Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 B 5
FRJALSIÞROTTIR
Vala sækir
í sig veðrið
Stökk yfir 4,40 m í Frakklandi
VALA Flosadóttir, ÍR, náði sínum besta árangri í stangarstökki í
tæpt ár er hún fór yfir 4,40 metra á stigamóti Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandsins í Lievin í Frakklandi á sunnudag. Vala hafnaði í öðru
sæti í stangarstökkinu, næst á eftir Evrópumethafanum innanhúss,
Zsuzu Zsabó frá Ungverjalandi. Ef marka má keppnina um helgina
er Vala að ná sér upp úr þeim öldudai sem hún hefur verið í í vetur
því stökk hennar voru vel útfærð og hraðinn í atrenunni meiri en
áður. Zsabó stökk 4,45 metra af öryggi og átti tvær þokkalegar til-
raunir við heimsmet innanhúss, 4,56 metra.
ívar
Benediktsson
skrífar
Islandsmet Völu er 4,44 metrar en
það er jafnframt Norðurlandamet.
Það setti hún fyrir rúmu ári, en síð-
ast stökk Vala yfir 4,40
metra á Evrópumeist-
aramótinu í Valeneia
sunnudaginn 1. mars í
fyrra. Aðeins er hálfur
mánuður þai’ tO heimsmeistaramótið
í frjálsíþróttum fer fram í Japan og
því er þessi árangur Völu mikilvægur
fyrir sjálfstraustið áður en að því
móti kemur. Þar verður líklegt að
teljast að Vala verði að stökkva
a.m.k. 4,40 metra til þess að blanda
sér í keppni þeirra bestu á mótinu,
þar sem gríðarlegar framfarir hafa
átt sér stað í stangarstökki kvenna
síðustu misseri.
Vala fór yflr 3,95 metra í fyrstu til-
raun og 4,10 metra í þeirri annairi.
Þá fór hún yfír 4,20 og 4,30 metra í
fyrstu atrennu og var stökk hennar
yfir 4,30 vel yfir og gefur fyrirheit um
að hún eigi nokkuð inni. Nokkur
óheppni ríkti yfir Völu í tilraunum
George bætir
heimsmetið í
stangarstökki
EMMA George frá Ástralíu
bætti eigið heimsmet í stang-
arstökki kveima utanhúss á
móti í Sydney á laugardag-
inn. Hún stökk 4,60 metra og
bætti fyrra met. ura 1 cm. Það
setti hún í Brisbane 21. mars
á síðasta ári. George býr sig
nú undir þátttöku á heims-
meistaramótinu iniianhúss um
aðra helgi þar sem hún er
staðráðin í að gera bet.ur en á
heimsmeistaramótinu í París
fyrir tveimur árum er hún
varð að sætta sig við silfur-
verðlaun og vera nokkuð
fjarri sínu besta.
hennar við 4,40 sem hún fór loks yfir í
þriðju tilraun af öryggi. Þegar
hækkað var upp í 4,45 metra vora
Vala og Zsabó einar eftir, Zsabó fór
yfir í fyrstu tilraun en greinileg
þreyta var faián að segja til sín hjá
Völu eftir 8 stökk og því voru 4,45
metrar henni um megn að þessu sinni.
Vala stökk alls 11 sinnum á mótinu.
Zsabó var hins vegar rólegri enda
hafði hún ekki byrjað fyrr en í 4,20
metram og hafði aðeins stokkið fjór-
um sinnum þegar kom að 4,45 metr-
um. Þriðja sætið kom í hlut Elmarie
Gerryts, S-Afríku, hún stökk 4,30.
Vala keppir á síðasta stigamóti
IAAF í Stokkhólmi á fimmtudaginn
og verður það síðasta mót hennar
fyrir HM. Búast má við skemmtilegri
keppni á mótinu í Stokkhólmi því auk
Völu og Zsabó eru þýski methafinn
Nicole Humbert, Evrópumeistarinn
Anzhela Balakhonova, frá Úkraínu,
Þjóðverjinn Nastja Rysich, Rússinn
Elena Belyakova og Elmarie Gerryts
á meðal keppenda, en allar hafa þær
verið að stökka 4,35 og hærra á þessu
keppnistímabili.
Misheppnaðar mettilraunir
Auk heimsmetstilraunar Zsabó í
stangarstökkinu gerðu þrír íþrótta-
menn til viðbótar atlögu að heims-
meti á mótinu í Lievin. Rúmeninn
Gabriela Zsabó var aðeins hálfri
sekúndu frá heimsmeti í 3.000 metra
hlaupi kvenna, hljóp á 8.34,09 mínút-
um. Maria Mutola, Mósambík, hljóp
800 metra á 1.57,06, sem er innan við
einni sekúndu frá heimsmetinu. Loks
gerði Eþíópíumaðurinn brosmildi,
Haile Gebrselassie, misheppnaða til-
raun til að slá met erkióvinar síns,
Daniels Komens, á hlaupabrautinni í
3.000 metra hlaupi. Gebrselassie
hljóp á 7.31,25 mínútum sem er tæp-
um sjö sekúndum frá heimsmetinu.
Eigi að síður vann hann öraggan sig-
ur, var 11 sekúndum á undan Paul
Bitok, Kenýa.
I Urslit / B11
VALA Flosadóttir á góðu róli, en aðeins er hálfur mánuður þar
til heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum fer fram í Japan.
BLAK
„ , Morgunblaðið/Golli
STUDINUR fögnuðu innilega sigri í bikarkeppni Blaksambandsins á laugardaginn. Hér hefur Miglena
Apostolova bikarinn hátt á loft og fyrirliðinn Ingibjörg Gunnarsdóttir og Agnes Benidiktsdóttir
fylgjast með.
Stúdínur bikarmeistarar fjórða árið í röð
Nýju reglurn-
ar tóku á
taugarnar
MIKIÐ gekk á í íþróttahúsinu við Austurberg á laugardaginn þeg-
ar ÍS og Víkingur léku til úrslita í bikarkeppni Blaksambandsins -
það gekk meira á en venjulega því leikið var eftir nýjum reglum
þar sem gefið var stig fyrir hvern unninn bolta í stað þess að lið
þyrftu að vinna sér sendingarrétt áður en möguleiki var á að fá
stig. Fyrir vikið gekk leikurinn hratt, mistök voru á mun dýrara
verði keypt en venjulega og því mun meiri bikarstemmning. Eftir
að liðin höfðu unnið hvort sínar tvær hrinurnar var gripið til
oddahrinu og þar hafði ÍS 16:14 sigur, vann því 3:2 og hampaði
bikarnum fjórða árið í röð.
Stefán
Stefánsson
sknfar
Liðin eru í tveimur efstu sætum
deildarinnar og hafa unnið hvort
sinn leikinn sín á milli en ekki er
útséð með þann þriðja
vegna kærumála. Með
það í huga og um leið
að leikið yrði eftir nýju
reglunum, var Ijóst að
brugðið gæti til beggja vona og úrslit
myndu velta að mestu á hvoru liðinu
tækist að halda taki á taugunum.
I fyrstu hrinu höfðu stúdínur for-
ystu framan af en eftir fimm farsæl-
ar uppgjafir Mettu Helgadóttur úr
Víkingi snerist taflið við og Víkingur
vann 25:22 en í næstu hrinu létu
stúdínur ekki slá sig útaf laginu aft-
ur og unnu 25:18. Víkingar náðu
strax forystu í þeirri þriðju og héldu
henni til loka í 25:21 sigri en enn
snerist taflið og í fjórðu hrinunni
hafði ÍS tögl og hagldir, 25:18. í úr-
slitahrinunni var mikil spenna og
jafnt á öllum tölum fram að 14:14 en
þá gekk Stúdínum allt í haginn og
þær unnu tvo næstu bolta, sem
skilaði sigri því þó að lotan væri upp
að 15 þurfti tveggja stiga mun til að
sigra.
Sáum stressið hinum megin
„Við vorum rólegar og yfirvegaðar
því við vissum að í nýja kerfinu voru
mistök dýrkeypt og við sáum
stressið magnast hinum megin á
vellinum,“ sagði Ingibjörg Gunnars-
dóttir, fyrirliði ÍS, eftir leikinn en
hún og Miglena Apostolova voru
góðar. Reyndar gengu þær til liðs
við IS um jólin, Ingibjörg vai- við
nám erlendis og Miglena gekk yfir í
ÍS frá Þrótti. „Við erum með mikið
breytt lið og það eru aðeins þrjár úr
byrjunarliðinu í fyrra en við eflumst
stöðugt og ætlum okkur að endur-
heimta Islandsmeistarabikarinn af
Víkingum í vetm-.“
Að sögn Ingibjargar er hún sátt
við nýju reglurnar. „Það reynir
meira á taugamar og hlutirnir ger-
ast hratt, refsað er fyi'h- hver mistök,
sem aftur tekur meira á taugarnar
og skapar meiri spennu, ekki síst
fyrir áhorfendur. í dag kom sér það
vel fyrir okkur því leikurinn var erf-
iðari fyrir þær þar sem þær eru
eldri,“ bætti Ingibjörg við brosandi.
Mistök dýr með
nýjum reglum
„Þetta var góður leikur og mikil
spenna enda týpískur bikarleikur
með fullt af mistökum þar sem stutt
var á milli sigurs og taps - okkar var
að tapa í dag og við tökum því þó að
það sé súrt í bragði,“ sagði Hildur
Grétarsdóttir, fyrirliði Víkinga, efth'
leikinn. „Það skiptir sköpum að þeg-
ar hvert stig er talið má lítið út af
bera, mistök eru dýr og við klúðruð-
um of mörgum uppgjöfum því þegar
mikið er í húfi er meira stress, meira
um klaufaleg mistök, sem eiga ekki
að sjást og það lið sem gerir færri
mistök vinnur.“ Hildur var þó ekki af
baki dottin, lið hennar er efst í deild-
inni og segir hún það ekki láta Is-
landsmeistarabikarinn af hendi. „Nú
er stefnan að vinna deildina, þai- er
fyrirkomulagið öðruvísi og leikirnir
lengri. Við höfum mikla reynslu, sem
ætti að koma sér vel - átti reyndar
að gera það í dag líka - en stressið
spilaði of mikið inní,“ bætti Hildur
við. Metta og Ragnhildur Einai-s-
dóttir voru góðar hjá Víkingum.