Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.07.1999, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Pétur Pétursson tekur við Keflavík Stjórn knattspyrnudeildai' Keflavíkur ákvað í gærkvöld að leysa Sigurð Björgvinsson og Gunnar Oddsson, þjáifara liðsins, frá störfum. Pétur Pétursson hef- ur verið ráðinn í stað þeirra, að sögn Rúnars Amarsonar, for- manns knattspymudeildar. Rúnar sagði að gengi Keflavík- urliðsins hefði valdið miklum von- brigðum og það væri skoðun stjómar deildarinnar að liðið gæti gert mun betur en það hefði sýnt í ieikjum í sumar. „Við emm engan veginn sáttir við framgang liðsins og það virðist ekki ætla að rífa sig upp úr þeirri lægð sem það er í þrátt fyrir sigur gegn Víkingum í kvöld,“ sagð Rúnar. Hann sagði að ákvörðun stjómar deildarinnar hefði verið erfíð enda hefðu Gunn- ar [Oddsson] og Sigurður [Björg- vinsson] unnið gott starf fyrir fé- lagið og hann vildi nota tækifæri og þakka þeim fyrir samstarfíð. Sigurður er hættur störfum hjá félaginu en Gunnar ætlar að spila áfram með liðinu, að sögn Rúnars. Rúnar sagði að ákvörðun um að ráða nýjan þjálfara hefði ekki leg- ið lengi í loftinu. „Við töldum að ekki væri hægt að bíða lengur með að ráða nýjan þjálfara og von- umst til að Pétur [Pétursson] geti fleytt liðinu ofar í deildinni," sagði Rúnar. Pétur Pétursson hefur áð- ur þjálfað Keflavík. Hann tók við liðinu í júlí 1994 í kjölfar þess að Ian Ross hætti. Ekkert fær stöðvað KR KR-ingar unnu afar þýðingarmikinn sigur í heimsókn sinni upp á Akranes, 2:0, og þótt þeir hafi verið einum leikmanni fleiri meiri- hluta leiktímans þá var sigurinn fyllilega sanngjarn og rökrétt framhald af leik liðsins á íslandsmótinu. Skagamenn eru aftur á móti í slæmri stöðu og verða greinilega að skoða gang sinn gaumgæfiiega og af fyllstu alvöru ef ekki á illa að fara. Ivar Benediktsson skrifar Skagamenn byrjuðu leikinn þó af nokkrum krafti og áðm- en kom að vendipunkti leiksins á 13. mínútu höfðu þeir fengið dauðafæri. Kári Steinn Reynisson fékk send- ingu frá Stefáni Þórð- arsyni og var einn á móti markverðinum en hitti knöttinn illa og færið fór út um þúfur. Aðeins tveimur mínútum síðar átti sér stað atvik sem vó þungt. Þá var Stefán Þórðarson rekinn af leikvelli fyrir að slá eða dangla hendinni til Kristjáns Finnbogasonar, markvarðar KR. Áður hafði þeim lent saman í baráttu um sendingu sem barst inn á teiginn. I framhaldinu hitnaði Stefáni í hamsi með fyrrgreindum afleiðingum. Mörgum þótti dómur Ólafs Ragnars- sonar, dómara, strangur en hann átti ekki um annað að velja. Fyrst eftir brottreksturinn höfðu heimamenn í fullu tré við KR-inga og átti Gunnlaugur Jónsson m.a. skalla í slá eftir homspymu og til Kristjáns markvarðar aðeins þremur mínútum síðar. Eftir þetta tók að halla undan fæti og KR-ingar sóttu í sig veðrið. Þeir vora hins vegar nokkuð staðir í sóknarleik sínum og kom það að mestu í veg fyrir að þeim tækist að færa sér liðsmuninn í nyt. Guðmundur Benediktsson skoraði Fj. leikja U J T Mörk Stig Kfí 10 7 2 1 23:8 23 fBV 9 5 3 1 14:6 18 FfíAM 10 3 5 2 13:11 14 LEIFTUfí 9 3 4 2 8:10 13 GRINDAVÍK 10 3 2 5 11:12 11 VALUfí 9 2 5 2 12:16 11 BREIÐABLIK 9 2 4 3 9:9 10 KEFLAVÍK 10 3 1 6 13:18 10 lA 8 1 4 3 3:7 7 VlKINGUR 10 1 4 5 10:19 7 Markahæstir 7 - Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 6 - Bjarki Gunnlaugsson, KR 5 - Kristján Brooks, Keflavík 4 - Grétar Ó. Hjartarson, Grindavík 4 - Guðmundur Benediktsson, KR 4 - Sumarliði Árnason, Víkingi 4 - Uni Arge, Leiftri 2. deild karla: Völsungur - Tindastóll ..........0:7 Leiknir R. - Selfoss.............0:3 KS - Þór A.......................2:1 3. deild: Einherji - Huginn/Höttur.........1:3 Leiknir F. - Þróttur N...........1:2 reyndar á 34. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar tóku hins vegar öll völd í upphafi síðari hálfleiks, nú skyldi láta kné fylgja kviði. Leikmenn vora mun hreyfanlegri en áður og eyddu einnig meira púðri í að leika knettin- um í stað þess að vera í þeim harða slag manna á milli sem var nokkurt einkenni á fyrri hálfleiknum. Enda kom það fljótlega í ljós að vöm IA tók að bregðast bogalistin. Á 55. mínútu braut KR ísinn með marki Guðmundar Benediktssonar eftir góðan undirbúning Bjarka Gunnlaugssonar. I framhaldinu buldi hver sóknin eftir aðra á marki Skagamanna og m.a. fengu Guð- mundur og Bjarki afbragðsfæri sem Ólafur Þór Gunnarsson gerði vel með að verja þeim vegina að mark- inu. Eina færi Skagamanna sem kvað eitthvað að var skot Kenneths Matijane úr vinstri helmingi víta- teigsins sem Kristján varði vel. Skagamenn virtust ráðalausir í leik sínum og þjálfarinn sá ekki ástæðu til þess að gera breytingar á liðinu sínu strax við fyrsta mark KR eins og e.t.v hefði verið ástæða til þar sem hann var hvort eð er með tapaðan leik í höndum. Þess í stað hertu KR-ingar tökin. Engu breytti fyrir þá að missa David Winnie út af með rautt spjald á 64. mínútu fyrir brot á Matijane, til þess vora yfir- burðir þeirra of miklir. Engum á óvart bætti Bjarki Gunnlaugsson öðra marki KR við á 76. mínútu og þar með innsiglaði hann sigurinn. Skagamenn reyndu að klóra í bakkann með skiptingum á síðustu tíu mínútunum en þær breyttu engu - komu of seint til þess að bjarga einhverju. Skagamenn era í veralega slæmri stöðu og geta ekki lengur vonast eft- ir því að einhverjar heilladísir gangi í þeirra raðir, til þess er of mikið í húfí. Oft á tíðum era leikmenn sjálf- um sér verstir og er fjöldi rauðra spjalda sem liðið hefur fengið í sum- ar eitt dæmi þess. Ef fram heldur sem horfir fær ekkert stöðvað KR-inga á leið þeirra að meistaratitlinum nema þeir sjálf- ir. Liðið leikur vel, leikmenn era þol- inmóðir og lengstum skynsamir, það færði þeim sigur að þessu sinni, hvers vegna ætti það að þurfa að breytast? ÍA 0:2 KR 4-4-2 Ólafur Þór G. Sturlaugur H. Guðmundur B. (55.). Bjarki G. (76.). 4-4-2 Alexander H. Gunnlaugur J. Reynir L. (Ragnar H. 83.) Pálmi H. (Unnar V. 80.) Jóhannes H. Akranesvötlur fimmtudag- inn 22. júlí. Aöstæður: Austan andvari, hékk þurr. Völlurinn blaut- ur og mjög þungur. Áhorfendur: 1.200. Dómarl: Ólafur Ragnars- son, Hamrl, 8. Aðstoðard.: Einar Guð- mundsson og Ari Þórðar- son. Gult spjald: ÍA: Sturlaugur H. (29.) - brot, K. Mateja- ne (44.) - brot, Alexander H. (53.), tuð, Gunnlaugur J. (86.) - brot. KR: Sigur- steinn G. (43.) - brot. Rautt spjald: ÍA: Stefán Þ. (13.) - sló til markvaröar KR. KR: D. Winnie (64.) - brot á Matejane. Markskot: ÍA 8 - KR 14. Rangstaöa: ÍA 3 - KR 2. Horn: (A 3 - KR 3. 0:1 (55.). Bjarki Gunnlaugsson vinnur boltann hægra megin, rétt innan vallar- helmings ÍA. Sækir hann hratt upp að marki Skagamanna og sendir inn á mark- teig þar sem Guðmundur Benediktsson var staddur og skoraði af öryggi. 0:2 (76.). Einar Þór Daníelsson vinnur boltann á miöjunni, sendir laglega í gegn- um flata vörn ÍA þar sem Bjarki Gunnlaugsson kemur á sprettinum og sækir upp að markinu, leikur hægra megin við Ólaf Þór markvörð og skorar í autt mark- ið. Heimir G. Kári Steinn G. (Ragnar Á. 80.) K. Matijane Stefán Þ. Sigurður Öm J. Þormóður E. D. Winnie Bjami Þ. m Sigþór J. (Arnar Jón S. 73.) Þórhallur H. Sigursteinn G. m Einar Þór D. m Bjarki G. m (Indriði S. 78.) Guðmundur B. m (Edilon H. 89.) jjPjl . ■ ■ . § i ■B' í. . ■ , m r f/ 1 r áÆW GUÐMUNDUR Benediktsson fagnar Bjarka Gunnlaugssyni, eftir að li Guðmundur skoraði fyrra markið eftir sendingi Sprungin b Við fengum þrjú stig og það er allt sem skiptir máli,“ sagði KR-ingurinn Sigursteinn Gíslason, sem lék í fjölda- mörg ár með ÍA. „Þeir Eftir stefán hefðu getað skorað tvisvar Stefánsson í byrjun en þá skoram við. Þeir halda áfram að berj- ast en þegar við svo skorum annað mark vora þeir eins og sprangin blaðra. Ann- ars var þetta baráttuleikur, ég sá Skaga- menn spila við við ÍBV og vera óheppna að vinna ekki svo að ég vissi á hverju við áttum von.“ Sigurinn kemur KR-ingum vel fyrir á toppi deildarinnar. „Sigurinn var mikil- vægur því nú er pressa á Vestmannaey- ingum og ég sé ekki að þeim muni reyn- ast auðvelt að sækja stig á Ólafsfjörð,“ sagði Sigursteinn. „Við höldum áfram að taka einn leik fyrir í einu og gera okkar besta því það má ekki misstíga sig neitt eins og úrslit í leikjum deildarinnar bera með sér.“ En hvernig var að leika á gamla vellin- um? „Ég hélt að það yrði ekkert mál en ég fékk samt smá fíðring fyrir leikinn og það hefur ekki gerst í mörg ár,“ sagði Sigursteinn. „Mér finnst slæmt að þegar við erum komnir inn í leikinn og búnir að fá tvö góð færi til að skora að missa mann útaf - ég skil ekki dóminn, Kristján Finn- bogason markvörður KR heldur Stefáni Þórðarsyni og þegar hann, eftir að hafa þrívegis beðið Kristján að sleppa sér, hrifsar sig lausan fær hann rautt spjald - þetta skil ég ekki,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Skagamanna eftir leikinn. „Eftir það var tímaspursmál hvenær þeir myndu skora og það er erfítt að spila einum leikmanni færri. Þegar þeir missa líka mann útaf voru þeir komnir með eitt mark svo að við urðum að taka áhættu en uppskeram ekkert, heldur fáum á okkur mark. Staða okkar er því slæm en stefnan er áfram sú að fara í hvern leik til að vinna. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en mér finnst ljóst að slagurinn um fslandsmeistaratitilinn verði á milli ÍBV og KR.“ Logi skipti inná tveimur sóknarmönn- um fyrir tvo aðra sóknarmenn á 80. mín- útu og síðan sóknarmanni fyrir varnar- mann á 83. mínútu. Spekingar á vellinum vildu að Logi myndi skipta mun fyrr inná sóknarmönnum þar sem KR hafði náð forystu og fríska upp á sóknarleik- inn. „Ég ætlaði að skipta fljótari manni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.