Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 22
Þornmr Þorbergsson og Tine B. Hanscn segja að ferskir ávextir séu áberandi á brúðkaupstertum í sumar. Jói Fel segir að pör velji óhefðbundnar kökur en þó er frönsk súkkulaðiterta einna vinsælust. Jóhannes Baldursson segir kampavínsfrómas hafa vakið athygli að undanförnu. Brúökaupstertur sumarsins Styttur víkja FYRIR RÓSUM OG RIFSBERJUM Þormar Þorbergsson og Tine B. Hansen. Hápunktur brúðkaups- veislunnar var alltaf þegar brúðhjónin komu brosandi að borðinu og tóku af brúðkaupstertunni plast- styttu af brúðhjónum og skáru svo saman fyrstu sneiðina. Þetta var eitt af þeim augnablikum sem alltaf var fest á filmu og allir biðu eftir. Sum brúðhjón halda enn í þessa hefð og láta styttuna tróna á toppnum. I auknum mæli fær hún að víkja fyrir rósum og rifsberj- um. Stundum mæta bakarar í full- um skrúða og skeri kökusneiðar handa brúðhjónum og gestum. Ekki eru mörg ár síðan hægt var að ganga að því vísu að undir marsípaninu væru sígildir „svampbotnar" með niðursoðn- um ávöxtum og þeyttum rjóma á milli nú eða þá góðu sérrífrómasi að hætti mömmu. En nú er öldin önnur og botn- arnir orðnir brúnir, jafnvel blaut- ir franskir súkkulaðibotnar með líkjörs-, kampavíns- eða fersku ávaxtafrómasi. Ferskir ávextir áberandi Þormar Þorbergsson og Tine B. Hansen reka Kaffi Konditori Copenhagen og þau sérhæfa sig í kökugerð. Þormar er nýkominn af sýningu í Lyon í Frakklandi og segir að þar beri kökurnar svip af árstímanum. „Núna var úrval ávaxta fjölbreytt og því mjög vin- sælt að nota jarðarber, brómber og aðra ferska ávexti sem uppi- stöðu í brúðkaupstertur.“ Hann segir að oft komi parið með eigin óskir sem reynt sé að útfæra. „Yfirleitt kemur parið í pantaðan tíma hjá okkur og þá get ég sýnt því myndir af tertum svo það átti sig á því hvað hægt er að gera.“ Það sama er reyndar uppi á teningnum hjá Jóa Fel hjá bak- aríi Jóa Fel og hjá Jóhannesi Baldurssyni í Alfheimabakaríi. Þeir setja iðulega upp fundi með parinu, sýna því myndir og gefa jafnvel að smakka á botnunum um leið og farið er yfir hvernig tertan á að líta út. Súkkulaðitertur Þormar bendir á að máli skipti hvort kakan eigi að vera sem eft- irréttur eða á kaffihlaðborði. Hann segir að ef kakan sé hugs- uð sem eftirréttur megi hún gjaman vera létt og fersk. Hefð- bundnari kökur henta á kaffi- hlaðborð. Jói Fel er þó á því að tertan á kaffihlaðborðinu megi vera eins og konfektmoli, hún eigi að skera sig úr. Allir eru þeir sammála um að fólk sé mjög hrifið af súkkulaði- tertum í stað hvítra botna og gjarnan vilji það fá botna með ekta súkkulaði, blauta franska súkkulaðiköku. Þormar segir að mesta athygli hafi kökur með ferskum ávöxtum hlotið í vor og Jói Fel hefur verið að kynna þá nýjung að láta marsípanið leggj- ast á kökuna eins og dúk og vera með rósir í sterkum litum sem skraut. Slíkar kökur hafa fengið mikla athygli hjá honum. Jó- hannes segir að hjá sér hafi kampavínsfrómasið vakið forvitni og síðan sé fólki ekki sama hvemig bakka það fær undir kökuna. „Eg er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir fyrir þá sem það kjósa. Ég er til dæmis stund- um með sykurkrem (frosting) að hluta til sem ég flambera ofan á tertunni og það kemur skemmti- lega út.“ Þeir benda á að það sé áber- andi hvað fólk er tilbúið að breyta til, hafa kökurnar óhefð- bundnar. Hvað með parið á toppnum? Em plaststytturnar á undanhaldi? Jói Fel „Auðvitað era alltaf einhverjir sem vilja halda í hefðir og nota sígilda styttu en fóik er í auknum mæli farið að vilja í staðinn súkkulaðiskraut, eða ferska ávexti," segir Jóhannes. Jói Fel segist stundum búa til styttur úr sykri og Þormar og Tine hafa bú- ið til styttur úr marsípani. Þá getur fólk ráðið háralit og fengið litina á fótunum til að vera þann sama og brúðhjónin klæðast á brúðkaupsdaginn. Jói Fel bendir á að súkkulað- iskrautið sem hann búi til sé hægt að fá í öllum hugsanlegum litum og það sé vinsælt. Þá sé líka fallegt að nota rósir og Jó- hannes segist ekki hika við að nota greinar og blóm úr náttúr- unni. - Hvað þurfa pör að panta tertu með löngum fyrirvara? Þeir eru sammála um að best sé að hafa góðan fyrirvara og segja að þegar sé farið að panta kökur fyrir árið 2000. „Ef fólk vill vera visst um að það fái bakar- ann sem það vill til að gera kök- una og geti valið um mismunandi bakka þá borgar sig að hafa að Jóhannes Baldursson minnsta kosti hálfs árs fýrirvara á pöntuninni." Við báðum bakarana að lokum að gefa lesendum uppskrift að einhverju gómsætu sem ætti heima í brúðkaupsveislu. Dökkar truflur með hunangi 600 g dökkt valhrona (56%) súkkulaöi 75 g lynghunang 4 dl rjómi 60 g smjör Hakkið súkkulaöiö og setjið í skál. Setjiö hunang og rjóma í pott og hitiö aö suöu. Helliö stö- an yfir súkkulaðið og hrærið vel í á meöan. Bætið í smjörinu þegar þaö er oröiö mjúkt og hræriö vel. Hellið þessum massa í form og setjið plast yfir. Kæliö. Rúllið massann í kúlur og veltiö þeim uppúr kakói eða hökkuðum heslihnetum. Þá má einnig velta þeim uppúr bráönu súkkulaði ef vill. Þormar og Tine Frábœrt úrvaí trúlofunar- og giftmgarhringa. Yfir 50 tegundir í 8 og 14 kt gulli. VerS frá kr. 12.700,- 3 mm sléttir hringir. Eiginhandaráletrun fáanleg inn í hringa! Sendum myndalista. Úr og Skartgripir, Strandgata 37, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 0590. 22 D MORGUNBLAÐHD fimmtudagur 13. maí 1999

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.