Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 15
Hér hellsar ÞJóðverJinn Michael Schumacher landa
sínum Heinz-Harald Frenzen en þelr töluðust ekki vlð
um tíma því Schumacher stal kærustu Frenzen
og er reyndar kvæntur henni í dag.
KRÆFIR í KVENNAMÁLUM
Formúlu 1-kapparnir eru um-
luktir frægðarljóma líkt og popp-
stjörnur og leikarar. Þeir eru ríkir
og frægir og því oft umsetnir
konum sem sækja í að fá hlut-
deild í þessum Ijóma, þótt það
sé ekki nema augnablik. Restir
kunna vel að meta þessa at-
hygli og segir Gunnlaugur að um
80% kappanna séu einhleypir
og að þeir séu sumir hverjir
miklir glaumgosar. Eddie Irvine
hefurtil dæmis sagt að hann
hafi kynnst nokkur hundruð kon-
um á ferli sínum í kappakstrin-
um og eigi konu í hverri For-
múlu-höfn. Schumacher og
Heinz-Harald Frenzen töluðust
ekki við í tvö ár því Schumacher
stal kærustu Frenzen og svo
mætti lengi telja.
Gunnlaugur segir keppendur
líka vera duglega að nota fjöl-
miðla til að koma hinum kepp-
endunum I opna skjöldu. Oft
reyni menn að taka hver annan
á taugum og getur þetta snúist
upp í mikiö sálfræöistríð. Það
eru því ýmiskonar hliðar á For-
múlunni og allskonar dramatík
í gangi sem tengist ekki ein-
göngu hraðanum og spennunni
á kappakstursbrautinni og telja
margir að það eigi sinn þátt í
vinsældum keþþninnar.
Kapparnir í Formúlunni eru margir hverjlr ríkir og frægir
eins og poppstjörnur og hér er verið að hengfa upp risastórt
vegaskilti prýtt ásjónu Michael Schumacher.
Þættir
Þau eru Ein á báti.
Vill sækja sitt
eigið kaffi
• Leikkonan Neve Campbell
leikur Juliu í sjónvarpsþáttun-
um Party of Rve eða Ein á báti
sem sýndir eru á Stöð 2. Julia
hefur þurft að ganga I gegnum
ýmislegt; misst foreldra sína,
horft á bræður sína þjást úr
krabbameini og áfengissýki,
átt í umdeildum og misheppn-
uðum ástarsamböndum og nú
síöast verður hún skotin í
stelpu. Allt þetta hefur haldió
áhorfendum spenntum fyrir
framan sjónvarpsskjáinn en
Neve er oröin leið. „Ef þú ert í
sama starfinu í langan tíma
getur það orðið einsleitt. Ég
hef leikiö Juliu í meira en fimm
ár." Neve er samningsbundin
fram f apríl árið 2000 og ætlar
þá að slappa af. „Þá mun ég
fá líf mitt aftur og ætla í fri
eða að leika í bíómyndum.
Gera allt sem mér sýnist."
Hún hefur nú þegar leikið í
myndum sem hafa orðið vin-
sælar, táningatryllunum Scr-
eam 1 og 2 og von er á þriðju
myndinni innan skamms. Hún
er þó ekki fyllilega sátt við
hlutverk kvikmyndastjörnunnar.
„Maður eyðir 14 tímum á dag í
kringum fólk sem færir manni
kaffi, greiðir manni eða farðar
og segir manni hvenær maður
má borða og hvenær óhætt er
að fara á klósettiö," segir hún
hneyksluó. „Ég hata svoleiðis!
Ég hef unun af því að gera
hluti fyrir fólk og vildi að ég
hefði tíma til að sækja mitt
eigiö kaffi."
15