Morgunblaðið - 13.05.1999, Page 6
Undirbúningur fyrir hjónaband
Öll pör ættu
að gera
FJÖLSKYLDUÁÆTLUN
Þegar par ákveður að ganga í hjóna-
band er hugsunin um skilnað víðsfjarri.
Engu að síður sýna tölur svo ekki
verður um villst að næstum því annað
hvert hjónaband endar á þann veg.
Guðbjörg R. Gudmundsdóttir spurði
félagsráðgjafa hvort hægt sé að
undirbúa sig fyrir hjónabandið.
Félagsráðgjafarnir Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, Sigríður Anna
Einarsdóttir og Helga Sædís Rolfsdóttir ráðleggja pörum að ræða
væntingar sínar til hjónabandsins.
Félagsráðgj afamir Svein-
björg Júlía Svavarsdóttir,
Sigríður Anna Binarsdóttir
og Helga Sædís Rolfsdóttir
reka saman stofuna Aðgát og þar
veita þær meðal annars hjónum
ráðgjöf þegar komið er í óefni.
Þær eru sammála um að það séu
helst praktísk mál sem standi í
veginum hjá hjónum sem eru í
vanda.
„Dæmigert par í hjónabandi er
annaðhvort í námi eða stundar
fulla vinnu. Auk þess eru margir
komnir með böm og eru að koma
yflr sig þaki. Þetta er allt gert í
einu. I okkar þjóðfélagi verður allt
að gerast hratt og kannski eru
hjónin ekki tilbúin undir það álag
sem þessu öllu fylgir," segir Svein-
björg Júlía. Hún segir að þegar
hjón séu farin að vinna langan
vinnudag til að geta borgað skuldir
og sinna svo börnum og heimili
þess á milli gleymi þau oft að
hugsa um sig sem persónur í
parsambandi. „Þau hætta að tala
saman um annað en rekstur heim-
ilisins og bamauppeldi og missa
sjónar á kjamanum eða því hvað
leiddi þau saman í upphafi. Hætta
er á að hjónin fjarlægist hvort ann-
að og leiti annarra sambanda. Þeg-
ar þessi staða er komin upp getur
verið stutt í annan vanda eins og
framhjáhald," segir Helga Sædís.
Félagsráðgjafamir hjá Aðgát
era þvi oft að vinna með hjónum í
að tala saman á ný eins og þau
gerðu í tilhugalífinu, það er verið
að draga betur upp á yfirborðið þá
vináttu og virðingu sem var.
Hver á að gera hvað?
Sigríður Anna er viss um að ef
ung pör gerðu fjölskylduáætlun í
upphafi mætti forðast mörg
vandamálin síðar meir. „Ætli fólk
að eyða saman lífinu er um að
gera að setjast niður og finna út
hvort hugmyndir þess um hjóna-
band fara saman.“
Hún segir að æskilegt sé að pör
spyrji sig hvemig þau komi til
Verð 10.880
Brúðguminn
Innifalið í öllum tilboðum eru pottar með ungverskum söltum, vatnsgufur með aroma
olíum, ungverskur andlitsmaski og höfuð, háls og herðanudd í pottum.
Brúðardraumurinn
verður að veruleika
Brúðurín
Pakki 1
Andlitsbað
Litun og plokkun
Handsnyrting
Fótsnyrting
Vax að hné
Pakki 2
Líkamsskrúbb
Spirulínuinnpökkun
Litun og plokkun
Handsnyrting
Verð 9.775
Pakki 3
Húðhreinsun
Litun og plokkun
Lökkun og þjölun
Verð 4.840
Pakki 1
Líkamsskrúbb
Spirulínuinnpökkun
Hand- og fótsnyrting
Verð 8.460
Pakki 2
Líkamsskrúbb
55 mínútna nudd
Hand- og fótsnyrting
Verð 7.950
Pakki 3
Húðhreinsun
Hand- og fótsnyrting
Verð 4.590
Planet Pulse • Hótel Esja • Sími: 5881 700 • Email: planetpulse@p lanetpulse.is
með að skipta vinnu utan heimilis
og innan. Hvenær er tími til kom-
inn að kaupa húsnæði og á að
safna fyrir útborguninni eða taka
lán? Eigum við að leggja fyrir
mánaðarlega og ætlum við að
kaupa nýjan bíl á fimm ára fresti?
Hvernig eigum við að umgangast
kreditkort? Ætlum við að eignast
börn og hvenær? Munum við hafa
nægan tíma fyrir bömin?
Allar þessar spurningar og aðr-
ar á svipuðum nótum eru mikil-
vægar og hún bendir á að oft komi
upp í samtölum við hjón að annað
þeirra segist alls ekki hafa verið
tilbúið í bameignir, húsakaup eða
annað slíkt þegar ráðist var í það á
sínum tíma.
Þær em þó allar sammála um
það að mikill munur sé á hjónum
um tvítugt í dag og þeim sem era
að nálgast fertugsaldurinn hvað
snertir fyrirhyggju í þessu sam-
bandi. „Hugsunarhátturinn er að
breytast og pör era farin að skipu-
leggja líf sitt í auknum mæli.“ Það
kemur reyndar á daginn að meðal-
aldur hjóna sem til þeirra leita er
um fertugt og algengara er að eig-
inkonumar sýni frumkvæði og
panti hjónaviðtal. Karlarnir era þó
famir að panta hjónaviðtal oftar
en þeir gerðu.
Nauðsynlegt að byggja
upp sjálfstraust
Þær segja að pör þurfi líka að
þekkja sig vel og hafa byggt upp
eigið sjálfstraust áður en gengið
er í hjónaband. Sveinbjörg Júlía
segir reynsluna sýna að fólk sem
búið er að gera upp við sig hvað
það vill sé betur í stakk búið til að
taka tillit og búa með annarri
manneskju en manneskja sem
ekki er búin að gefa sér tíma til
sjálfsskoðunar. „En við megum
ekki gleyma því að það er eins og
sjálfstraustið aukist líka með aldr-
inum,“ segir Sigríður Anna.
Húsverkin rifrildisefni
En era húsverkin og uppeldið
eitt af algengustu ágreiningsefn-
unum?
„Já, tvímælalaust," segja þær.
„Þama komum við aftur að upphaf-
inu,“ segir Sigríður Anna. „Fólk er
að gera svo mikið í einu og hjónin
era bæði þreytt. Þá getur það orðið
að stórmáli hver vaskar upp eða
setur í þvottavélina. Það er mikil-
vægt fyrii- pör að átta sig á hvar
streituþröskuldurinn liggur og
reyna að draga úr öllu heimatil-
búnu álagi eins og hægt er.“
Þær segjast líka enn verða var-
ar við að konan taki á sig ábyrgð
heimilisins jafnvel þó hún vinni
úti. „í þeim tilfellum sem konan
vinnur kannski hlutastarf þykir
sjálfsagt að hún sé svo fram á mið-
nætti að sinna heimilinu á meðan
karlmaðurinn hefur það kannski
náðugt með bók eða fyrir framan
sjónvarpið. Þetta er þó að breytast
með yngri kynslóðinni."
Sigríður Anna bendir á að verk-
efnalisti hafi gefist mjög vel. „Ég
hef iðulega útbúið verkefnalista
með hjónum sem leita til mín. Þá
er deilt niður verkefnum og hversu
oft þau skuli unnin. Það er hjónum
yfirleitt mikill léttir þegar þau eru
farin að vinna eftir listanum.“
Koma viðhorf til heimilisstarfa
ekki oft úr upprunafjölskyldum?
„Jú, auðvitað. Hjónin era með
mismunandi bakgrunn, þau hafa
hlotið mismunandi uppeldi og hluti
af undirbúningi fyrir hjónaband er
auðvitað að kynnast uppranafjöl-
skyldu makans,“ segir Helga Sæ-
dís. „Hjónin geta síðan í samein-
ingu ákveðið hvaða siði og venjur
þau vilja taka með sér úr uppruna-
fjölskyldunum og hvað þau vilja
skilja eftir. „
Framhjáhald og
áfengisnotkun
Hvernig geta hjón komið í veg
fyrir framhjáhald og þarf ekki líka
að ræða atriði eins og áfengis-
neyslu?
Þær hugsa sig aðeins um en
segja svo að ef kuldi sé kominn í
hjónabandið sé framhjáhald al-
gengara en ella. „Þegar ástin fer
forgörðum í hjónabandinu, hjónin
gleyma að hlú að sálinni og hversu
mikilvægt það er að elska og vera
elskaður þá fara hjón jafnvel að
leita út fyrir hjónabandið," segir
Sigríður Anna. „Ef ekki er ein-
hugur um hversu mikil áfengis-
notkunin á að vera geta hjónin
staðið frammi fyrir stóram
vanda,“ segir Sveinbjörg. „Þegar
áfengisneysla annars aðila er
vandamálið í hjónabandi er í raun
erfitt að vera með fólkið í með-
ferð. Það næst enginn árangur
fyrr en makinn hefur tekist á við
áfengisneyslu sína. Enginn ætti
að ganga með það viðhorf í hjóna-
(£pað sem pöt eettu að teeða
um 'fjytit hjónabanðið
Kif* (Zpjameiqnit og ■\tjúj)bövn
Cjt’ rejp’jíinnáí og skutðasöfynun
^JJœnlmgar til tijónabandsim
Pyitfjbminrjalí/j og vinálta
C a ' <*§ameiginUg áhugamát
CZs’ ©Jltvinna og heimilisstövf
Cs’ ^JJiráinrj oj fytitqefning
<§Jbfcnghnolkun
CS“ ^btfjimnarfjpUkjida
CS' (^Kjnlrf
band að hann breyti maka sínum.
Makinn verður að vilja það sjálf-
ur.“
Kurteisi og fyrirgefning
Hvað með svívirðingar og ljótan
munnsöfnuð í hjónabandi?
„Því miður er ljótur munnsöfn-
uður alltof algengur meðal hjóna
sem eru að fara útaf sporinu,“ seg-
ir Sigríður Anna og hún segir að
mjög oft litilsvirði hjón hvort ann-
að og kurteisi og fyrirgefning séu
löngu gleymd orð í hugum þeirra.
„Það hjónanna sem oft notar
ljót orð gagnvart maka sínum hef-
ur oft vanmetakennd gagnvart
honum,“ bætir Helga Sædís við og
Sveinbjörg Júlía segir að virðing
fyrir hvort öðra sé ekki sjálfgefin
og misjafnt sé hvað hjón þoli mikið
álag áður en vamirnar bresti og
vaðið sé blint áfram.
Þær era einhuga um að upprifj-
un fyrri rifrilda sé slæm fyrir sam-
bandið. „Hjón eru kannski að rifja
upp átta til tíu ára gömul rifrildi og
ágreiningsmál. Hvað hefur það
upp á sig? Hvað varð um fyrirgefn-
ingu, skilning og tillitssemi?“
Hvað með uppeldi? Veldur það
ágreiningi?
„Það getur verið álagsþáttur í
hjónabandi,“ segir Helga Sædís.
Hún telur að auk þess sem vinnan
við uppeldi geti skapað togstreitu
þá sé ekki síður ágreiningur um
leiðir í uppeldi. „Hjónin koma með
mismunandi bakgrunn og hafa því
6 D MORGUNBLAÐK) fimmtudagur 13. maí 1999