Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1999, Blaðsíða 16
Bað hennar í Hrísey Hann sótti hana í vinnuna og sagðist ætla með hana í óvissuferð um helgina. Hún var gjörsamlega grandalaus og vissi ekki fyrr en þau voru lögð af stað yfir fjöll og fimindi. Leiðin lá út í Hrísey og þegar þau voru búin að koma sér fyrir á gistiheimili fór hann með hana í gönguferð. í sjávarmálinu dró hann upp kampavínsflösku og hringlaga öskju með trúlofunar- hringum. „Eg stóðst þetta ekki,“ segir Ingibjörg Dungal og brosir sínu blíðasta þegar hún er beðin að rifja upp hvernig bónorðið bar að en síðastliðinn laugardag, hinn 8. maí, vora hún og Pór Amarson gefin saman í Háteigskirkju. Ferðin til Hríseyjar var farin fyrir tæpum tveimur árum en þau segjast bara hafa verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að taka skrefið til fulls. Athöfnin fór fram í Háteigs- kirkju sl. laugardag og það var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem gaf þau saman. Reynir Jónasson lék á orgel, Hrönn Geirlaugsdótt- ir á fiðlu og Valgerður Guðna- dóttir söng einsöng. Lögin völdu Þór og Ingibjörg í sameiningu. Veislan var haldin í félagsheim- ili kirkjunnar og eftir að hafa skálað í kampavini fyrir brúð- hjónunum var gestum boðið til kvöldverðar. Fram eftir kvöldi fengu gestir síðan að njóta nær- veru brúðhjónanna sem eftir mið- nætti létu sig hverfa í svítuna á Hótel Esju. Daginn eftir héldu Ingibjörg og Þór í brúðkaupsferð til Taílands þar sem þau dvelja um þessar mundir. „Ég og Hildur systir múi fundum mynd af kjól á Netinu og ég fór síðan með þessa mynd til hönn- uðanna Ásu Láru Axelsdóttur og Melenu Daggar Þorsteinsdóttur hjá Eðalklæðum sem útfærðu hugmyndina og saumuðu kjól- inn." Ingibjörg segir að kjóllinn sé í raun mjög breyttur frá upp- runalegu myndinni en hann er einfaldur og ytra efnið er flauels- blúnda sem var pöntuð frá París. Bæði Þór og Ingibjörg voru grátt leikin af nánustu vinum helgamar fyrir stóra daginn. Það kom Þór gjörsamlega í opna skjöldu þegar rúta sótti hann og félagamir færðu hann í gamla lopapeysu. Þór var síðan látinn standa fyrir utan þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var með mót- töku fyrir Ólaf G. Einarsson og krefjast úrsagnar íslands úr Nato. Eins og sést á myndinni veit Geir H. Haarde vart hvað hann á að halda. Vinkonur Ingibjargar klæddu hana upp sem Dolly Parton og létu hana m.a. troða upp íKaffivagninum og kynna plötu sína íBlómavali. Ingibjörg tók daginn snemma og fór í hárgreiðslu til Erlu á Prima- donnu og Kristín Stefánsdóttir sá um að farða. Móðir brúðarinnar, Áslaug Katrin Pálsdóttir, skálar hér í kampavíni við dóttur sína Ingibjörgu áður en hún klæðist brúðarkjólnum. Stóra stundin er að renna upp. Hildur Dungal, systir Ingibjargar, er að aðstoða hana við að klæðast brúðarkjólnum. Foreldrar Þórs, Örn Marinósson og Ragnheiður Þorgeirsdóttir, að- stoða brúðgumann við að klæðast smókingnum. Brúðhjónin In Brúðhjónin Þór Arnarson og Ingil Dungal voru gefin saman í Háteigskirl Sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Best að láta brúðarvöndinn í vatn. Aðeins að púðra brúðgumann fyrir myndatöku 16 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.