Morgunblaðið - 13.05.1999, Síða 28
Hvernig boröbúnaö velja brúðhjón?
Stakir diskar
EÐA TÓLFMANNA STELL?
Fyrsta fína stellið sem fékkst hér á landi.
llar stelpur fara einhvern
tímann á stúfana og
sanka að sér ósamstæð-
um bollum og diskum frá
frænkum sínum, mömmum og
ömmum - og efna svo til veislu ein-
hvers staðar úti í móa? Einbeittar
á svip vanda þær sig við að leggja
á borð; setja röndóttan disk hér,
rósóttan bolla þar, kaffikannan er
hvít og hankalaus, sykurkarið kol-
svart og það vantar á það lokið.
Veitingamar í þessu teiti eru hins-
vegar meira fyrir augað en bragð-
laukana; drullukökur með steinum
í stað rúsína; en engu að síður fag-
urlega skreyttar með fíflum, strá-
um og sóleyjum.
Sennilega er það einmitt úti í
þessum móa sem draumurinn
kviknar hjá flestum húsfreyjum
framtíðarinnar; draumurinn um að
eignast tólf manna matar- og kaffi-
stell og þá allt í stíl. Sumar byrja
jafnvel að safna fljótlega eftir
fermingu meðan aðrar bíða fram
yfír bónorðið - og biðja um bolla-
pör og borðbúnað í brúðargjöf.
Skrautlegir diskar
En það eru ekki bara íslenskar
brúðir sem viija eiga fallegan borð-
búnað; úti um allan hinn vestræna
heim dreymir konur um glæsileg
„uppdekkuð“ borð. Ef marka má
það virðist það hinsvegar fara vax-
andi víða í Evrópu að konur safni
ekki heilum stellum, heldur stök-
um diskum, bollum og desertskál-
um. Pær halda áfram að setja sam-
an röndótta og rósótta diska eins
og þær gerðu í móanum forðum
daga. Sumar vilja þó hafa eitthvert
„þema“ í postulíninu; safna t.d.
bara diskum með fuglum eða rós-
um á meðan aðrar vilja eingöngu
bolla og skálar með bláu eða bleiku
mynstri. Að sögn þeirra sem til
þekkja liggur heilmikil hugsun á
bak við þetta val. Stílhrein stell
kalla á stílhreinar samræður og
stundum svolítið yfirborðskennt
kurteisishjal. Litríkir og skraut-
legir diskar gefa gestunum hins-
vegar ákveðið frelsi. Frelsi til að
hafa dálítið skrautlegar skoðanir,
losa um bindið og hlæja hátt, ef
þannig liggur á þeim. Fáguð stell
kalla fram fáguðu og formlegu
hliðina á gestunum; skrautlegu
diskarnir fjörugri og líflegri fram-
komu.
Gamaldags stell
„Það er afskaplega sjaldgæft að
konur búi til sín eigin „stell“ með
því að blanda saman stökum disk-
um en það er samt alltaf ein og ein
sem kýs að hafa þann háttinn á,“
sagði Sædís Jónsdóttir hjá Hirti
Nielsen er við bárum það undir
hana hvort þetta væri að færast í
aukana hérlendis. „Ætli það sé
ekki svona 1 af hverjum 200,“
giskaði hún á. „Við erum líka með
meira af „fínni“ stellum og trúlega
er nú algengara að fólk geri þetta
með hversdagsstellin sín. Við er-
um t.d. að fá nýtt eldhússtell á
næstunni og þar eru diskarnir
hver með sínum lit.“ Að sögn Sæ-
dísar er það mjög algengt að brúð-
hjón leggi inn óskalista í verslun-
inni og þeir listar eru vandlega
varðveittir í mörg ár á eftir. „í
sumum stellum eru kannski fjórar
tegundir af súpuskálum, þrjár
gerðir af kaffibollum o.s.frv.,“ út-
skýrði hún, „með þessu móti er
alltaf hægt að fletta upp nákvæm-
lega hvaða kaffibollum konan
safnar ef einhver vill t.d. gefa
henni bolla í afmælisgjöf."
- En hvað er í tísku í borðbún-
aði í dag?
„Það er alveg greinilegt að flest-
ir vilja „gamaldags“ stell,“ upp-
lýsti hún. „Þessi „antík-tíska“ er
gegnum gangandi bæði í borðbún-
aði og húsgögnum. Og svo eru te-
bollamir óskaplega vinsælir, unga
fólkið virðist drekka mun meira te
en hinir sem eldri eru.“
„Off-white“ diskar
með silfurrönd
Gestrún Gestsdóttir hjá Kosta
Boda segir að kannski sé það að-
eins að aukast að fólk blandi sam-
an ólíkum stellum en það heyrir þó
til algjörra undantekninga. „Hins
vegar erum við með stell sem heit-
ir Bopla og nýtur mikilla vinsælda
og þar er enginn diskur eins. Það
eru þekktir hönnuðir sem hanna
þetta stell sem er mjög sterkt og
má setja bæði í uppþvottavél og
örbylgjuofn," bætti hún við.
Kosta Boda býður upp á „óska-
listaþjónustu" fyrir brúðhjón eins
og margar aðrar verslanir. „Og við
geymum listana ár eftir ár svo það
er alltaf hægt að fletta upp vilji
menn gefa hjónunum glös, hnífa-
pör eða diska t.d. í afmælis- eða
jólagjafir,“ upplýsti hún. Aðspurð
um strauma og stefnur í postulíni
kvaðst Gestrún verða vör við það
að margir vildu „off-white“ stell
fremur en alhvít. „Ymist vill fólk
hafa einhverja gyllingu á diskun-
um eða platínurönd. Silfur virðist
vera að sækja í sig veðrið og
margir sem vilja hafa silfraða rönd
á borðbúnaðinum í stað gylltrar,“
sagði hún að lokum.
Mávastellið
stöðutákn á íslandi
Það stell sem lengst af hefur
verið nokkurs konar stöðutákn á
Islandi er mávastellið eða mávur-
inn eins og það er gjarnan kallað.
Flestir eiga einhverjar minningar
tengdar þessu stelli, hafa drukkið
heitt súkkulaði úr mávabollum hjá
ömmu á jólum eða sötrað kaffi úr
þeim í fermingarveislum hjá fjar-
skyldum frænkum.
Sigurveig Lúðvíksdóttir í
Kúnígúnd hló þegar við rifjuðum
þetta upp. „Já, mávurinn var
nokkurs konar stöðutákn hér á ár-
um áður,“ sagði hún, „enda var
þetta fyrsta „fína“ stellið sem
fékkst hér á landi. Það hefur verið
framleitt í Danmörku frá árinu
1897 og kom hingað í kringum
seinni heimsstyrjöldina þegar inn-
flutningur var mjög takmarkaður.
I þá daga þótti það afar fínt að
vera „sigldur" og þeir sem fóru
með Gullfossi til Kaupmannahafn-
ar fjárfestu gjarnan í svona stelli.
Samt framleiddi Bing og Gröndal
fjöldann allan af öðrum gullfalleg-
um stellum eins og brúnu rósina,
28 D MORGUNBLAÐK) fimmtudagur 13. maí 1999