Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 6
MORGUNBLADID 6 B SUNNUDÁGUR 30. MAÍ 1999 Goðafossslysið vekur enn sárar minningar í hugum marffra Islendinga. Enn velta menn því fyrir sér hvort bjarga hefði mátt fleiri mannslífum hefðu áhafnir björgunarskipa ekki verið svo uppteknar við að granda þýska kafbátnum sem skaut Goðafoss niður. Hugi Hreiðarsson rifjaði upp mannskæðustu árásina á ís- lenskt farskip 1 seinna stríði. GOÐAFOSS var 1542 rúmlestir, smíðaður í Danmörku árið 1921 fyrir Eimskipafélagið. Skipið átti eftir um þriggja tíma siglingu til lands þegar tundurskeytið hæfði bakborðsíðu þess. í sjdrétti kom fram að fáir hefðu látist af sárum súium, flestir höfðu drukknað. .. Ljósmynd Arnaldur GREINARHOFUNDUR ásamt eftirlifandi áhöfn Goðafoss. Efri röð: Baldur Jónsson, Ingólfur Ingvarsson, Loftur Jóhannsson, Amar Örlygur Jónsson, greinarhöfundur. Fremri röð: Jóhann Guðbjörnsson, Áslaug Sig- urðardóttir, Aðalsteinn Guðnason og Guðmundur Finnbogason. Á myndina vantar Sigurð Guðmundsson en hann var staddur erlendis þegar hópurinn hittist. Hittust eftir 55 ár I. Staðsetning á Goðafossi þegar farið er fyrir Reykjanes. II. Goðafoss um 2,5 sjómflur frá Stafnnesvita. III. Ágiskuð staðsetning 2. stýrimanns þegar hann lýkur vakt 12.28. IV. Ágiskaður staður þegar mönnunum á Shirvan er bjargað. V. Ágiskaður staður þar sem Goðafoss var skotinn niður 13.02. Ljósmynd/Hugi TIL að heiðra minningu þeirra sem fórust fór hópurinn að minnis- merki, sem staðsett er í Fossvogskirkjugarði, um þá sem hafa dmkkn- að við Islandsstrendur. SÁR seinni heimsstyijaldar eru enn ógróin í hjörtum þeirra sem lifðu af árásina á Goðafoss fostudaginn 10. nóvember 1944. Skipið, sem var í eigu Eimskipafélags íslands, var að koma úr rúmlega tveggja mánaða siglingu til New York með viðkomu í Lock Ewe í Skotlandi og átti eftir um þriggja klukkustunda siglingu til Reykjavíkur. í einni svipan breytt- ust örlög þeirra sem um borð voru. Hver og einn varð að berjast fyrir lífí sínu og um leið að sjá á eftir vinum, ættingjum og vinnufélögum. Auk 25 manns úr áhöfn og hópi farþega fór- ust með Goðafossi breskur merkja- maður skipsins og 18 skipsbrots- menn sem skipverjar höfðu bjargað skömmu áður. Pessi harmleikur kostaði því 44 menn lífið, bæði börn og fullorðna. Sjö íslensk börn urðu fóðurlaus. Fyrr um daginn fórst bandarískt eftirlitsskip á sömu slóð- um með 10 manna áhöfn sem talið er að sami kafbátur hafi grandað. Þótt liðin séu 55 ár frá árásinni hafa skipsbrotsmenn af Goðafossi aldrei hist og sumir hafa reyndar ekki sést síðan haustið 1944. Það var því við hæfi, þegar greinarhöfundur rifjaði upp þetta slys, að koma á endurfund- um og heiðra um leið minningu þeirra sem týndu lífi. Níu á lífi Hópurinn hittist á björtum laugar- degi fyrir nokkru og var ekki laust við að nokkurrar spennu gætti. Allir voru prúðbúnir, líkt og eitthvað há- tíðlegt væri að gerast, og þegar til kom var eins og aldagamlir vinir væru að endumýja kynnin. Alls eru níu manns í hópnum, þau Amar Ör- lygur Jónsson, Áslaug Sigurðardótt- ir, Jóhann Guðbjörnsson, Ingólfúr Ingvarsson, Guðmundur Finnboga- son, Aðalsteinn Guðnason, Baldur Jónsson, Loftur Jóhannsson og Sig- urður Guðmundsson. Loftur Jó- hannsson var ekki um borð í Goða- fossi þegar skipið var skotið niður sökum þess að hann hafði verið flutt- ur um borð í annað skip vegna las- leika í upphafi ferðar. Þá tókst grein- arhöfundi hvorki að komast að af- drifum Stefáns Skúlasonar káetu- drengs sem lengi bjó í Danmörku, né erlends skipsbrotsmanns sem komst lífs af. Flestir þeirra sem eftir lifa búa í dag á höfuðborgarsvæðinu, utan Ás- laugar sem býr í Skagafirði og Ing- ólfs í Hveragerði og þeirra Guð- mundar og Lofts sem búa á Selfossi. Ferðin örlagaríka Við endurfundina þurftu sumir að kynna sig með nafni og hafði Áslaug Sigurðardóttir t.d. hvorki hitt Aðal- stein Guðnason loftskeytamann né Ingólf Ingvarsson háseta frá því þau kvöddust um borð í björgunarskip- inu fyrir 55 árum. Svipaða sögu má segja um Arnar Örlyg Jónsson búr- mann og Baldur Jónsson háseta. Enda þótt langt sé um liðið var eins og þessi sára upplifun hefði þjappað hópnum saman fyrir lífstíð. Eftir stutta stund voru allir famir að tala hver í kapp við annan. Atburðirnir rifjuðust smám saman upp og fengu líf líkt og þeir hefðu gerst fyrir örfá- um dögum. Skipbrotsmönnum bjargað Baldur Jónsson sem býr í Kópa- vogi rifjaði upp sögu sína og studdist hann við frásögn sem hann ritaði daginn eftir slysið. ,Það var klukkan 12 að hádegi að ég var leystur af „útkikki" úr efra brúarskýli af Sig- urði heitnum Sveinssyni háseta. Eg hafði þá fyrir nokkurri stundu komið auga á skip framundan á bakborða, nokkuð langt undan. Veitti ég því enga sérstaka eftirtekt, reyndar rauk talsvert úr því, en mér virtist það koma úr skorsteini skipsins. Það var ekki fyrr en ég var kominn niður á bakborðs brúarvæng að ég sá eld- blossa gjósa upp úr þvi. Ég man að ég hljóp þá strax út á stjómborða, en þar voru staddir Stefán Dagfinns- son, 2. stýrimaður, og Sigurður Gíslason skipstjóri. Höfðu þeir báðir komið auga á eldinn í skipinu og lét skipstjórinn setja strax á fulla ferð í áttina þangað. Hann sagði mér að ÁSLAUG Sigurðardéttir var farþegi um borð í Goðafossi. Henni var bjargað á elleftu stundu. fara aftur í íbúðir skipsmanna og segja þeim að gera sig klára til að fara í björgunarbát ef með þyrfti.“ Skip það sem stóð í björtu báli var breskt olíuskip að nafni Shirvan á leið til íslands. Áfram heldur Bald- ur: „Því næst fór ég aftur upp í brú og er ég hafði verið þar í nokkrar mínútur kvað við ógurleg sprenging í olíuskipinu og eldsúlan gnæfði hátt til himins.“ Baldur segir að þá skömmu síðar hafi þeir komið auga á björgunarbát sem stefndi í áttina til þeirra og var gert klárt til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.