Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 18
Ragna segir að Margrét Ásta hafi verið með íráðum þegar kjóllinn var valinn þvíhöfuðmáii skipti að hún
sé ánægð með brúðarkjólinn og finni sig í honum.
Guðrún Sverrisdóttir og Þórunn Gunnarsdóttir sáu síðan um að farða
oggreiða Margréti. Blómvöndinn sá Ingibjörg Guðnadóttir um.
Þetta er í raun sama greiðslan
en liöfuðskrautið er annað.
Lifandi blóm eru notuð hér í stað
brúðarslörs.
Ef konan er
ÁNÆGÐ GEISLAR HÚN
f konan er sjálf ánægð
með kjólinn þá geislar
hún,“ segir Ragna Gísla-
dóttir, eigandi Brúðar-
kjólaleigu Efnalaugar Garða-
bæjar, þegar hún er beðin að
velja kjól á Margréti Ástu. „Ég
var komin með nokkra kjóla sem
ég sýndi henni og valið snerist í
lokin um hennar smekk,“ segir
hún.
Ragna segist vera mjög
ánægð með valið, kjóllinn hæfi
útliti Margrétar Astu mjög vel
en hann er kremlitaður og efri
hlutinn gullbrókaður sem hún
segir að sé mjög vinsælt um
þessar mundir. „Kjólamir í ár
eru rómantískir en einfaldir og
mjög glæsilegir."
Á Garðatorgi er auk brúðar-
kjólaleigunnar starfrækt hár-
greiðslustofan Cleó og Snyrti-
höllin. I sameiningu sáu Ragna,
Guðrún Sverrisdóttir hár-
greiðslumeistari á Cleó og Þór-
unn Gunnarsdóttir fórðunar-
fræðingur um að finna út heild-
arútlitið í samvinnu við Mar-
gréti. Hanna María Jónsdóttir
hjá Karin Herzog sem einnig er
með aðstöðu á Garðatorgi plokk-
aði Margréti Ástu og litaði.
Klassísk og
kvenleg greiðsla
„Ég taldi að það hæfði per-
sónu Margrétar Ástu að greiðsl-
an væri klassísk og kvenleg.
Margrét Ásta var með ljósar
strípur þegar hún kom til okkar
og við ákváðum að lita hárið í
samræmi við húðlit hennar, í
rauðgylltu," segir Guðrún. Þór-
unn segir að litimir eigi að tóna
við hárið og brúðarkjólinn og þar
sem Margrét er með fallegar
varir og hvítar tennur ákvað hún
að draga það sérstaklega fram.
„Það em engir sérstakir litir í
tísku því það er afar mismunandi
hvað fer hverjum og einum.
Samvinna er lykilorðið og að
reyna að ná fram persónu brúð-
arinnar.
Engar
prufugreiðslur
Guðrún segist helst ekki gera
pmfugreiðslu og Þómnn er
sama sinnis hvað snertir fórðun-
ina. „Það er ekkert að marka
slíkt því allt breytist þetta svo
þegar komið er í kjólinn."
En hvað um hárið, em sér-
stakir tískustraumar ráðandi í
brúðargreiðslum?
„Nei það er ekki hægt að
segja það,“ segir Guðrún.
„Greiðslumar fara eftir aldri
brúðar og síðan þarf til dæmis að
gæta þess að brúðurin verði ekki
stærri en tilvonandi eiginmað-
ur.“ Guðrún segist gjaman nota
lifandi blóm í hárið á sumrin en á
vetuma perlur og kristalsteina
sem minna á ís og snjó. Stundum
býr sjálf til hárskrautið ef hún
finnur ekkert sem hentar. „Mér
finnst mjög gaman að aðstoða
„ Við ákváðum að lita hárið í samræmi við húðlit hennar, í rauðgylltu
og litimir sem notaðir eru í förðuninni taka mið af háralit og kjóln-
um,“ segja Þómnn og Guðrún.
konumar setjast niður með þeim
og kynnast manngerðinni og
velja útfrá því greiðsluna og hár-
skrautið. Ungar konur em
kannski til í að prófa meira en
þær sem eldri em og velja klass-
ískt útlit.“
Brúðarvöndinn sá Ingibjörg
Guðnadóttir hjá Ráðhúsblómum
um. Akveðið var að hafa brúðar-
vöndinn lítinn. „Þetta er lítill og
látlaus vöndur en aðeins öðravísi
en gengur og gerist. í vöndinn
valdi hún leonidas rósir í rauð-
brúnu og sex mismunandi teg-
undir safari greina. Það er svo
bergflétta sem vefur sig eftir
stilkunum.
„Kjólarnir í ár em róm-
antískir en einfaldir og
rnjög glæsilegir", segir
Ragna Gísladóttir.
18 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999
ðimiKgk.