Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 28
Á mörkum lífs
og dauða
Stuttmyndin Sjálfvirkinn var
frumsýnd í Bæjarbíói í Hafnar-
firöi nýverið. Aöeins var um
eina sýningu aö ræöa því
áætlaö er aö hún veröi sýnd í
Sjónvarpinu í nóvember. Þá
hefur hún verið valin í keppni
stuttmynda á norrænu kvik-
myndahátíðinni Nordisk
Panorama sem hefst hérlend-
is í lok september. En hvaöa
mynd er þetta eiginlega?
„Hún fjallar um venjulega
íslenska fjölskyldu nema hvaó
húsbóndinn á heimilinu stend-
ur frammi fyrir erfiðu vanda-
máli sem snýst um konu
hans og dóttur," svarar hand-
ritshöfundurinn Börkur Gunn-
arsson. „Hann tekur afdrifa-
rfka ákvöróun til aö ná sínu
fram og leysir þannig þennan
erfiöa hnút í samband sínu
við mæögurnar á stórkostleg-
an en jafnframt þjáningarfull-
an hátt fyrir alla."
Aóspuröur hvenær myndin
var tekin svarar leikstjórinn
Júlíus Kemp: „Hún er tekin
upp í janúar og febrúar áriö
1996. Myndin var hins vegar
lögö í salt í eitt ár vegna þess
aö einn leikari í myndinni lést,
sem var góöur vinur okkar.
Hún var klipþt og hljóösett fyr-
ir sex mánuðum og þá var
lokiö viö hana.“
SKRÝTNIR ENDURFUNDIR
Og sagan er enn eldri. „Þaö
eru sjö ár síöan ég skrifaöi
þessa sögu," segir Börkur.
„Þaö var áriö 1992 eöa
1993, - ég man þaö ekki ná-
kvæmlega. Þaö er lióið svo
langt síóan að ég get ekki al-
veg rifjaó upp hvernig hug-
myndin að sögunni kviknaöi,"
heldur hann áfram og hlær.
Hann slær á enni sér og bæt-
ir viö: „Jú, jú, jú, ég var í Prag
og sá sýningu sem vakti
ákveðnar pælingar. Ég má
víst ekki segja meira þvf þá
Ijóstra ég upp sögufléttunni."
Hann segir svolítið skrítið
að hitta afkvæmi sitt aftur eft-
ir öll þessi ár. „Þetta var upp-
lifun fyrir mig sem þaó heföi
ekki veriö ef það hefði veriö
nær í tíma. Ég hef verið aö
fást viö annað undanfarin ár,
m.a. Ijúka viö skáldsögu sem
kemur út fyrir jólin. Þar fæst
ég meira viö nútímann og
raunveruleikann." Myndin er
byggð á sögu úr smásagna-
safni Barkar sem kom út árið
1993; „þá var ég meira í
absúrdisma og á mörkum lífs
og dauóa. Eftir það ákvað ég
að gera sögu úr raunveruleik-
anum, en þaö þýöir ekki aö
ég fari ekki yfir landamærin
aftur; leikrit eftir mig sem sett
voru upp af Stúdentaleikhús-
inu voru í þessum stíl og enn
er ýmislegt ósagt."
VIÐBRÖGÐIN GÓÐ
Stuttmyndin Sjálfvirkinn er
nær Júlíusi í tíma sem klippti
hana, framleiddi og vann í
hljóósetningunni ásamt því
aö selja hana. „Þannig aö
hún hefur í raun aldrei fariö
frá mér," segir hann. „Frum-
sýningin var þvf engin sérstök
upplifun; ég beiö bara eftir að
henni lyki." Hann segist hafa
verið ánægöur meö viðbrögö-
in. „Ég var raunar búinn aö
prófa myndina á fimm manns
sem einnig voru mjög jákvæð-
ir þannig að ég get ekki kvart-
aö."
í aöalhlutverki í Sjálfvirkjan-
um eru Laddi, Pálína Jóns-
dóttir, Lilja Þórisdóttir og Þor-
varóur Helgason og með
smærri hlutverk fara Árni Pét-
ur Guðjónsson og Bergur Þór
Ingólfsson. Þetta er ekki þaö
eina sem Júlíus á í pokahorn-
inu því hann er aö framleiöa
myndina íslenski draumurinn
sem leikstýrt er af Róbert
Douglas. Tökum er lokiö og ef
allt gengur eftir veröur hún
frumsýnd næsta sumar.
Börkur Gunnarsson handritshöfundur og Júlíus Kemp lelkstjóri
í Háskólabíói þar sem Norræna kvikmyndahátíðin
verður haldin í lok september.
Pálína
Jónsdóttur
leikur dóttur
Sjálfvirkjans,
sem gerir
allt fyrir
listina.
Lilja
Þórisdóttir
fer með
hlutverk
dyntóttrar
eiginkonu
Sjálfvirkjans.
Laddi er í
aðalhlutverki
Sjálfvirkjans
sem grípur
til sinna
ráða.
Þorvarður
Helgason er
yfirmaður
Sjálfvirkjans
af gamla
skólanum.
28