Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 4
/. september - 14- september
SJÓNVARP ..........6-22
ÚTVARP............30-43
Ýmsar stöðvar . .30-43
Krossgátan ..........44
Þrautin þyngri ... .45
íþróttir
Beinar útsendingar í
sjónvarpi............29
Raddir teiknimyndanna
Vandað til íslenskrar
talsetningar.........14
Raddir teiknimyndanna
Vandaö til íslenskrar
talsetningar..........14
Sjénvarpsfíklar í form
Leikfimi fyrir framan
sjónvarpiö.............26
Morgunbiaöiö / Dagskrá Olgefandi Áivakur hf, Knngl-
unni 1 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborö: 5691100
Auglýsingan 5691111. Dagskrá: beinn sfmi: 5691259
Leikarinn James Van Der Beek
leikur Dawson Leery í þáttun-
um Vík milli vina sem sýndir
eru á Stöö tvö. Vegna vel-
gengni þáttanna er hann nú á
meöal vinsælustu leikara í
Hollywood. Höfundur þáttanna
er Kevin Williamson, sem
geröi myndirnar Scream og I
Know What You Did Last Sum-
mer. James
hefur líka
spreytt sig á
kvikmynda-
leik en hann
lék í mynd-
inni Varsity
Blues sem
varð mjög
vinsæl. Þeg-
ar hann var
fimmtán ára
ók móöir
hans honum
til New York-
borgar til aö
finna handa
honum um-
boösmann
sem gæti útvegað honum hlut-
verk í sjónvarpsauglýsingu.
„Lengi vel fór ég til borgarinnar
meö lest í hverri viku, en ég
fékk alls ekki neitt aö gera,“
rifjar James upp. „Ég veit ekki
hvernig ég fór aö þessu. Ég
held aö ég hafi tekiö þetta of
alvarlega. Ég reyndi aö veröa
kátur þegar minnst var á
íþróttadrykk, ég reyndi mitt
besta, en ég gat þetta ekki. Ef
ég reyndi aö komast í auglýs-
ingu í dag myndi þaö örugg-
lega ekki heldur ganga upp.“
Hann varö fljótt leiður á aug-
lýsingaprufunum, fór að vinna
við leikhús og líkaöi þaö mjög
vel. Sextán ára fékk hann sitt
fyrsta tækifæri, hlutverk sem
enginn annar en Edward nokk-
ur Norton haföi einnig auga-
staö á. Brátt
fóru kvik-
myndamenn í
Hollywood aö
sýna honum
áhuga og hann
fékk hlutverk í
myndinni
Angus, sem
varð aldrei vin-
sæl. Tveimur
árum síðar var
hann svo val-
inn í hlutverk
Dawsons.
í Varsity Blu-
es lék James í
fyrstu kynlífs-
senu sinni.
„Galdurinn við aö gera nektar-
senur er einfaidlega tequila,"
játar James. „Ekki mikiö, en
aiveg nóg. Allir tala um hve
kynlífssenur séu erfiöar, en
þær geta líka veriö skemmti-
legar og þannig uppliföi ég
þetta." James segist vara sig
á því aö falla í sömu gryfju og
margir ungir og myndarlegir
leikarar í Hollywood, aö leika í
myndum sem veröa algjörlega
misheppnaöar. Sjónvarps-
stjörnur virðast sérstaklega
hafa haft tilhneigingu til þess.
„Málið með unglingagoðin er
aö þau eldast," útskýrir
James. „Galdurinn er aö
sanna aö maður sé leikari f
staö þess aö vera einhver
spennandi nýliði. En ég get
notaö nýliöahlutverkiö til aö fá
tækifæri til að leika." James
hefur þó litla trú á sjálfum sér
sem kyntákni þrátt fyrir aö
hann fái vikulega send ástar-
bréf í tugatali, full af kossum
ogjátningum. „Ég held í fullri
alvöru aö enginn færi í bíó til
þess eins að sjá mig."
□ Fóflc
Seinfeld
aftur
á skjáinn
09 Jerry Seinfeld
er aftur á leiðinni
í sjónvarp. Því
miöur er hann
ekki aö halda
áfram meö
myndaþættina
vinsælu sem
bera nafn hans, heldur ætlar
leikarinn aö lesa inn rödd risa-
tölvu sem veröur í sjónvarps-
þáttunum um Dilbert en fram-
leiðandi Dilbert-þáttanna, Larry
Charles, framleiddi einnig
Seinfeld-þættina á sínum tíma.
Líklega mun þátturinn meö
Seinfeld-tölvuröddinni veröa
sýndur vestanhafs í næsta
febrúarmánuöi.
—-
Sheen í
sjónvarps-
mynd
•Leikarinn
Charlie Sheen
hefur tekiö aö
sér að leika
klámkóng sem á
í erfiðleikum
meö eiturlyfja-
neyslu og áfeng-
issýki fyrir bandarísku sjón-
varpsstööina Showtime. Bróöir
Sheen, Emilio Estevez, mun
leika meö honum í myndinpi
sem hefur hlotiö nafniö
„Rated X". Estevez leikstýrir
myndinni sem rekur feril
bræöranna Artie og Jim
Mitchell sem eru stór nöfn í
neðanjaröarheimi klámmynda,
og fara bræöurnir Sheen og
Estevez meö hlutverk þeirra.
Efni myndarinnar ætti ekki
að vera Charlie Sheen meö
öllu ókunnugt því alkunna er
að hann hefur átt í erfiöleikum
meö áfengissýki og iðulega
komist í kast viö lögin af þeim
sökum. Fregnir um ásókn
hans í vændiskonur í drauma-
borginni Los Angeles hafa
einnig verið tíöar svo gera má
því skóna aö hann veröi fljótur
að undirbúa sig fyrir hlutverkiö.
James Van Der Beek er ungur
og myndarlegur, en segir það
ekkl nóg til að slá í gegn.
4