Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 15
Systkinin Finnur og Salka Guðmundsbörn hafa unniö með skól- anum við talsetningu telknlmynda í mörg ár. þriggja til fimm ára börn- um kannski sýndar meö ensku tali og íslensk- um texta, en þaö er mjög sjald- gæft aö börn á þessum aldri séu búin aö ná góöu valdi á lestri," segir hann grafalvarlegur. „Hér áöur fyrr voru teiknimyndir líka bara sýndar einu sinni í viku,“ segir Sigrún Edda. „Og á aö- fangadag, frá svona tvö til fjögur!" bætir Bergur Már Ing- ólfsson viö. EKKI BARA LEIKARAR Þaö eru ekki aðeins læröir leikarar sem tala inn á teiknimyndir því þónokkuö af óörnum og unglingum vinna við talsetningu teiknimynda og einnig fullorönir sem eru ekki endilega leikarar aö atvinnu. í Hljóösetningu viö Höföatún eru hald- in námskeið fyrir fólk sem vill læra hvern- ig á aö tala inn á teiknimyndir, en þar er einnig hljóö- ver þar sem stór hluti af talsetningu þess þarnaefnis sem sýnt er á sjónvarpsstöövunum fer fram. Systkinin Finnur og Salka Guö- mundsóörn eru 13 og 18 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur hafa þau lengi fengist viö talsetn- ingu á teiknimyndum. Finnur var aöeins ntu ára gamall þegar hann talaöi inn á sína fyrstu teiknimynd. „Þegar maöur er lítill talar maður bara meö sinni eigin rödd,“ segir Finnur, „annaö væri eigin- lega bara asnalegt. Svo þegar fariö er aö prófa mann fyrir stærri myndir er kannski hægt að leika sér viö aö búa til fleiri radd- ir.“ Salka segir að sér finnist mjög skemmtilegt aö tala inn á teikni- myndir og hefur hún unniö viö þaö með skólanum um langt skeiö en hún er nem- andi í Menntaskólanum viö Hamrahlíö og situr þar meö- al annars í stjórn leikfélags- ins. RÉTTAR ÁHERSLUR MIKILVÆGAR En hvernig skyldi sjálf talsetningin fara fram? „Viö sitjum inni í hljóöverinu meö út- lenska talió í eyrun- um, teiknimyndina á skjánum, handrit- iö fýrir framan okk- ur og svo reynum viö aö láta talið okk- _______ar passa við vara- hreyfingar teikni- myndapersón- anna," segir Bergur. „Svo þarf aö passa sig á ýmsu," segir Valur Freyr, „til dæmis því aö vinna á móti hljómfallinu í enskunni og reyna að vera meö réttar áherslur í íslenskunni." Salka elnbeitlr sér að handritinu og það truflar hana lítlð þó að Valur Freyr Einarsson öskrl hér um bll upp í eyrað á henni. í hljóðverinu eru leikararnir með útlenska talið í heyrnartólun- um, telknlmyndina sjálfa á skjánum og íslenska textann í höndunum og verða að gæta þess að talið passi við varahreyfingar persónanna. „Þaö getur nefnilega verið tilhneiging aö fylga hljómfall- inu sem maður heyrir í heyrn- artólunum," segir Finnur. „Þaö er ■ <• til dæmis mjög erfitt aö tala inn á sænskar myndir," bætir hann viö og skelli- hiær og kemur svo með dæmi af íslensku meö syngjandi sænsku hljómfalli. TALAÐ FYRST OG TEIKNAÐ SVO Stærri teiknimyndir eru unn- ar þannig erlendis aö fyrst er talið tekið upp og svo er myndin teiknuö. Nú er Bergur aö vinna aö talsetningu tölvu- leiksins Talnapúkans, eftir samnefndri bók Bergljótar Arn- alds, sem er unnin á þennan hátt og segir Bergur aö þaö sé algjör lúxus að fá aö gera þetta í þessari röð. „Þaö er alveg rosalega gaman að fá aö gera þetta svona," segir hann. „Þá tala ég fyrst, kem algjörlega meö mína eigin túlkun á þessu og svo eru myndirnar teiknaðar ofan á taliö." „Þetta fá kollegar okkar í út- löndum að gera," segir Sigrún Edda og þau lýsa því hvernig teiknimyndapersónurnar verði oft líkar leikurunum sem tala fyrir þær því þær séu teiknaöar meö tilliti til talsins. Þá koma taktar leikarans oft fram í per- sónunum eöa dýrunum eöa hverju sem um ræöir og eru þau sammála um að þaö hljóti að vera bráöfyndið að sjá sjálf- an sig í teiknimyndapersónu. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.