Morgunblaðið - 13.05.1999, Qupperneq 26
Mynd/Bonni
Birta finnur angan af vendi móður sinnar, Kolbrún-
ar Gísladóttur, og Baldur Davíðsson hlær.
Mynd/Þórir
Sígild brúðkaupsmynd af Þórunni og Jónasi sem
giftust ll.júh' 1998.
"BKee _,
r. \
IJf Ifí I
/L ðtt
SotR ’9g0 ■
GJAFABRÉF MORGUNBLAÐSINS
Komdu brúðhjónunum á óvart og gefðu
þeim áskrift að Morgunblaðinu. Gjafabréf
með áskrift er tilvalin
gjöf fyrir fólkið sem
er að hefja búskap en
einnig er tilvalið að
láta gjafabréfið fylgja
annarri gjöf.
Áskriftin getur verið mánuður eða meira,
allt eftir óskum hvers og eins. Hafðu
samband eða komdu í Morgunblaðshúsiö,
Kringlunni 1 og fáðu allar nánari
upplýsingar um gjafabréf fyrir áskrift
að Morgunblaðinu.
ÁSKRIFTARDEILD
Sfmi: 569 1122/800 6122 . Bréfsími: 569 1155 . Netfang: askrift@mbl.is
Brúðkaups-
myndir
Ljósmynd er líklega besta leiðin til að
varðveita augnablik, enda leggja flest
brúðhjón áherslu á myndatökuna.
Brúðkaupsmyndir eru margvíslegar og
fjölbreyttar, en sígild mynd af ham-
ingjusömu, nýgiftu fólki er alltaf falleg.
órir H. Óskarsson ljós-
myndari heldur upp á
sextugsafmæli sitt í dag
og á 40 ára starfsafmæli
síðar á þessu ári. Hann hefur því
langa reynslu af brúðkaups-
myndatökum og segist hrifnast-
ur af sígildum brúðarmyndum.
„Mér finnst allt í lagi að bregða á
leik og taka nokkrar öðruvísi
myndir, en aðalbrúðarmyndin á
að mínu mati ekki að vera hálf-
gerð grínmynd eins og þær sem
verið hafa áberandi á síðustu ár-
um.“ Hann segir ljósmyndastíl
sinn hafa breyst lítillega gegnum
tíðina, en kveðst aldrei hafa elt
tískustrauma. „Brúðarmyndir
eru uppi við árum og áratugum
saman og þær verða því að
standast tímans tönn. Yfirleitt
finnst mér persónulegast að
brúðarmyndir séu teknar ná-
lægt, þó þannig að brúðarvönd-
urinn sjáist. Mér finnst ekki
skipta öllu máli að fólk brosi,
heldur að það sé afslappað og
ánægt á svip.“ Þórir ráðleggur
þeim sem hafa börn með á brúð-
armynd að fá einhvem fullorðinn
til að koma með bömunum á
Ijósmyndastofuna og fara með
þau um leið og búið er að taka
myndir af hópnum. „Þá er hægt
að einbeita sér að brúðhjónunum
sjálfum, en þótt gaman sé að
hafa böm með á myndum, finnst
mér að aðalbrúðarmyndin eigi
bara að vera af brúðhjónunum."
Bonni: Reyni að
fanga hamingju
Ljósmyndarinn Bonni tekur
talsvert af brúðarmyndum og
segir smekk fólks afar misjafn-
an, sumir vilji bara eina góða
brúðarmynd, aðrir mjög margar
og enn aðrir vilji myndir úr
kirkju og veislu. „Ljósmynda-
stofa er þjónustufyrirtæki sem á
að mæta óskum viðskiptavina
sinna. Sjálfum finnst mér heppi-
legast að gert sé ráð fyrir
myndatöku á stofu, en ef veður
leyfir getur verið gaman að
koma við á fallegum stað á leið í
veisluna, til dæmis í skrúðgarði
og taka nokkrar myndir þar.“
Hann segist aðallega reyna
að fanga á mynd þá hamingju
og gleði sem fylgir því að gifta
sig. Gott sé að brúðhjón láti vita
hvort þau hafa sérstakar óskir
eða væntingar, en mestu máli
skipti að ljósmyndari hafi auga
fyrir stemmningu og góðum
augnablikum til að festa á
filmu.
eðalskartgripir
... e i n s ta kl ega vel unnir og
fallegir skartgripir
-5Ámmd
WATWtæs *inta Acacsssoftir*
KRINGLUNNI 8-12 REYKJAVlK
SÍMI: 588 7230 FAX: 588 7232
WWW.LEONARD.IS
DUTY FREE STORE KEFLAVlK AIRPORT
SlMI: 425 0800 FAX: 588 7232
WWW.LEONARD.IS
26 D MORGUNBLAÐIÐ fimmtudagur 13. maí 1999