Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 20

Morgunblaðið - 13.05.1999, Side 20
Ragnar Þór Valdimarsson og Brynja Baldursdóttir voru gefín saman að lúterskum sið í Dómkirkjunni. Nyttaya Sudsawat og Sigurður M. Grétarsson í brúð- kaupi sihu íbúddíska musterinu íKópavogi. Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Kristján Arason giftust að katþólskum sið í Landakotskirkju. Olík trúarbrögð Trúarbrögð hafa áhrif á viðhorf til hjóna- bands og hér ræðir Brynja Tomer við fulltrúa fjögurra safnaða. Þótt nokkur munur sé greinilegur, ber þeim saman um að hjón eiga að sýna trygglyndi og koma fram við hvort annað af háttvísi. Þjóðkirkjan efðir við kirkjubrúðkaup hér á landi hafa mótast frá síðustu öld, þegar brú- kaup fóru í vaxandi mæli að verða sérstakar athafnir í kirkj- um. Að konur sitji öðrum megin í kirkjunni og karlar hinum megin á til dæmis rót að rekja til fornrar sætaskipanar í kirkjum sem nú er horfín nema við þetta tilefni. Sum- um fínnst raunar eðlilegt að hjón sitji saman við brúðkaup, en sam- kvæmt hefð sitja konur oft vinstra megin og karlar hægra megin,“ segir sr. Sigurður Arnarson, prestur í Grafarvogskirkju. Hann leggur áherslu á að tilgangur kirkjulegrar athafnar, Guðs orð og bænin sitji í fyrirrúmi. „Hjónavígsla er opinber játning og opinber staðfesting á ásetningi hjónaeína um að lifa saman í heilögu hjónabandi. Brúðkaup hef- ur djúpa táknræna merkingu í kristinni trú. í Biblíunni er sátt- mála Guðs við þjóð sína, ísrael í gamla sáttmála, kirkjuna í þeim nýja, líkt við brúðkaup. Brýnt er að gæta að ýmsu varðandi hjónavígsl- ur, hvað sé viðeigandi og hvað ekki. Til dæmis gengur varla að láta flytja á sjálfan brúðkaupsdaginn lög með textum eins og „Yesterday, all my trouble seemed so far away“ eða „Please release me, let me go“, slík lög geta verið i veislunni en alls ekki í kirkjunni. Eins er vert að stilla myndatökum í hóf svo þær trufli ekki helgi athafnarinnar. Brúðkaup í kirkju Brúðgumi og svaramaður hans koma oftast til kirkju á undan öðr- um og setjast hægra megin í kór. Brúðgumi situr nær kirkjugest- um. Þeir standa upp þegar gestir koma og heilsa hverjum og einum með því að hneigja sig. Þegar brúður er tilbúin að ganga inn gengur prestur fyrir altari. Því næst er til dæmis leikinn brúðar- mars og brúður gengur inn, vinstra megin við svaramann sinn. Kirkjugestir sýna henni virðingu með því að rísa úr sætum og setj- ast ekki fyrr en hún sest gegnt brúðguma sínum.“ Sigurður segir ekki óalgengt að brúðhjón gangi saman inn kirkjugólfið, ekki síst þegar haft er í huga, að sumir hafa verið í sambúð um lengri eða skemmri tíma áður en þeir gifta sig. Sr. Sigurður Arnarson: „Hjóna- band er gjöf Guðs sem hjón eiga að þakka fyrir á hverjum degi. “ Áður en hjónavígslan sjálf fer fram er sunginn sálmur og því næst flytur prestur ræðu frá eigin brjósti. „Hún fjallar til dæmis um kristilegan skilning á hjúskap karls og konu og gott er að svara spurningum á borð við hvað hjóna- band sé og hvaða skyldur hjón hafí hvort við annað. Þótt hjónaband sé ekki sakramenti í lúterskum sið, þá stofnar Guð hjónabandið og því er rétt að prestur árétti tryggð, trúfestu og ábyrgð hjóna. Jafnframt er gott að benda á að brúðhjón eru að veita viðtöku mik- ilvægri gjöf, hjónabandinu, úr hendi Guðs. Þar með eru þau hvort öðru gjöf sem þau verða að leitast við að varðveita og þakka fyrir alla daga. Prestur getur einnig lagt áherslu á trúmennsku og heiðarleika og skírskotað til ábyrgðar hjóna á að láta hjóna- bandið endast. Þar er bænin mikil- væg, bæn hjónanna hvors fyrir öðru og heimili sínu og framtíð. Hann minnir hjónaefnin á samfé- lag kirkjunnar og hvetur þau til að sækja sér samfélag í söfnuði sín- um.“ Vígslan sjálf Tónlist er oft flutt að lokinni ræðu, en síðan flytur prestur ritningarorð. Að svo búnu spyr prestur hvort brúðhjóna fyrir sig um ásetning þeirra um að lifa saman í hjónabandi. Þegar þau hafa svarað blessar prestur hringana og réttir brúðguma hring, sem hann dregur á fingur brúðar sinnar og síðan réttir hann brúðinni hring, sem hún dregur á fíngur brúðguma. Því næst handsala þau heit sín með því að rétta hvort öðru hægri hönd og blessar prestur handatak þeirra með því að leggja hönd sína yfír handsal þeirra. Á meðan hefur hann yfir hjónavígslufor- málann og lýsir yfir að sáttmáli hjónanna gangi í gildi í nafni heil- agrar þrenningar. Að þessu loknu krjúpa brúðhjón og prestur biður bænar og Faðir vor. Því næst lýs- ir hann blessun. Að lokinm vígslu sest brúður í sæti sitt og brúðgumi við hlið henn- ar. Svaramaður brúðar sest þar sem brúðgumi sat áður. Oft er flutt tónlist á eftir vígslunni og svo ganga brúðhjónin saman út úr kirkju í fylgd ástvina sinna og gesta. Það er tákn um að þau ganga saman út í lífið og að þeim fylgi samfélag og samhugur viðstaddra." Dhammanando Bhikkhu, búdda- munkur: „Munkar gifta fólk ekki, þeir blessa nýgift hjón.“ Búddistar Ekki tíðkast að munkar gefí hjón saman í búddískum sið, heldur fulltrúi hins opinbera, en í kjölfar- ið blessar munkur hjónin með mikilli viðhöfn. Dhammanando Bhikkhu, forstöðumaður Félags búddista á Islandi, segist fylgja þessum venjum. I félaginu eru um 350 manns, flestir Taflendingar. „Yfírleitt er litið á vígslu hjá sýslumanni sem skriffínsku gagn- vart hinu opinbera, en athöfn hjá munki sem hina eiginlegu hjóna- vígslu," segir hann. Til þessa hafa þrenn hjón verið blessuð í musteri búddista á íslandi, þar af tveir hommar, en Dhammanando Bhikkhu segir að búddismi mæli ekki gegn hjónabandi samkyn- hneigðra. Hann segir jafnframt að helgisiðir séu ólíkir eftir löndum og hann vinni eftir þeim taflensku. „Oft er leitað til stjömuspekinga fyrir brúðkaup, en í Taflandi er af- staða himintungla jafnan jákvæð- ust fyrir brúðkaup í ágúst. Ef fleiri en einn munkur er við at- höfnina annast sá eldri hana. í búddískum sið er mikil virðing borin fyrir þeim sem eru eldri og hafa meiri reynslu. Heimanmundur Heimanmundur er algengari til sveita en í borgum og er hann ekki greiðsla fyrir kvonfang. Til sveita vinna allir í fjölskyldunni hörðum höndum og þegar einn flytur að heiman þarf að fá vinnuafl í stað- inn. Heimanmundur er oft miðað- ur við tveggja ára laun vinnu- manns á sveitabæ. „Foreldrar brúðhjóna eru í lykil- hlutverki,“ segir Dhammanando Bhikkhu. „í upphafi athafnar, sem fer nær alltaf fram að morgni, bið- ur parið foreldra sína afsökunar á misgjörðum sínum gegnum tíðina og biður jafnframt um leyfí til að ganga í hjónaband. Kveikt er á kertum og reykelsum og bænahald hefst við altari. Munki er síðan boð- inn matur, en hann má aldrei borða annað en það sem honum hefur verið gefíð. Honum eru gefnar allar veitingamar og þegar hann hefur lokið við að borða býður hann öll- um viðstöddum að fá sér. Annar hluti athafnarinnar, sem tekur um tvær klukkustundir, hefst á prédikun, þar sem talað er út frá helgum búddískum texta, Sigalovada. Þar eru leiðbeiningar Sr. Jakob Rolland, káþólskur prestur: „Prestar heimsækja hjón og styðja þau í erfíðleikum. “ um hegðun og hátterni. Eiginmað- ur á t.d. að vera háttprúður gagn- vart konu sinni, virða hana, veita henni vald og færa henni skraut- muni. Eiginkona á að inna skyldur sínar vel af hendi, vera gestrisin, gæta þess vel sem maður hennar kemur með á heimilið. Bæði eiga hjónin að vera hvort öðru trú. Brúðhjónin gefa fimm heit, sem eru til grundvallar í búddisma: að drepa ekkert sem lifir, taka ekki annað en það sem þeim er gefíð, misnota ekki kynlíf, ljúga ekki og forðast áfengi og önnur vímuefni. Stundum taka viðstaddir undir þessi heit með brúðhjónunum." Silkibönd á höfuð Silkibönd, sem bundin hafa ver- ið í tvo hringi, eru sett á höfuð brúðhjónanna og segir Dhamman- ando Bhikkhu þann sið líklega uppruninn í hindúisma. í kjölfarið er trúarlegur texti kyrjaður á pali-máli í 15-20 mínútur og sitja viðstaddir þá í bænastöðu. „Þótt þeir skilji ekki textann trúum við þvf að það sé til góðs að heyra hann.“ Að svo búnu beygja viðstaddir sig niður í virðingarskyni við munk- inn og er þá komið að lokahluta at- hafnarinnar. I búddískum brúð- kaupum angar allt af sandalvið. Reykelsi með sandalviðarilmi eru brennd og jafnframt er blandað eins konar smyrsl með sama ilmi. „Fullorðin kona sem nýtur virð- ingar innan fjölskyldunnar hefur það hlutverk að bera smyrslið á enni brúðhjónanna og er það talið verða þeim til gæfu. Með smyrsl á enni snúa brúðhjónin sér að gest- um sínum. Fyrir framan þau er sett skál með blessuðu vatni, sem í hefur verið sett ilmefni úr sandal- við. Þar kemur aftur að mikilvægi fullorðnu konunnar, sem byrjar að ausa vatni yfir hendur brúðhjón- anna og óska þeim heilla. Aðrir gestir fylgja í kjölfarið, ausa vatni yfir hendur brúðhjóna og flytja þeim hamingjuóskir eða þylja möntru, sem er trúarlegur texti. Að svo búnu hefst hin eiginlega brúðkaupsveisla, þar sem menn syngja, dansa og skemmta sér fram undir næsta dag.“ Kaþólskir Öll brúðhjón sem gefin eru saman í katólskum sið fara á námskeið fyrir brúðkaupið. Sr. Jakob Rolland í 20 D MORGUNBLAÐH) fimmtudagur 13. maí 1999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.