Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
W------------------------
DÆGURTÓNLIST
MORGUNBLAÐIÐ
Þægileg Dip-félagar Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur Baldursson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigtryggur og Jóhann tekur í sama
streng, „okkar er að skapa hljóðaheiminn,
en söngvararnir gefa fjölbreytni.“ Sig-
tryggur samsinnir þessu og bætir við að
fyrir vikið sé platan að hans mati nógu
fjölbreytt til að höfða til breiðs hóps
fólks.
Vinna við plötuna hófst á síðasta ári og
þeir segjast hafa ætlað sér að ljúka við
verkið fyrr en varð. „Það var í raun eng-
inn ákveðinn lokadagur," segir Jóhann,
„eina takmarkið vai- að ljúka við tíu lög og
þá var komin plata.“ Sigtryggur segir að
þeir hafi unnið vel, en verkið verið um-
fangsmeira en lagt var upp með. Jóhann
segir og að upphaflega hafi þeir ekki séð
fyrir sér að Dip yrði meira en hljóð-
versapparat, smám saman hafi það þó
undið upp á sig og framundan að halda
tónleika og hrista sig, eins og hann orðar
það.
Dip lék í fyrsta sinn á tónleikum sl.
föstudagskvöld þegar sveitin hitaði upp
fyrir Wayne Horowitz og Zony Mash.
Frekari tónleikar eru fyrirhugaðir á
næstunni, á þriðjudag leikur Dip á
Stefnumótskvöldi og einnig eru fyrirhug-
aðir aukatónleikar, ef til vill í Kaffileik-
húsinu, aukinheldur sem frekari spila-
mennska er í deiglunni. Útgáfutónleikar
Dip verða síðan 16. júní í Iðnó og þá verða
söngvararnir allir með, Emilíana, Sara,
Magga Stína, Asgerður og Jón Þór.
Jóhann segir að sveitin sé þannig upp
sett að í raun skipti ekki svo miklu hversu
margir séu á sviðinu, þeir geti verið tveir
eða tíu og allt þar á milli.
Þeir félagar eru ekki á einu máli um
hversu alvarlega þeir taki sveitina. Sig-
tryggur segir að þeir félagar reyni að líta á
þetta sem skemmtun, en Jóhann skýtur
inní að hann taki þetta mjög alvarlega.
„Fyrir mér verður þetta að vera skemmti-
legt til að ég geti tekið þetta alvarlega,"
segir Sigtryggur.
Mocean Worker, sem heitir reyndar Adam Dorn,
hefur sent frá sér tvær breiðskífur. Dorn er alinn
upp við djasstónlist, enda er faðir hans virtui’
upptökustjóri í djassheimum. Sextán ára gamall var
Dom farinn að spila á bassa og fór hefðbundna leið í
gegnum tónlistamám sem lauk í Berklee. Upp úr því
starfaði hann sem upptökustjóri, undirleikari á skífum
og þátttakandi í útgáfu á gamalli djasstónlist. Meðal
platna sem hann hefur sett saman eru
metsölusafnskífur með djass úr ýmsum áttum og mikið
safn af upptökum með Judy Garland.
Eftir að hafa leikið undh- hjá öðrum lengstaf segist
Dom hafa langað að gera eitthvað á eigin spýtur og þá
ekki beinlínis djasskyns, því hefðbundinn djass er
heldur dauflegur að hans mati. „Ég tel mig þó vera að
setja saman einskonar djass, en nýjan djass, það er
kominn tími til að gera eitthvað nýtt.“
A fyrstu skífu sinni vitnaði Dorn meðal annars í
Mahaliu Jackson en á þeirri sem áður er getið, Mixed
Emotional Features, fer hann um víðan völl í leit að
hugmyndum og stefjum til að moða úr. Hann segir
reyndar að lögin séu öll smásögur byggðar á
atburðum úr lífi sínu, listaverkum, bókum og
kvikmyndum. Hátt í helmingur af tónlistinni byggist á
hljóðbútum frá öðrum, enda segist Dorn njóta þeirra
forréttinda fyrir tilstilli tölvunnar, að geta leikið með
hverjum sem er og fengið viðkomandi til að gera hvað
sem er.
Á MORGUN kemur út breiðskífa með
tveggja manna hljómsveitinni Dip, fyrsta
skífa sem þeir gera saman Jóhann Jó-
hannsson og Sigtryggur Baldursson. Plat-
an sú er hljóðrituð á síðustu mánuðum þó
Sigtryggur sé búsettur vestan Atlantsála
en Jóhann uppi á íslandi. Það kemur þó
ekki að sök ef marka má skífuna, og næstu
vikur verða Dip-vikur á íslandi, því ekki er
bara ný skífa heldur og ný tónleikasveit
sem á eftir að fara víða.
i Dom sem kallar sig Mocean Worker.
INNAN drum ‘n bass-heimsins eru margir straumar
og einna mest að gerast í jassbræðingnum. Gengur
svo langt að sumir vilja nefna tónlistarformið nýjan
djass, en gott dæmi um djasskotna drum ‘n bass-
tónlist er ný plata Mocean Worker, sem vakið hefur
mikla athygli fyrir hugmyndaauðgi og listilegar
tónlistarfléttur.
Þeir Jóhann og Sigtryggur vinna verkið
saman, Sigtryggur setti saman
trommugrunna úti í Madison og Jóhann
grunna hér heima. Ekki eru þeir á því að
það hafí skapað einhver vandkvæði til
mmm—mm^^^ vinnu að búa hvor í sinni
álfunni. „Við hittumst
reglulega og tókum
þriggja vikna lotur heima
á Islandi," segir Jóhann,
„mér fannst þetta mjög
þægileg tilhögun." Sig-
tryggur tekur í sama
streng, segir að vinnan
eftir Árna
Motlhíasson
hafi gengið bráðvel, en samskipti áttu þeir
í gegnum tölvupóst og síma ef þurfa þótti.
„Ekki unnum við þó hugmyndir þannig,
allar vangaveltur voru útkljáðar í vinnu-
heimsóknum mínum hingað til íslands,"
segh- Sigtryggur.
Ymsir fleiri en þeir félagar koma við
sögu á skífunni, að frátöldum hljóðfæra-
leikurunum eru fimm söngvnir gestir,
Sara Guðmundsdóttir, Jón Þór Sigur rós-
armaður, Margi-ét Kristín Blöndal, Ás-
gerður Júníusdóttir og Emilíana Torrini.
Þeir segja að ekki hafi komið upp sú hug-
mynd að fá einn söngvara til að syngja
allt saman, þeir hafi látið lögin ráða og
valið þá rödd sem þeim þótti henta hverju
sinni. „Við lögðum upp með að hafa plöt-
una fjölbreytta en þó með sterkan heild-
arsvip sem við sjáum um að skaffa,“ segir
FÁIR tónlistarmenn hafa haft
önnur eins áhrif í rappheimum
og Slick Rick, sem mótaði að
stórum hluta ímynd rappbófans
sem gaf frat í allt og alla, talaði
gjaman niðrandi um konur og
bleiknefja og dásamaði dóp og
byssur. Rick fékk reyndar
snemma að kenna á lífinu sem
hann lofaði og ferill hans fór
nánast út um þúfur þegar hann
var fangelsaður fyrir ofbeldis-
verk og morðtilræði.
- Slick Rick er Englendingur,
'Settaður frá Jamaíka. Einkenni
hans í gegnum árin hefur verið
leppur sem hann ber fyrir
hægra auganu, en hann missti
sjónina á því þegar hann fékk
glerbrot í augað sem bam. Þeg-
ar hann var á ellefta árinu flutt-
ist fjölskyldan til Bronx-hverfís-
úss í New York og þar lærði
hann að rappa. Ekki leið á löngu
að hann var farinn að elja kappi
á götuhornum í Kangol-genginu
og kynntist í einum slíkum slag
Doug E. Fresh. Fresh leist svo
vel á pilt að hann bauð honum
að rappa með sér og í framhaldi
af því bauðst Rick að taka upp
skífu á vegum Def Jam, helstu
rappútgáfu Bandan'kjanna á
þeim tíma. Skífan, sem gefín var
út undir listamannsnafninu MC
Ricky D., hét aftur á móti The
Great Adventures of Slick Rick
og í framhaldi af því tók hann
upp nafnið Slick Rick sem hefur
Ioðað við hann si'ðan.
The Great Adventures of
Slick Rick er með helstu skífum
rappsögunnar og á henni er
margt það að fínna sem aðrir
átu upp si'ðar. Platan seldist
bráðvel, en áður en vinna gat
Tugthúslimur Ricky Walters sem eitt sinn var kallaður
MC Ricky D. og síðar Slick Rick.
hafist við næstu skífu var Rick
handtekinn fyrir að hafa reynt
að skjóta frænda sinn til bana og
síðan að stinga lögregluna af.
Áður en honum var stungið inn
gafst tími til að taka upp nýja
plötu með hraði, The Ruler’s
Back, sem kom út 1991 og var
ekki síður framúrskarandi en
frumraunin.
Næstu árum eyddi Rick á bak
við lás og slá en fékk reynslu-
lausn 1993 og gat tekið upp
þráðinn með Behind Bars, sem
var að nokkru hljóðrituð í fang-
elsinu, en þótti klén plata. Loks
kom svo ný skífa frá Rick, Art of
Storytelling, fyrir stuttu. Á
þeirri plötu er Rick á svipuðum
slóðum í yrkisefni, en kímnin er
ekki langt undan, eins og honum
hafí lærst í' steininum að taka
sjálfan sig ekki of alvarlega.