Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR
BÖRN ERU BESTA FÓLK/Hvaöapættir eru mikilvægastir íuppeldi barna?
Hlýja, öryggi, festa og skopskyn
FRÁ örófí alda hafa foreldrar fylgst með börnum sínum, séð þau vaxa og
þroskast, takast á við vandamál og erfiðleika, gefið þeim ráð og reynt að
útbúa þau með sem allra best veganesti til framtíðar. Einatt skiptast á skin
og skúrir. Góð börn verða stundum óþæg börn og baldin böm og
hrekkjalómar hafa komist til manns, mörgum til gagns og gleði. Fyrstu
áhrifavaldar í lífí barns og þeir veigamestu era yfirleitt foreldrar þess og er
ábyrgðin því mikil sem hvílir á herðum okkar.
REYNUM að Iíta ekki á athafnir barna okkar frá sjónarhdli fullorðinna.
Gamalt máltæki segir að „það sé
mannlegt að skjátlast". Því
megum við ekki gleyma sem for-
eldrar. Okkur skjátlast oft í uppeld-
inu þó við reynum ætíð að gera okk-
f ar besta. Börn þurfa að læra að
enginn er óskeikull, hvorki foreldr-
ar, prestar, uppeldisfræðingar né
kennarar. Þau komast að þessu
hvort sem er á vissu þroskaskeiði.
Við þurfum að vera tilbúin til að
læra af mistökunum, hafa okkur
sjálf í sífelldri endurskoðun og end-
urhæfingu sem foreldrar og síðar
sem afar og ömmur. Verum opin
fyrir nýrri þekkingu og leggjum
okkur fram um að búa bömum okk-
ar góðan heim.
Unnt væri að nefna ótal margt
sem er nauðsynlegt góðu uppeldi en
hér verður minnst á þrjá þætti sem
við teljum veigamikla til að barn
» geti orðið að heilbrigðum einstak-
lingi sem kann að elska, getur tjáð
tilfinningar sínar og líður vel.
Hlýja er mikilvæg öllum börn-
um. Kærleikur sem er skilyrðislaus
og krefst einskis í staðinn. Við ger-
um böraum okkar eitthvað gott af
því að okkur þykir vænt um þau.
eftir Þóri S. eftir Þóru Bryndísi
Guðbergsson Þórisdóttur
Við veitum þeim ekki ástúð og um-
hyggju til þess að þau geri eitthvað
fyrir okkur á móti eða hegði sér á
ákveðinn hátt. Sumir ganga svo
langt að segja að krafa um þakk-
læti handa foreldrum sé beinlínis
hættuleg vegna þess að foreldrar
eiga í raun ekki tilkall til barna
sinna. Börn eru sjálfstæðar verur.
„Þau eru synir og dætur lífsins og
eiga sér sínar eigin langanir. Við
erum farvegur þeirra" (Kahlil Gi-
bran).
Að sjálfsögðu þurfa börn þó að
læra almenna kurteisi og að þakka
fyrir sig. Öllum er nauðsynlegt að
læra að bera virðingu fyrir persónu-
frelsi annarra og til þess að sam-
skipti verði til jákvæðs þroska þurf-
um við að kunna að meta og þakka
fyrir það sem vel er gert.
Oryggi er öllum börnum nauð-
synlegt. Með því er átt við að böra
þurfi athvarf og skjól á hverju sem
dynur. Þau þurfa að vita að foreldr-
arnir era sannir vinir sem standa
með þeim í blíðu og stríðu og að leit-
að verður leiða til að stuðla að ham-
ingju þeirra og heilsu. Þetta má
ekki misskilja á þann veg að aldrei
eigi að vanda um við börn eða benda
þeim á það sem aflaga fer heldur að
það sé gert á þann hátt að þau skilji
hvers vegna við viljum aga og
skynji að það sé gert af ást og með
hlýju.
Festa skiptir öll börn miklu máli.
Þau þurfa viðmið og reglur sem þau
geta notað til þess að feta sig áfram
í flókinni veröld. Þeim er nauðsyn-
legt að vita hvað þau mega og hvað
þau mega ekki og hvar mörkin
liggja við margvíslegar aðstæður.
Við eigum að vera sjálfum okkur
samkvæm í því sem við segjum og
gerum, segja ekki eitt í dag og ann-
að á morgun. Við setjum ekki reglur
reglnanna vegna, - ekki aga til þess
að við getum sýnt þeim „hver ræð-
ur“. Reglur þurfa að vera einfaldar,
skýrar, fáar og sanngjamar - við
ræðum við börnin um þær svo að
þau skilji grundvöllinn sem þær eru
byggðar á. Þetta viðhorf felur í sér
að við vitum og börain vita að öllum
getur skjátlast. Stundum virðist
sem mjög flókin vandamál séu leyst
með einfaldri setningu: Það hlýtur
að vera foreldranum að kenna! Að
baki erfiðra vandamála liggja yfir-
leitt margvíslegar orsakir. Aðalat-
riðið er ekki að finna sökudólg held-
ur að komast að jákvæðri niðurstöðu
og lausn mála. (Thomas Gordon.)
Skopskyn er nauðsynlegt að
nefna. Öll brot af kátlegum atvikum
í hringekju dagsins sem kitla hlát-
urtaugar geta haft áhrif á ónæmis-
kerfið, bætt geð og létt lund. Ef við
leyfum okkur að hafa gaman af því
þegar bamið missir strump út um
gluggann, í stað þess að bölsótast,
öðlumst við skemmtilega fjölskyldu-
minningu um bjartsýna strumpinn
sem hélt að hann gæti flogið! -
Leyfum hugmyndafluginu að hefja
sig á loft með bömum okkar.
Börn eru dýrmætur efniviður og
það skiptir máli hvernig við með-
höndlum hann, slípum og forverjum
fyrir framtíðina en leyfum honum
samt að halda sérkennum sínum,
fegurð og eiginleikum.
„Löngu áður en börn hafa náð
þroska fullorðinna krefjumst við af
þeim að þau hegði sér eins og full-
orðið fólk. Við gefum þeim ekki
nægan tíma til leikja.“ (A.S. Neill
1883-1973.)
Með leikjum sínum uppgötva
börn veröldina og með skapandi
hugsun verða þau tilbúin til að
breyta henni til batnaðar.
• Næstu vikur birtast í Morgun-
blaðinu greinar undir heitinu „Börn
eru besta fólk“, þar sem Þórir S.
Guðbergsson og Þdra Bryndís Þór-
isdóttir fjalla um þroska barna og
uppeldi og benda á fáein atriði sem
foreldrum gæti þdtt forvitnilegt að
vita og gagnlegt að velta fyrir sér. I
greinaflokknum reifa þau ýmist sín-
ar eigin hugrenningar eða tilvitnan-
ir í fræðimenn og rannsóknir.
>
LÆKNISFRÆDI/Er eðlilegt aðþað sé sykur í blóðinu?
Blóðsykur og
sjúkdómar
FÆÐUEFNUM má skipta í þrjá meginflokka, prótein, fitu og kolhýdröt.
Flest kolhýdröt era sykursameindir af mismunandi stærðum og gerðum.
Allur sykur er samsettur úr einingum sem era hringlaga sameindir sem
kallast einsykrar eða einsykrangar. Sykur getur þannig verið
einsykra, tvísykra eða fjölsykra. Venjulegur sykur, sem notaður
er í matargerð, er unninn úr sykurreyr eða sykurrófum,
hann nefnist súkrósi og er tvísykra samsett úr einni sam-
eind af þrúgusykri (glúkósa) og einni sameind af ávaxtasykri
(frúktósa). I blóðinu er talsvert af sykri, sem er nær eingöngu ein-
sykran glúkósi.
I BRISINU
myndast m.a.
hormónin insúlín
og glúkagon.
Sykur á einhverju formi er nauð-
synlegt fæðuefni og heppilegast
er að hann sé að mestu sem fjöl-
sykrar, en þær era yfirleitt ekki
sætar á bragðið. Glúkósinn í blóðinu
er mikilvægur
orkugjafi, hann
berst til allra
framna líkamans
og þær nota hann
tU að framleiða
orku. Blóðsykrin-
eftir Mognús um er stjómað af
Jóhannsson hormónum og þar
skipta mestu máli
insúlín og glúkagon sem bæði
myndast í briskirtlinum. Insúlín er
nauðsynlegt til að frumur líkamans
geti tekið upp og nýtt sér glúkósa
og veldur því lækkun blóðsykurs,
glúkagon veldur hins vegar losun
glúkósa úr sykurbirgðum líkamans
og hækkar þannig blóðsykurinn.
Þrátt fyrir þessa öflugu stjórnun er
eðlilegt að blóðsykurinn hækki tals-
vert eftir máltíð en lækki þess á
milli. Ef líkaminn býr við mikinn
sykurskort getur lifrin búið til syk-
ur úr próteinum og fitu. Stjómun
sykurefnaskipta líkamans getur
raskast á ýmsan hátt og leitt til
' þess að blóðsykurinn verði of hár
eða of lágur en við það koma fram
ýmis óþægindi. Ef blóðsykurinn
verður of hár fer sykur að skiljast
út í þvagi, við það eykst þvagmagn-
ið og því fylgir þorsti og einstak-
lingurinn léttist. Þetta geta verið
fyrstu einkenni sykursýki. Sykur-
sýki er af tveimur megingerðum,
insúlínháð sykursýki, sem oftast
byrjar fyrir 30 ára aldur, og fullorð-
ins sykursýki, sem oftast byrjar eft-
ir 30 ára aldur. Sykursýki er með-
höndluð með mataræði, lyfjum og
hæfilegri hreyfingu og miðast með-
ferðin við að halda blóðsykrinum
sem næst því að vera eðlilegur.
Blóðsykur getur líka verið of lágur
og getur það stafað af þekktum
sjúkdómum eða af óþekktum ástæð-
um. Sjúkdómsástand sem getur
valdið of lágum blóðsykri era m.a.
afleiðingar skurðaðgerða á efri
hluta meltingarfæra, meðfæddir
efnaskiptasjúkdómar og æxli sem
framleiða insúlín. Einnig geta nokk-
ur lyf og efni valdið lágum blóðsykri
og má þar nefna aspirín og skyld
lyf, própranólól (betablokki), áfengi
o.fl. Algengasta ástæðan fyrir of
lágum blóðsykri er þegar sykur-
sýkisjúklingar taka of stóra
skammta af sýkursýkilyfjum. Lág-
ur blóðsykur veldur margvíslegum
óþægindum, m.a. frá miðtaugakerfi
og stundum meðvitundarleysi. Ein-
kennin era skjálfti í höndum, svimi,
svitnun, svengdartilfinning, höfuð-
verkur, hjartsláttur, föl húð,
skyndilegar geðsveiflur eins og t.d.
ástæðulaus grátur, klunnalegar
hreyfingar, athyglisskortur og sviði
eða fiðringur umhverfis munninn.
Þessi einkenni eru oft verst
nokkram kiukkustundum eftir mál-
tíð. Sé áfengis neytt á fastandi
maga getur það valdið blóðsykurs-
lækkun með tilheyrandi einkennum
sem nærstaddir mistúlka gjaraan
sem mikla áfengisvímu. Þeir sem fá
óþægindi af of lágum eða of háum
blóðsykri þurfa að leita læknis til að
fá rétta sjúkdómsgreiningu. Síðan
þarf að gera ráðstafanir sem miðast
að því að halda blóðsykrinum sem
mest innan eðlilegra marka. Þeir
sem era með sykursýki þurfa að lifa
reglusömu lífi og finna rétt jafnvægi
milli fæðu, lyjaskammta og hreyf-
ingar. Þeir sem fá óþægindi vegna
lágs blóðsykurs þurfa oft að temja
sér breytt mataræði og breyttar
matarvenjur. Mikilvægt er að borða
fjölbreyttan og hollan mat og minna
í einu en oftar; t.d. mætti fjölga
máltíðum úr 2-3 í 5-6 minni máltíðir
yfir daginn. Fyrir þá sem fá lágan
blóðsykur án þess að taka sykur-
sýkilyf er freistandi að taka inn syk-
ur til að bæta ástandið. Þetta er
mjög óheppilegt, sykumeysla veld-
ur skyndilegri og mikilli hækkun á
blóðsykri, við það eykst insúlín-
framleiðsla með þeim afleiðingum
að nokkru síðar verður blóðsykur-
inn ennþá lægri en í byrjun. Mun
heppilegra er að neyta sykurs á
formi fjölsykra (kolvetna) eins og
þeirra sem era í kommat, t.d.
brauði.
ÞJÓÐLÍFSMNKAR // w ) verður
það næst?
Kossar
ágirndarinnar
„ÉG ER ekki ein af þeim sem alltaf vilja vera að skrifa í blöð en mér fyndist
ástæða til að koma á framfæri andúð á því tiltæki að láta fólk kyssa bíla til
þess að reyna að eignast þá - mér finnst þetta ógeðsleg hugmynd hjá for-
ráðamönnum bílafyrirtækis,“ sagði gáfuð og vel menntuð kona í samkæmi
sem ég sat um daginn. Allar sex konumar sem í þessu samkvæmi voru
kváðust algerlega vera á móti svona tiltækjum og raunar finnast þau lítils-
virðandi fyrir þá sem í þeim tækju þátt. „Mér finnst stórandarlegt að frétta-
mennimir sem sögðu frá þessum langdregnu bílakossum skyldu ekki sýna
þess nein merki að þeim þætti þetta óeðlilegt," bætti fyrmefnd kona við.
Við nánari umhugsun er ýmislegt undarlegt við þetta auglýsingatiltæki.
A
Ifyrsta lagi er þetta óvenjulegt
vegna þess að þama var komið á
einskonar „líkamlegu" sambandi
milli bíls og mannveru. Ég hef
þekkt marga menn um dagana sem
hafa haft ást á bíl-
n
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
um en engmn
þeirra mér vitan-
lega hefur þó
gengið svo langt að
kyssa bíl. Hingað
til hafa jafnvel
mestu bílaaðdá-
endur látið duga að
strjúka lauslega
yfir gljáfægt lakk hins elskaða bíls.
Nú er sem sé brotið blað, það er
staðreynd að fólk er tilbúið til að
kyssa bíl langtímum saman í von
um að eignast umræddan grip. Með
bólgnar varir og stirða liði máttu
allir þátttakendur bflkossakeppn-
innar nema einn bíta í það súra epli
að fá ekki bílinn. Frekar ömurleg
lífsreynsla. Það er tvennt sem fólki
sýnist oft sérlega skeinuhætt, það
að láta hégómleikann teyma sig á
asnaeyranum og svo hitt að ágimd-
in taki af því ráðin. í þessu tilviki
virðist það hafa verið ágimdin sem
réð ferðinni. Við höfum raunar áður
orðið vitni að svipuðu - það var þeg-
ar fólki var boðið að fá síma gefins
ef það mætti nakið á staðinn. Sumir
gerðu þetta og fengu síma, en hvort
þeir gerðu þetta af ágimd eða hé-
gómagimd er ekki alveg jafn vist.
Hitt má telja víst að nú arka þeir
hinir sömu um allar götur og spjalla
í símana sína. Kannski sjá þeir á
ferðum sínum bregða fyrir konu
sem ekur um götur í bfl sem hún
eignaðist með því að kyssa hann
lengur en aðrir „keppendur" í bíl-
kossakeppni?
Því lengur sem ég hugsa um
þetta atvik því furðulegra finnst
mér það. Ég hef oft undrast hve
ágirndin getur teymt fólk langt.
Ætla má að ekki aðeins hafi ágirnd
átt þátt í að fólk tók þátt í um-
ræddri keppni heldur líka að henni
var komið á laggirnar. Ég á bágt
með að trúa að fólk kyssi bfla lang-
tímum saman bara af því að það
langi svo til þess. Ég á líka bágt
með að trúa að fyrirtæki gefi bfla
þeim sem fást til kyssa þá lengi án
þess að eitthvað búi á bak við annað
en góðsemin eintóm. Ég er ekki viss
um að þetta sé góð leið að fara út á
og finn til efasemda um að siðferði-
lega samrýmist þetta „vönduðum“
viðskiptaháttum. Það er eitthvað
ógeðfellt við þetta, hvort sem hugs-
að er um þá sem kysstu bflinn eða
þá sem buðu þeim til keppninnar.
Hvað ætli það verði næst? Kannski
býður einhver samborgurum sínum
til keppni í hver geti lengst enst við
að sleikja bflrúður, sjúga gírstangir,
nudda afturendanum upp við aftur-
stuðara og hvaðeina sem hægt vasri
að láta sér detta í hug að gera. Ég
ætla ekki að fara lengra út í þessa
sálma, en tek bara undir lokaorð
konunnar í samkvæminu: „Það er
eitthvað „sick“ við þetta.“