Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Fjártiagsstaöa
Mönchenglad-
bach ekki góð
BORUSSIA Mönchengladbach á
í miklum íjárliagserfiðleikum og
hefur þýska knattspyrnusam-
bandið gert alvarlegar athuga-
semdir við rekstur félagsins.
Blöð í Þýskalandi - DIE WELT
og fleiri segja að í aprfl muni fé-
lagið lenda í greiðslustöðvun ef
ekki verði gripið til mjög rót-
tækra aðgerða. Þá mun félagið
sjálfkrafa missa starfsréttindi
en öll félög í deildinni verða að
sýna fram á, að eiga fyrir laun-
um þeim sem leikmennirnir
hafa samið um.
Skuldir „Gladbach“ nálgast
milljarð króna og verður stjóm
félagsins að selja leikmenn f'yrir
að minnsta kosti 500 milljónir
króna nú þegar. Félagið hefur
rekið hvem þjálfarann af öðram
og bara á þessu ári hefiir sfjórn-
in þurft að borga 100 milljónir
króna fyrir þjálfarana Friedel
Rausch og Ignas Godd. Auk
þess rak stjómin framkvæmda-
sfjórann Rolf Russmann.
Það kom því mörgum í opna
skjöldu þegar félagið boðaði til
blaðamannafundar ekki fyrir
löngu, þar sem stjóm félagsins
kynnti nýjar áætlanir um bygg-
ingu nýs leikvallar sem kostar
hundrað milljóna króna.
Edgar Walterscheid tók við af
Rolf Russmann í nóvember þeg-
ar sauð upp úr milli Russmann
og sfjómar félagsins. Walt-
erscheid sagði siðan af sér í jan-
úar og sagðist ekki koma ná-
lægt þessari vitleysu meir. Hann
er sagður hafa liaft tvær millj-
ónir króna á mánuði í laun auk
alls konar auka þæginda eins og
flottustu tegund af Benz. Mörg-
um blöskar því óráðsían hjá fé-
laginu, en sfjómin blæs á ailt
svartnættiskjaftæði og segir að
Frankfurter Bfg Bank ætli að
koma félaginu á réttan kjöl með
stórláni á næstunni.
Bæjarar eru
að stinga af
Bayem Miinchen er að stinga af í
þýsku knattspymunni. Öraggur
sigur Bæjara á útivelli gegn Duis-
burg, 0:3, staðfestir að þeir hafa æft
vel í vetrarpásunni og vora með yfir-
burði á vellinum. Helstu keppinautai-
Bæjara, Leverkusen, gerðu aðeins
jafntefli á heimavelli og það gegn
ekki sterkara liði en Freiburg, sem
er í 11. sæti deildarinnar. Christoph
Daum, þjálfari Leverkusen, gat ekki
leynt vonbrigðum sínum með leik
sinna manna og viðurkenndi að lið
sitt væri einfaldlega ekki nógu sterkt
til að verða meistari.
Mattháus
nálgast
leikjamet
LOTHAR Matthaus á aðeins
eftir 12 landsleiki til að slá
landsleikjamet þeirra Thomas
Ravelli frá Svíþjóð, sem hefur
leikið 143 leiki og Majcd
Abdullah, Saudi-Arabíu, sem á
140 leiki. Á leikjaplani þýska
landsliðsins era 6 EM leikir og
einn vináftulandsleikur við
Skota auk hinnar mjög svo
umdeildu æfingaferðar til
Mexfkó sem áætluð er í sumar.
Ef Matthaus nær að leika alla
þessa leiki, sem er mjög
ósennilegt vegna þrálátra
meiðsla hans, slær hann
heimsmetið. Jiirgen Klins-
mann erkióvinur Mattháus er
næstur Þjóðverja með 108
leiki. Júrgen Kohler, varnar-
maðurinn sterki hjá Dort-
mund, sem Erick Ribbeck hef-
ur nýlega biðlað til um að
koma aftur í landsliðið, er í
þriðja sæti með 105 leiki og þá
keisarinn Franz Beckenbauer
með 103 leiki.
Nokki-ir þjálfarar í deildinni era
undir mikilli pressu og þurfa að ótt-
ast um stöðu sína. Einn þeirra er
Hollendingurinn Huub Stevens,
þjálfari Schalke 04. Stevens, sem
náði frábæram árangri með lið sitt í
fyrra, hefur verið afar óheppinn með
meiðsli leikmanna í vetur og geta
liðsins verið eftir því. Ekki brá liðið
út af venju sinni á útivelli að þessu
sinni og tapaði fyrii- Stuttgart, 2:1, í
þokkalegum leik. Nýr þjálfari Stutt-
gart, Rainer Adrion, var að sjálf-
sögðu afar ánægður með fyrsta leik
sinn í deildinni og sigur strax.
Góður sigur hjá Herthu
Annar þjálfari, sem ekki er alltof
öraggur með stöðu sína er hinn
komungi 32 ára þjálfari Borassia
Dortmund, Michael Skibbe, sem
reið ekki feitum hesti frá viðureign
sinni við spútniklið deildarinnar,
Hertha Berlin. Eftir 0:0 í hálfleik
tóku hinir sterku leikmenn Berlín
öll völd á vellinum og sigraðu 3:0.
Eyjólfur Sverrisson, sem loksins er
orðinn góður af meiðslum sínum, er
óðum að ná sínu fyrra formi. Aracic,
Króatinn sem Hertha Berlin keypti
frá erkifjendum sínum TB Berlin
skoraði í sínum fyrsta leik með
Eyjólfí og félögum tvö mörk.
Dortmundarliðið olli verulegum
vonbrigðum og ekki minnkar gagn-
rýnin á hinn unga þjálfara liðsins,
sem hefur ekki síst verið gagnrýnd-
ur fyrir að nota sáralítið landsliðs-
manninn Thomas Hassler. Það bar
annars til tíðinda í þessum leik að
dómari leiksins sýndi 11 gul spjöld
og tvö rauð, leikurinn var mjög
harður. Berlínarliðið hefur aðeins
tapað einum leik á Ólympíuleikvang-
inum í Berlín og ættu hinir frægu
leikmenn Dortmund þess vegna
kannski frekar auðveldara með að
sætta sig við tapið.
Mönchengladbach náði ekki að
sigra meistara Kaiserslautem í
miklum baráttuleik. „Gladbach" á í
miklum erfiðleikum, og blasir ekk-
ert annað en fall við þessu fræga fé-
lagi. Berti Vogts er kominn í svo-
kallaða framtíðarnefnd hjá félaginu
og ætlar að reyna sem hann getur
að hjálpa sínu gamla félagi. Sem
kunnugt er tók Rainer Bohnhof við
þjálfarastarfinu og er hann fjórði
þjálfári „Gladbach" á minna en
tveimur áram. Leiknum lauk með
öruggum sigri Kaiserslautern, 2:0.
Staða Hiddinks
ótrygg hjá Madrid
eelta Vigo stöðvaði átta leikja
sigurgöngu Barcelona er liðin
gerðu markalaust jafntefli á sunnu-
dag. Börsungar léku einum færri
síðustu 19 mínútur leiksins þegar
Luis Figo fyrirliða var vikið af velli.
Louis van Gaal, þjálfari Barcelona,
var ánægður með eitt stig úr viður-
eigninni og sagði að liðið hefði varist
vel.
Mallorca styrkti stöðu sína í 2.
sæti deildarinnar er liðið lagði
Oviedo 3:1. Dani Garcia, gerði tvö
mörk fyrir Mallorca. Fyrra mark
Garcia kom eftir aðeins 23 sekúndur.
Ekkert gengur hjá Evrópumeist-
urum Real Madrid og nú tapaði liðið
fyrir Athletic Bilbao 1:0. Stuðnings-
menn Real Madrid voru óánægðir
með frammistöðu liðsins og kölluðu
„burt, burt, burt“ um leið og Guus
Hiddink, þjálfari þess, gekk til bún-
ingsklefa í leikslok. Svo virðist sem
Hiddink njóti ekki stuðnings stjórn-
ar Madridar-liðsins lengur en Lor-
enzo Sanz, forseti þess, hefur gefið í
skyn að Hiddink verði látinn fara frá
félaginu.
LEIKMENN Chelsea fagna marki Bjarna Goldbæk, fyrir miðju - Mikael Fi
is, þegar Chelsea lagði Nott. Forest
Stuðningsn
Lazio fagna
LAZIO hefur tveggja stiga for-
ystu á Fiorentina og AC Milan að
loknum leikjum helgarinnar í
ítölsku 1. deildinni. Lazio lagði
Inter Milan með marki Portúgal-
ans Sergio Conceicao, 1:0. Áhan-
gendur Lazio fögnuðu sigri síns
liðs ákaft og þökkuðu erkifjend-
um sínum, AS Roma, fyrir að taka
stig gegn Fiorentina. Til marks
um þakklæti sitt sungu stuðnings-
menn Lazio „Grazie Roma“, sem
var samið er Roma vann deildina
árið 1983.
Leikmenn Roma vora nær sigri
gegn Fiorentina, en lionum lauk
með markalausu jafntefli. Paolo
Sergio, leikmaður Roma, átti skot
í tréverkið og Francesco Toldo,
markvörður Fiorentina, sem lék
sinn 300. leik í ítölsku 1. deildinni,
varði eitt sinn meistaralega. Fior-
entina, hefur nú ekki skorað í 277
mínútur, saknar greinilega Ga-
briel Batistuta, fyrirliða, en hann
er frá vegna meiðsla. Batistuta
hafði skorað 18 mörk í 20 leikjum
fyrir Fiorentina á þessu tímabili.
AC Milan hafði sigur á Cagliari
á San Siro, 1:0. Cagliari átti góð
tækifæri í leiknum en tókst ekki
MARCELO Salas, leikmaður Lazio, i
skiptast á peysum ef
að nýta þau. AC Milan getur þakkað
Matteo Villa, varnarmannni Cagliari,
fyrir stigin. Oliver Bierhoff, Ieikmaður