Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 B 9 VIÐSKIPTI Pétur Halldórsson og félagar í HPH færa út kvíarnar í sölu á skóm og fatnaði Spor í rétta átt Frá því að Pétur Halldórsson byrjaði að höndla með skó fyrir tólf árum hefur margt breyst í skókaupum Islendinga. Fólk er tilbúið að greiða hærra verð fyrir meiri gæði og leggur meira upp úr þægindum og endingu skónna en áður. Guðrún Hálfdánardóttir hitti Pétur að máli sem sagði henni frá þeim breyting- um sem hann hefur upplifað í íslenskum skóheimi síðastliðin ár. PÉTUR Halldórsson byrjaði að selja skó í versluninni Axel Ó. á Laugavegi 11 árið 1987. Fljótlega varð hann verslunarstjóri þar. Um svipað leyti eignaðist hann hlut í annarri skóbúð og hefur tilvera hans að miklu leyti snúist um skó síðan. Árið 1991 stofnaði hann heildsöluna P. Halldórsson sem síð- ar sameinaðist öðrum skóheildsöl- um árið 1994 og HPH varð til. Auk Péturs eru Valdemar Jónasson og Georg Kristjánsson hluthafar í HPH. Valdemar er fjármálastjóri fyrirtækisins, Pétur sér um mark- aðs- og sölumálin og Georg hefur umsjón með þeim hluta fyrirtækis- ins sem snýr að svokölluðum tísku- skóm. Auk þeirra þriggja starfa sex aðrir hjá fyrirtækinu. I janúar 1997 urðu þáttaskO í rekstri HPH þegar fyrirtækið fékk umboð fyrir Ecco-skó á íslandi. Að sögn Péturs seldust 5.500 pör af Ecco-skóm á íslandi árið 1996. Árið 1997 fór salan upp í 14 þúsund pör og 29 þúsund pör seldust í fyrra. I ár er reiknað með að seld verði um 30- 32 þúsund pör af Ecco-skóm á ís- landi. Pétur segir að þessa miklu söluaukningu megi meðal annars rekja til breytts hugarfars hjá neyt- endum. Fólk leggi meira upp úr gæðum og er tilbúið til að greiða meira fyrir góða skó sem endast mun lengur heldur en tískuskór. Eins hafi orðið miklar breytingar hjá Ecco-fyrirtækinu. í raun megi segja að kynslóðaskipti hafi orðið á rekstri þess sem hafi skilað sér í gífurlegri söluaukningu víðsvegar um heiminn. „Það er lögð mikil áhersla á nýjar línur og markaðssetningu vörunnar. Meðal annars á Netinu og öðrum miðlum. Má nefna að í breska blað- inu Menswear í janúar er fjallað um Alstom og ABB sameinast Loiulon. Reuters. FRANSKI iðnrisinn Alstom og sænsk-svissneski keppinauturinn ABB hafa ákveðið að sameina orku- starfsemi sína og munu koma á fót næststærsta orkufyrirtæki heims á eftir General Electrics í Bandaríkj- unum. Fyrirtækin munu eiga jafnstóran hlut í nýju sameignarfyrirtæki, ABB Alstom Power, sem verður með aðal- stöðvar í Hollandi. Sala þess í fyrra nam 11 milljörðum dollara og starfs- menn voru 54.000. Bréf í Alstom hafa hækkað veru- lega í verði síðan orðrómur komst á kreik um samrunann fyrir viku. Al- stom var áður fimmta stærsta fyrir- tæki heims í sínum geira. ABB fær bætur Bréf í Alstom hækkuðu um rúm 7% í 26,7 evrur í París og bréf í ABB um 2% í 1,989 svissneska franka í Zúrich. breskan skómarkað. Þar er Ecco í efsta sæti yfir skómerki sem hafa náð bestum árangri á breskum markaði síðustu sex mánuði. Auk þess sem hönnun Ecco var valin sú besta af verslunum sem selja merkjavöru." Ekki í samkeppni við viðskiptavinina Á Laugaveginum var opnuð Ecco-búð í nóvember síðastliðnum en hún er ekki í eigu HPH heldur eru einungis seldar vörur frá Ecco þar og koma allar innréttingar verslunarinnar frá Ecco. Aðspurður segir Pétur að HPH eigi engar verslanir enda ekki ætlunin að fara í samkeppni við eigin viðskiptavini. Auk Ecco-umboðsins er HPH með umboð fyrir Destroy-, Zinda-, Art-, Roobins-, Roekport-, Rockbull- og Selha-skó. Jafnframt eiga þeir fé- lagamir 60% í heildsölunni fsetu sem selur fatnað. Helstu merkin sem íseta er með umboð fyrir eru: Gas, Lee Cooper, Morgan, Blend of America, Pepper Jeans, Puento Blanco auk fleiri merkja. Auk þess eru þeir með umboð fyrir mörg af vörumerkjunum í Skandinavíu ásamt því að selja til Færeyja. fþróttavörum bætt við í maí á síðasta ári höfðu þeir hug á að fá umboð á íslandi fyrir ein- staka tegundir af skóm frá íþrótta- framleiðandanum Reebok. Þegar þeir heimsóttu fyrirtækið og sáu hvaða möguleika merkið hafði upp á að bjóða var ekki aftur snúið og heim komu þeir með umboð fyrir Reebok á íslandi. „Hér áður ein- blíndum við á tískuskó og erum í raun enn að selja mjög mikið af þeim. Hins vegar verður maður að Morgunblaðið/Asdís PÉTUR Halldórsson og samstarfsfólk hans hjá HPH hafa í mörgu að snúast næstu vikurnar við að gera nýtt húsnæði fyrirtækisins klárt en stefnt er að flutningi í lok aprfl. vera mjög vakandi í þessum rekstri líkt og í öðrum. Við höfum séð margt breytast á undanförnum fyeimur til þremur árum. íþróttafatnaður og íþróttaskór verða sífellt meira áberandi í tísku- heiminum og töldum við nauðsyn- legt að hlýða kalli markaðarins. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því þar sem Reebok hefur gengið mjög vel hér þetta tæpa ár sem við höfum selt Reebok-vörur á Islandi. Með vörumerki eins og Ecco og Reebok treystum við líka undirstöður rekstrarins. Við getum verið mjög öruggir með ákveðið mikla sölu á hverju ári. Allt umfram það er aukabónus," segir Pétur. Flutningur fyrir höndum HPH er til húsa í Sundaborg í Reykjavík en fyrirtækið flytur í Akralind í Kópavoginum í lok apríl þar sem þremenningamir hafa fest kaup á eitt þúsund fermetra hús- næði. Að sögn Péturs leigja þeir í Sundaborg og er húsnæðið orðið of lítið undir starfsemi fyrirtækisins. „í Akralindinni verður húsnæðið sérhannað undir okkar starfsemi þar sem við getum boðið okkar við- skiptavinum upp á góða aðstöðu til þess að skoða það sem við höfum til sölu. Eins verðum við með allan lag- er þar. Auk þess munum við leigja út 200 fermetra af húsinu.“ En hver er lykillinn að velgengni HPH? Pétur segir að öllu skipti að hafa ánægju af því sem maður er að gera. „Þegar ég vakna á morgnana hlakka ég til þess að mæta í vinn- una og takast á við þau verkefni sem bíða mín og ég held að ég tali fyrir hönd meðeigenda minna einnig. En ég er ekki þar með að segja að ég ætli að vera í þessum bransa það sem eftir er ævinnar. Enda ekki viss um að ég endist í mörg ár til viðbótar í jafn erfiðu starfi þar sem samkeppnin er jafn mikil og raun ber vitni. En á meðan ég hef gaman af þessu þá er ég með. Að sjálfsögðu höfum við gert mistök, tekið þátt í rekstri sem ekki hefur gengið upp og pantað vörur sem síðan hafa ekld selst sem skyldi en mistökin eru til þess að læra af þeim. Ef maður getur það ekki þá er maður á rangri hillu í líf- inu,“ segir Pétur Halldórsson að lokum. Upp- sagnir hjá Netscape New York. Reuters. AMERICA Online-netþjón- ustan mun líklega segja upp allt að fimmtungi 2.500 starfs- manna Netscape vegna rót- tækra breytinga eftir nýlegan 10,2 milljarða dollara samning fyrirtækjanna. Uppsagnimar eru fleiri en gert var ráð fyrir. Fyrirtækin verjast frétta, en Wall Street Journal hermir að AOL hug- leiði víðtæka endurskipulagn- ingu í deildum sem talið var að ekki yrði hreyft við. Sagt upp vegna skörunar Sumum starfsmönnum Netscape verður sagt upp vegna þess að störf þeirra og starfsmanna Sun Microsy- stems skarast. Sun og Netscape vinna saman að tækniþróun og markaðsmálum. Netcenter, vefsíða Netscape, verður sameinuð vefumsvifum AOL og yfir- stjórn Netcenter flutt til aðal- stöðva AOL í Dulles, Virginíu. Granada kaupir hlut Mirrors London. Reuters. BREZKA blaðaútgáfufyrir- tækið Mirror Group Plc segir að það muni selja 18,5% hlut sinn í Scottish Media Group Plc fjölmiðlafyrirtækinu Granada Group Plc fyrir um 110,3 milljónir punda. Mirror selur Scot Media 12,05 milljónir hlutabréfa á 915 pens bréfið. Granada treystir þar með stöðu sína á brezkum sjón- varpsmarkaði. Fyrirtækið hyggst ekki bjóða í Scot Media, en áskilur sér rétt til að gera það ef annað fyrirtæki gerir til- boð eða kemur sér upp meira en 15% hlut. Alstom hefur verið í sóknarhug síðan fyrirtækið setti hlutabréf í um- ferð í fyrra og mun greiða ABB 1,4 milljónir evra í bætur vegna þess að fyrirtækin leggja mismunandi mikið til starfseminnar í hinu nýja fyrir- tæki. Annar æðsti maður Alstom, Claude Darmon, verður forstjóri nýja fyrirtækisins, en stjórnarfor- maður ABB, Göran Lindahl, muni gegna sama starfi í nýja fyrirtækinu. Samþjöppun á sér stað í orkugeir- anum vegna áhrifa frá Asíumörkuð- um , sem hafa dregið úr pöntunum þrátt fyrir brýna þörf. Gastúrbínufyrirtæki, sem Alstom á ásamt General Electrie, verður selt bandaríska fyrirtækinu. í janúar seldi ABB 50% hlut í Adtranz lestarframleiðandanum til DaimlerChrysler fyrir 470 milljónir dollara. Rekstr arþj ónust a Skýrr Getum við aðstoðað? Skýrr býr að mikilli reynslu af rekstri tölvu- og upplýsingakerfa. Við bjóðum fyrirtæki þínu að njóta góðs af reynslu okkar og fá þannig meira út úr fjárfestingunni sem liggur í upplýsingakerfi fyrirtækisins. >► Víðtæk sérfræðiþjónusta. >► Rekstur stórra fjölnota kerfa. >- Rekstur staðarneta og netkerfa. >■ Rekstur víðneta. >• Rekstur gagnasafna. Rekstur eftirlitskerfa. Hafðu samband við Skýrr og kannaðu hvort ekki sé hægt að gera eitthvað fyrir þig? ORUGG MIÐLUN UPPIYSINGA Ármnla 2 • 108 Reykjavík • Sími 569 5100 Bréfasími 569 5251 • Netfang skyrr@skyrr.is Heimasíða http://www.skyrr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.