Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍBÚÐIRNAR eru alls tíu. Þær standa tvær og tvær saman með stigahúsi á milli, nema í fímmta húsinu lengst til vinstri, sem stendur sér. fbúðirnar
eru allar jafn stórar eða 117 ferm. Ibúðirnar á jarðhæð hafa sérlóð, en íbúðirnar á efri hæð eru með svölum. Ásett verð er 10,7 millj. kr. á íbúðirnar
á efri hæð en 10,5 millj. kr. á íbúðimar á neðri hæð. Helgi Hjálmarsson arkitekt hefur hannað húsin.
Eftirspurn sjaldan verið
meiri eftir nýjum
íbúðum í Mosfellsbæ
Mikil uppbygging á sér
-* nú stað í Mosfellsbæ.
Við Hjallahlíð er bygg-
ingafyrirtækið Tré hf.
að reisa tíu íbúðir
í litlum sambýlishús-
um, sem mikill áhugi
er á. Magnús Signrðs-
son kynnti sér fram-
kvæmdirnar.
IBÚUM í Mosfellsbæ hefur fjölgað
__ verulega á undanfömum árum, en
þeir eru nú um 5.500. Lengst af hef-
ur fjölgunin verið um 3% milli ára
eða talsvert fyrir ofan landsmeðal-
lag og í fyrra var hún tæp 5%, sem
er mjög hátt hlutfall. Mikil fólks-
fjölgun kallar á miklar nýbyggingar,
en allir þurfa jú þak yfír höfuðið.
Talsvert hefur því verið byggt í
Mosfellsbæ að undanfórnu og þá að-
allega í vesturhluta bæjarins. Bygg-
ingafyrirtækið Álftárós hefur fengið
þar stórt svæði úthlutað í alverk-
töku og þar á sér stað mikil upp-
bygging. Aðrir byggingaraðilar
hafa einnig verið atkvæðamiklir,
einkum við götumar Blikahöfða og
Fálkahöfða, syðst í svonefndu
Höfðahverfi.
Mosfellsbær er að mörgu leyti all
frábmgðinn öðra þéttbýli á höfuð-
borgarsvæðinu. Bærinn nær yflr af-
ar víðlent svæði með mörg hundrað
sumarbústöðum. Atvinnuhættir í
bænum mótast mjög af nálægðinni
við Reykjavík og hinum sameigin-
lega vinnumarkaði á höfuðborgar-
svæðinu, en flestir bæjarbúar sækja
atvinnu út fyrir bæjarfélagið. I bæn-
um era engu að síður nokkrir stórir
atvinnuveitendur, eins og Reykja-
lundur, Alftárós, flugfélagið Atlanta,
Istex og Reykjagarður og svo auð-
t vitað bæjarfélagið sjálft, vegna
þeirrar þjónustu sem það veitir.
Miklir útivistarmöguleikar
Óvíða era útivistarmöguleikar
meiri en í Mosfellsbæ. Aðstaða fyrir
hestamenn þykir þar afar góð, enda
eru þeir margir í bænum. Upp í
Skálafell, eitt bezta skíðasvæði
landsins, er ekki nema stundar-
HORFT yfir byggingasvæðið og umhverfi þess, en þaðan er víðsýnt og gott útsýni til fjalla. Afhendingartími
íbúðanna verður í lok þessa árs, en sökklar eru komnir og verið að steypa upp fyrstu íbúðina.
fjórðungs akstur og aðstaða fyrir
golfáhugamenn er líka mjög góð, en
í bænum era fyeir golfvellir, sem
margir sækja. í Mosfellsbæ er líka
gott íþróttahús, sundlaug og stór
íþróttaleikvangur. Frábær árangur
Aftureldingar, íþróttafélags Mos-
fellsbæjar, í handknattleik í vetur,
er óræk sönnun um öflugt íþróttalíf
í bænum. Á Tungubökkum er svo
flugvöllur fyrir sportflug.
Enda þótt Mosfellsbær hafi alltaf
haft yfir sér yfirbragð dreifbýlisins,
þá er miðbærin orðinn ólíkt svip-
meiri en var, en þar er stórhýsi,
sem setur mikinn svip á umhverfi
sitt og gefur því sterkan miðbæjar-
blæ. I þessari byggingu era bæjar-
skrifstofur Mosfellsbæjar og auk
þess verzlunar-og þjónustumiðstöð
með aðstöðu fyrir margs konar fyr-
irtæki. I sama húsi er stórverzlun
Nýkaups og á næstu lóð við hliðina
er Nóatúnsverzlun. í næsta ná-
grenni er svo verið að innrétta
áfengisútsölu, sem opnar á næstu
vikum. íbúar Mosfellsbæjar þurfa
því ekki lengur að fara til Reykja-
víkur til þess að verzla eða til að
leita eftir margvíslegri þjónustu.
íbúðir í fjölbýlishúsum hafa verið
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ólafur Blöndal, sölustjóri hjá fasteignasölunni Gimli, þar sem íbúðim-
ar við Hjallahlíð 19-25 em til sölu og Jón Bjargmundsson, fram-
kvæmdastjóri Trés hf., sem byggir íbúðirnar.
að sækja á í Mosfellsbæ, en áður
fyrr vora þær í miklum minni hluta
og sérbýlið þá alls ráðandi. Eftir-
spurn eftir íbúðum í fjölbýlishúsum
í bænum hefur hins vegar farið vax-
andi og því hafa risið nokkur slík
hús á undanfömum áram og sala á
íbúðum í þeim yfirleitt gengið vel. í
bænum eru samt engin háhýsi með
blokkaríbúðum. Verð á fasteignum í
bænum er mjög svipað og annars
staðar á höfiiðborgarsvæðinu, en
verð á stóram einbýlishúsum
kannski verið ívið lægra. Mikið er
um lítil raðhús á bilinu 65-100 ferm.
án bílskúrs og hefur verð á þeim
haldizt hátt.
Við Hjallahlíð 19-25 í vesturhluta
bæjarins er byggingafyrirtækið Tré
hf. að reisa tíu íbúðir, sem mikill
áhugi er á. Hönnuður er Helgi
Hjálmarsson arkitekt hjá Teikni-
stofunni, Oðinstorgi. íbúðirnar
standa tvær og tvær saman með
stigahúsi á milli, nema í fimmta hús-
inu, sem stendur sér. íbúðimar eru
allar jafn stórar eða 117 ferm. íbúð-
irnar á jarðhæð hafa sérlóð, en
íbúðimar á efri hæð era með svöl-
um. Bílskúrar fylgja íbúðunum og
era þeir 19,5-21,5 ferm. að stærð.
Þeir era annars vegar í lengju, átta
bílskúrar saman og hins vegar tveir
bílskúrar saman.
Afhendingartími íbúðanna verður
í lok þessa árs, en sökklar og plötur
era komnar og verið að steypa upp
fyrstu íbúðina. Húsin afliendast
fullbúin að utan og máluð með lit-
uðu þakstáli, en íbúðimar tilbúnar
til innréttinga með öllum milliveggj-
um og útveggjum sandspörsluðum.
Milliveggir aðrir en burðarveggir
verða mátveggir með gipsklæðn-
ingu og steypt plata verður yfir efri
hæðinni. Sameignin verður fullfrá-
gengin að innan og lóðin grófjöfnuð.
Hægt er að fá íbúðirnar lengra
komnar og jafnvel fullbúnar ef vill.
Hentugt svæði fyrir
íbúðabyggingar
„Þetta svæði er að mörgu leyti
hentugt til íbúðabygginga," segir
Jón Bjargmundsson, aðaleigandi og
framkvæmdastjóri Trés hf. sem
byggir húsin. „Svæðið stendur ekki
hátt og er að mestu sléttlendi. Jarð-
vegur er yfirleitt moldarjarðvegur,
en nokkuð misjafnt, hversu djúpt er
ofan á fast eins og kallað er, það er
burðarhæfan botn. Útsýni er gott
og þá einkum til norðurs og nálægð-
in við gott útivistarsvæði niður við
ströndina gefur byggðinni aukið
gildi.“
Jón Bjargmundsson er enginn
nýgræðingur í húsbyggingum.
„Fram að þessu hef ég byggt mest í
borginni, aðllega parhús, bæði í
Grafarvogi og í Seláshverfi, nú síð-
ast í Viðarási, en þau era öll seld,“
segir hann. „En það verður að segj-
ast eins og er, að núna eru lóðir ekki
fáanlegar hjá borginni. En það er
ekki slæmur kostur að byggja í
Mosfellsbæ, því að sá bær hefur
ávallt haft mikið aðdráttarafl."
íbúðirnar við Hjallahlíð era Iíka á
þeim stað í Mosfellsbæ, þar sem
hvað stytzt er til borgarinnar.
Þama er því hægt að sameina kosti
dreifbýlisins og nálægðina við
Reykjavík. Mikil uppbygging á sér
stað á þessu svæði í bænum, en í
næsta nágrenni við íbúðimar er
verið að byggja leikskóla, sem á að
taka í notkun í haust og bamaskóli
á að rísa þar á næstu áram.
íbúðiraar era allar 117 ferm. að
stærð fyrir utan bflskúr, eins og að
framan greinir. Þær skiptast í þrjú
herbergi, stofu, geymslu og þvotta-
hús, sem er inni í íbúðinni, þannig
að sameign er engin nema stigahús
og lóð. „Þetta eru góðar 4ra herb.
íbúðir,“ segir Jón. „Stærð þeirra er
mjög aðgengileg stærð og sú íbúð-
arstærð, sem er hvað eftirsóttust í
dag. Inngangur er sameiginlegur
fyrir fjórar íbúðir, en hann er að
mestu úr gleri, þannig að hann er
bjartur og sólríkur. Þessi glerskáli
tengir húsin saman.“
Að fráskildum innganginum er
engin sameign í þessum húsum.
„Stór sameign er mjög vafasamur
ávinningur," segir Jón. „Hún nýtist
illa en kostar sitt og gerir því íbúð-
irnar dýrari. Sameignin hefur því
verið að minnka í fjölbýlishúsum á
síðustu árum, sem kemur fram í
hagkvæmara verði fyrir kaupendur.