Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 7
-
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 B 7
KNATTSPYRNA
Reuters
ossel, Marcel Desailly og Jody Morr-
nenn
ákaft
Reuters
E>g Roberto Baggio, leikmaður Inter,
tir leik liðanna í Róm.
Milan, hafði átt skalla að marki Cagli-
ari en Villa breytti stefnu boltans, sem
hafnaði í netinu.
h
Little boðar breyt-
ingar hjá Stoke
„ÞETTA voru verstu úrslit sem
lið undir minni stjórn hefur
orðið fyrir á tólf ára ferli mfn-
um sem knattspyrnustjóri,“
sagði Brian Little eftir að
Stoke hafði tapað fyrir
Millwall, 2:0, á laugardaginn.
Það sem Little svíður sárast er
að Millwall lék aðeins með 9
leikmenn undir lokin eftir að
tveimur liðsmönnum hafði
veirð vísað af leikvelli. Tveimur
fleiri tókst Stoke ekki að rétta
sinn hlut. Lárus Orri Sigurðs-
son lék ekki með Stoke að
þessu sinni, þar sem hann tók
út leikbann. Með þessum úrslit-
um er Stoke komið í 7. sæti
deildarinnar en ekki eru nema
tveir mánuðir síðan það var í
efsta sæti.
Nú boðar Little breytingar á
liðinu og segir að það verði að
gera eitthvað róttækt til þess
að rétta liðið við. Hann boðar
að jafnvel gæti farið svo að
tveir til þrír leikmenn verði
seldir, en ekki er víst að það
verði auðvelt þar sem takmark-
aður áhugi ku vera á leikmönn-
um liðsins. Little er hins vegar
nauðugur sá kostur að selja
vilji hann kaupa menn þar sem
fjárhagur liðsins er slæmur.
„Það eru of margir leikmenn
að leika illa og vonast eftir því
að enginn taki eftir hversu
slakir þeir eru. Þessum mönn-
um verð ég að gefa frí og fari
ekki betur nota ég bara unga
og óreynda menn. Ég verð að
gera hvað sem mögulegt er til
þess að koma liðinu á rétt ról á
ný og koma því upp í 1. deild-
ina.“
Mesta áhyggjuefni Littles er
það hversu illa það gengur að
skora mörk. Eftir leikinn á
laugardag hefur Stoke leikið í
318 mínútur án þess að skora
eitt einasta mark.
Meistaraeinvígi
þriggja liða
NÚ stefnir ailt í að baráttan um enska meistaratitiiinn í knatt-
spyrnu standi á milli þriggja liða, Manchester United, Chelsea
og Arsenal. Mesti móðurinn virðist hins vegar runninn af leik-
mönnum Aston Villa, þeir eru nú 10 stigum á eftir forystusauð-
unum í Manchester United eftir markalaust jafntefli við
Wimbledon á Selhurst Park á sunnudag í fremur tilþrifalitlum
leik. Daginn áður höfðu efstu liðin þrjú unnið sína leiki, mestur
glæsibragur var á 5:0 sigri meistara Arsenal á Arnari Gunn-
laugssyni og samherjum í Leicester, þar sem Nicolas Anelka
gerði þrennu.
Eftir að hafa tryggt sér sæti í
úrslitum deildabikarkeppninn-
ar í síðustu viku mættu leikmenn
Leicester bjartsýnir í heimsókn til
meistara Arsenal á Highbury. En
þeir voi'u fljótlega minntir að þeir
voru ekki komnir í heimsókn til
einhvers miðlungs liðs. Anelka
skoraði í þrígang og Ray Parlour
eins sinni áður en Martin O’Neal
knattspymustjóri Leicester fékk
tækifæri til þess að sötra te um
leið og hann talaði yfír hausamót-
um þeirra í hálfleik. Um tíma í
fyi'ri hálfleik var um hreina sýni-
kennslu í knattspyrnu að ræða hjá
meistumnum þar sem Tony Ad-
ams fékk að taka þátt í sóknar-
leiknum. Dennis Bergkamp lék við
hvern sinn fingur og lagði upp tvö
fyrstu mörkin fyrir Frakkan unga.
I síðari hálfleik var meiri ró yfir
leiknum, en meistararnir héldu þó
gestum sínum í heljargreipum og
vom ekki á því að hleypa þeim upp
á dekk. Ray Parlour innsiglaði sig-
urinn á fjórðu mínútu síðari hálf-
leiks og þar með gátu heimamenn
slakað örlítið á og leyft varamönn-
um að fá tækifæri. Arnar átt eitt
skot sem ógnaði marki Arsenal lít-
ið eitt en þó ekki nægjanlega til
þess að markvörður enska lands-
liðsins og Arsenal, David Seaman,
Kvendómari
á Spáni
CAROLINA Domenech varð
um helgina fyrsta konan til að
dæma leik í efstu deild karla í
spænsku knattspyrnunni.
Domenech dæmdi leik
Espanyol og Deport.ivo Cor-
unia og komst vel frá starfi
sínu. Hún hafði áður dæmt
leiki í 3. deildinni og verið að-
stoðardóinari í 2. deild.
sæi ástæðu til þess að láta það
raska ró sinni á fremur rólegum
degi.
„Aivsenal-liðið lék frábærlega og
sýndi tilþrif sem það var þekkt fyr-
ir í fyrravor," sagði O’Neal knatt-
spyrnustjóri Leicester. „Að sama
skapi voram við slakir. Ég vildi
óska þess að geta sagt að við hefð-
um verið næstbesta liðið á vellin-
um, en því miður vomm við ekki
nógu góðir til þess að standa undir
því.“ O’Neal bar lof á frammistöðu
Bergkamps í leiknum og sagði
hann hafa farið á kostum. „Líklega
er samt hægt að segja svipað um
flesta aðra leikmer.n liðsins."
Það var ekki sami glæsibragur á
leik Manchester United og oft áður
en það kom ekki að sök. I heim-
sókn til Coventiy City nægði mark
Ryan Giggs 12 mínútum fyrir
leikslok til sigurs og þar með
áframhaldandi veru í efsta sæti.
Giggs kom inn í byrjunarlið United
í fyrsta sinn í nokkum tíma vegna
meiðsla. Hann hafði þó fengið
smjörþefinn með því að leika
lokakaflann gegn Ai'senal sl. mið-
vikudag. Þá kom Dennis Irwin inn
í liðið á ný eftir nokkra fjarvera.
Coventry átti í fullu tré við
Manchester-liðið fram eftir fyiTÍ
hálfleik og Daninn vaski, Peter
Schmeichel, þurfti í tvígang að
taka á honum stóra sínum til þess
að bjarga marki liðsins, fyrst skoti
af 30 metra færi frá George Boa-
teng og síðan frá Gary McAllister.
„Eg vissi að þetta yrði erfiður
leikur,“ sagði Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Manchester
United. „Þess vegna er ég ánægð-
ur með að fá öll stigin þótt ekki
hafi frammistaðan verið merkileg
og við vart fengið marktækifæri í
fyi'ri hálfleik. Það er enginn hægð-
arleikur að koma í heimsókn til
Coventi-y og ætla sér öll stigin, það
hafa leikmenn Chelsea og Liver-
pool meðal annars fengið að reyna í
vetur.“
Ekki vænkaðist hagur Notting-
ham Forest um helgina er það fékk
Chelsea í heimsókn á City Ground
og eftir að flautað hafði verið til
leiksloka og niðurstaðan var enn
eitt tapið sagði Ron Atkinson
knattspyrnustjóri Forest að sér liði
eins og skipstjóranum á Titanic er
hann sá fram á að skip hans var að
sökkva.
Gestirnir skorðu tvö fyrstu
mörkin, fyrst skoraði Bjame Gold-
bæk eftir sendingu Gianfranco
Zola og síðan bætti Marcel Desa-
illy gráu ofan á svart fyrir
heimaliðið. Hollenski vændræða-
pilturinn Pierre van Hooijdonk
klóraði í bakkann á 40. mínútu eft-
ir mistök Frank Leboeufs. Gold-
bæk innsiglaði síðan sigurinn 5
mínútum fyrir leikslok. Leikmenn
Forest reyndu þó hvað þeir gátu
til þess að skora áður en Chelsea
innsiglaði sigurinn en allt kom fyr-
ir ekki. Van Hooijdonk og félagi
hans í fremstu víglínu, Jean-
Claude Darcheville, náðu ekki að
gera sér mat úr þeim færam sem
þeir fengu og eftir að Chelsea
hafði innsiglað sigurinn klúðraði
varamaðurinn Hugo Porfirio einu
færi til viðbótar áður en flautað
var til leiksloka.
Lífróðui' leikmanna Charlton
heldur áfram og þessa dagana
miðar honum vel. Þriðju helgina í
röð vann liðið og í þetta sinn á úti-
velli gegn slöku liði Derby County
á Pride Park. Derby, sem hafði að-
eins tapað tveimur leikjum á
heimavelli á leiktíðinni þegar
Charlton kom í heimsókn, olli
stuðningsmönnum sínum miklum
vonbrigðum, liðið lék ekki sem
heild og menn lögðu sig ekki fram.
Engu breytti þótt Jim Smith
knattspyrnustjóri skipti Dean St-
urridge og Rory Delap út af fyrir
Paulo Wanchope og Lars Bohinen
eftir aðeins hálftíma leik. Þeir
höfðu vart endurskipulagt sveit
sína þegar gestirnir skoruðu eftir
að gamla brýnið John Barnes hafði
gert þeim skráveifu. Hann átti síð-
an hornspyrnu eftir rúmlega hálf-
tíma leik sem Andy Hunt skoraði
úr fyrsta mark leiksins. Martin Pr-
ingles innsiglaði síðan sigurinn
með þriðja marki sínu fyrir
Charlton í fimm leikjum.
■ Úrslit/B10
■ Staðan/B10
■ NICOLAS Anelka skoraði þrennu
í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í
5:0 sigri á Leicester. Að leikslokum
var Anelka gefínn bolti leiksins til
minningar um áfangann.
■ ARSENE Wenger knattspyrnu-
stjóri Arsenal segir að það geti dreg-
ist í nokkum tíma að landi hans,
Emmanuel Petit, leiki með félaginu
vegna meiðsla í ökkla. Þau hafi
versnað til muna við landsleik
Frakka og Englendinga á dögunum
og nú sé svo komið Petit gangi við
hækjur og geti vart tyllt fætinum
niður.
■ JAAP Stam var skipt af leikvelli í
hálfleik vegna meiðsla. I hans stað
kom Henning Berg. Aður hafði
Stam fengið gult spjald í leiknum,
það fimmta á leiktíðinni og á þar
með yfir höfði sér eins leiks keppnis-
bann. „Stam er lítillega meiddur og
ég vil ekki taka neina áhættu vegna
leiksins við Internazionale eftir ell-
efu daga og því ákvað ég að gefa
honum frí í síðari hálfleik,“ sagði
Alex Ferguson eftir leikinn við
Coventry.
■ LEICESTER hefur ekki unnið í
síðustu þrettán heimsóknum sínum á
Highbury, þar hafa leikmenn liðsins
tapað 11 af þessum 13 viðureignum.
■ MARTIN O’Neal knattspyrnu-
stjóri hefur samþykkt munnlega nýj-
an samning við Leicester, sem
tryggir honum áframhaldandi starf á
Filbert Street til vorsins 2002.
Samningurinn verður undirritaður á
næstu dögum.
■ JOHN Gregory hefur í hyggju að
bjóða 4 milljónir punda í Alan
Stubbs, varnarmann hjá Ceitic, en
tveir varnarmanna Aston Villa eru
meiddir og leika ekki á næstunni,
það eru Ugo Ehiogu og Gareth
Southgate. Leeds mun einnig hafa
áhuga á Stubbs en hann lék með
Bolton áðui- en hann var seldur til
Celtic.
■ COLIN Todd knattspyrnustjóri
Bolton segir að þrátt fyrir að hann
hafi selt Amar Gunnlaugsson frá fé-
laginu verði framherjar liðsins, Bob
Taylor og Dean Holdsworth, að
standa sig í stykkinu, annars verði
þeim skipt út fyrir Eið Smára
Guðjohnsen, sem verði brátt tilbúinn
að veita þeim harða samkeppni um
sæti í liðinu.
■ GUÐNI Bergsson lék ekki með
Bolton í 0:0 jafntefli við Birmingham
á útivelli á sunnudaginn. Bolton er
nú í öðru sæti 1. deildar og Todd
knattspyrnustjóri segir að hann telji
möguleika vera á að skáka Sunder-
land úr fyrsta sæti deildarinnar áður
en yfir lýkur í vor.
■ HERMANN Hreiðarsson var með
Brentford sem vann 4:2 sigur á
Rotherham á útivelli en sigurinn var
kærkominn eftir rysjótt gengi liðsins
í 3. deildinni síðustu vikur.
■ SIGURÐUR Jónsson var hins
vegar ekki með Dundee United í 3:0
heimasigri á Aberdeen í skosku úr-
valsdeildinni.
■ CARLOS Aguir verður þjálfari
Atletico Madrid í einhvern tíma til
viðbótar eftir að félaginu tókst ekki
að ná samkomulagi við Daniel
Passarella fyrii' helgina. Passarella
sagði þegar upp úr slitnaði að ásteyt-
ingarsteinninn hefði verið lengd
samningsins, hann hefði viljað gera
langan samning en félagið hefði ekki
verið tilbúið til þess.
■ STEPHANE Dalmat leikmaður
fi'önsku meistarana Lens hefur verið
orðaður við AC Milan eftir því sem
franska íþróttablaðið L’Equipe
greindi frá á sunnudag. Dalmat er
aðeins tvítugur og eitt mesta efni
sem fram hefur komið í franskri
knattspyrnu um nokkurn tíma.
■ HENRIK Larsson skoraði 4 mörk
í 7:1 sigri Celtic á Motherwell í
skosku úrvalsdeildinni. Þar með hef-
ur Larsson skorað 31 mark fyrir
Celtic á leiktíðinni en liðið er í öðru
sæti deildarinnar, 10 stigum á eftir
Rangers.