Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 B 13 iirsótt að komast upp rauða dregilinn með hirð Ijósmyndara í smóking á hvora hlið. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins verða ekki síst að veruleika í veislum sem haldnar eru vegna frumsýninga . á myndum í keppninni eða sem sýnd-' ar eru sérstaklega á markaðnum. En ekki eru allir færir um að útvega sér boðsmiða í veislumar eða hafa nennu til þess. Kráin Le Petit Carlton er orðin hálfgildings stofnun í Cannes enda hefur hún verið til staðar í þau 52 ár sem hátíðin hefur verið haldin. Petta hefur verið helsti samkomustaður fulltrúa Norðurlandanna og Bret- lands og kom þeim því í opna skjöldu þegar eigandinn tilkynnti að hann hygðist snúa sér að öðru þar sem viðskiptin væru dræm árið um kring, ef hátíðin væri undanskilin. Hann seldi krána og verður þar fataversl- un að ári. En víst er að Le Petit Majestic, við næsta götuhom, á eftir að taka við og engin ástæða til að örvænta enda gnótt af veitingastöðum, krám og diskótekum í nágrenninu. Þá sitja margir á hótelbörunum, sötra dýra drykki og leggja kapal með nafn- spjöldum. Og enn aðrir spila fót- bolta. Það er nefnilega stór stund á kvikmyndamörkuðunum í Los Ang- eles, Mílanó og Cannes þegar kemur að fótboltaleiknum á milli Evrópu og World United. Það lið sem hefur sigrað oftar að loknum leiknum í Cannes uppsker veglegan bikar. „Þeir sem taka þáttr em seljendur mynda, dreifingaraðil- ar og ýmsir aðrir sem tengjast kvik- myndaiðnaðinum á borð við leik- stjóra, handritshöfunda, framleið- endur og jafnvel blaðamenn," segir Einar Logi sem átti frumkvæðið að því að koma íslendingum að í leikinn sem fram fer á grasi grónum leik- vangi í Cannes. „Menn taka þetta alvarlega,“ held- ur hann áfram, Jafnvel þótt það sé gífurlega erfítt á þessari miklu messu að láta áfengi eiga sig tvo daga fyrir keppni. Aftur á móti er ‘ hefð fyrir því að menn leiki talsvert undir getu og fer það í skapið á mörgum en það ræðst af því að ekki nokkur maður hefur sofið eðlilega í i þjóðarinnar og þó víðar væri leitað. ir ars staðar á Ítalíu. Þá hefur mynd- ir inni Ungfrúin góða og húsið verið i. boðið á Kvikmyndahátíðina í Feneyj- a um og Poppi í Reykjavík boðið á t- nokkrar hátíðir, m.a. hefur komið 1- upp sú hugmynd að sýna hana ásamt ir Rokki í Reykjavík á Kvikmyndahá- tíðinni í Locarno í ágúst. ir En Kvikmyndasjóður Islands hef- ir ur fleiri skyldum að gegna í Cannes. “ „Það er ekki síður mikilvægt að n kynna væntanlegar myndir og erum n við með óvenju margar myndir á t- lokastigi framleiðslu,“ segir Þorfinn- í- ur. „Svo gæti farið að sjö nýjar myndir yrðu sýndar fram að áramót- um. Þar fyrir utan hefur komið fram að við höfum úr meiri fjármunum að spila en áður sem hefur mikla þýð- ingu fyrir okkur og menn koma að máli við okkur með jákvæðara hug- arfari. Loks eru margir mikilvægir alþjóðlegir fundir haldnfr í Cannes þar sem þá eru fulltrúar allra þjóða samankomnar á einum stað og ýmsir fjármögnunarmöguleikar kannaðir til þrautar." Eingöngu að hitta fólk „Þetta er afmælislagið," svarar Jeff Goldblum, sem situr í dómnefndinni í Cannes og þessa stundina við píanó- ið á Hótel Majestic, þegar Tinna Gunnlaugsdóttir biður hann að spila fyrir afmælisbarnið Snorra Þórisson hjá Pegasus. Tilefnið er að Snorri er fimmtugur og vinir hans eru að gera sér og honum glaðan dag. Hvað er hann annars að gera í Cannes? „Ég er eingöngu að hitta fólk,“ segir hann, „mest dreifingaraðila og fjármögnunaraðOa á kvikmyndum. Þetta fer fram þannig að maður hef- ur samband við þá fyrirfram, bókar fundi og síðan er spjallað um vænt- anleg verkefni. Við erum á a.m.k. fimm til sjö formlegum fundum dag- lega og svo er auðvitað mikið af óformlegum fundum þar sem maður hittir fólk, ræðir málin og skiptist á nafnspjöldum.“ Hann segist hafa farið tO Cannes frá því í kringum 1990. „Þetta er gíf- urlega stór markaður þar sem verið er að selja myndfr og fjármagna og þetta er einn besti staðurinn til þess að hitta fólk. Allir sem skipta máli eru á staðnum og það er mun heppi- legra að ná fundum þeirra hérna en að þvælast um allan heim. Þefr eru hér til þess að hitta fólk og komast að því hvað er í gangi.“ Þegar Snorri sneri heim til ís- lands tók konan hans, Erla Friðriks- dóttir, á móti honum. Hún sagði hon- um að þau yrðu að fara út að borða í tilefni af afmælinu en fyrst yrði hann að sækja tengdason sinn í fyrirtæk- ið. „Þar beið hundrað manna veisla eftir mér,“ segir Snom og brosir í kampinn. „Ég varð fimmtugur dag- inn áður en ég fór heim og svo varð ég aftur fimmtugur eftir að ég kom heim.“ íslendingar sigra heiminn Þegar vinnunni sleppir vilja marg- ir meina að hún byrji fyrir alvöru í Cannes. Það þykir ákaflega mikil- vægt að koma sér upp samböndum enda eru þau grunnur alls og þau viku á undan. Þegar blandast saman óreglulegur svefntími, mikið stress, langur vinnudagur og almennur ólifnaður þá gefur að skilja að gæði leiksins eru ekki alltaf mikil þó að reyndar hafi leikurinn í ár verið und- antekning.“ Skemmst er frá því að segja að World United vann yfirburðasigur i Cannes með sex mörkum gegn fimm og var það í annað skipti á fimm ár- um sem það tekst í Evrópu. Þar með vannst bikarinn og vitaskuld voru ís- lendingarnir fimm, sem léku leikinn, í sigurliðinu. „Þeir stóðu sig með því- líkum eindæmum að leikurinn var kallaður Island gegn öðrum heims- hlutum,“ segir Einar Logi og glottir. „Þeir gerðu fjögur af sex mörkum og áttu mann leiksins auk þess sem kollegi minn í Háskólabíói, Ægii- Dagsson, varði vítaspyrnu." strönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.