Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 27
■ Kvikmyndir Saga Madonnu á Sýn 30. ágúst Viðurkenndu það - þú ert líka aðdáandi Bíddu - er ég Madonnu aðdá- andi? Ég vissi ekki aö ég væri fræg fyrir það. En svo er mér sagt. Samt horfði ég ekki á Madonnu vídeóspólur þegar ég var lítil og lærði öll dans- sþorin. Ekki átti ég Madonnu- armbönd. Ég kann ekki ennþá textann í sumum lögunum. Og ég hef varla hugmynd um hvað hún er að gera i dag. En samt. Ég er samt aödándi. Ætli ég verói ekki bara að horfast í augu við það og sætta mig við það. Ég er Ma- donnu aödáandi. Það er hálf skrýtið að viður- kenna það. Hvernig get ég sagst vera aðdá- andi söngkonu sem getur ekki sungiö? Hvernig get ég haft gaman að gegnsæjum lög- unum? Óhugmynda- ríkt sykurpopp, inn- antóm froöa og ekk- ert nema útlitiö. Að- almarkmiöiö að hneyksla. Og hver sagói henni að hún væri söngkona? Madonna hefur ekki fallegustu rödd í heimi. En hún lét það ekki aftra sér. Hún Allir þekkja Madonnu, konuna sem skiptir um útlit eins og aðrir skipta um föt. Silja Björk Baldursdóttir rifjar upp kynni sín af söngkonunni umdeildu. reif bara kjaft og dansaði af líf og sál. Og það dugði. Fólk fyrirgaf henni að hún gæti ekki sungiö og hún sló í gegn. Þótt tónlistin hennar sé kannski bull þá gefur hún sig svo í hana að varla er annaö hægt en að heillast. Kannski eru lög- in hennar snilld, og eina sþurn- ingin hvort maður viðurkennir það eða ekki. Madonna má Ifka eiga það að hún hefur einstakt lag á því að gera mann glaöan og láta manni þykja vænt um sjálfan sig. Þess vegna þykir mér líka vænt um Madonnu. Hún lætur fólki finnast það sjálft skipta máli. Og hún telur fólki trú um að þaö geti haft áhrif á sitt eig- ið líf. Hún sjálf er fyrirmyndin. Hún er stelpa sem þolir ekki neitt kjaftæöi, hún gerir það sem hún vill og lætur engan segja sér fyrir verkum. Hún er holl fyrirmynd fyrir stelpur en líka fýrir stráka. Þeir hafa gott af því að sjá stelpur sem vita hvað þær vilja og hafa heila. Hvar værum við í dag ef enginn Madonna hefði verið - svo miklu hefur hún breytt, svo mikið hef- ur hún mótað hugarheim okkar sem alist hafa upþ með henni. Uppvaxtarárin geta verið erf- ið. Það er erfitt að verða stór. Hún hefur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir öllu sem hún á í dag. Hún hefur sýnt svo ótrúlegan dugnað og hörku að aðdáunarvert er. Hún hefur skipulagt heimsyfirráðin yfirveg- aö og látiö drauma sína ræt- ast. Á meöan hefur hún ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Hún hefur þurft að losa sig við of- beldisfullan eiginmann og ann- að óæskilegt fólk og er í dag að dunda sér við að vera mamma. Fólk spyr: Er það ekki bara gert til aö vekja á sér at- hygli? Er það ekki bara nýjasta gerviö, nýja ímyndin? Hversu langt ætlar hún að ganga í at- hyglissýkinni? Þá spyr ég til baka: Hvaöa máli skiptir það? Hvenær fær hún að gera það sem hún vill án þess að við veltum okkur upp úr því og reynum að finna eitthvaö til aö koma höggi á hana? En auðvitað þarf einhverstaö- ar að hætta. Það er bara spurn- ing hvenær. Þaö er rokkömmu- lögmálið - hvort hún er að stefna á að verða næsta Tina Turner. Kannski er bara best að hún fari að láta gott heita. Og að hún leyfi okkur að minnast hennar eins og hún var á há- punkti ferilsins og hætti aö elt- ast við sjálfa sig. En um hvern snýst þetta? Hana eða okkur? Snýst þetta um hennar ánægju eða okkar? Ef hún vill halda áfram þá er það hennar mál. Það væri líka bara skrýtið ef Madonna myndi hætta leiknum. Hún er orðinn hluti af umhverf- inu og fylgir okkur t gegnum líf- ið. Ég vil ekkert að hún hætti að fylgja mér. En hvaö veit ég? - ég er bara aðdáandi. eiMiSVÍCI II ■ HÍIBHAKV» I ■ CAIBAIOtCI 7 ■ ttllHBimi ■ ÍBtttlSIUU IS ■ HttBttCÍII II 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.