Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 12
A APTA Tæknival VIDSlOFn im/INNULÍF FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 ER 2000 HRPPftTflLflN ÞIN? Tæknivai y&jt 2000 www.taeknival. F' Starfsfólk Verð- bréfaþings • STEFÁN Halldórsson, fram- kvæmdastjóri. Stefán hefur verið framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings Islands frá október 1995. Stefán er fæddur í Reykjavík, 21. desember 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1969, BA-prófí í almennum þjóðfé- lagsfræðum frá HÍ 1975 og MBA-prófi í rekstrar- hagfræði frá Tuck Business "7 School við Dartmouth College í Bandaríkjunum 1988. Stefán starf- aði sem blaðamaður á Morgun- blaðinu 1971-1974, kennari við Valhúsaskóla 1974-1977, flug- rekstrarstarfsmaður hjá Amar- flugi hf. 1977-1986, rekstrarráð- gjafi hjá Arthur D. Little, Inc. í Bandaríkjunum á árunum 1987-1990 og forstöðumaður hjá Kaupþingi hf. 1990-1995. Eiginkona Stefáns er Liija Jón- asdóttir, hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjár dætur. • SIGURLAUG Hilmarsdóttir, forstöðumaður fjármála og skrif- stofuhalds. Sigurlaug er fædd í Reykjavík 4. febr- úar 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1979 og Cand.oecon. frá Háskóla ís- lands 1988. Sigur- laug starfaði hjá Innkaupasam- bandi bóksala 1979-1983, í fjár- vörslu Kaupþings hf. og síðar for- stöðumaður stjórnunarsviðs Kaup- þings hf. frá 1988 til 1994 og fjár- málastjóri Myllunnar-Brauðs hf. frá 1994 til 1997. Sigurlaug hefur starfað hjá Verðbréfaþingi Islands frá því í febrúar 1997. Sigurlaug er gift Ómari Torfa- syni, deildarfulltrúa hjá VÍS, og eiga þau þrjár dætur. • ÞURÍÐUR Guðmundsdóttir, af- greiðsla og skjalavarsla. Þuríður er fædd á Egilsstöðum 23. desem- ber 1966. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Egilsstöðum 1985. A árunum 1985-1988 starfaði hún við ýmis verslunarstörf. í Seðlabanka Is- lands sem ritari frá september 1988 til 1995 og hjá Eimskipafélagi íslands hf. sem ritari frá 1995 til janúar 1997. Þuríður hefur starfað hjá Verð- bréfaþingi Islands frá janúar 1997. Þuríður á eina dóttur og er í sambúð með Gunnari Tryggva- syni, rafvirkja. • HERMANN Þráinsson, við- skipta- og tæknisviði. Hermann er fæddur 20. júlí 1968 í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá Flensborgarskóla 1988 og BS (econ.) í hagfræði frá HÍ 1992. Hermann starfaði hjá Hag- stofu Islands frá maí 1992 til febrú- ar 1999. Fyrst sem sérfræðingur á sviði mann- fjölda- og kosningatalna og síðar sem deiidarstjóri þjóðskrár. Her- mann hóf störf hjá Verðbréfaþingi Islands í mars 1999. Eiginkona Hermanns er Sigríð- ur Björk Gunnarsdóttir, deildar- stjóri hjá Félagsþjónustunni, og eiga þau eina dóttur. • ÁGÚSTA Hrefna Lárusdóttir, verkefnastjóri. Ágústa er fædd í Reykjavík 16. október 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1989, var einn vetur í ís- lensku við HI. Lauk viðskipta- og rekstrarhagfræði hjá EHÍ árið 1995 og námi í verð- bréfamiðlun 1998. Ágústa starfaði m.a. sem deildarfulltrúi á nefnda- sviði Alþingis frá 1991-1995, skrif- stofustjóri Endurmenntunarstofti- unar Háskóla íslands frá 1995-1998 og hóf störf hjá Verð- bréfaþingi Islands í október sl. Ágústa á þrjú böm og er I sam- búð með Þorvaldi Gunnlaugssyni, stærðfræðingi, • HELENA Hilmarsdóttir aðild- ar- og skráningarsviði. Helena er fædd í Vestmannaeyjum 3. febrú- ar 1963. Helena lauk prófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1988 og hlaut löggildingu til endur- AUtaf sama góðærið? Navision Financials er viðskiptaforrit sem hefur meiri möguleika til að stækka með þér en flest önnur viðskipta- forrit. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti Navision Financials fyrst á íslandi. SlflENGllB ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengu is skoðunarstarfa ár- ið 1992. Hún starfaði frá árinu 1987 til ársins 1997 hjá Löggilt- um endurskoðend- um hf. og í ís- landsbanka hf. frá 1997 til 1998 er hún hóf störf hjá Verðbréfaþingi íslands. Sambýlismaður hennar er Hjör- leifur Pálsson, endurskoðandi og eiga þau tvö böm. • LARUS Bollason, viðskipta- og tæknisviði. Láms er fæddur í Reykjavík 9. september 1974. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1994 og lýkur BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla ís- lands vorið 1999. Hann starfaði sem sumarstarfsmaður hjá Þjóðhagsstofnun árin 1996 og 1997. Hann hefur starfað á við- skipta- og tæknisviði hjá Verð- bréfaþingi frá því í maí 1998. Lárus er í sambúð með Guð- rúnu Elínu Herbertsdóttur, bankastarfsmanni. • GUNNAR Ingi Halldórsson, að- ildar- og ski-áningarsviði. Gunnar er fæddur 4. ágúst 1972 í Reykja- vík. Hann starfaði með námi frá ár- inu 1997 á við- skipta- og tækni- sviði þingsins. Gunnar lauk stúd- entsprófi frá MS árið 1992 og út- skrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands vorið 1998. Hann hefur einnig starfað sem stunda- og dæmakennari við Við- skiptadeOd Háskóla íslands frá árinu 1997 og vann sem rekstrar- stjóri tækniþjónustunnar Ljóss í myrkri ehf. frá árinu 1994 til 1997. Unnusta hans er Guðrún Jóna Sveinbjarnardóttir, háskólanemi. • HREFNA Ösp Sigfínnsdóttir, aðildar- og skráningarsviði. Hr- efna er fædd 23. september 1969 í Reykjavík. Hrefna lauk stúd- entsprófi frá MH 1989. Hún útskrif- aðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands vorið 1994. Starfaði sem sér- ft-æðingui- hjá verðbréfafyrirtækinu Skandia, síð- ar Fjárvangur, frá útskrift til ára- móta 1998/1999. Hrefna er gift Böðvari Þóris- syni, markaðsstjóra Flögu hf., og eiga þau einn son. • INGIBJÖRG Rebekka Guðjóns- dóttir. Ingibjörg er fædd 16. nóv- ember 1956. Hún hóf störf hjá Verðbréfaþingi Islands í júní 1998 sem ritari, próf- arkalesari og um- sjónarmaður bókasafns. Ingi- björg lauk stúd- entsprófi frá MH 1976, útskrifaðist sem röntgentækn- ir 1980,með B.Sc. gráðu í röntgentækni 1990 frá TÍ og frá Viðskiptaskóla Stjómunarfélags- ins og Nýherja á sölu- og mark- aðsbraut 1994. Ingibjörg starfaði m.a. sem læknaritari, röntgentæknir og kennari á Sjúkrahúsi Reykjavíkur frá 1973 til 1991, sem röntgentæknir og kennari á Landakotsspítala 1993, sem ritari hjá Hafrannsóknastofn- un 1992 og sem ritari fram- kvæmdastjóra Sólar hf. 1994-1997. Hún kenndi einnig stundakennslu í B.Sc. námi í röntgentækni við Tækniskóla ís- lands frá 1987-1991. Eiginmaður hennar er Olafur Jósef Gunnarsson, bifreiðastjóri. • ÓLAFUR Arin- björn Sigurðsson, lögfræðingur. Ólafur er fæddur í Reykjavík 9. maí 1971. Hann iauk stúdentsprófi frá MR 1991 og cand.jur-prófi í lögfræði frá Há- skóla íslands 1998. Ólafur hefur starfað hjá Verðbréfaþingi íslands frá september 1998. Eiginkona Ólafs er Kristín Björg Eysteinsdóttir, BA í stjóm- málafræði og eiga þau eina dóttur. • ÓLAFUR Viðarsson, viðskipta og tæknisviði. Ólafur er fæddur 30. júlí 1972 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá FB 1992. Olaf- ur starfaði sem sumarstarfsmaður hjá VÞI sumarið 1997 og með námi í Háskóla Islands þá um veturinn. Hann lýkur námi í Viðskiptafræði HÍ (Cand. oecon) í september 1999. Ólafur hefur verið fastráðinn hjá Verðbréfaþingi fslands frá júní 1998. Sambýliskona Ólafs er Margrét Amardóttir, nemi í viðskiptafræði HÍ. Nýr fram- kvæmdastjóri Jöfurs • PÁLL Halldórsson flugvéla- verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Jöfurs hf. Páll var fram- kvæmdastjóri Flugfélags fs- lands hf. frá stofn- un þess fram til síðustu áramóta. Áður hafði Páll gegnt stöðu for- stöðumanns inn- anlandsdeildar Flugleiða um fjögurra ára skeið. Fyrr á árum starfaði Páll við ýmis verkfræði- og stjómunar- störf hjá Flugleiðum, var fram- kvæmdastjóri Islenska Stálfélags- ins hf. um skeið og var tæknistjóri flugrekstrarsviðs Landhelgisgæsl- unnar. Auk þessa hefur Páll setið í stjómum nokkurra fyrirtækja. Páll er kvæntur Stellu Óladóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvö böm. Torgið Frumkvöðlar for- senda framsóknar FULLTRÚAR fjögurra íslenskra fyrir- tækja sóttu á dögunum verðlaunaaf- hendingu og ráðstefnu samtakanna „Europe’s 500“ í Edinborg. Á hverju ári velja samtökin 500 framsæknustu fyrirtæki í álfunni og raða þeim á lista eftir árangri. Þar er einkum horft til þess hve mörg störf viðkomandi fyrir- tæki hefur skapað á ákveðnu tímabili sem og vöxt í veltu fyrirtækjanna í prósentum talið. Jafnframt er þeim frumkvöðlum sem þykja hafa skarað fram úr veitt viðurkenning fyrir störf sín. Alls áttu sjö íslensk fyrirtæki sæti á listanum í ár sem hlýtur að teljast góður árangur ef litið er til þess að mun fjölmennari þjóðir líkt og Norð- menn eiga þar 8 fulltrúa og (rar, sem hafa lagt gífurlega áherslu á bættan aðbúnað frumkvöðla og nýsköpun á liðnum árum, eiga 10 fulltrúa á listan- um. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, lýsir þeirri skoðun sinni í samtali við Morgun- blaðið í dag, að á íslandi séu góð skilyrði fyrir nýja aðila sem vilja hasla sér völl í viðskiptum, samanborið við það sem almennt gerist í Evrópu. Hann bendir í því sambandi á sveigj- anlegt ráðningarfyrirkomulag hér á landi sem eina ástæðu þess að hér á landi er atvinnuleysi lítið og at- vinnustig hátt, miðað við önnur lönd f Evrópu. Lofsvert framtak Á undanförnum árum hafa átt sér stað gífurlegar breytingar á eðli og umfangi viðskipta og samskipta þjóða sem leitt hafa til aukinnar al- þjóðavæðingar á öllum sviðum. Fljótt á litið virðist íslendingum hafa gengið ágætlega að tileinka sér nýja siði. Hér hefur sprottið upp fjöldi nýrra fyrirtækja á liðnum árum sem hefur bæði leitt til fjölþættara at- vinnulífs og dregið úr vægi sjávarút- vegs í íslenskum þjóðarbúskap. Þeirri þróun ber vitaskuld að fagna enda dregur enginn dul á það að forsendur fyrir stöðugleika og velferð í efnahagsmálum byggjast á fjöl- breytileika og nýsköpun í framlegð þjóðarbúsins. í vikunni var enn einn hornsteinn- inn lagður að bættum skilyrðum frumkvöðlafyrirtækja á (slandi er Iðn- tæknistofnun kynnti til sögunnar þjónustumiðstöðina Impru. Hlutverk Impru er að leiðbeina frumkvöðlum við mat á viðskiptahugmyndum, um stofnun, uppbyggingu og rekstur fyrirtækja. [ tengslum við verkefnið mun Iðn- tæknistofnun starfrækja sérstakt frumkvöðlasetur þar sem ætlunin er að hýsa og teiðbeina frumkvöðlum á meðan fyrirtækin eru að koma undir sig fótunum. Starfsemin verður ekki einskorðuð við fyrirtæki í iðnaði, heldur geta allir leitað til Impru óháð því í hvaða geira menn starfa. Framtakið er lofsvert og ef marka má reynslu af hliðstæðum verkefn- um erlendis, þá mun frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum fjölga til muna hér á landi í kjölfarið. EG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.