Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 20
20 B SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
h
Edward Furlong og Christina Ricci í „Pecker“.
Úr „Polyester".
var fyrsti vísirinn að breyttum
áherslum leikstjórans síðar meir
þegar hann hætti að gera smekk-
leysumyndir og reyndi að setja
hugðarefni sín fram með þeim
hætti að hæfði almennum markaði.
Allar hafa þær myndir heppnast
vel og jafnvel frábærlega. Hár-
sprey frá árinu 1988 var fyrsta
myndin í þeim dúr og Grenjuskjóð-
an með Johnny Depp fylgdi á eftir
tveimur árum síðar, einstaklega
kómísk úttekt á amerísku ung-
lingasöngvamyndunum. Tveimur
Sam Waterston og Kathleen
Turner í „Serial Mom“.
árum eftir það gerði hann hrein-
asta meistaraverk sem hann kall-
aði „Serial Mom“ og fjallaði um
lífsleiða húsmóður í úthverfi, sem
hætti að geðjast að nágrönnum sín-
um og gerðist fjöldamorðingi.
Háðsádeilan þjónaði honum aldrei
betur en einmitt þar og Kathleen
Tumer var glimrandi fín í hlut-
verki morðóðu húsmóðurinnar (eða
húsóðu morðmóðurinnar). Nýja
myndin, Goggur, kemur í fram-
haldi hennar en Waters mun skjóta
á listalífið í New York með henni.
Smekkleysan tamin
Einhverjir sakna eflaust gamla
Waters og smekkleysumyndanna
en hinn nýi Waters er furðulega
góður gamanmyndasmiður,
háðskur mjög og fyndinn og hefur
einstaklega gott lag á því að fá það
fram í leikurunum sínum sem til
þarf. „Pað segja allir að ég sé að
sogast inn að miðjunni vegna þess
að ef maður gerir ekki Bleika
flamingóa þá er maður bara að
gera venjulegar myndir. Nú til
dags eru engar miðnæturmyndir
gerðar og það væri heimskt af
mér að ætla mér að gera slíkar
myndir. Ég verð alltaf að endur-
meta það sem ég er að gera. Ég
verð að gæta þess að endurtaka
ekki sjálfan mig. Auk þess er ég
kominn á sextugsaldurinn og er
ekki átján ára lengur og hef auð-
vitað breyst mikið. Þegar ég gerði
þessar fyrri myndir mínar stóð yf-
ir stríð á milli Þeirra og Okkar.
Kvikmyndagagnrýnendur voru
íhaldssamir og ósveigjanlegir í þá
daga. Núna eru aliir kvikmynda-
John Waters stýrir atriði í nýju myndinni, „Pecker“.
Waters var áður vand-
ræðabam kvikmynd-
anna. Hann vakti
mikla athygli á önd-
verðum áttunda áratugnum og
m.a. á íslandi þar sem hann var
eitt sinn gestur Kvikmyndahátíðar
í Reykjavík, fyrir myndir sem
varla er hægt að segja að séu fyrir
viðkvæma. I einni þeirra, „Pink
Flamingos", máttu áhorfendur
horfa upp á 150 kílóa klæðskipt-
inginn Divine, sem lék mikið fyrir
Waters, setja ofan í sig ferskan
hundasaur. „Flamingos" varð
„költmynd" sem gerði Waters
þekktan og í kjölfarið komu
smekkleysumyndir eins og
„Female Trouble“ og „Desperate
Living“ þar til hann skipti alger-
lega um gír og tók að gera „venju-
legar“ myndir í lok níunda áratug-
arins og með fínum árangri. Sú
nýjasta heitir „Pecker" með Ed-
ward Fulong og segir frá ungum
manni í Baltimore og ljósmynda-
vélinni hans.
Goggur fer til New York
Pecker eða Goggur, sem Fur-
long leikur, er átján ára piltur sem
vinnur á matsölustað í Baltimore
og er lunkinn ljósmyndari. Hann
er kallaður Goggur af því hann
pikkaði alltaf í matinn sinn þegar
hann var lítill (heitið á frummálinu
hefur tvíræða merkingu sem
óþarfi er að fara út í hér). Hann
tekur myndir af öllu og öllum og
m.a. kærustunni sinni, sem Christ-
ina Ricci leikur. Dag einn „upp-
götvar" galleríeigandi ljósmynda-
gáfur Gogga og flytur hann með
sér til New York sem nýjasta fyr-
irbærið í listaheiminum. Goggur
baðar sig í frægðinni ásamt kynd-
ugri fjölskyldu sinni, sem fellur
ekki beint inn í listalíf stórborgar-
innar. En ekki er allt gull sem gló-
ir og brátt tekur Goggur að verða
geðillur út af öllu saman.
Waters er hættur að hneyksla
eins og hann gerði forðum og segir
það fullum fetum. Hann hefur eng-
ann áhuga á því. „Ég reyni ekki að
hneyksla fólk,“ segir hann í nýlegu
viðtali við breska kvikmyndatíma-
ritið Empire. Hann segist hafa
hætt að reyna það eftir áðurnefnt
atriði með Divine í „Pink Flamin-
gos“ því það sé engan veginn hægt
að ganga fram af fólki eftir það.
„Engum hefur tekist það síðan,“
er haft eftir honum. Hann segir
einnig að tilgangurinn hafi aldrei
verið sá einn að hneyksla, hann
hafi alltaf viljað fá fólk til þess að
hlæja líka.
Waters hefur gert þrettán bíó-
myndir og þær gerast allar í
Baltimore, heimabæ leikstjórans.
Hann er fæddur árið 1946 og segir
að foreldrar sínir hafi fljótlega tek-
ið að ræða sín á milli að drengur-
gagnrýnendur opnir og frjálsljmd-
ir og „með á nótunum". Enginn
gagnrýnandi í dag myndi viður-
kenna að hann væri hneysklaður á
einhverju sem hann sæi í bíó.“
Hreykinn af fortiðinni
Hann segir að hugmyndin um
Gogga eða „Pecker" hafi orðið til
vegna þess að hann safnar lista-
verkum úr samtímanum og telur
sig þekkja listalífið í New York
nógu vel til þess að geta skopast
að því. „Þetta er nýtt og óvenju-
legt samfélag fyrir mig að fjalla
um í kvikmynd og sérstaklega að
blanda inn í það verkamannafjöl-
skyldu frá Baltimore.“ Borgin
Baltimore hefur alltaf spilað stórt
hlutverk í myndum Waters vegna
þess að hann er alinn þar upp en
líka vegna þess að „fólkið þar held-
ur að það sé eðlilegt en ég held að
það sé snarbilað. Það sem
Baltimore-búar vilja fá út úr lífinu
er næstum því óamerískt. Þeir
vilja ekki verða frægir, þeir vilja
ekki ferðast um heiminn og þeir
hafa góðan, kvikindislegan húmor
sem beinist ekki síst að þeim sjálf-
um, sem er mjög mikilvægt."
Helsta áhugamál Waters í gegn-
um tíðina hefur verið að fylgjast
persónulega með réttarhöldum yf-
ir morðingjum og helst
fjöldamorðingjum en hann segir að
það gangi æ verr fyrir sig og hann
sé eiginlega hættur því. „Eg get
það ekki lengur,“ segir hann í
Empire. „Ég mæti í réttarhöldin
og þeir þekkja mig. Kviðdómur-
inn! Það er hryllingur.“
Waters verður ævinlega minnst
fyrir Bleiku flamingóana og hann
veit það. „Þótt ég fyndi lækningu
við krabbameini og léti lífíð daginn
eftir myndu minningargreinarnar
byrja á Bleiku flamingóunum. Ég
er hreykinn af að eiga þann part
kvikmyndasögunnar. Ég er í sí-
felldri samkeppni við fortíðina.
Fortíð mín sem kvikmyndagerðar-
maður er það sem ég þarf sífellt að
keppa við. En það er í fínu lagi. Ég
er hreykinn af fortíð minni.“
íslandsvinurinn John Waters hefur í síðari
myndum sínum breytt talsvert um stíl og sótt
inn á almennan kvikmyndamarkað, að sögn
Arnaldar Indriðasonar, sem skoðaði um hvað
nýjasta mynd Waters, „Peckeru, fjallar og
rifjar upp feril þessa kostulega leikstjóra.
Furlong leikur ung-
an Ijósmyndara sem
heldur sýningu í New
York.
inn væri eitthvað „skrýtinn“. „Ég
hlaut mjög gott uppeldi, foreldrar
mínir ólu mig vel upp. Þeir kenndu
mér að ég gæti gert allt sem ég
vildi. Jafnvel þótt það hneykslaði
þau. Sem varð raunin." Móðir Wa-
ters fór út af fyrstu mynd hans,
„Mondo Trasho" tárfellandi og
sagði við hann: Þú munt láta lífið á
geðsjúkrahúsi eða fremja sjálfs-
morð eða deyja af völdum eitur-
lyfja.
Háðsádeilur
Hann byrjaði að leika sér með
myndavél þegar hann var táningur
og fékk í lið með sér nágranna sína
og vini en þekktastur þeirra varð
Harris Glenn Milstead, sem síðar
kallaði sig Divine. Á árunum upp
úr 1970 gerði Waters „Mondo
Trasho" og „Multiple Maniacs",
sem vöktu litla athygli utan
Baltimore, en „Pink Flamingos"
eða Bleikir flamingóar, sem hann
Divine í Bleiku flamingóunum.
gerði fyrir tíu þúsund dollara, fékk
meiri dreifingu og vakti á endan-
um mikla athygli á svokölluðum
miðnætursýningum og Waters
eignaðist stóran hóp aðdáenda
mestmegnis í háskólum. Myndir
hans einkenndust af algerri
smekkleysu en þær voru háðsá-
deilur sem réðust gjarnan á hef-
bundin fjölskyldugildi eins og fram
kom í næstu smekkleysumyndum
hans, „Female Trouble",
„Desperate Living“ og loks
„Polyester" írá árinu 1981. Hún