Morgunblaðið - 18.08.1999, Qupperneq 47
hæfileikamaður. Bíórásin, 20. ágúst.
Þyrnirós - Cactus Flower ('69)
/ Kvikmyndað, vinsælt sviðsverk
9 sem hefur glatað einhverju af
töfrum sínum í flutningunum. Ungpí-
an Goldie Hawn er hrifin af tann-
lækninum sínum (Walther Matthau),
sem hins vegar er bálskotinn í að-
stoðarkonu sinni (Ingrid Bergman).
All hæfileikafólk en enginn trúverð-
ugur nema Óskarsverðlaunahafinn
Hawn. Hennar mynd. Bíórásin, 20.
ágúst.
5
PENNUMYNDIR
| Duflað við demanta
|- 11 Harrow House
|(74)
Bandarískur
_ 1 demantasölu-
maður (Charles Grodin) er ginntur út í
gimsteinarán í London. Líflítil, óþjál
blanda gamans og spennu, prýdd
breskum úrvals aukaleikurum; James
Mason. Sir John Gielgud ogTrevor
Howard. Sýn, 20. ágúst.
Gullauga - Golden Eye ('95)
<, Pierce Brosnan stendur sig von-
9 um framar í hlutverki lífseigasta
spæjara hvíta tjaldsins, 007, í þús-
undustu framhaldsmyndinni um
vopnaskak þessa ofursvala liðsmanns
hennar hátignar. Sem berst einsamall
við hið arma Sovétveldis, reyndar
komnu að fótum fram. Þó er allt líkt
og vant; brellurnar, söguþráðurinn,
gn'nið og gellurnar. Bíórásin, 24.
ágúst.
Hættuspil - Fantastic Voyage
('66)
jj Sögufræg vísindaskáldsöguleg
9 spennumynd um hóp lækna
sem eru minnkaðir ásamt farkosti
sínum niður í öreindir og sprautað
síðan inní líkama vísindamanns sem
varð fyrir skotrárás. Tekst þeim að
bjarga honum áður en sá tími rennur
út sem minnkunin varir? Frumleg, vel
geró „cultmynd" sem stendur til að
endurgera. Stephen Boyd, Raquel
Welch. Sýn, 31. ágúst.
Kvartmílukonan -
Heart Like a Wheel ('83)
jj Bonnie Bedelia (Speed), sýnir
9 að konur kunna að stíga á
pinnann - og ber léttilega uppi þétta
kappakstursmynd og fjölskyldudrama
sem byggt er á raunverulegu lífs-
hlaupi fyrstu konunnar sem atti kappi
í kvartmílunni. Beau Bridges. Sýn,
30. ágúst.
Leiktu Misty fyrir mig -
Play Misty For Me (71)
ÉCIint Eastwood fer með aðai-
hlutverk plötusnúðs, í sínu
fyrsta leikstjómarverkefni, sem lendir
í höggi við kolruglaða en limafagra
konu (Jessica Walter). Gælir við hann
í fyrstu en gnpur til eggvopna er hún
kemst að því að hún er ekki ein um
hituna. Áhrifavaldi Eastwood, leistjór-
anum Don Siegel, bregður fyrir í hlut-
verki barþjóns. Myndin hefur ekki elst
alltof vel en verður jafnan pottþétt og
spennandi afþreying. Stöð 2, 24.
ágúst.
Modesty Blaise {'66)
/ Frá þeim tíma er allirvoru að
9 rembast við Bond-formúlurnar.
Monica Vitti leikur teiknisöguhetjuna í
óþolandi stæla- og glansrembumynd
sem er hvorki eitt né neitt. Þrátt fýrir
liðsstyrk Dirks Bogarde, Terence
Stamp og Harry Andrews - og leik-
stjórn hins mistæka Josephs Losey -
sem veit greinilega ekki hvert hann
stefnir. Barn sinna umbrotatíma. Sýn,
24. ágúst.
Náin kynni - Close Encounters
of the Third Kind
ii. Jarðarbúar komast í þriðju
9 gráðu snertingu við geimverur
og þó sérstaklega einn (Richard
Dreyfuss), sem haldinn verður þrá-
hyggju útaf dularfullri gátu sem sækir
á hann og honum tekst á endanum
að leysa. Einkar vel gerð lýsing á
mögulegri snertingu við önnur lífsform
utan úr geimnum, gerð af skynsemi
og hyggindum. Heillandi og spenn-
andi með flestum þeim töfrum sem
einkennt geta Spielberg-mynd.
Dreyfuss er þrumugóður sem hinn
gagntekni, eins er það sterkur leikur
að hafa leikstjórann Truffaut hér í
hlutverki vísindamanns. RÚV, 27.
ágúst
Spurnlngar og svör - Q & A ('90)
jj Sidney Lumet glfmirvið spilling-
9 una innan lögreglunnar í New
Vork rétt eina ferðina. Timothy Hutton
leikur óreyndan saksóknara sem á að
koma lögum yfir ofurlögguna Nick
Nolte sem var valdur að morði. Sá er
harður í hom að taka og viðvaningur-
inn má gæta sín. Nolte er stórfeng-
legur, líkt og kvikmyndatakan hans
Andrzejs Bartkowiaks. Hörð og grimm
og góð. RÚV, 21. ágúst.
Öll sund lokuð -
No Way Out ('87)
j, Háspenntryllir gerist innan
9 veggja Pentagon í Washington
og snertir ráðherra, ástkonu hans,
kærasta hennar og hugsanlegan njó-
snara KGB í innsta hring. Hraði og
hasar í hámarki því sem næst allan
tímann og nærtoppnum í ranghölum
Pentagon. Ástarsenan í limósfnunni
verður lengi í minnum höfð en því
miður endar myndin fimm mínútum of
seint -lokalokaatriðinu er ofaukið.
Kemur þó ekki svo mjög að sök. Frá-
bær skemmtun með Kevin Costner,
Gene Hackman, Will Patton, George
Dzundza, Sean Young. Sýn, 28. ágúst.
I Búálfarnir - The
| Borrowers ('98)
jj Skemmtileg,
9 heimilisvæn af-
i þreying af gamla
skólanum. Álfar og menn. Stöð 2,
27. ágúst.
Frelsum Willy - Free Willy ('93)
jj Fyrsta og langþesta myndin um
9 háhyrning og vandræðaungling
sem tengjast tryggðaböndum. Athygl-
isverð þar sem farið er kunnáttusam-
lega og af hlýleik um vináttu hvalsins
og drengsins, lengst af skynsamleg
og fyrirgefast dísæt endalok. Leikar-
amir August Schellenberg og Michael
Madsen auka á mikilúðlegt yfirbragð-
ið. RÚV. 28. ágúst.
HROLLVEKjUR
Martröðin tekur
| enda - Freddy's
Dead: The Final
Nightmare ('91)
/ Lftið frumlegur
9 endapunktur
Álmstrætismartraðarinnar. Lítið var og
lokið er. Freddy krumla kveður á auð-
gleymdan háttt þessa framhalds-
myndaröð sem byrjaði með látum og
mögnuöum ófögnuði. Sæmileg. Sýn,
27. ágúst.
DflNS- oq SÖNQVAMYNDIR
The Great Caruso ('50)
jj Fræg tónlistarmynd um hetju-
9 tenórinn sem landi hans, Mario
Lanza, syngur með tilþrifum. Til að-
stoðar Dorothy Kirsten og Ann Blyth.
íburðarmikil, einkum fyrir söngelska,
sem kunna að njóta fjölmargra perlna
úr ópemsögunni. TNT, 23.ágúst.
VESTRAR
Silverado ('85)
jj Hressilegur og
9 ásjálegur,
byggður á sígildri
vestrahefð. Fjórar
kempur halda til Silverado í þeim til-
gangi að taka til hendinni í gjörspillt-
um bænum. Aldeilis stórgóður leikara-
hópur; Scott Glenn, Kevin Kline, Kevin
Costner, Danny Glover, John Cleese,
Brian Dennehy, Jeff Goldblum, styrk
leikstjóm (Lawrence Kasdan), átaka-
mikið og hnyttið handrit, gera Sil-
verado að einum besta vestra níunda
áratugarins. Bíórásin, 20. ágúst.
Sjö hetjur -
The Magnificent Seven ('60)
Byggð á SJö samúræjum, eftir
meistara Kurosawa, og gefur
henni lítið eftir. Frægasti vestri síðari
ára segir af samvöldum hörkutólum
sem taka að sér að verja mexíkóskan
smábæ fyrir ágangi ribbalda. Býr yfir
töfrum fullkominnar afþreyingar;
áhorfandinn nýtur hverrar mínútu og
býður spenntur næstu. John Sturges
keyrir myndina áfram á fullri siglingu
frá upphafi tii enda. Leikhópurinn er
einstakur, m.a. Yul Brynner, Steve
McQueen, James Cobum, Charles
Bronson, tónlist Bernsteins ersígild
og átakaatriðin unnin af snilld.
Bíórásin, 25. ágúst.
Þrumufleygur og Léttfeti - Thund-
erbott and Lightfoot (74)
Þmmufleygur (Eastwood) og
Léttfeti (Bridges) skipuleggja og
fremja bíræfið rán í gamansamri
blöndu vestra, spennumyndar og
drama. Michael Cimino fer einkar vel
með vináttusamband stjamanna
tveggja og skapar góðan félagaanda í
sinni fyrstu mynd. Bíórásin, 22.
ágúst.
Sæbjörn Valdimarsson
$ Meistaraverk
l Góð
4 Sæmileg
f Léleg
47