Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. JANÚARR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jól og gaml- árskvöld í Rússlandi Rússar fagna jólum og áramótum með nokkuð öðrum hætti en við eins og fram kemur í frásögn Lenu Tsvetaevu. Hún er Rússi, lærði hagfræði og norsku við Moskvuháskóla en býr nú með rússneskum eiginmanni sínum og dóttur á Dalvík. DÓMKIRKJA Frelsarans Krists í miðborg Moskvu. Kommúnistar létu jafna upprunalegu kirkjuna, sem var frá 1883, við jörðu og vildu þannig sýna í verki að ríkið væri guðlaust. Síðan átti að reisa á staðnum menning- arsetur sem kenna átti við Lenín en það fórst fyrir. Var loks byggð þarna stór sundlaug. Fyrir nokkrum ár- um var hafist handa við að endurreisa dómkirkjuna í sinni gömlu mynd og hefur hún nú verið tekin í notkun. Dálítið grenitré fæddist í skóginum, það óx og dafnaði, jafnt vetur sem sumar, var það grænt og beinvaxið ETTA eru orðin í lagi sem öll böm í Rússlandi kunna og syngja á jólatrés- skemmtunum og nýárshá- tíðum. Vitið þið annars að í Rúss- landi eru jólin haldin hátíðleg tveim vikum seinna en í Evrópu og Ameríku? Flestir Rússar era í Rétttrúnaðarkirkjunni sem heldur jól 7. janúar í samræmi við júlí- anska tímatalið (eftir „hina miklu, sósíalistísku októberbyltingu" var tekið upp gregoríanska tímatalið í janúar/febrúar 1918. Þess vegna er einnig haldið hátíðlegt í Rúss- landi hið svonefnda „gamla nýár“ sem er 13. janúar). Og þegar Bandaríkjamenn og Evrópumenn draga andann léttar eftir að hafa skreytt jólatré, skrif- að aragrúa af jólakortum og keypt jólagjafir byrja Rússar iyrst að taka þátt í skemmtilega erfiðinu sem varir fram að gamlárskvöldi. Vöraskorturinn var mikill á sovét- skeiðinu og ekki auðvelt að komast yfir kampavín, ost, pylsu, smjör eða aðra algenga vöra. Eiginlega er gamlárskvöld vin- sælla en jólin og á það rætur að rekja til rúmlega 70 ára sögu Sov- étríkjanna. Kennisetningar Rétt- trúnaðarkirkjunnar vora opinber trúarbrögð í Rússlandi og keisar- inn var æðsti maður kirkjunnar. En eftir 1917 lýstu Lenín og bolsé- vikkaflokkurinn því yfir að ríkið væri guðlaust. Guðleysi sovét- skeiðsins er úr fræðikenningum marxismans og sagt var að trúar- brögðin væru „ópíum fyrir alþýð- una“. Guðleysi varð hin opinbera „ríkistrú". Breyttar hefðir Einhver fyrstu lögin voru um „Aðskilnað kirkjunnar frá ríkinu og skólans frá kirkjunni“. Þetta merkti að smám saman var hætt að halda upp á hátíðir kirkjunnar. Það var ekkert léttaverk að binda enda á trú þjóðarinnar sem saga landsins var mettuð af, einnig hefðir og hugsunarháttur fólks. Rekinn var áróður þar sem lögð var þung áhersla á að snúa al- menningi frá Guði. Það var ekki fyrr en Gorbatsjov hóf umbætur sínar seint á níunda áratugnum að breytingar urðu einnig á andlega sviðinu. Undir lokin var fólki leyft að halda opin- berlega og án nokkurrar launung- ar upp á hátíðir kirkjunnar. Núna er 7. janúar frídagur í Rússlandi en margar hefðir hafa breyst eftir valdaskeið kommúnista. Ög núna er helsta hátíð ársins gamlárs- kvöld, allir bíða með eftirvæntingu eftir henni og hátíðarhöldin era heillandi og mikið í þau lagt. Hefðin fyrir hátíðarhöldum á gamlárskvöld vai’ mótuð með fyr- irskipunum Péturs mikla keisara á 18. öldinni, því má segja að hátíðin sé ný og henni tengjast ekki margir siðir. Fólk trúir því að árið verði í samræmi við það hvernig gengur að fagna nýárinu. Aður en gamlárskvöld rennur upp á að greiða skuldir sínar, annars verður maður skuldum vafinn á nýja ár- inu. Því lengur sem jólatréð stend- ur þeim mun hamingjusamari verður fólk (en ekki ber að ganga jafn langt og í skrítlunni um hjón sem vilja skilja og þegar dómarinn spyr um ástæðuna svarar maður- inn: „Eg er hundleiður á konunni minni, ég sit og drekk bjór, horfi á maígönguna á Rauða torginu í sjónvarpinu og þá byrjar hún að kvabba: „Farðu út með jólatréð, fleygðu jólatrénu!..."). A gamlárskvöld fer fólk í ný föt. Ef svarthærður maður kemur á nýársdag verður allt árið heilla- ríkt. Spái maður einhverju nokkram mínútum áður en klukk- an slær tólf á miðnætti á gamlárs- kvöld má gera ráð fyrir að spámar rætist. Börnin hlakka til að sjá Frosta afa (Dedúshka Moroz - hann er heilagur Nikulás en nokk- uð umbreyttur) og ungan og lag- legan aðstoðarmann hans, barna- bamið Snjójómfrú (Snegúrotsjka) sem kemur með gjafir í stóram poka. Á níunda áratugnum varð tíma- talið frá Japan og Kína með tólf Lena Tsvetaeva dýramerkjum (dreki, slanga, rotta og svo frv.) mjög vinsælt i Rúss- landi. Sérhvert ár fékk sinn fram- andi lit í rússneskri túlkun: Á ári tígursins átti fólk til dæmis að fara í röndótt föt og borða mikið af kjöti, á ári kanínunnar átti hins vegar eingöngu að borða græn- meti og ganga í hvítum klæðum væri það ætlunin að þóknast um- ræddu dýri... Og það fyndnasta er að fólk býr sig undir gamlárskvöld með austrænum siðum fyrir kvöld sem í uppranalandinu rennur upp einum eða tveim mánuðum seinna! En nýju siðimir gerðu léttara að velja nýársgjafir. Fólk gefur gjaman eitthvað sem táknar kom- andi ár - litlar styttur úr postulíni, tré, keramik, hálfeðalsteinum og öðram gjöfum með myndum af vemdardýram. Lífshættulegt salat Að sjálfsögðu er fallega skreytt jólatré á heimilinu og boðið hefur verið gestum sem koma milli níu og tíu um kvöldið, fá sér sæti og byrja að halda upp á gamla árið með gnægð matar og drykkjar. (Hér er uppskrift að salati sem er svo vinsælt að sagt er í gamni: „Það hentar jafn vel fyrir brúð- kaup og erfidrykkju." Hráefnið er skorið niður í smábita og blandað er saman soðnum kartöflum, gul- rótum, eggjum, baunum, ferskum lauk, eplum, steinselju, dilli, nýjum eða söltuðum gúrkum, pylsum eða soðnu kjöti og majonesi bætt út í. Næringarfræðingar segja að lífs- hættulegt sé að snæða þetta salat!) Nokkram mínútum fyrir mið- nætti er opnuð kampavínsflaska - þegar klukkan slær síðasta höggið eiga öll glös að vera barmafull, skálað er fyrir nýja árinu og menn óska hver öðrum góðs nýárs ... Síð- ustu árin hefur einnig verið tekinn upp sá siður að fara út og senda upp flugelda og fleira sem veldur hávaða, neistaflugi og ljósagangi. Það er drakkið fast á gamlárs- kvöld og daginn eftir kljást menn við dúndrandi timburmenn... Til er í rússnesku orðið „pohmelje“ sem merkir timbunnenn en merkti eiginlega í gamla daga kaldan, bragðmikinn rétt úr þunnum sneiðum af kindakjöti með söltuð- um gúrkum, ediki, svörtum pipar og súrsuðum gúrkum; þetta var gjarnan borðað daginn eftir mikið svall. Súrsaðar gúrkur eru enn vinsælt alþýðumeðal við timbur- mönnum. Ekki halda þó allir upp á gamlárskvöld með svona miklum tilþrifum og kátínu. Allir rétttrú- aðir fasta frá því fyrir gamlárs- kvöld og fram til 7. janúar, þeir borða þá ekki kjöt og drekka ekki áfengi. Á aðfangadagskvöld neyta þeir aðeins brauðs og vatns þang- að til þeir sjá fyrstu stjörnuna á himninum. Og á eftir jólunum kemur létt og skemmtileg „heilög vika“ (Svjatkí) en margir siðir sem henni tengjast eiga rætur í heiðni. Þá spáðu menn til að fá að vita um framtíð sína (einkum ungar, ógiftar stúlkur). Hægt var að spá í spil, snjó, salt, egg, skó, lauk, vax og spegil, einnig var hægt að spá í baðhús- inu. Stúlkurnar komu hver á fætur annarri um miðja nótt að dyranum á baðhúsinu, sem voru opnar í hálfa gátt, þær fóra úr fötunum, beraðu leyndustu hluta líkamans og sögðu „baðverðinum" (Banshík - samkvæmt þjóðtrúnni andi, ef til vill óhreinn, sem bjó í baðhúsinu) að snerta þá. Ef stúlkunni fannst hönd Banshíks loðin og hlý merkti það að væntanlegur brúðgumi yrði ríkur og góður, ef höndin var köld og hárlaus var hann fátækur, væri hún hrjúf gat hún gert ráð fyrir að hann yrði vondur maður. í Svjatkí-vikunni fóru hópar af stelpum og strákum milli húsa, sungu jólasöngva eða lofsöngva um gestgjafana og fengu í staðinn gjafir eða veitingar - kjöt, brauð og sætindi. Þau klæddust líka gervi dýra, ræningja, sígauna, einnig léku þau vitringana sem mærðu fæðingu Frelsarans... Dragið andann djúpt, hátíðarnar era að byrja! Hátíðarnar, sumar byggðar á gömlum eða nýtísku- legri hefðum, með jólasveini, Ded Moroz, sem börn um allan heim trúa á og bíða eftir! „Nú kom lítið skreytt, jólatré í veisluna okkar, og vakti fögnuð hjá börnunum!" „fíeynslur og örlög í Daníelsbók ■ Biblian er auðskíidarí en þig grunarl ]oðunarkirkjan wm Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson, sem hefur staðið fyrir sl,íkum námskeiðum áratugum saman á íslandi og erlendis. Miðvíkudagar kl. 20.00. Hittumst einu sinni í vikui- Við byrjum 13. janúar. Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að innritasí sem fyrst. Með einu símtali tryggir þú þér þátttöku. Þátttaka og litprentuð námsgögn í möppu, ókeypis. Innritun og nánari upplýsingar alla daga í símum 554 6850,421 4474 og 861 5371. Við höfum ánægju af því að hjálpa fólki að kynnast Biblíunni betur og sýna hvað hún hefur að segja um spurningar, sem leita á fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.