveðið að Anderson skipti sér ekki af þvi þó varðskip taki togara að veiðum innan fjögurra mflna markanna. Þá segir Garðar: Heyrðu Eiríkur, annað hvort er Anderson lygari eða þú kannt ekki ensku! Ei- ríkur svarar: Ætli hann sé ekki lyg- ari! Og það stóðst; það var ekkert að marka það sem Anderson sagði.“ Helgi segir það hafa sýnt sig í þorskastríðunum að nánast væri ógerningur að fiska undir herskipa- vernd. Hann segir herskipin hafa út- hlutað togurunum hólfum til að veiða í. „Skipherrarnir höfðu engan áhuga á því hvar fiskurinn var; hugsuðu eingöngu um að ögra okkur og vildu bara koma í veg fyrir að varðskipin gætu tekið togarana; og þeir fengu að skrapa botninn hvort sem þar var fiskur eða ekki. Ég veit því að oft hefur verið sárt fyrir Bretana, þegar þeir voru í þessum básum, og löptu dauðann úr skel, að sjá Þjóðverjana, sem höfðu samþykkt 12 mflurnar, koma af Halanum alveg á nösunum; með fullt skip af fiski, þegar hinir voru með eina eða tvær körfur!“ Helgi segir togarana hafa orðið að veiða í þeim hólfum sem herskipin ákváðu, fyrsta sólarhringinn eftir að komið var á Islandsmið. „Þeir sem ekki gerðu það vora settir á svartan lista. Eftir fyrsta sólarhringinn gátu togararnir reyndar fært sig, en þó ekki án samþykkis herskipsins og ekki langt því herskipið þurfti að geta komið í hvelli ef á þurfti að halda. Ef við sáum einhverja eftir- legukind - eins og við kölluðum tog- arana, sem yfirgáfu hólfin - reyndum við auðvitað að gera þeim eins mikla skráveifu og við lifandi gátum. Við gerðum mikið af því að vera með mannskap á dekkinu, sérstaklega á minni bátunum því þeir hræddust þá meira; héldu að við væram með upp- göngulið og urðu að halda sér vak- andi sólarhringum saman, eftir því hvað við gátum hangið lengi við hlið þeirra. Skipstjórarnir voi-u þá farnir að sjá varðskip úr öllum áttum þó ekkert varðskip væri nálægt! Þetta var taugastríð. Þessu fyrsta þorska- stríði lauk svo með samkomulagi þannig að þeir fengu að fiska upp að sex mílum í eitt ár og á þeim tíma héldu þeir sig fyrir utan sex mflurn- ar. Nema einn og einn...“ Helgi segh’ að þrátt fyrir þorska- stríð hafi Landhelgisgæslan aldrei gleymt helsta hlutverki sínu, sem væra björgunarstörf og það væri ánægjulegasti hluti starfsins þegar hægt væri að koma mönnum til bjarg- ar eða aðstoða að einhverju leyti. í október 1963 björguðu Helgi og félagar hans á Óðni allri áhöfn á breska togaranum Northern Spray. Helgi var þá yfirstýrimaður. „Hann strandaði undir Grænuhlíð í kolvit- lausu veðri, norðaustan átt. Við fór- um á léttbátnum okkar upp undir landið og björguðum áhöfninni en togarinn varð eftir; við reyndum að draga hann út en það gekk ekki.“ Leynivopnið Annað þorskastríðið hófst 1972. Það var þá sem leynivopnið fræga - klippurnar - var óspart notað, Bret- um til mikils ama. „Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var byrjaður að hanna klippumar undir lok fyrsta stríðsins og við æfð- um okkur þá á Ægi og Maríu-Júlíu. Ægir var þá með klippurnar og Mar- ía-Júlía dró togvíra á eftir sér, því hún var eins og togskip. Fyrstu klippurnar vora ógurlega frumstæð- ar; eins og ljár með tveimur örmum, þannig að það gat verið happdrætti hvort maður hitti á vírana. En við æfðum þetta og það átti heldur betur eftir að skila sér.“ Framan af þorskastríðinu sem hófst 1972 voru Bretarnir látnir bjarga sér sjálfir. Herskip vora ekki send á Islandsmið en togarasjómenn- irnir mótmæltu því harðlega. Helgi var orðinn skipherra þegar þetta var. Stundin milli stríða var tíu ár og Helgi segir allt hafa verið í óvissu um það, þegar landhelgin var færð út í 50 mflur, hvernig Bretai-nir bi’ygðust við. „Við vorum mjög fátækir af skip- um á þessum tíma. Ægir var nýjast- ur, kom 1968, og svo vora Óðinn og Þór. Gæslan var reyndar líka með Árvakur, en hann var ganglítill, þannig að farið var að leita fyrir sér með skip að utan eða hér heima og niðurstaðan var sú að reyna að fá leigða hvalbáta, að minnsta kosti einn. Á ýmsu gekk, útgerðarmaður- inn var smeykur við að fá á sig svart- an stimpil erlendis ef hann lánaði bát til þessara starfa, hann fékk ýmsa góða menn sér til liðsinnis og ýmis- legt var gert til að fá okkur ofan af þessu. En það endaði með því að hann gaf eftir og við leigðum Hval 9 sem reyndist alveg prýðis skip; var hraðgengur og lipur í snúningum, öf- ugt við varðskipin sem voru voðalega stirð í snúningum." Fyrst eftir að landhelgin var færð út í 50 mflur „voru Bretarnir með alls kyns stæla,“ segir Helgi. „Máluðu yf- ir nafn og númer togaranna, settu jafnvel upp sjóræningjafána og voru með alls konar bölvaða vitleysu. Ég held reyndar að þeir hafi ekki ein- ungis verið að ögra okkur heldur líka bresku ríkisstjórninni, því sjómenn- irnir voru óhressir með að ekki skyldi vera búið að senda herskip þeim til aðstoðar." Ekki batnaði ástandið eftir að leynivopninu, klipp- unum margfrægu, var fyrst beitt; „þeir urðu hvumsa þegar klippt var aftan úr fyrsta togaranum en urðu svo auðvitað alveg trylltir þegar þeir uppgötvuðu hvað var um að vera. Þá dundu hótunarskeytin yfir bresku ríkisstjórnina; skipstjórarnir hótuðu að fara út og færa okkur 50 mílurnar á silfurfati. Þetta kom bresku stjórn- inni líka í opna skjöldu. Það gefur auga leið að hún var ekki hrifin af þvi að senda herskip á íslandsmið, eftir reynsluna af fyrsta þorskastríðinu, og sá líka að þorskurinn yrði dýr með alla þessa herskipavernd. Hún vildi koma sér undan því að fá aðra eins útreið og í fyrsta stríðinu og ákvað að senda dráttarbáta á miðin. Skömmu áður en sá fyrsti kom hafði eldgosið í Vestmannaeyjum hafist og varðskip- in voru þá öll kölluð til Eyja. Þar vora þau öll; flest í siglingum milli Þorlákshafnar og Eyja með hjálpar- lið, vörar og annað þess háttar og eitt var í höfninni í Vestmannaeyjum. Fyrir utan höfnina þurfti líka að mæla dýpið og gera alls konar kúnst- ir og svo þurftum við að vera tilbúnir að taka björgunarliðin ef kæmi sprengigos, sem margir spáðu.“ Þegar gosinu lauk og varðskipin mættu aftur á miðin varð handa- gangur í öskjunni, að sögn Helga. jAJlir vildu komast að og minna á sig. Ég var fyrst með Hval 9, sem skírður var Týr en fékk aukanefnið Hval-Týr og Bretarnir kölluðu Moby Dick. Hann var mjög snöggur og gat þeyst á milli þeirra, þannig að þeir vissu aldrei hvar þeir höfðu hann.“ Guðmundur Kjærnested var skip- herra þegar fyrst var klippt aftan úr togara með leynivopninu, en Helgi klippti fyrst veiðarfæri aftan úr breskum togara út af Horni. „Hann var að byrja að hífa upp þegar ég kom, en ég skelli mér á hann flatan; við fóram fyrst á hægri ferð til að láta klippumar liggja niðri; toguðum eins og togari en svo verð ég allt í einu var við að skipið hjá mér er stopp. Ég skil ekkert hvað er um að vera; það er allt í lagi niðri í vél. Svo sé ég hvar fremri hlerinn kemur upp og klippurnar era þá fastar í hleran- um og þegar Bretamir sjá leynivopn- ið reka þeir upp ægilegt stríðsöskur; ætla sér heldur betur að ná vopninu. Þeir koma með gils til að setja á vír- inn frá mér til að geta híft þetta inn og höggva svo af, en nákvæmlega þegar þeir era að koma með gilsinn losna klippurnar úr hleranum, skella niður og klippa á annan togvírinn hjá honum! Siguröskrin breyttust þá fljótt í annað öskur. Þeir urðu alveg brjálaðir. Staðreyndin var nefnilega sú að ef maður klippti á annan vírinn bölvuðu karlarnir um borð í toguran- um svakalega; það tók þá marga klukkutíma að ná trollinu upp á öðr- um vímum og þegar það kom um borð var það allt snúið og vitlaust og marga klukkutíma tók að greiða úr því. „Karlinn“ var hins vegar rólegur og kátur ef svona fór. Næðum við hins vegar báðum vírunum var það hins vegar öfugt, karlarnir vora þá kátir en skipperinn alveg vitlaus." Fljótlega eftir gosið í Eyjum fór Helgi af Tý og tók við Þór. Hann seg- ir engan hafa vitað fyrirfram hvemig baráttan við dráttarbátana yrði. „Þegar við komum á miðin reyndu þeir að sigla fyrir okkur svo við kæmumst ekki að togurunum, en voru ekki þjálfaðri en það að eitt púðurskot nægði til að hrekja þá burtu. Það fannst bresku togaraskip- stjóranum alveg ótækt; fannst þetta bara einhverjar dúkkur og algjör leikaraskapur að vera með þessa báta. Þeir sendu því aftur hótanir til bresku ríkisstjórnarinnar og heimt- uðu herskip. Hún reyndi hins vegar enn að komast undan og sendi fleiri dráttarbáta. Ég man að einu sinni komum við að breskum hóp og skár- um undan fjóram á hálftíma og þá varð allt vitlaust; hótanimar urðu slíkar frá skipstjórunum að herskip vora send af stað.“ Herskipin, dráttarbátarnir og tog- aramir sjálfir reyndu gjarnan að sigla í veg fyrir varðskipin, þegar þau stefndu í átt að togara við veiðar. „Maður var oft með allt heila liðið á eftir sér; herskip, dráttarbáta og tog- ara. Ég man sérstaklega eftir einu atviki á Selvogsbanka. Árvakur var þar fyrir og hafði náð að klippa á einn togara en Bretamir vora famir að þjarma að honum þegar við á Þór komum á fullri ferð. Arvakur var ekki með fallbyssu en þegar okkur bar að var togarinn greinilega að reyna að sigla á hann. Árvakursmenn voru farnir að skjóta af rifflum á brúna á togaranum. Við létum vaða púðurskot á þá úr báðum byssum, að framan og aftan, og vissum að þegar færið væri varla skipsfjarlægð og púðurskot úr 57 millimetra fallbyss- um skylli á brúnni liði þeim sem inni era eins og' þeir væra í tómri tunnu og lamið væri í með sleggju; þeir yrðu heymarlausir og trylltir og það urðu þeir þama. Einn náði skarpri beygju á mig og skrapaði eftir allri síðunni. Það urðu einhverjar skemmdir hjá okkur en þetta kostaði líka það að það kom leki að honum þannig að hann þurfti að sigla heim í fylgd annars togara. Þar með voru tveir úr leik í bili.“ Míklu meiri harka Undir lok stríðsins gripu bresku herskipin til nýstái’legs ráðs til að klekkja á varðskipunum. Gamlii’ jám- brautarteinar vora festir á afturstefn- ið, „svo komu þeir á fullri ferð með- fram varðskipinu, og beygðu skarpt og ætluðu að rista það eins og þeir væra með dósahníf. En það gekk aldrei upp. Þetta var nákvæmlega eins og þegar þeir reyndu að klippa á klippumar hjá okkur; þá settu þeir út einhvers konar klippur en það þurfti sérstaka lagni við þetta og þeir náðu aldrei takmarki sínu.“ Helgi segir Breta hafa óspart dreift þeim áróðri að mikil hætta væri á ferðum þegar varðskipin klipptu aftan úr toguran- um. Svo hefði hins vegar alls ekki ver- ið því víramir hefðu alltaf verið í sjón- um og dottið dauðir niður þar. „Fyrst minnst er á það má ekki gleyma fjöl- miðlunum; þegar við byrjuðum í þorskastríðinu fyrsta vildi íslenska HELGI, þá yfirstýrimaður, stjórnaði morgunleikfimi skipverja á Óðni um árabil. Hér hleypur hann fyrstur um þilfarið. HELGI og félagar lentu oft í vondu veðri á sínum tíma. Hér eru skipverjar að brjóta klakastykki af varðskipinu úti á sjó. HELGI, sem ungur stýrimaður, tekur hornamiðun um borð. Hann varð fyrst stýrimaður um borð í Skjaldbreið, 1954. + HELGI og Friðgeir heitinn Olgeirsson, fyrsti stýrimaður á Þór, eftir að komið var til Reykjavíkur í kjölfar ásiglingar á skipið. STÝRIMANNASKÓLINN. Helgi 2. f.v. í fremstu röð. Þröstur Sig- tryggsson, einnig síðar skipherra, ber í kennarann í glugganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.